Morgunblaðið - 08.09.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 33
UMRÆÐAN
N^jung í gatnagerð
Steypa
Steypan, segir Guð-
mundur Guðmundsson,
HOFUÐBORGAR-
BÚAR þekkja vel þau
óþægindi og tafír sem
síendurteknar malbiks-
framkvæmdir valda á
hverju sumri. Hér tala
staðreyndir sínu máli, á
hverju ári eru um
15.000 tonn af malbiki
notuð til viðhalds á
gatnakerfinu. Á íslandi
er slit gatna meira hlut-
fallslega miðað við önn-
ur lönd, því veldur vot-
viðrasöm veðrátta, mikil
saltnotkun og ekki síst
mikil notkun negldra
hjólbarða. Helsta ráðið,
sem nefnt hefur verið,
til þess að minnka slitið á götum höf-
uðborgarsvæðisins er að banna
neglda hjólbarða eins og þekkist víða
erlendis. Notkun nagla er þó talið
öryggisatriði, sérstaklega á svæðum,
þar sem ísingarhætta er mikil, en
það á við hér á landi. Banni við notk-
un negldra hjólbarða fylgir því mikil
ábyrgð, því að slys eru bæði sárs-
aukafull og dýr.
En það eru fleiri lausnh- til en að
banna nagladekk. Gatnaslitlög úr
steinsteypu hafa verið notuð í
marga áratugi með góðum árangri
hér á landi sem erlendis. Kostir
steyptra slitlaga eru ótvíræðir. Að-
alkosturinn er að þau hafa meira en
tvöfalda endingu á við malbik, sem
þýðir færri lokanir og minni óþæg-
indi vegfarenda. Steypan er um-
hverfisvæn, vegna mikils slitstyrks
fer meira en tvöfalt minna magn af
henni út í loftið við akstursslit en af
malbiki, auk þess sem ryk frá stein-
steypu þykir hættuminna en mal-
biksryk. Þá má nefna að ljós litur
steypunnar eykur birtumagn og ör-
yggi við akstur.
Meiri stofiikostnaðm’ við gerð
steyptra shtlaga og
lengri hörðnunartími
steypunnar en malbiks-
ins hefur helst staðið í
vegi fyrir notkun
þeÚTa. Að öðru jöfnu
eiu steypt slitlög því
hagkvæmari því meiri
sem umferðin á þeim
er. Hröð gæðaþróun í
gerð sements og stein-
steypu hefur leitt til
steypu, sem nær mikl-
um styrk á mun styttri
tíma en áður þekktist.
Þannig hefur tekist að
setja umferð á stein-
steypt slitlög eftir sól-
arhrings hörðnun.
Lokun gatna vegna endurmalbik-
unar er auðvitað tíðust á götum með
mikla umferð. Þai’ er því mest þörfin
á endingarbetri slitlögum. Hug-
myndin að því að leggja steypt slit-
lög ofan á malbik er ekki ný og hefur
verið reynd víða erlendis. Hér á
iandi var þetta aðeins reynt sem við-
gerð á gamalli malbiksþekju við upp-
skipunarkranann við Grundartanga-
höfn árið 1989. Þetta var um 850 fm
svæði, malbikið illa farið og misslitið.
Fyrh-tækið Skóflan hf. á Akranesi,
sem mestrar reynslu aflaði sér við
lagningu þurrsteypu á götur, lagði 7-
20 cm þykkt þurrsteypulag ofan á
malbikið. Efth’ 10 ára notkun undir
þungri umferð er steypan þai’ enn í
góðu ásigkomulagi.
Bandaríkin voru helsti vettvangur
fyrir tilraunir að leggja steypt yfir-
lög ofan á malbik. Fram á þennan
áratug var talið að steypulagið yrði
að vera minnst 10 cm að þykkt eða
nær tvöfóld þykkt samsvarandi mal-
er umhverfisvæn.
biks. Aukin steypugæði á síðustu ár-
um hafa nú leitt til þess að hægt er
að leggja þykktir af steyptum slit-
lögum allt niður í 5 cm. Sem fyrr eru
Bandaríkjamenn í fararbroddi með
þessar tUraunir, þeh’ byrjuðu fyrir
um ái’atug, en í Evrópu er einnig far-
ið að gera hliðstæðar tilraunh’.
Reynslan í Bandaríkjunum af þess-
um öi’þunnu steinsteyptu slitlögum
eins og þau ei-u nefnd þar (ultra thin
whitetopping) er góð og vh’ðist ætla
að uppfylla ki’öfuna um a.m.k. tvö-
falda endingu á við malbik. Mest hef-
ur komið á óvai’t hversu vel steypan
límist við malbiksundirlagið. Þá er
verðið á þessum slitlögum farið að
nálgast verð á malbiksslitlögum, þó
að munur á endingu sé ekki tekinn
inn í dæmið.
o
Gatnagerð á Akranesi sumarið 1998 með steypuútlagningarvél Steinvegs ehf.
Guðniundur
Guðmundsson
Skilyrði fyrir því að hægt sé að
leggja svo þunn steypt slitlög er að
asfaltundirlagið sé sterkt. Þykkt
þess má ekki vera undir 12-15 cm.
Yfirborð slitna malbiksins er fræst
niður um þykkt steypta slitlagsins,
t.d. 5 cm. Þá er eftir um 7-10 cm
þykkt undh-lagsmalbik, þykkt sem
talin er nauðsynleg fyrir svo þunnt
steypulag. Við fræsinguna myndast
renna í götuna, sem fyllt er af
steypu. Steypugæðin eru mikil og
gjarnan notaðar steyputrefjar.
Lögð er áhersla á fljóta hörðnun og
miðað við að hægt sé að setja um-
ferð á slitlagið eftir 1-2 sólarhringa.
Steypuslitlagið er síðan sagað mjög
þétt, allt niður í 1 fm fleti í þynnstu
lögunum. Til þess er notuð ný gerð
af steypusögum með örþunnum
blöðum, sem gera kleift að saga
steypuna strax og hægt er að ganga
á henni.
Fyrh’tækið Steinvegur ehf., sem
á skriðmótavél til niðurlagningar á
steyptum slitlögum, hefur mikinn
áhuga á þessari nýju tækni. Allar
helstu umferðargötur höfuðborgar-
svæðisins uppfylla kröfurnar um
undirlagsþykktir. Af því sem að
framan er sagt um slit gatna á höf-
uðborgarsvæðinu hljóta allar að-
gerðir sem lúta að aukinni endingu
þeirra að vei’a áhugaverðar. Hingað
til hefur þó verið tregða á því að fá
leyfi til tilrauna, þar til Kópavogs-
bær tók að sýna málinu áhuga fyrir
ári. Nú hefur verið ákveðið að
Steinvegur ehf. gei’i fyrstu tih’aun-
ina með þunnt steypt slitlag ofan á
gamalt malbik á aðfærslurein Fífu-
hvammsvegar inn á Hafnarfjarðar-
veg. Verður tilraunin væntanlega
gerð 11. september. Nýsköpunai’-
sjóðm’ atvinnulífsins styrkh- þetta
tilraunavei’kefni að stói-um hluta.
Eiga þessir tveir aðilar heiður skil-
inn fyrir þá djörfung að styðja nýjar
lausnir á vandamáli, sem lengi hef-
ur verið fyrir hendi, en illa gengið
að leysa sómasamlega.
Höfundur er stjórnarformaður
Steinvegs ehf.
Draumur um
straum?
ÞAU skilaboð sem
þjóðin fær frá stjóm-
t'öldum um þessar
mundh’ eru í stuttu
máli þau að byggða- og
efnahagsjónarmið vegi
þyngra en náttúru-
verndarsjónarmið, þeg-
ar framtíð Eyjabakka
er vegin og metin.
Margh’ geta tekið
undir þá skoðun að
þarfir mannsins megi
ekki sitja á hakanum,
þegar lögð eru drög að
framtíð samfélagsins.
Auðvitað þurfum við
öll að sjá hag okkar og
afkomendanna borgið í
nánustu framtíð til þess að vera
sæmilega sátt.
En nú vill svo til að Austfirðingar
ei-u alls ekki sáttir og hefur stór
hópur þeirra hnappast um töfra-
lausnina: Stóriðju. Við hin sem ekki
búum á svæðinu, erum hvorki yfir-
lýstir stóriðju- né náttúruvei’ndar-
sinnar skiljum ekki af hvei’ju Fljóts-
dalsvirkjun, eins og hún er sett
fi’am í dag, og álver á Reyðarfirði,
er það eina sem getur bjargað
byggðinni á Austfjörðum. Þvert á
móti höfum við öll heyrt að slík
mannvirki úreldist á skömmum
tíma, ef ekki er aukið við máttinn
jafnt og þétt. Þetta hlýtur því að
vera lausn sem dugir í skamman
tíma.
Við sem fylgjumst með umræð-
unni án þess að skipa okkur í
nokkra sveit, hvorki pólitíska né
landfiæðilega, höfum einnig heyrt í
fjölda erlendra séi’fræðinga sem
segja ósnortna náttúru verða dýr-
mætari en menn hefði órað fyrir á
næstu öld. Við heyrum líka hjart-
slátt biskups íslands
og fyrrvei’andi forseta
lýðveldisins, fólks sem
hingað th hefur verið
treystandi til að leiða
þjóðina í mikilvægustu
málum. Við heyrum
efasemdir um arðsemi
slíkra stóriðjufram-
kvæmda, þegar til
lengri tíma er litið og
verðum vör við að lög-
fróðir menn velta því
fyrir sér hvort ft’am-
kvæmd á borð við uppi-
stöðulón á Eyjabökk-
um stæðist alþjóðalög
og samnþykkth’.
Ekki komumst við
hjá því að heyra foi’mann Fram-
sóknarflokksins leggja til að vilji Al-
þingis til að afturkalla leyfið fyrir
Fljótsdalsvirkjun verði kannaður á
næsta þingi. I sömu mund segja yf-
irmenn framkvæmdavaldsins í iðn-
aðar- og umhverfismálum að þetta
mál verði að keyra áfram hiklaust,
tafarlaust samkvæmt lögum, annars
verði allt um seinan. Um seinan fyr-
h’ hvað og hverja?
Við heyrum hinsvegar lítið í
landsföðurnum, manninum sem á
það til að segja: „Svona gerir maður
ekki“ og slá á fingur flokksbræðra
og systra þegar við á. Við heyrum
jú úr þeúri átt að Laugardalurinn
sé þess virði að vernda sakir yndis-
leika og náttúnifegurðar. Engin
ástæða er til að ætla annað en það
hafi verið sagt beint frá hjai’tanu.
Max’ga fýsir að vita hvað húsbónd-
inn á Stjói’narheimilinu segir beint
frá hjartanu um framtíð hálendisins
norðan Vatnajökuls. Þai’ fer þó
maður sem ekki hefur ávallt blósið á
tilfinningarök.
Eva María
Jónsdóttir
Þeir sem segja tilfínningarök
ekki gild í svona málum gefa eflaust
lítið fyrir vangaveltur íslendinga
sem þykir einfaldlega vænt um
landið sitt eins og það er; stórbrotið,
óvægið og öfgafullt. Þetta er engin
venjuleg pai’adís sem við höfum
kosið okkur til búsetu. Og það er
einmitt þessvegna sem ferðamanna-
straumurinn til Islands er í örum og
öruggum vexti. En ferðamenn taka
til sín. Þeir þurfa að ganga á jörð-
inni og snerta með berum höndum
allt sem þeir sjá. Þetta er eðlileg
hegðun en veldur því að sumar nátt-
úruperlur okkar eiga á hættu að
troðast niður og skaðast til fram-
búðar, ef ekkert er að gert. Það er
því mikilvægt að opna upp ný svæði,
þó ekki sé nema stuttan hluta árs-
ins, til þess að dreifa umferð ferða-
fólks um landið. Það væi’i mikil
synd að fóxua hinu fáfarna og
ósnortna hálendi norðan Vatnajök-
uls fyi’ir skammsýna hagsmuni og
framkvæmdir, hvers áhrif og afleið-
ingar við þekkjum ekki í dag. Þegar
allt er tekið með í reikninginn hall-
ast maður frekar að því að þar ætti
að vera tímalaust gi’iðland fyrir
ferðafólk í sátt við lífríkið sem er
þar fyrir.
Einhvernveginn svona blasir
ft’amtíðarlandnýting við mörgum
sem ekki setja upp skammsýnis-
gleraugun, kveina ekki af þró eftir
stóriðju, taka engan þátt í gróða-as-
anum og þurfa engan flokk að verja.
I stuttu máli sagt er auðvelt að líta
þannig á málin að byggða- og efna-
hagssjónarmið fai’i alveg ágætlega
saman við náttúruvernd. Nýleg
dæmi um fjarvinnslu ó Vestfjörðum
og störf á vegum Islenskrai’ miðlun-
ar fyrir austan koma strax upp í
hugann. En það er verkefni stjórn-
málamanna að finna aðrar lausnir
en bjóða ekki bara uppá þráhyggju-
kennt stagl um endalausa stóriðju.
Líklegt þykir að þingmenn verði
á næsta þingi látnir ganga til at-
kvæðagreiðslu sem ræður úrslitum
um hvort leyfið fyrir Fljótsdals-
virkjun verði afturkallað. Það blasir
við hverjum leikmanni að sú leið er
mjög umdeilanleg þar sem háttvirt-
Náttúruvernd
Virði þingmenn að
vettugi vilja stórs hiuta
þjóðarinnar um að fara
að öllu með gát og í
takt við nútímaleg sjón-
armið, segir Eva María
Jónsdóttir, er hætt við
að landið verði limlest
og þjóðin í sárum.
ir þingmenn koma engan veginn í
stað hlutlausra og sérfróðra mats-
aðila, þegai’ meta á skýrslu Lands-
virkjunar. En fari svo, að Alþingi
eigi þama síðasta orðið er mikil-
vægt að þingmenn átti sig á þeixri
ábyrgð, sem þeir bera gagnvart
þjóðinni og komandi kynslóðum.
Þeir ættu að láta flokkshollustuna
til hliðar, þar sem þetta er þverpóli-
tískt mál og snýst um miklu meiri
og merkilegri hluti en völd flokka
og einstaklinga.
Virði þeir að vettugi vilja stórs
hluta þjóðai’innar um að fara að öllu
með gát og í takt við nútímaleg
sjónarmið, er hætt við að landið
verði limlest og þjóðin í sárum.
Höfundur er dagskrárgerðarmaður.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Udumu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Byggingaplatan W0K©(S®
sem allir hafa beðið eftir
VlROCbyggingaplatan er fyrir VIROCbyggingaplatan er platan
veggi, loft og gólf sem verkfraeðingurinn getur
VIROC®byggingaplatan er eldþolin, fyrirskrifað blint.
vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og
hljóðeinangrandi
VlROCbyggingaplötuna er hægt
að nota úti sem inni
ViROCbyggingaplatan
er umhverfisvaen
PP
&CO
Leitið jrektzri upplýsinga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚIA 29 S: 553 8640 & 568 6100