Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Ný skolphreinsistöð hefur starfsemi Morgunblaðið/Arni Sæberg Ný skolphreinsistöð tók til starfa í Hafnarfirði í sumar, en stöðin er vestast á Óseyrarbrautinni. Hafnarfjörður NÝ skolphreinsistöð tók til starfa í Hafnarfirði í sumar en stöðin hafði áður verið ræst í ágústmánuði í fyrra en varð að hætta starfsemi eftir viku, þar sem galli koin fram í hreinsibúnaði. Nú hafa hinsvegar verið gerðar breytingar á búnað- inum og gengur starfsemin eins og best verður á kosið, að sögn Bergsveins Sig- urðssonar stöðvarstjóra. Stöðin, sem tók til starfa 15. júní, er staðsett vestast á Óseyrarbrautinni í nýju húsi sem byggt, var á upp- fyllingu við suðurhöfnina og nam kostnaður við bygg- ingu stöðvarinnar um 134 milljónum króna. Lóðin er enn ófrágengin en að sögn Bergsveins stendur það allt til bóta og er áætlað að Ijúka frágangi í haust en að því loknu verður umhverfið hið snyrtilegasta. Allt mjög hreint og tiltölu- lega lítil lykt Við stöðina starfa tveir menn, Bergsveinn og Búi Guðmundsson. Aðstaðan innandyra er til mikillar fyrirmyndar, en þar er allt mjög hreint og tiltölulega lítil lykt miðað við hverslags starfsemi þar fer fram. Bergsveinn sagði að lyktinni væri haldið niðri í kjallaranum, þar sem skolp- ið rennur inn í stöðina, með yfirþrýstingi, niðri er lyktin því nánast óbærileg. „Áður en stöðin tók til starfa rann skolpið óhreins- að úr bænum þessa hefð- bundnu leið út í sjó,“ sagði Bergsveinn. „Reyndar rennur það enn óhreinsað út í sjó frá ákveðnum hlut- um bæjarins." Stöðin getur mest afkast- að um 500 lítrum af skolpi á sekúndu, en afkastar nú að- eins hluta af því magni eða um 120 h'trum á sekúndu. I stöðina kemur skolp frá suðurbænum, en skolpið frá mið- og norðurbænum rennur enn óhreinsað út í sjó. Skolpinu, sem kemur í stöðina, er veitt niður í kjallara og þaðan er því dælt í gegnum síur og það sem kemst í gegnum síurn- ar rennur sína leið út í sjó en hratinu sem eftir verður er safnað í gám og urðað upp í Álfsnesi. „Við getum leyft okkur að veita þessu út í sjó því hér er nóg af vatni, en víða erlendis er þetta bara hringrás, þar sem hreinsað vatn er notað aftur,“ sagði Búi. í fyrra þegar stöðin var ræst komst hratið ekki úr sí- unum og upp í gám því rör- in sem fluttu þau út í gám stóðu fjóra metra lóðrétt upp í loftið og dælan réði ekki við að pumpa hratinu upp. Búnaðinum hefur nú verið breytt þannig að rörin standa láréttari og síðan er snigill inni í þeim sem flytur hratið út í gám. Innan tíðar verður allt skolp hreinsað Bergsveinn sagði að inn- an tíðar myndi allt skolp frá bænum verða hreinsað. I rammaljárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar kemur fram að ráðgert sé að ljúka við hönnun dælu- stöðvar við norðurgarð árið 2001 og byggð verði lítil dælustöð á Mölum og lögð þrýstilögn frá henni að norðurgarði. Kostnaður við holræsaáætlun á því ári er áætlaður um 31 milljón króna. Árið 2002 er áætlað að byggja dælustöð við norðurgarð og er áætlaður kostnaður talinn nema um 75 milljónum króna. Að þessum framkvæmdum Ioknum verður allt skolp frá byggð í Hafnarfirði grófhreinsað, nema skolp frá iðnaðarsvæðinu í Hellnahrauni, Áslandi, Völl- um og hluta Hvaleyrar- holts. Tveir starfsmenn vinna við nýju skolphreinsistöðina, þeir Bergsveinn Sigurðsson og Búi Guðmundsson, en innandyra er allt mjög snyrtilegt og tiltölulega lítil lykt miðað við hverslags starfsemi fer þar fram. Skólastarf tefst í Fossvogsskóla Fossvogur SKÓLASTARF í Fossvogs- skóla er ekki hafið að fullu ennþá og er ekki reiknað með að allir nemendur setjist á skólabekk fyrr en í næstu viku. Framkvæmdir við ný- byggingu skólans hafa tafist og í síðustu viku var ekki hægt að taka á móti 9-12 ára nemendum þar sem engin húsgögn voru komin í stof- urnar. Nemendur hafa því ýmist farið í vettvangsferðir á vegum skólans eða setið heima. Óskar Einarsson skóla- stjóri segir að ætlunin hafi verið að hafa börnin heima fram að síðustu helgi og síð- an hafi tveir dagar verið skipulagðir sem vettvangs- ferðir á mánudag og þriðju- dag. Hann segist hafa átt von á að skólahald gæti hafist í dag, en það sé bara svo mikið óklárt að ákveðið hafi verið að börnin yrðu heima í tvo daga til viðbótar og mættu síðan í skólann föstudaginn 10. september. Þá verður annaðhvort kennsla í skólan- um eða farið í vettvangsferð. Það eru 9-11 ára böm sem missa mest úr skólanum, eða fjóra daga alls. Nú eru aðeins 12 ára nemendur í skólanum sem notast við gamla stóla og borð. Ennþá vantar nokkuð af húsgögnum og loftræst- ingin er ekki komin í gang. Óskar segir að framkvæmd- um eigi að mestu að vera lok- ið eftir þessa viku og skóla- hald eigi að geta hafist af fullum krafti eftir næstu helgi. Vegna stækkunar skólans voru lausar kennslustofur fjarlægðar sem voru á skóla- lóðinni. Óskar segist hafa far- ið munnlega fram á að hafa stofumar áfram til áramóta, enda séu ákveðnir hlutai' hússins sem á ekki að Ijúka fyrr en um áramót. Hann seg- ir að það hafi auðvitað verið búið að ráðstafa þessum hús- um við aðra skóla, enda vanti húsnæði víða við skólana. „Við erum búin að bíða eft- ir húsi í 25 ár og þó þessu seinki um nokkra daga þykii' mér það ekkert tiltökumál, “segir Óskar. Foreldrar hafa ekki kvartað mikið undan þessu og sýnt þessu fullan skilning að sögn Óskars. Ibúar þrýsta á aðgerðir vegna hraðaksturs á Selásbraut Hraðahindranir gagnslausar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Lúðvíg Halldórsson ásamt ungum vegfaranda við Selásbraut, en íbúar við götuna hafa lengi barist fyrir aðgerðum til að draga úr umferðarhraða við göt.una. ÍBÚAR við Selásbraut hafa undanfarin ár ítrekað þrýst á aðgerðir borgaryfirvalda vegna hraðaksturs á göt- unni. Umferðarhraði á göt- unni er að jafnaði mun meiri en leyfilegt er og hafa 85% bifreiða mælst á um 67 km hraða á meðan hámarks- hraði er 50 km. Hraðahindr- anir sem settar hafa verið upp til að stemma stigu við hraðanum hafa reynst gagnslitlar. Lúðvíg Halldórsson, íbúi við Selásbraut, segir að þarna sé mikil umferð barna yfir götuna og honum fínn- ist skelfilegt að sjá krakk- ana þurfa að leita sér færis til að komast yfir götuna. Lúðvíg segir að þetta séu bæði eldri krakkar sem eru að fara niður í Arbæjar- skóla, og síðan yngri krakk- ar sem séu að fara í Selás- skóla og það sé stóra málið. Þarna sé oft ótrúlega mikill hraði á bílum og keyri í raun úr hófi fram. Undanfarin ár hafa íbúar við Selásbraut sent borgar- yfirvöldum ábendingar og ítrekanir varðandi umferð- aröryggi í götunni. Lúðvíg telur það með ólíkindum hve seint hafi gengið að ráða á þessu bót. Hann segir að menn hafi oft velt vöngum yfir þessu, en ekkert hafi gerst nema að settar hafi verið upp hraðahindranir sem séu gagnslausar, vegna þess að ökumenn á góðum bílum viti ekki af þeim. Lúð- víg vakti athygli á því í einu erinda sinna til skipulags- og umferðamefndar að um- ferðarhraði bifreiðar hafi verið mældur yfir 90 km, eftir að hún fór yfir hraða- hindrun á Selásbrautinni við Reykás. „Eg held að það sé ekki spuming um hvort, heldur hvenær þama verður alvar- legt slys,“ segir Lúðvíg. Koma þarf til móts við kröfur íbúanua Erindi íbúa við Selásbraut vora tekið fyrir á fundi um- ferðaröryggisnefndar Reykjavíkurborgar 16. júní sl. Fundurinn ályktaði að allai' raunhæfar aðgerðir í götunni væru dýrar, en nefndin væri því samþykk að úrbóta væri þörf. Fyrir rúmu ári lagði Gutt- ormur Þormar verkfræðing- ur fram álitsgerð um um- ferðarskipulag við Selás- braut, þar sem teknar vora saman tillögur um hvemig draga mætti úr ökuhraða í götunni. I áliti sínu leggur hann sérstaka áherslu á að umferðaraðstæður við Reykás verði bættar vegna leikskólans og aðalgöngu- leiðar yfir Selásbraut á þeim stað. Innkeyrslu að bflastæði leikskólans verði breytt til samræmis við upphaflegt skipulag og steinlögð gang- stétt verði við innkeyrsluna. Þá leggur hann til að 2-3 metra breiðri miðeyju verði komið fyrir á Selásbraut sunnan Reykáss þar sem að- algönguleið liggur yfir göt- una. Einnig að gerð verði ný innkeyrsla að húsinu Selás- braut 42-54 frá Selásbraut norðan hússins en núverandi innkeyi’slu frá bflastæði leik- skólans verði lokað. Guttormur leggur jafn- framt til að auk miðeyjunnar við Reykás verði breiðum miðeyjum komið fyrir á Sel- ásbraut við gangbraut á móts við Norðurás, við strætisvagnabiðstöð sunnan Næfuráss, sunnan Rauðáss og við strætisvagnabiðstöð norðan Sauðáss-Skógaráss. Tilgangur miðeyjanna er að brjóta beina aksturslínu á götunni og draga þannig úr hraða. I lokaorðum álitsgerðar Guttorms kemur fram að þessar hugmyndir séu kostnaðarsamar í fram- kvæmd en hann telur jafn- framt að óánægju íbúanna linni ekki fyrr en komið verður til móts við kröfu þeirra um aðgerðir sem dugi. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeÚd Reykja- víkurborgar er gert ráð fyr- ir að unnið verði að tillögum að úrbótum á grandvelli þeirra tillagna sem Gutt- ormur hefur lagt fram fyrir næsta fjárhagsár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.