Morgunblaðið - 08.09.1999, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sveitin og sauðkindin
Eitt af verkunum á sýniugunni i Stöðlakoti.
MYIVDLIST
Stöðlakol,
Bókhlöðustfg
MÁLVERK
KRISTJANA F. ARNDAL
Til 12. september.
Opið daglega frá kl. 14-18.
AF öllum þeim gögnum og upp-
lýsingum sem liggja frammi á
sýningu Kristjönu F. Arndal má
sjá að hún er metnaðarfullur
listamaður, sem á sér langan feril,
bæði hér heima og einnig í Sví-
þjóð. En miðað við svo mikla
reynslu og umsvif fer ekki hjá því
að list Kristjönu valdi nokkrum
vonbrigðum. Hún hefur ekki enn
náð því valdi á list sinni sem dug-
ar til að hefja hana af lýsingar-
stiginu á plan persónulegrar tján-
ingar.
Vandi Kristjönu virðist að sumu
leyti liggja í litameðferðinni. I
staðinn fyrir að halda sig við olíu-
liti - en lífrænt eðli þeirra og
mýkt dregur úr hörðum og
hömruðum pensildráttum hennar
- eru flest verkin máluð með
akrýllitum, en við þá ræður lista-
konan heldur illa. Áferðin verður
lífvana og litaspilið gengur ekki
upp sem skyldi. I kaupbæti heldur
Kristjana í ýmsar áttir án þess að
leita að sjálfri sér. I nokkrum
verkum bregður fyrir sterkum
áhrifum frá Hringi heitnum Jó-
hannessyni, án þess að listakonan
valdi þeim áhrifum. I öðrum
myndum gætir kínverskra áhrifa
án þess að með þeim fylgi leikand-
in sem hæfir slíkri list.
Pá örlar á prógrammatískri
stefnumótun í sumum myndanna.
Dýrð sveitanna er dregin upp
sem sælureitur sauðkindarinnar,
að hætti amerísku kreppumálar-
anna Grant Wood og Thomas H.
Benton, en þess háttar yfirlýs-
ingalist er því miður dæmd til að
daga uppi sem vandræðaleg
væmni, ekki síst þegar ærnar
horfa daprar til álversins í
Straumsvík úr ímynduðum skóg-
arlundi sem hvergi finnst í Kap-
elluhrauni. Slíkar táknmyndir
gera sig engan veginn sem mál-
verk á striga. Þær eru í hæsta
lagi brúklegar sem myndskreyt-
ingar í tímariti.
I staðinn fyrir að flíka afrekum
sínum á listasviðinu, líkt og Krist-
jana gerir á blöðum þeim sem
liggja frammi á sýningu hennar í
Stöðlakoti, ætti hún að athuga al-
varlega sinn gang og finna tján-
ingarþörf sinni heppilegri farveg
en þann sem hún temur sér í kot-
inu við Bókhlöðustíg.
Halldór Björn Runólfsson
„Þar sem
tæknin endar
tekur tón-
listin við“
Söngvarinn og kennarinn André Orlowitz
er á Islandi í fjórða skiptið þessa vikuna til
að kenna. Hann sagði Sigrúnu Davíðs-
7
dóttur að á Islandi væru góðir söngvarar,
því Islendingar hefðu skap.
„ÞAÐ er boðskapurinn, sem er að-
alatriðið í tónlistinni," segir André
Orlowitz, þegar hann dregur sam-
an reynslu sína af söng og söng-
kennslu. Orlowitz er söngvari af
pólsk-þýskum ættum, en hefur bú-
ið í Danmörku um árabil, starfað
sem söngvari og kennt um allan
heim. Hann lærði á fiðlu sem
krakki, en þegar hann var fimmt-
án ára uppgötvaði hann að hann
var með söngrödd og þá lá leiðin
inn í sönginn, „sem er ólæknandi
sjúkdómur," bætir hann við með
bros á vör og þykir greinilega ekki
verra að vera haldinn þeim sjúk-
dómi.
A undanförnum sextán árum
hefur hann haldið rúmlega 200
opnar kennslustundir (master
classes) um allan heim, auk þess
sem hann er með fasta nemendur
víða að og í vetur eru tveir íslend-
ingar hjá honum. I sumar kenndi
hann á námskeiði í tengslum við
tónlistarhátíðina í Bregenz og á
Islandi er hann þessa vikuna í
fjórða skiptið, kennir í þetta
skiptið við Söngskólann, en hefur
áður verið við Islensku óperuna.
Þeir sem vilja geta litið inn og
hlustað.
Heima við er söngurinn senni-
lega einnig ofarlega á baugi, því
uppkominn sonur Orlowitzs er
fiðluleikari og kona Orlowitzs er
Stjórntækniskóli Islamis
Höfðabakka 9
Sími 567 1466
MARKAÐSFRÆÐI
Stjórntækniskóli Islands
gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í
markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við
sívaxandi kröfur atvinnuiífsins um hæfari starfskrafta.
Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá
innsýn í heim markaðsfræðanna.
Markmið
námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér
markaðshugsun í íslensku viðskiþta- og athafnalífi og nái
þannig þetri árangri.
Námið
er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í
einstökum greinum.
Kennarar
eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu
við kennslu og í viðskiptalífinu.
Námsgreinar
Markaðsfræði. Stjórnun og sjálfstyrking.
Sölustjórnun og sölutækni. Auglýsingar.
Vöruþróun. Tölvunotkun í áætlanagerð.
Vörustjórnun. Viðskiptasiðferði.
„Ég mæli
með náminu
fyrir alla þá,
er starfa við
markaðs- og
sölustörf. Ég
hef verið í sölumennsku í
6 ár og námskeiðið hefur
nýst mér vel í starfi.
Fjölbreytt og áhugavert
námskeið."
Eiísabet Ólafsdóttir
Eggert Kristjánsson hf.
„Ég mæli
tvímælalaust
með þessu
námi fyrir
alla þá sem
eitthvað eru
tengdir markaðs-, sölu-,
upplýsinga-, skipulags-
og/eða framleiðslumálum
sinna fyrirtækja.“
Hendricus Bjarnason
Skýrr
Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar.
Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00.
Sjálfsmyndir Braga Ásgeirssonar.
Grafísk verk
MYNDLIST
íslmsk oralík,
T’ryggvagötu 17
GRAFÍK OG TEIKNINGAR
BRAGI ÁSGEIRSSON
Opið kl. 14 til 18. Sýningin
stendur til 12. september.
FÉLAGIÐ íslensk grafík hefur
opnað vinnustofu í Hafnarhúsinu
þar sem félagsmenn geta þrykkt
verk sín, enda krefst grafíklistin
tækjabúnaðar sem yfirleitt er
ekki á færi einstaklinga að eignast
og reka. Jafnframt verkstæðinu
hefur félagið tekið sal undir sýn-
ingarrými sem að vísu er ekki stór
en er snotur og vinalegur. Þessi
salur er góð viðbót við sýningar-
aðstöðu í borginni og væri
skemmtilegt ef hægt væri að reka
slíkan sal sem helgaður væri graf-
íkinni.
Það er við hæfi að fyrstum sé
boðið að sýna í nýja salnum Braga
Asgeirssyni, en hann var einn
helsti frumkvöðull grafíklistarinn-
ar hér á sjötta áratugnum. Mynd-
irnar sem sýndar eru nú eru
einmitt frá þessum tíma, 1948 til
1960, bæði teikningar og grafík
með ýmsum aðferðum. Sumar
myndirnar eru unnar erlendis, í
Napólí, Osló og Róm meðan Bragi
var þar á námsferðum sínum 1953
og 1954.
Bragi er auðvitað þekktastur
fyrir málverk sín enda hefur hann
lengst af lagt á þau mesta áherslu.
Þar er það ekki síst sterk tilfinn-
ing hans fyrir litum, gegnsæi og
samspili listaflata sem vakið hefur
athygli og hann hefur þróað áfram
og fæst enn við að þroska. En í
teikningum Braga og grafíkmynd-
um birtist önnur hlið á list hans
sem komið hefur sumum á óvart
sem aðeins hafa verið kunnugir
málverkunum. Hér birtist Bragi
sem fínlegur teiknari sem hefur
það vald á línunni að hann getur
ýmist dregið upp þétta skugga-
mynd með sterkri þrívídd eða
hálf-gegnsæjar draumaveraldir
þar sem verur og sýnir renna sam-
an og hverfast, og fljóta úr bak-
grunni í forgrunn fyrir augum
áhorfandans.'
Braga
Grafíkverk Braga hafa auðvitað
verið sýnd áður og fengið nokkuð
ýtarlega umfjöllun, meðal annars í
Listasafni Islands á allstórri yfir-
litssýningu árið 1993 þar sem gef-
in var út bókin Líf í grafík um
þessa hlið á ferli hans. Þó er það
mikilvægt að salur íslenskrar
grafíkur í Hafnarhúsinu geti verið
vettvangur fyrir sýningar af þessu
tagi í bland við sýningar á nýjum
verkum starfandi grafíklista-
manna. Sýningarsalur sem heigað-
ur er þessari einu grein myndlist-
arinnar býður einmitt upp á það,
þótt lítill sé, að þar megi sjá sam-
hengið í þróun greinarinnar og
framgangi hennar innan íslenskr-
ar myndlistar. Þannig geta bæði
almenningur og yngri listamenn
orðið meðvitaðir um sögulegt sam-
hengi og verk þeirra sem á undan
hafa farið.
Það ber að fagna þessu fram-
taki Islenskrar grafíkur og óska
þeim góðs gengis í rekstri þessa
nýja salar ekki síður en verkstæð-
isins.
Jón Proppé