Morgunblaðið - 08.09.1999, Síða 31

Morgunblaðið - 08.09.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 31 Natasha hefur kennt til að prófa sig sjálfur áfram og segja honum þá til hvernig til tak- ist.“ En það er ekki til nein allsherjar söngkennslutækni, sem dugir á alla. „Að kenna söng er ekki eins og að þjálfa hermenn. Það verður að finna sérstaka leið að hverjum og einum nemanda, því líkamlegar og andlegar hindranir eru misjafn- ar eftir hverjum og einum. Nem- andinn þarf að læra að syngja með viðbrögðum sínum, ekki á móti þeim.“ Orlowitz bendir á að röddin end- urspegli líðan okkar frá degi til dags. „En raddfærin eru líka síð- asta líffærið til að eldast. Röddin endist vel,“ minnir hann á, en gerir sér jafnframt grein fyrir að slæm- ur söngkennari getur skemmt fyrir nemandanum. Abyrgð kennarans er því mikil. I opnum kennslustundum segist Orlowitz reyna að taka mið af eigin reynslu frá því hann var ungur í slíkri kennslu. „Eg kom oft með margar spurningar, sem ég fékk engin svör við,“ rifjar hann upp. „Eg reyni að gefa nemendunum andlegan kraft, sem opnar þeim nýjar, listrænar leiðir. Það er hægt að vera söngvari, en það er annað að vera listrænn söngvari. Eg þekki áhugasöngvara, sem taka at- vinnusöngvurum fram, því þeir leggja sig fram um að bæta sig og þroskast. Söngvarinn þarf alltaf að vera að. Reynsla Orlowitz er að söngv- ari, sem ekki syngur í þrjá daga heyrir sjálfur afturför, eftir viku heyrir fjölskyldan það og eftir mánuð heyra áheyrendur það. „Söngvainnn þarf að vera í stöðugri æfingu, bæði æfa vöðvana og heil- ann. Heilinn er fljótur að skilja, en aðrir hlutar líkamans latir og þess vegna getur það tekið langan tíma að samhæfa heilann og hinn hluta líkamans. í huganum eru lausnirn- ar skjótfundnar, en það tekur lang- an tíma að koma hugsuninni í framkvæmd og margt getur farið afvega.“ íslenskt skap er góð listræn orkuuppspretta Það er enginn vafi á að söng- kennarar verða einkar næmir á nemendurna og minnstu viðbrögð þeiiTa. Orlowitz vill ekki gera mik- ið úr þeim hæfileika sínum, en seg- ir að eðlisávísun vísi leiðina. „En það er ekki hægt að gera neitt á eðlisávísuninni einni saman. Það þarf að þroska hana.“ En hverju skyldi söngkennarinn annars hlusta eftir, þegar nemandi kemur til hans í fyrsta skipti? „Eg hlusta eftir persónulegum hljóm, auk þess sem menningarlegur bak- grunnur skiptir miklu máli. Það krefst gáfna að koma saman setn- ingu í söng og ef nemandinn hefur ekkert hugmyndaflug til að fylgja henni eftir þá vantar býsna mikið. Kennarinn getur skapað samband við nemandann, en það er allt und- ir því komið að nemandinn hafi reynslu og þekkingu, ekki bara úr skóla, heldur úr uppeldi sínu,“ seg- ir Orlowitz. En hvað um röddina? „Jú, að sjálfsögðu," segir Orlowitz og undrast kannski að viðmælandinn taki hana ekki sem gefinn hlut. „Röddin er sjálft efnið og þar þurfa að vera miklir hæfileikar frá nátt- úrunnar hendi, en einkum þurfa að vera í röddinni möguleikar, sem hægt er að þróa. Sumir komast ekki yfir andlegar hindranir, geta til dæmis ekki tekið tilsögn, sem þeir heyra aðeins sem neikvæða gagnrýni, en skilja ekki að hún er jákvæð. Sá sem ekki getur tekið tilsögn er ekki nógu þroskaður.“ Orlowitz er nú á Islandi í fjórða skiptið og segist hlakka til að hitta íslenska vini og kunningja. „Ég hafði heyi-t að það væru fallegar raddir á íslandi og hef komist að því að það er rétt. Söngvari þarf að vera blanda íþróttamanns og gáfu- manns. Það áhugaverðasta er að á ís: landi eru spennandi manngerðir. í listum skipta skapsmunir miklu máli. Sá sem ekki hefur í sér orku- uppsprettu hefur ekkert að gera í listum og á Islandi eru margir með skaphitann í lagi.“ Tilfinningar en ekki óhamið tilfínningaflæði „Það sem einkennir góða söngv- ara er aðhaldssemi,“ segir Orlowitz til að undirstrika hvemig góður söngur einkennist af því að allt sé í réttu jafnvægi, líka tilfinningarnar. „Hjartað skiptir mestu máli í söngnum, en tilfinningarnar mega heldur ekki flæða óheftar. Þegar æskukraftana og - þokkann tekur af um þrítugt þarf söngvarinn að hafa náð tökum á tilfinningaástandi sínu.“ Orlowitz tekur dæmi af leikara, sem þarf að deyja á sviðinu á hverju kvöldi og það geti hann að- eins með því að hafa stjóm á til- finningum sínum. Sama sé með söngvarann, en meðan leikarinn ákveður sinn eiginn hrynjanda er söngvarinn bundinn af hrynjanda tónlistarinnar. „Tónskáldið hefur lagt drama- í tíma hjá André Orlowitz. Morgunblaðið/Golli pólska söngkonan Agnes Wolska, sem vakti mikla hrifningu með söng sínum í Islensku ópemnni í vor. Kennslan hefur lengi fylgt Or- lowitz því hann segist alltaf hafa haft í kringum sig einhverja sem hann sagði til. „I upphafi var ég oft að segja til einhverjum, sem voru tvisvar sinnum eldri en ég. Ég hef víst einhverja köllun til að kenna, mér er það algjör nauðsyn og þótt það sé ekki auðvelt að ferðast svona mikið um, bæði til að syngja og kenna, þá er þetta mín leið til tónlistarinnar." Tæknin er leið, ekki markmið „Leiðin að tónlistinni liggur í gegnum tæknina," segir Orlowitz, „en þar sem tæknin endar tekur tónlistin við. Röddin er eina hljóð- færið, sem ekki er tilbúið frá upp- hafi, heldur þarf að þjálfa hana í mörg ár, þannig að hún verði nátt- úruleg en samt undir stjórn. Það er auðvelt að segja þetta, en raunin er önnur.“ Orlowitz bendir á að það sé ekki auðvelt fyrir unga söngvara að hafa sífellt hinn fullkomna hljóm upptökuversins í eyrum. „Unga fólkið heldur kannski að rödd þess hafi þennan hljóm, en það sem kemur út er eitthvað allt annað.“ I upphafi snýst söngnámið því um að finna röddina, meðal annars með því að fullkomna textaframburð- inn. '„Mörg vandamál í söng tengjast textanum og meðferð hans,“ undir- strikar Orlowitz. „Það má ekki gleymast að tónskáldið skrifar tón- list sína við texta. Tónlistin er nokkurs konar skreyting textans og síðasti liturinn í söngnum kem- ur frá textanum." Sum tungumál eru að mati söng- kennarans betri en önnur og ís- lenskan fellur vel að söng og þeim fimm hreinu sérhljóðum, sem eru það sem kalla má frumhljómur. „Það er erfitt að finna þessa fímm hlutlausu sérhljóða, sem leiða til náttúrulegrar aðkomu að tungu- málinu og sem fellur að andar- drættinum.“ tíkina inn í verkið, svo söngvarinn þarf að ráða yfir tækni, sem gerir honum kleift að finna bestu og náttúrulegustu leiðina til að koma á framfæri því, sem stendur í nót- unum,“ segir Orlowitz. „Um leið spilar söngvarinn á mannlegar tilfinningar, en hann má ekki gera of mikið úr eigin tilfinning- um.“ Hlutverk kennarans „Ég vona að það hljómi ekki yfir- lætislega, en ég held að það sé nauðsynlegt að söngkennarar séu einnig söngvarar sjálfir," segir Or- lowitz með hæverskubros á vör. „Ég held það sé næstum ómögu- legt að kenna söng án þess að hafa reynslu söngvarans.“ Að hans mati er svo margt, sem varðar söng sem aðeins þeir er sjálfir stunda söng sem atvinnumenn koma auga á. Sjálfur hefur hann sungið öll helstu barítónhlutverkin víða um heim og hefur nú hugleitt að hætta en hikar við það einmitt til að missa ekki úr kennslunni hæfileik- ana til að nota eigin rödd til að sýna nemendum. En hvert er þá hlutverk kennar- ans? „Kennarinn þarf að sýna og kenna hinum unga nemanda að hugsa sjálfur, svo hann geti á eigin spýtur mótað hugmyndir sínar með röddinni. Hann þarf að leið- beina, en jafnframt að gefa nem- andanum svigrúm og hvetja hann SA&SSEÚU 43. starfsar Break Línudans Auðveldir, skemmtilegir og meó fylgir bók meó lýsingu á dönsunum 6 tima namskeið Gömlu dansarnir 6 tíma námskeið og þú tærir ótrútega mikið Salsa House dance Dansmn sem fer sigurför um heiminn Natasha Royat kennir 6 tima namskeiö 6 tíma námskeió UDDnmnartimar Einn tími á sunnudögum Einn dans tekinn fyrir i hvert skipti Dans arsms Mambo no. 5 Social Foxtrot - það nýjasta Þú verður fær um að dansa við 90% af öllum lögum sem leikin eru á venjulegum dansleik eftir 6 tíma Samkvæmisdansar - barnadansar Áratuga raynsta okkar og þekking tryggir þér bestu fáanlegu kennstu 14 vikna námskeið og þjátfað ístandsmeistarana Flottir dansar uV IF llí 6 tima námskeið 6 tíma námskeið f V KeDDnisdansar Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir frábærir þjátfarar i keppnisdönsum 14 vikna námskeið - Mæting lx, 2x eða 3x í viku Hio Hod - Riverdance Ulta Essendrop gestakennari Ekki bara falleg, heldur frábær dansari Þjátfaði Danmerkurmeistarana i Hip Hop Viku námskeið í oktðber Innritun fer fram t sima 552 0345 milti kl. 16 og 20 daglega Kennsta hefst 13. september Kennslustaðir: Reykjavik - Mosfetlsbær - Keflavik - Grindavik - Sandgerði - Garður Söngmenn óskast! Karlakórinn Fóstbræður getur bætt við góðum söngmönnum. Raddpróf fyrir áhugasama söngmenn fer fram í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109, fimmtudaginn 9. september nk. kl. 19.30 - 21.00. Raddþjálfun í boði fyrir nýja söngmenn. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.