Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 10

Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gífurleg aukning á kampýlóbakter-sýkingu sl. tvö ár Skýring'una má rekja til mengunar í kj úklingakj öti MEGINSKÝRING gífurlegrar aukningar á kampýlóbaktersýking- um hér á landi má rekja til kampýlóbakter-mengunar í kjúklingakjöti. Rannsóknir á kjúklingabúum benda hins vegaar til þess að kampýlóbaktermengun sé ekki bundin við eitt kjúklingabú. Þetta kemur m.a. fram í bráða- birgðaniðurstöðum rannsóknar sem Hollustuvernd ríkisins, yfirdýra- læknii-, Tilraunastöðin að Keldum, sóttvamalæknir og Sýklafræðideild Landspítala Islands hafa gert á út- breiðslu og orsökum kampýlóbakt- er-sýkingar í mönnum sl. tvö ár. Ljóst er samkvæmt rannsókninni að útbreiðsla umræddrar sýkingar hefur aukist hröðum skrefum, eink- um sl. tvö ár, og er talið líklegt að yfir 3000 manns hafi sýkst á þessu ári þótt opinberar tölur sýni að 339 sýkingar hafi greinst í mönnum fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við 250 tilfelli allt árið í fyrra. Tals- vert dró þó úr fjölda greindra til- fella í ágúst sl. en þá greindust 65 einstaklingar samanborið við 110 í júlí sl. Að sögn Haralds Briem sótt- vamalæknis er líklegt að endanleg- fundi í gær að hefja samningavið- ræður við Félag hrossabænda, Landsamband hestamanna og Fé- lag tamningarmanna um málefni hestsins í landinu. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær gerir Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda at- hugasemd við það að átakið sé sér- staklega tengt Skagafirði. Guðni segir gagnrýni Kristins ekki eiga við rök að styðjast. Hann segir átakið ætlað hrossarækt í öllu landinu og ekki liggi ennþá ar niðurstöður rannsóknarinnar á útbreiðslu kampýlóbakter-sýkingar liggi fyrir í lok þessa mánaðar en í bráðabirgðaniðurstöðum kemur fram að nákvæm könnun á fæðu- neyslu 15 sjúklinga í ágústmánuði sl. hafí leitt í ljós að sýkingar tengj- ast kjúklinganeyslu í langflestum tilfellum, eða í 80% tilvika, en dæmi era þó um aðrar hugsanlegar orsak- ir fyrir smitun svo sem frá ógeril- sneyddri mjólk eða í 13% tilvika. Þá kemur fram í niðurstöðunum að kampýlóbaktermengun sé að finna í tilteknu kalkúnabúi en einnig að kampýlóbakter hafi ekki fundist í öðra kjötmeti á markaði en kjúklingakjöti og kalkúnakjöti. Kristinn Gylfi Jónsson alifugla- bóndi segir að kjúklingabændur hafi lengi haft áhyggjur af aukinni tíðni kampýlóbakter-sýkinga en leggur áherslu á að kjúklingabænd- ur eigi gott samstarf við heilbrigðis- yfirvöld; yfirdýralækni og dýra- lækna alifuglasjúkdóma um að reyna að draga sem mest úr tíðni kampýlóbakter í kjúklingum. Hann bendir á að kjúklingabændum hafi í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld tekist að útrýma salmonellu í Skagafirði sé tilkomið að þeirra framkvæði. Þeir hafi komið fram með þessa hugmynd og áætlað að leggja fram ákveðið fjármagn. Hann segir að nú séu komnar viðræður í gang við hina félagslegu heild hestamanna um hestinn og framtíðina. „Ég vona að ég nái samstöðu með hinni félagslegu heild hesta- manna um að styrkja hestinn bæði sem atvinnutækifæri og markaðs- vöru í landinu, á það horfi ég fyrst og fremst,“ segir Guðni. kjúklingarækt hér á landi og því séu miklir möguleikar á því að góðum árangri verði einnig náð í barátt- unni við kampýlóbakter. Starfsmenn kjúklingabús sýkjast I umræddum bráðabirgðaniður- stöðum kemur fram að borið hafi á sýkingum meðal starfsmanna ákveðins kjúklingabús [kjúklinga- búsins að Asmundastöðum í Asa- hreppi] og sláturhúss á Suðurlandi og þess getið að þrír starfsmanna kjúklingabúsins hafi sýkst. Þá segir í niðurstöðunum að 8 af 10 sýnum frá einum kjúklingaframleiðanda í ágúst sl. hafi verið menguð af kampýlóbakter og á svipuðum tíma hafi 11 af 21 sýnum frá öðrum framleiðanda verið menguð. Báðir þessir framleiðendur nota sama sláturhús. Haraldur Briem segir ekki ástæðu til að geta þess sér- staklega hvaða bú eigi þarna í hlut þar sem um bráðabirgðaniðurstöð- ur sé að ræða og þess má einnig geta að enn liggja ekki fyrir mark- tækar úrtakskannanir frá öðram framleiðendum. Inntur eftir því til hvaða aðgerða ROBERT Cantoni, sendiherra Frakklands á Islandi, sæmdi í gær Elinu Pálmadóttur, blaðamann, frönsku heiðursorðunni l’Ordre National de Merite við athöfn í franska sendiherrabústaðnum. eigi að grípa í ljósi niðurstaðnanna segir Haraldur m.a. að haldið verði áfram að fræða almenning um smit- leiðir og með hvaða hætti fólk geti forðast smit með réttri meðferð matvæla. I því sambandi hefur neytendum verið bent á að forðast að láta hrátt kjöt eða blóðvökva úr því menga önnur matvæli og sömu- leiðis að varast neyslu á illa steiktu kjöti, ógerilsneyddri mjólk, yfir- borðsvatni þar sem hætta er á mengun og viðhafa ítrasta hreinlæti við matargerð. Þá segir Haraldur mikilvægt að heilbrigðiseftirlit passi vel upp á að veitingahús og skyndi- bitastaðir meðhöndli matvælin á réttan máta og ennfremur vill hann að skylt verði að upplýsa um smit- hættu matvæla á umbúðum mat- vælanna. „Mér finnst t.d. ekki nóg að taka fram að það eigi að hita eða steikja kjúklinginn í gegn heldur þarf líka að segja af hverju,“ segir hann. Þá mun yfirdýralæknir leggja það til að sett verði í reglugerð ákvæði um reglulegt eftirht með mengun í alifuglabúum með svipuðu sniði og gert er með salmonellu þannig að hægt verði að meta ár- angur aðgerða. Cantoni þakkaði Elinu störf hennar í þágu samskipta Frakklands og ís- lands á fimm áratuga starfsferli og minntist sérstaklega á að hún hefði haldið minningu frönsku íslandssjó- mannanna í heiðri. Tvær orku- veitur stofna Islenska vindorku- félagið HLUTAFÉLAG í eigu tveggja orkuveitna, Bæjarveitna Vest- mannaeyja og Selfossveitna, verður stofnað á fimmtudag og mun bera nafnið Islenska vindorkufélagið ehf. Tilgangur félagsins verður að nýta vindorku tO orkuframleiðslu, eiga og reka vindorkustöðvar, afla orku fyrir viðskiptavini og stuðla að góðri nýtingu hennar, svo og að gera samninga um kaup og sölu orku. Vonir standa til að fyrstu vind- orkustöðvamar komist í gagnið inn- an tveggja ára og er áætlað að önn- ur þeirra rísi á strandlengjunni milli Stokkseyrar og Eyrarbakka og hin í Vestmannaeyjum. Stofnun félagsins kemur í kjölfar undirbúningsstarfs sem hefur stað- ið í rúmt hálft ár að sögn Ásbjamar Blöndal, framkvæmdastjóra Sel- fossveitna, og er sjálfstætt framtak orkuveitnanna tveggja sem að því standa. Fulltrúar orkuveitnanna hafa verið í stýrihópi ásamt Orkustofn- un, Landsvirkjun, Veðurstofunni, Samorku, Orkuveitu Reykjavíkur, Rarik og Náttúravernd þar sem rætt hefur verið um möguleika á beislun og nýtingu vindorku á Is- landi. Orkuveiturnar tvær hafa sótt um styrk til Orkusjóðs iðnaðarráðu- neytisins til að gera víðtæka athug- un á vindorku á íslandi. Ný stjórn Orkusjóðsins var skipuð síðari hluta ágústmánaðar og því hefur ekki fengist svar enn sem komið er. Þá hafa orkuveiturnar, ásamt nokkrum fyrirtækjum í stýrihópnum, svo og tveimur dönskum aðilum, sótt um styrk til Evrópusambandsins til að reisa vindorkustöðvamar sem sýni- stöðvar en það er háð því að þar verði stundaðar ákveðnar rann- sóknir. Svar mun væntanlega liggja fyrir í lok næsta mánaðai-. Braust inn í bíl og íbúð MAÐUR var handtekinn fyrir inn- brot í bíl í Breiðholti um klukkan tvö í fyrrinótt. Hann hafði fjarlægt geislaspilara, geisladiska og radar- vara úr bílnum. Það er eftirtektar- vert að sami maður var handtekinn fyru innbrot í íbúð í Breiðholti nótt- ina áður, aðfaranótt mánudags. Andvirði þess sem hann stal þar var talið nema hundraðum þúsunda króna. Honum var sleppt að loknum yf- irheyrslum á mánudagsmorgun og eins og fram kom tók hann strax upp fyrri iðju og var handtekinn á ný. Honum var svo sleppt aftur að loknum yfirheyrslum í gær. Ráðherra hafnar gagnrýni Sunnlendinga Atakinu ætlað að efla hrossarækt í öllu landinu GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að átakið um eflingu hrossaræktar í landinu sé enn í vinnslu í landbúnaðarráðuneytinu og ekki farið neitt lengra. Það hafi vorið snmhvkkt, á ríkisstiómar- íyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar um hversu mikið Skagfirðingum verði veitt til móts við þá upphæð, sem þeir ætli sjálfír að leggja af mörkum, eða til málaflokksins í heild. Hinsverar sé rétt að átakið í Morgunblaðið/Þorkell Elín Pálmadóttir sæmd franskri heiðursorðu Jón Sigurðsson bankastjóri Norræna fjárfestingabankans um kröfur vegna aukins vægis umhverfísmála Umhverfísmat verði forsenda fjárfestingar UMHVERFISMÁL skipta stöðugt meira máli þegar teknar era ákvarðanir um fjárfestingar að mati Jóns Sigurðssonar, banka- stjóra Norræna fjárfestingabank- ans, og telur hann að mat á um- hverfisáhrifum eigi að vera einn þeirra þátta, sem liggja eigi að baki ákvörðun um fjárfestingu í fram- kvæmdum. Jón sagði í ræðu á Nor- rænum byggingardögum í Reykja- vík á mánudag að til lengri tíma lit- ið fylgdust arður og umhyggja fyr- ir umhverfinu að. Arður og umhyggja fyrir umhverfínu fara saman „Á síðari hluta 20. aldarinnar hefur skilningur á og innsýn í vist- kerfið og þær hættur, sem tengjast aukinni nýtingu náttúrunnar, auk- ist svo um munar,“ sagði Jón í ræð- unni. „Þetta er í það minnsta til- fellið á Norðurlöndum.“ Hann sagði að skilningur og virðing fyrir því að umhverfismál væru hnattrænt viðfangsefni hefði aukist. Um leið væri staðbundin áhersla lögð á „hreinar" og heilsu- samlegar neysluvörar. Þetta tvennt hefði sett mark sitt á bæði framleiðsluhætti og neysluvenjur okkar daga. ,Á næstu öld verða umhverfisspurningamar enn mikil- vægari," sagði Jón. „Norrænn iðnaður stendur nú þegar vel í umhverfistækni. Þetta á jafnt við um virkjun hreinna orku- linda (vatns og jarðhita) sem „hreinar" brennsluaðferðir í orku- kerfum, þar sem notað er sjarð- efnaeldsneyti [kol, olía og gas]. Norðurlönd standa einnig vel í matvælaframleiðslu og efnaiðnaði hvað umhverfismál varðar. Land- búnaður er áfram ákveðið áhyggju- efni, en þar hafa kröfur í umhverf- ismálum einnig verið að ná fram að ganga. Norðurlönd geta þess utan bent á nokkur mikilvæg dæmi um ábyrga meðferð náttúruauðlinda á borð við skóga og fiska. Það mikil- væga í þessu sambandi er að um- hverfismat verði ein af forsendun- um að baki ákvörðun um fjárfest- ingu. Þegar til lengri tíma er litið fara arður og umhyggja fyrir um- hverfinu hönd í hönd.“ Jón setti sjónarmið sín um auknar kröfur á sviði umhverfis- mála fram er hann ræddi þá sjö þætti, sem hann telur skipta mestu máli eigi Norðurlöndin að halda þeirri stöðu í fremstu röð, sem þau náðu í heiminum á þess- ari öld, fram á þá næstu. Hinir þættirnir sex, sem Jón nefndi, voru tæknileg þróun og vöxtur upplýsingasamfélagsins, hnatt- væðingin, samruninn í Evrópu, þróun mála í Mið- og Austur-Evr- ópu, ný verkaskipting milli einka- geirans og hins opinbera og lýð- fræðilegar breytingar á borð við hækkandi meðalaldur þjóða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.