Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Sindra-Stál eignast Hita á Akureyri
Stefnt að því að
efla reksturinn
SINDRA-STAL hf. í Reykjavík hef-
ur eignast öll hlutabréf í Hita hf. á
Akureyri. Hiti verslar m.a. með
pípulagningarefni, hreinlætistæki
og fleira en að sögn Bergþórs Kon-
ráðssonar, framkvæmdastjóra
Sindra-Stáls, verður fyrirtækið rek-
ið sem dótturfélag Sindra-Stáls en
með svipuðu sniði og verið hefur og
með sama starfsfólki. Hins vegar sé
stefnt að því að efla reksturinn,
auka vöruúrvalið og fjölga starfs-
fólki.
Húsnæði Hita við Draupnisgötu á
Akureyri er um 500 fermetrar en
Bergþór sagði að á lóðinni væri
möguleiki til stækkunar húsnæðis-
ins um helming. Ekki hafi þó verið
tekin ákvörðun um að ráðast í slíkar
framkvæmdir að svo stöddu.
Viljum þjóna betur
„Við eigum mikið af góðum við-
skiptavinum á Akureyri og víðar á
Norðurlandi sem við viljum gaman
þjóna betur. Þar er fyrst og fremst
um að ræða málmiðnaðarfyrirtæki
og fyrirtæki í byggingaiðnaði en
fram til þessa höfum við þjónað
þessum markaði beint að sunnan en
verið í samstarfi við aðila á svæðinu
með vélar og tæki. Við höfum trú á
að þarna verði uppgangur áfram.“
Stærsti hlutinn í starfsemi
Sindra-Stáls er innflutningur á stáli
og málmum. Einnig verslar fyrir-
tækið með mikið af verkfærum og
vélum fyrir pípulagningariðnaðinn
og fleiri, loftpressur og varmaskipta
og þá er Sindra-Stál með umboð
fyrir Black&Decker-rafmagnsverk-
færi.
Domino’s pizzur til Akureyrar
Þyrping kaupir
húsnæði Polaris
FASTEIGNAFE LAGIÐ Þyrping í
Reykjavík hefur keypt húsnæði
Polarisumboðsins ehf. við Undir-
hlíð á Akureyri. Þyrping er í eigu
fjölskyldu Pálma heitins Jónssonar
í Hagkaupi og samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins verður
settur upp Domino’s pizza staður í
húsnæðinu síðar í haust. Nýir eig-
endur fá húsnæðið afhent í næsta
mánuði en það er um 450 fermetr-
ar að stærð.
Tómas Eyþórsson hjá Polaris-
umboðinu sagði að með sölunni
væri verið að endurskipuleggja
rekstur fyrirtækisins, auk þess
sem húsnæðið þótti ekki hentugt
Bæjarráð um meðferð-
arheimili á Dalvík
Ekki hnökrar
á umsókninni
BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar mót-
mælir þeirri fullyrðingu að um ein-
hverja hnökra hafi verið að ræða á
umsókn um rekstur meðferðarheim-
ilis í sveitarfélaginu, eða að ekki hafi
vegna sumarleyfa verið hægt að
sinna fýrirspurnum vegna umsókn-
arinnar. Engar fyrirspurnir eða at-
hugasemdir hafi verið gerðar þann
eina og hálfa mánuð sem umsóknin
var til skoðunar hjá félagsmálaráð-
herra.
Bæjarráð ítrekar umrædda um-
sókn og lýsir sig jafnframt reiðubúið
til viðræðna við Barnaverndarstofu
um stofnun og rekstur nýs meðferð-
arheimilis fyrir börn, sem gæti tekið
til starfa á þessu eða næsta ári. I
bókun bæjarráðs kemur jafnframt
fram að bæjaryfirvöld í samstarfi við
hóp einstaklinga sem lýstu sig reiðu-
búna til að taka að sér rekstur með-
ferðarheimilis, lögðu inn umsókn 15.
júlí sl. þar sem opnaðir voru margir
möguleikar varðandi húsnæði.
Eins og komið hefur fram hefur
félagsmálaráðherra farið þess á leit
við Barnaverndarstofu að leitað
verði eftir samningi við aðila á Aust-
urlandi um rekstur meðferðarheimil-
isins. Rögnvaldur Skíði Friðbjörns-
son, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar,
sagði að í umsókninni hefði verið
bent á ýmsa möguleika til að byrja
með en að eðlilegast væri að byggja
sérhæft húsnæði yfir slíka starfsemi.
Morgunblaðið/Kristján
Stúlkur úr skátasveitinni Skeifunni frá skátafélaginu Klakki á gönguferð á Landsmótinu á Úlfljótsvatni í sumar.
Vetrarstarf Klakks að hefjast
SKÁTAR á Akureyri eru nú að
hefja vetrarstarfíð. Það hefst
með ferð í Vaglaskóg sem kallast
„Skátar ganga, skátar hjóla.“
Þátttakendur ganga eða hjóla
yfír Vaðlaheiði nk. laugardag og
sömu leið til baka á sunnudag.
Gist verður í tjöldum í skóginum
og verður varðeldur á laugar-
dagskvöld. Gengin verður gamla
þingmannaleiðin en farið á hjól-
um eftir gamla þjóðveginum yfír
Steinsskarð. Göngustjóri verður
Ólafur Kjartansson aðstoðarfé-
lagsforingi en hjólahópnum
stjórnar Þorsteinn Pétursson fé-
lagsforingi. Skátalíf er útilíf og
skátar láta sig ekki muna um
smáhreyfingu.
Þá mun stjórn skátafélagsins
Klakks bjóða öllum í ValhöII
sunnudaginn 19. september á
milli kl. 15 og 17. Þar verður
stjórnin til skrafs og ráðagerða
og svarar fyrirspurnum. Þeir
sem hafa áhuga á að aðstoða við
starfið eru sérstaklega boðnir
velkomnir, því margar hendur
vinna létt verk. Foreldrar eru
hvattir til að koma og líta á að-
stöðuna í Valhöll og hitta stjórn-
armenn, sem gjarnan vilja heyra
frá foreldmm.
Skátastarfíð mun fara af stað
fljótlega en nánari upplýsingar
eru veittar á skrifstofu félagsins,
sem er opin mánudaga til
fimmtudaga kl. 17-18. Síminn er
461-2266.
undir starfsemina. Polarisumboðið
verslar m.a. með vélsleða, fjórhjól,
sexhjól og vatnaþotur, svo og alla
fylgihluti og tilheyrarandi fatnað.
Tómas sagði að fyrirtækið hefði
fest kaup á húsnæði í Reykjavík og
myndi sjálft sjá um reksturinn þar.
Aðalumboðið yrði hins vegar áfram
á Akureyri og þá í öðru húsnæði.
Heilsugæslustöðin
í Dalvíkurbyggð
Erfítt að
fá lækni
ANNAR heilsugæslulæknirinn við
Heilugæslustöðina í Dalvíkurbyggð
hefur verið ráðinn til starfa við
Heilsugæslustöðina á Akureyri.
Hann tekur við nýja starfinu um
næstu mánaðamót en enn hefur ekki
tekist að fá annan lækni í hans stað í
Dalvíkurbyggð.
Jónas Oskarsson, formaður
stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar,
sagði orðið vandamál að fá lækna út
á land og að trúlega væri framboð á
læknum ekki nægjanlegt. „Við höf-
um auglýst stöðuna en það hefur lítið
komið út úr því. Þetta snýst ekki um
vinnuaðstöðu, því aðstaðan hér er sú
sama og annars staðar á landinu."
Jónas sagði menn vissulega hafa
áhyggjur af því að vera aðeins með
einn Iækni við heilsugæslustöðina
eftir næstu mánaðamót og undir það
tekur Rögnvaldur Skíði Friðbjörns-
son bæjarstjóri.
Fundað með bæjarráði
Auk Dalvíkurbyggðar nær svæði
Heilsugæslustöðvarinnar til Hríseyj-
ar. Jónas sagði að í gangi væri sam-
starf við Ólafsfirðinga um vakta-
skipti og annað en það breytti því
ekki að þessir hlutir þyrftu að vera í
lagi. Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar
kemur saman til fundar í dag, mið-
vikudag, og þá hefur bæjarráð Dal-
víkurbyggðar óskað eftir fundi með
stjórninni, þar sem ráðinu verði gerð
grein fyrir stöðu mála.
Blaðbera
vantar í eftirtalin hverfi:
Gerðahverfi
Eyrina
Huldugil/Víkurgil
Borgarsíða/Móasíða
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn.
Góður göngutúr sem borgar sig.
I Morgunblaðið
Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og
upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að
meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík
þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
*
Formaður Léttis um ummæli Arna Johnsen um
tvö helstu hrossaræktarsvæðin
Moðgandi ummæli gagn-
vart öðrum svæðum
SIGFÚS Helgason, formaður Hesta-
mannafélagsins Léttis á Akureyri,
fr'amkvæmdastjóri Melgerðismela
og stjórnarmaður í Landssambandi
hestamannafélaga, gerir alvarlegar
athugasemdir við ummæli Árna
Johnsen alþingismanns í Morgun-
blaðinu í gær, þess efnis að helstu
hrossaræktarsvæði landsins séu
Suðurland og Norðurland vestra.
Sigfús segir þetta móðgandi ummæli
gagnvart öðrum hrossaræktarsvæð-
um.
I frétt Morgunblaðsins er fjallað
um þau áform stjórnvalda að verja
150 milljónum króna til stuðnings
hrossarækt og að sú uppbygging fari
fram í Skagafirði. Um er að ræða
verkefni sem er ætlað að standa í
fimm ár. Ríkið ætlar að leggja fram
samtals 150 milljónir króna en gert
er ráð fyrir að Skagfirðingar leggi
fram 75 milljónir og aðrir 25 milljón-
ir. I máli Árna kemur fram að ekki
gangi að afgreiða málið á þennan
hátt af hálfu ríkisins nema að farið
verði út í sambærilegt átak á hinu
hrossaræktarsvæðinu en þar á hann
við Suðurland.
„Ég er í flestum tilfellum mjög
þakklátur og ánægður með framtak
ríkisins til stuðnings hrossaræktinni.
Auðvitað eru mjög skiptar skoðanir
um hvernig á að verja þessu fé. En
að hrossaræktarsvæðin séu einungis
tvö, eins og Arni Johnsen talar um,
geri ég mjög alvarlegar athugasemd-
ir við. Norðurland eystra hefur ný-
verið staðið fyrir glæsilegu lands-
móti á Melgerðismelum og stuðlað
þar að gríðarlegri uppbyggingu, sem
hefur orðið vítamínsprauta fyrir
hrossarækt á svæðinu," sagði Sigfús.
Byggt meira upp á gæðum
en magni
Hann sagði það vissulega rétt að
mun fleiri hross væru á Norðurlandi
vestra og Suðurlandi en á Norður-
landi eystra. „En í allri þessari um-
ræðu um offjölgun hrossa væri það
kannski þessum landshlutum til eft-
irbreytni að hér er byggt meira upp
á gæðum en magni.“
Sigfús sagði að í tengslum við upp-
bygginguna á Melgerðismelum und-
anfarin ár hafi verið leitað til ríkis-
valdsins um fjármagn með litlum
sem engum árangri. Hann kvaðst
fagna því heilshugar að ríkið legði
fram fjármagn til greinarinnar í
heild sinni, en er ekki sáttur við að
það fari allt á einn stað. „Það hefur
orðið mikil viðhorfsbreyting hjá rík-
isvaldinu og menn eru kannski fyrst
nú að opna augun fyrir því hversu
þýðingarmikill íslenski hesturinn er
fyrir okkur og það sannaðist vel á
Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi.
Vonast eftir fjármagni
til Melgerðismela
Mér finnst ekki hafa verið staðið
faglega að undirbúningnum í Skaga-
fírði og þessi skýrsla, sem ég hef séð
en hefur ekki verið gerð opinber, er
hroðvirknislega unnin. Þar er verið
að telja fram hluti sem hin frjálsu fé-
lagasamtök hestamanna í landinu
eru að vinna, samanber landslið,
æskulýðsmál og ræktunarmál. Ég
held því að menn ættu að fara var-
lega í að kasta fjármagni til eins
landshluta, því stór hluti af þessu
starfi er unninn í sjálfboðavinnu í
landssamtökum hestamanna."
Sigfús bætti því við að hann óskaði
Skagfirðingum til hamingju með
framtakið og að í Ijósi þess að búið
væri að úthluta þessum fjármunum
til Skagafjarðar hljóti Eyfirðingar
jafnframt að eiga von á fjármagni til
Melgerðismela. Hann kallaði jafn-
framt eftir viðbrögðum þingmanna
Norðurlandskjördæmis eystra vegna
málsins.