Morgunblaðið - 08.09.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.09.1999, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ „Líbýska eldflaugin" var til sýnis í Tripoli í gær. Sagt er, að Gaddafi hafi notað hverja lausa stund í mörg ár til upphugsa þennan heimsins öruggasta bfl. Gaddafí boðar bylt- ingu í bflasmíði „Líbýska eldflaugin“ sú örugg- asta í öllum heimi MUAMMAR Gaddafi Líbýuleið- togi hefur hannað rennilega bif- reið í anda James Bond og er hún að sögn sú öruggasta, sem fyrirfinnst í heiminum. Hefur verið ákveðið að koma upp verk- smiðju til að fjöldaframleiða bíl- inn. Bíllinn var afhjúpaður á 30 ára byltingarafmæli Gaddafis og að viðstöddum mörgum frammá- mönnum í Einingarsamtökum Afríkuríkja að sögn BBC, breska ríkisútvarpsins. Heitir hann Saroukh el-Jamahiriya á arab- ísku en það útleggst Líbýska eldflaugin. Er hann fyrir fimm farþega auk ökumanns, straum- línulagaður og ekki ólíkur eld- flaug til endanna. Er hann búinn loftpúðum, innbyggðu vamar- kerfi og höggvara, sem brotnar saman við árekstur og hlífir því bílnum að öðru leyti og farþeg- unum vel. Dukhali Al-Megahareff, for- maður Líbýsk-arabíska fjárfest- ingarfélagsins, sem framleiddi frumgerðina, sagði hana vera byltingu í bílasmíði enda væru allar öryggishugmyndirnar komnar frá Gaddafi. Verður haf- ist handa við að reisa verksmiðju í höfuðborginni, Tripoli, í næsta mánuði til að framleiða bílinn. Sagði hann, að þessi öruggasti bíll í heimi væri sönnun þess, að inntak líbýsku byltingarinnar væri hamingja og velferð manns- ins. Friðflytjandinn Gaddafí Fréttamaður BBC segir, að bílinn sé svar Gaddafis við mikl- um slysförum á líbýskum vegum auk þess sem hann sé önnum kafinn við að bæta ímynd sína eftir að refsiaðgerðum vegna Lockerbie-hryðjuverksins var aflétt í apríl. Al-Megahareff sagði, að eld- flaugarnafnið á bílnum væri til að leggja áherslu á, að þegar aðrir smíðuðu eldflaugar í tor- tímingarskyni, þá smíðuðu Lí- býumenn þær með mannúð og frið að leiðarljósi. Alan Clark látinn London. Reuters. ALAN Clark, hinn litríki þingmað- ur breska íhaldsflokksins, lést á sunnudag, að því er greint var frá í gær en Clark gekkst í sumar undir skurðaðgerð vegna krabbameins í heila. Clark, sem var 71 árs, er aðal- lega þekktur fyrir stjórnmáladag- bækur sínar sem lýstu m.a. Margar- et Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, á afar umbúða- lausan hátt. Clark var undirráðherra í ríkis- stjórnum Thatcher á níunda ára- tugnum, hætti síðan þingmennsku 1992 en snéri aftur í síðustu kosn- ingum, 1997. Viðurkenndi hann þá að hann hefði saknað þess að sitja á þingi. Clark var vel kunnur fyrir sagn- fræðiskrif sín um fyrri og síðari heimsstyrjöldina en varð hins vegar þjóðþekktur fyrir bersögular dag- bækur sínar, sem gefnar voru út 1993. Þar lýsti Clark samskiptum sínum við Thatcher og öðrum ráð- herrum ríkisstjómar hennar á afar umbúðalausan hátt, auk þess sem hann kryddaði skrifin enn frekar með frásögnum af framhjáhaldi sínu. Jeltsín æfur vegna ástandsins í Dagestan Vill tafarlausa sókn gegn skæruliðunum Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, stýrði í gær fundi í þjóðaröryggis- ráðinu þar sem hann kallaði þá, sem ráðist hafa inni í Dagestan frá Tsjetsjníju „úrkynjaðan lýð og morðingja". Skipaði hann yfirmönn- um rússneska hersins að stökkva þeim burt á stundinni. Rússneska hernum hefur enn ekki tekist að sigrast á þeim ís- lömsku skæruliðum, um 1.000 tals- ins, sem réðust inn í landið um síð- ustu helgi og ráða þar nú nokkrum þorpum. Létu þeir til skarar skríða aðeins fáum klukkustundum eftir að bílsprengja eyðilagði fimm hæða fjölbýlishús í hermannahverfi í bænum Búínaksk. Að minnsta kosti 64 menn týndu lífi, þar af 25 börn og 22 konur. Hefur rússneska ör- yggislögreglan handtekið einn mann vegna hryðjuverksins og leit- ar annarra tveggja. Sakar herforingjana um kæruleysi Jeltsín er sagður æfareiður vegna ástandsins í Dagestan og því ákvað hann að stýra fundi öryggis- ráðsins sjálfur í stað þess að láta Vladímír Pútín forsætisráðherra það eftir. Hafði NTV-sjónvarps- stöðin það eftir forsetanum, að ekki ætti að kalla skæruliðana múslima eða íslamista vegna þess, að þeir „berðust gegn eigin fólki og væru úrkynjaður lýður og morðingjar". Yrði herinn að bregðast við skjótt og ákveðið. Á fyrri fundi með Pútín hafði Jeltsín sakað herforingjana um kæruleysi vegna sprengingar- innar í Búínaksk. Talsmaður rússneska vamar- málaráðuneytisins sagði í gær, að herinn hefði náð á sitt vald bænum Karamakhi og umhverfi hans úr höndum skæruliða. Áður hefur komið fram, að herstjómarlist Rússa í þessum átökum sé að þreyta andstæðinginn áður en ráð- ist er beint gegn honum. Reuters RÚSSNESKAR herflugvélar hafa gert árásir á bækistöðvar skæruliða í Tsjetsjníju og þar á meðal á bæinn Zamay-Yurt. Hér gráta nokkrar konur ástvini sína, sem týndu lífí í árásinni. Bætur fyrir nauðungarvinnu í Þýskalandi á stríðsárunum Varað við viðskipta- stríði verði ekki samið Berlín. Reuters. STJÓRNVÖLD í Þýskalandi vör- uðu ýmis helstu fyrirtæki landsins við í gær og sögðu, að fjölgaði ekki í hópnum, sem vildi greiða bætur fyr- ir nauðungarvinnu á stríðsámnum, mætti búast við viðskiptastríði við Bandaríkin. Otto Lambsdorff, sem annast hefur viðræðumar við stjómvöld í Bandaríkjunum og samtök þeirra, sem í nauðungarvinnunni vora, sagði, að fyrirtækjunum hefði fjölg- Opinberunarbókin“ ’oðunarkirkjan :]m® Við höfum ánægju af hwí að hjálpa fólki að kynnast Biblíunni betur og sýna hvað hún hefur að segja um spurningar, sem leita á fólk. Aðloi, e'oi rjin e"aust h uBtri yfj aía yHyfirr bod wihalti maylirl mun>t>úööi wení/a a»m aúui an skilm Wuliun, 'áknum "pPáUúm um ^innZ Mánudaga og miðvikudaga ki. 20.00. Hittumst tvisvar I viku! Við byrjum 13. seplember. Þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður, er skynsamlegt að innritast sem lyrst. Með einu símtali tryggir þú þér þatttöku. Þátttaka, Biblía og litprentuð námsgögn í möppu, ókeypis. *SSSiÖ3T ^Háteí is'andú Rrrouta 9 Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson, sem hefur staðið fyrir slíkum námskeiðum , áratugum saman á islandi og erlendis. Innritun og nánari upplýsingar alla daga í símum 554 6850, 564 6268 og 861 5371. að um meira en helming eftir fund Gerhard Schröders kanslara með frammámönnum í þýsku atvinnulífi á mánudag. Þau væra þó enn ekki nema 35, sem væri hvergi nærri nóg. Af þeim, sem vora í nauðung- arvinnu í Þýskalandi á stríðsárun- um, era allt að tvær milijónir manna enn á lífí. Sagnfræðingar telja, að fangar hafi verið í vinnu hjá langflestum fyrirtækjum í landinu á þessum tíma. Gífurlegum bóta- kröfum vísað á bug Shröder vonast til, að samningar um bótagreiðslumar náist ekki sið- ar en í október þótt ekki verði þá búið að hnýta alla lausa enda, til dæmis þá kröfu þýskra fyrii’tækja, að þeim verði hlíft við frekari bóta- kröfum. Hann vísaði hins vegar á bug gífurlegum fjái’kröfum sumra lögfræðinganna en þær era um allt að 2.000 milljörðum ísl. kr. „Kröfur sumra lögfræðinganna og sumra samtaka fyrrverandi fanga era út í hött,“ sagði Schröder en gaf jafnframt í skyn, að þýska ríkið myndi leggja sitt af mörkum vegna þess, að fangar hefðu verið í vinnu mörgum sveitarfélögum í landinu. Upplýsti hann einnig, að frá stríðslokum hefðu Þjóðverjar greitt um 4.100 milljarða kr. í bætur vegna nauðungarvinnunnar. Sæst á 730 milljarða kr.? Lambsdorff sagði, að það væri í þágu fyrirtækjanna sjálfra að taka þátt í bótagreiðslunum. „Geram okkur grein fyrir því, sem gerist ef engir samningar nást. Það mun leiða til viðskiptastríðs við Banda- ríkin og fyrirtækin munu fljótlega finna fyrii’ því,“ sagði hann og tók undir með Schröder í því, að bóta- kröfumar væru sumar fáránlegar. Hann sagði hins vegar, að talan, sem þýsku fyrirtækin hefðu nefnt, um 73 milljarðar kr., væri of lág. Nefndi hann sem hugsanlegar bæt- ur 730 milljarða kr. í eitt skipti fyrir öll. Fyrirtækin, sem við sögu koma, era ýmis þau stærstu í Þýskalandi, t.d. bankasamsteypan Deutsche Bank, Volkswagen-bílasmiðjurnar og tryggingafyrirtækið ÁUianz. Wolfgang Gibowski, samningamað- ur fyrirtækjanna, telur, að mörg fyrirtæki muni bætast í hópinn fái þau tryggingu fyrir því, að ekkert framhald verði á fjárkröfunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.