Morgunblaðið - 08.09.1999, Page 34

Morgunblaðið - 08.09.1999, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 35 . STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BLOÐBAÐ A AU STUR-TÍMOR INDÓNESÍSK stjómvöld bera beina ábyrgð á því blóðbaði sem nú á sér stað á Austur-Tímor. Þrátt fyrir að hafa sam- þykkt að leyfa atkvæðagreiðslu meðal íbúa um framtíð svæð- isins og heitið því að virða niðurstöðurnar hefur það verið lát- ið viðgangast að vopnaðir ofstækismenn gangi berserksgang í höfuðstaðnum Dili og víðar eftir að í ljós kom að yfírgnæfandi meirihluti íbúanna hafði kosið sjálfstæði frá Indónesíu. Þúsundir íbúa og erlendir starfsmenn alþjóðlegra stofnana hafa flúið Austur-Tímor síðustu daga. Jafnvel þekktustu leið- togar sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímor hafa orðið að yftrgefa landið. Engin leið er að meta hversu margir hafa þegar verið myrtir með villimannslegum hætti en samkvæmt lýsingum sjónarvotta er Dili nú að stórum hluta rústir einar. Þessir atburðir vekja upp spurningar um það hver fari í raun með völd í landinu. Margt bendir til að Indónesíuher taki beinan þátt í voðaverkunum og að markmiðið sé að koma á slíkri ringulreið og stjórnleysi á Austur-Tímor að vonir íbúa um sjálfstæði verði að engu. Ríkisstjórn landsins virtist hins vegar hafa sætt sig við að veita Austur-Tímor sjálfstæði enda hefur innlimun svæðisins í Indónesíu árið 1975 aldrei verið viðurkennd á alþjóðavettvangi og valdið Indónesum ómæld- um erfiðleikum í samskiptum við aðrar þjóðir. Það myndi í sjálfu sér ekki hafa alvarleg áhrif á efnahag Indónesíu þótt Austur-Tímor hlyti sjálfstæði. Ráðandi öfl í landinu. óttast hins vegar að slíkt fordæmi myndi ýta undir sjálfstæðiskröfur á öðrum svæðum, ríkari af auðlindum. Sú stjórnmálalega og efnahagslega upplausn er ríkt hefur í Indónesíu á síðustu misserum auðveldar ekki lausn á vanda Austur-Tímor. Herinn er í raun valdamesta stofnun landsins og ef í ljós kemur að hann sé valdur að því ástandi sem nú rík- ir munu herlög á Austur-Tímor eða fjölgun í herliði Indónesíuhers vart skila neinum árangri. Kofí Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur gefið Indónesíustjórn tveggja sólarhringa frest til að koma á friði á Austur-Tímor. Ella verði umheimurinn að grípa í taumana. Það mun hins vegar vart reynast framkvæmanlegt að senda friðargæslulið til Austur-Tímor í óþökk Indónesíu- stjórnar og Indónesíuhers. Stjórnvöld í Jakarta verða því að gera upp við sig hvort þau kjósi frekar að halda í Austur- Tímor og eiga á hættu alþjóðlega útskúfun. MISSKILNIN GUR ÚTGERÐ ARMANN S GUÐMUNDUR Kristjánsson, útgerðarmaður og stjórnar- formaður Básafells hf. á ísafírði, sagði á fundi á vegum Landsbanka íslands sl. föstudag, að ljóst væri, að þeir sem eigi skipin ættu atvinnuréttindin, sem veiðirétturinn mynd- aði. Utgerðarmaðurinn sagði ennfremur, að það væri rangt að þjóðin ætti veiðiréttinn „eins og heyrðist hjá litlum en há- værum hluta þjóðarinnar“, eins og Guðmundur Kristjánsson komst að orði. Þetta er að sjálfsögðu misskilningur hjá útgerðarmannin- um og því miður snýst þessi misskilningur um grundvallarat- riði. Það er auðvitað ljóst, að íslenzka þjóðin er eigandi físki- miðanna. Sérstaklega er kveðið á um það í lögum og í kosn- ingabaráttunni í vor kom í ljós, að allir flokkar eru sammála um að binda þennan eignarrétt þjóðarinnar að fískimiðunum í stjórnarskrána. Það er nauðsynlegt að þeim hugmyndum verði íylgt eftir, svo að ekki gæti misskilnings um þetta efni. Sú staðhæfing Guðmundar Kristjánssonar er athyglisverð að þeir sem eigi skipin eigi atvinnuréttindin. Ef fallizt væri á þá skoðun, að til hafí orðið atvinnuréttindi í sjávarútvegi er ljóst, að þau réttindi hafa ekki bara orðið til hjá útgerðar- mönnum heldur og ekki síður hjá sjómönnum, sem ættu þá kröfu til kvóta til jafns við útgerðarmenn. Því er stundum haldið fram, að útgerðarmenn einir eigi þessi atvinnuréttindi vegna þess, að þeir taki svo mikla áhættu með því að festa fé í skipum og tækjum. En þá gleyma menn því, að sjómennirnir taka enn þá meiri áhættu en útgerðarmenn. Hver er sú áhætta? Þeir hætta lífí sínu með því að starfa á sjónum og saga íslands á þessari öld einni, þótt ekki sé farið lengra aftur í tímann, sýnir að sú áhætta er raunveruleg. Islenzka þjóðin á fískimiðin og hún getur sjálf ákveðið að þeir einir skuli fá aðgang að þeim, sem eru tDbúnir til að greiða fyrir þann aðgang. Það er alveg víst, að þótt einhverjir útgerðarmenn eigi erfítt með að sætta sig við að greiða slíkt gjald verða engin vandamál því samfara fyrir eigendur auð- lindarinnar að fínna útgerðarmenn, sem verða tiibúnir til að greiða sanngjamt gjald fyrir þann aðgang. Deilumálum varðandi reglur kauphalla má áfrý.ja til eftirlitsráða sem eru starfandi við kauphallir á Norðurlöndum IAPRÍL á síðasta ári tóku gildi lög nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulagðra til- boðsmarkaða. Með lögunum var kauphallarstarfsemi gefin frjáls en þau skilyrði sett að aðeins hlutafélög gætu öðlast starfsleyfi. Ennfrernur var einkaleyfi Verðbréfaþings Is- lands afnumið en umsóknir annarra um kauphallarrekstur fylgdu þó ekki í kjölfarið. VÞI var gert að hlutafé- lagi um síðustu áramót og er eina fé- lagið á Islandi sem hlotið hefur starfsleyfi sem kauphöll samkvæmt skilgreiningu laganna: „Kauphöll telst vera skipulegur verðbréfamark- aður þar sem opinber skráning verð- bréfa fer fram, svo og viðskipti með þau.“ Á VÞÍ ei-u skráð 63 hlutafélög, íyr- ir utan hlutabréfasjóði sem eni 11 talsins. Á aðallista eru 44 hlutafélög en 19 á vaxtarlista. VÞI hefur þó ekki umsjón með opna tilboðsmark- aðnum en þar eru skráð kaup- og sölutilboð í hlutabréf ýmissa fvrir- tækja sem hvorki eru skráð á aðall- ista né vaxtarlista VÞI. Opni tilboðs- markaðurinn er samstarfsverkefni verðbréfafyrirtækjanna. Fjárfestar, þingaðilar og skráð hlutafélög eiga eignaraðild að Verð- bréfaþingi Islands hf. Seðlabankinn á 16%, aðrir þingaðilar - þ.e. við- skiptabankar, sparisjóðir og fjár- málafyrirtæki - eiga 29%, eignan haldsfélag skráðra hlutafélaga á VÞI á 29%, Samtök fjárfesta13% og sarry tök lífeyrissjóða 13%. I stjórn VÞI sitja 7 menn: Sveinbjörn Hafliðason frá Seðlabanka, Tryggvi Pálsson og Ingólfur Helgason frá öðrum þingað- ilum, Þorkell Sigurlaugsson og Ró- bert Agnarsson frá skráðum hlutafé- lögum, Erna Bryndís Halldórsdóttir, fulitrúi samtaka fjárfesta, og Þorgeir Eyjólfsson frá samtökum lífeyris- sjóða. Umsvif eftirlitsstarfsemi VÞÍ minnka Tryggvi Pálsson tók við stjórnar- formennsku hjá Verðbréfaþingi Is- lands hf. á aðalfundi félagsins í mars sl. Eftir að VÞI var gert að hlutafé- lagi og ný kauphallarlög tóku gildi, átti Seðlabankinn sjálfkrafa tvo menn í stjórn, annan stjórnarfor- mann. Tryggvi er því fyrsti stjórn- arformaður VÞI úr röðum þingaðila. Hann segir nýja stjórn hafa mótað stefnu fyrir starfsárið og sett niður áhersluatriði. í þeim atriðum felst m.a. að efla þingið sem þjónustufyr- irtæki og fara í saumana á eftirlits- starfsemi þess. í áherslum stjórnar kemur fram að eftirlitið skuli af- markað við þá þætti sem þinginu er rétt og skylt að sinna en láta aðra eftirlitsaðila um annað. Eftirlits- hlutverk þingsins skal aðgreint í skipulagi þess. Ennfremur á að efla fyrirbyggjandi kynningarstarf um reglur og málsmeðferð við brot á þeim. „Hið gamla fyrirkomulag sem var að verðbréfaþing voru opinberar eða hálfopinberar stofnanir er að hverfa," segir Tryggvi. „Það eftir- litshlutverk sem verðbréfaþing al- mennt höfðu er verið að setja í ann- an farveg en starfsemi þinganna felst í auknum mæli í rekstri þeirra upplýsingakerfa sem era kjarninn í verðbréfaþingunum. Einn áherslu- punkta stjórnarinnar er að Verð- bréfaþingið skuli stefna að því að verða þjónustufyrirtæki og eftir því sem tök væru á yrði _______________ reynt að koma sem flest- um eftirlitsmálum yfir á starfssvið Fjármálaeftir- litsins. Þingið getur samt sem áður ekki skorast undan því að taka á mál- um sem tilheyra því sjálfu. Lang- flest mál sem stjórnin fær til um- fjöllunar snúa að rekstri þingsins, sem er eins og í rekstri annarra fyr- irtækja." Tryggvi segir stjórn Verð- bréfaþings taka til meðferðar þau mál sem framkvæmdastjóri vísar til hennar ásamt málum sem tengjast stefnumótun. „Þróunin er sú að kauphallir verði þjónustufyrirtæki. Nýleg kauphall- arlög afnema einkarétt VÞÍ og gefa Starfsemi felst í auknum mæli í rekstri upp- lýsingakerfa þinginu þau skilaboð að það sé ekki lengur stofnun með óljóst eignar- hald. Þingið er nú þjónustufyrirtæki sem meðal annars mælir árangur sinn í hversu vel því tekst að efla viðskipti," segir Tryggvi. Eftirlitsráð erlendra kauphalla Nú er verið að kanna mögulegar tengingar Verðbréfaþings Islands við erlendar kauphallir. Tryggvi seg- ir þær athuganir áhugaverðar. „Það yrði til hagsbóta fyiir þá aðila sem þingið þjónar. Við bíðum nú skýrslu framkvæmdastjóra VÞI sem er í Osló og Kaupmannahöfn að kynna sér Norex-samstarfið. VÞI mun samt væntanlega starfa áfram sem sjálf- stætt verðbréfaþing og sérhæfing er æskileg,“ segir Tryggvi. Kauphallirnar í Osló, Kaupmanna- höfn og Stokkhólmi era aðilar að Norex-samstarfmu, sameiginlegu viðskiptakerfi norrænna kauphalla. Islendingar eru nú að íhuga aðild að því samstarfi. Kauphöllin í Helsinki gekk hins vegar til- samstarfs við kauphallirnar í London og Frankfurt en þaðan hefur verið mælt fyrir sam- evrópsku kauphallakerfi. Per E. Larsson, stjórnarformaður OM, eignarhaldsfélags kauphallarinnar í Stokkhólmi, segir á vefsíðu OM að ein evrópsk kauphöll verði ekki til hagsbóta fyrir viðskiptavini og OM muni ekki taka þátt í slíkum viðræð- um. Kauphallir í nágrannalöndum ís- lands eru flestar orðnar að hlutafé- lögum. Þróunin er þó mislangt á veg komin. Ýmist er um að ræða hálfop- inberar eða opinberar kauphallir eða hlutafélög eins og á íslandi. Kaup- höllin í Stokkhólmi er í eigu fyrir- tækisins OM og var sú fyrsta á Norðuriöndunum sem var einka- vædd. Kauphallir allra Norðurland- anna era hlutafélög nema kauphöllin í Osló sem enn er í eigu hins opin- bera. Að sögn Tryggva er sums staðar greint á milli reksturs kauphallar og úrskurðar í deilumálum. „Slíkt kæmi vel til greina að skoða hér og myndi falla vel að þeim áherslum sem þing- ið hefur rayndað sér. Svo virðist sem sumar erlendar kauphallir vilji halda í eftirlitshlutverkið og halda í opin- bera stöðu til að missa ekki einokun- arstöðu. Aðrir leggja meiri áherslu á að búa til viðskiptakerfi til sem mestra hagsbóta fyrir viðskiptavini þingsins," segir Tryggvi. „Fyrir- komulagið á VÞÍ gæti þróast í að verða fyrirtæki sem menn eiga hluti í sem jafnvel ganga kaupum og sölum. Ekki er útilokað að í framtíðinni eigi eignarhlutir í VÞÍ eftir að standa fjárfestum, innlendum sem erlemb um, til boða. Fjárfestingar í VÞI yrðu opnar erlendum fjárfestum," segir Tryggvi. I Noregi og Danmörku era starf- andi ráð sem gegna ákveðnu eftirlits- hlutverki með kauphöllum og öðrum skipulegum mörkuðum, samkvæmt upplýsingum frá kauphöllunum í Ósló og Kaupmannahöfn. Stjórn kauphallarinnar í Kaup- mannahöfn, sem er hlutafélag, er skipuð mönnum sem eru valdir á grundvelli hluthafasamkomulags. Formaður er valinn m.t.t. reynslu úr fjármálaheiminum en stendur þó nokkuð utan við hluthafahópinn. Yfirstjórn markaðarins er svokallað Fondsrád sem í eru ellefu fulltrúar, allir skipaðir af ráðherra. Formaður _________ og varaformaður skulu vera annars vegar lög- fræðingur og hins vegar hagfræðingur. Hinir níu era tilnefndir af ýmsum hagsmunasamtökum á fjármagnsmarkaði. Til þessa ráðs er hægt að leita ef menn era ósáttir við ákvörðun stjómar kauphallarinnar í einhverjum mál- um. Ráðið hefur einnig með eftirlit með reglum kauphallarinnar að gera ogjgetur einnig sett reglur. I Noregi er annars vegar áfrýjun- arnefnd sem tekur ákvarðanir á lög- fræðilegum grundvelli þegar menn eru ósáttir við afgreiðslu mála í kauphallarstjórn. Nefndina situr fagfólk frá dómstólum og faggrein- Islensk kauphöll í alþj óðasamhengi um. Hins vegar er svokallað Bprs- rád skipað samkvæmt lögum en kauphöllin í Ósló er enn hálfopinber stofnun. Það er 30 manna kauphall- arráð sem skipað er af fjármála- ráðuneyti og tilnefnt af ýmsum sam- tökum á fjármálamarkaði og úr at- vinnulífinu. Ráðið hefur í fyrsta lagi með fjárhagsmál og gjaldtöku kaup- hallarinnar að gera og velur stjórn kauphallarinnar í öðru lagi. I stjórn- inni eru fulltrúar útgefenda, fjár- festa og miðlara. Harðnandi viðskiptaheimur hefur áhrif á kauphallir um allan heim. Þar verður samruni og yfirtökur tíðkast eins og meðal annarra fyrir- tækja. Hjá fjölmennum þjóðum eins og Bandaríkjamönnum eru margar kauphallir starfandi og mikil sam- keppni. Nýverið sameinuðust þrjú kauphallarfyrirtæki í Brussel í eitt hlutafélag. Kauphallir þeirra þjóða sem Islendingar bera sig helst sam- an við eru nú hlutafélög, þ.e. Dana, Svía, Finna, Breta, Þjóðverja og Bandaríkja- manna. Norð- menn eru þó undanskildir en Islendingar virð- ast þeim oft fremri hvað markaðsáform ýmiskonar varð- ar. Vanhæfí getur komið upp hvernig sem sljórn er skipuð Varðandi eig- endur VÞI segir Tryggvi þingið skipað fulltrúum frá sömu aðilum og áður. „Um áramótin var þingið gert að hlutafélagi og gengið frá eign- arhlut hvers eignaraðila. Breytingin er fyrst og fremst sú að Seðlabank- inn, sem tókst með farsælum hætti að leiða þingið fyrstu sporin, lét af forystuhlutverki og hluthafar völdu nýja stjórn og stjórnin valdi sér formann eins og reglur kveða á um. Jafnvel þótt stjórnin væri eingöngu skipuð opin- berum starfsmönnum, geta engu að síður komið upp mál þar sem ein- stakir stjórnarmenn eru vanhæfir. Ekkert kerfi kemur í veg fyrir að vanhæfi geti komið upp. Áðalatriðið er að gæta þess að vera vel á varð- bergi og bregðast rétt við. Ekkert kerfi er fullkomið. Það sem við búum við í dag er skref á þróunarbraut, frá hálfopinberu verðbréfaþingi yfir í þjónustufyrir- tæki sem er hlutafélag. Það eru all- ar líkur á því að þróunin haldi áfram og við munum að einhverjum árum liðnum sjá töluvert breytt verð- bréfaþing bæði hvað varðar eignar- aðild og starfsemi. Núverandi þing er í framför frá því sem var að því leyti að það er skýrara núna hvernig eignarhald þingsins er og hver ábyrgðin er. Einnig hafa verið sett kauphallarlög sem gera fleirum kleift að stunda þessa starfsemi; það er framför. Það verður ekki aftur snúið með það að VÞI þarf að taka hverfi okkar og þær miklu kröfur sem gerðar eru til þingsins, bæði hvað varðar skilvirkni á viðskiptum og óhlutdrægni þegar kemur að mis- munandi hagsmunum. Við höfum unnið mjög ötullega eftir fyrirfram ákveðinni stefnu til að koma ýmsu því til betri vegar sem breyttir tímar kalla á. I stjórnsýslulögum eru regl- ur um hæfi og mikið hefur áunnist á undanförnum árum í því hvað menn eru sér betur meðvitandi um slíkar reglur. Það er aftur á móti oft erfitt að segja alveg skýrt til um hvort ein- hver sé hæfur eða ekki. Fæst mál sem koma fyrir stjórnarfundi hjá VÞI eru þess eðlis að um hagsmuna- árekstra sé að ræða en það kemur samt sem áður reglulega fyrir að ein- hver lýsir vanhæfi vegna tengsla við mál sem til umfjöllunar era. Hags- munaárekstrar geta alltaf komið upp, m.a. í fjármálafyiirtækjum en þar era verklagsreglur um meðferð trúnaðarupplýsinga. Alltaf verða til umfjöllunar ein- hver þess háttar mál hjá VÞÍ hvort sem eftir- litshlutverkið verður fært enn frekar til Fjár- málaeftirlits," segir Tryggvi. Átök í íslensku viðskiptalífi hafa harðnað Stjórn Verð- bréfaþings hef- ur nú úrskurð- að að réttur Höfðahrepps til að tilnefna tvo menn í stjórn Skagstrend- ings, án tillits til eignarhlut- falls, verði ekki afnuminn og fyrirtækið sé skráningarhæft eftir sem áður. Þessi niður- staða hefur ver- ið gagnrýnd, m.a. af Þor- steini Má Bald- vinssyni, forstjóra Samherja hf., en Samherji á nú 37% hlut í Skag- strendingi. Ennfremur hefur Þorsteinn gagn- rýnt að nokkrir stjórnarmenn í VÞÍ hafi ekki vikið sæti við umfjöllun málsins, þ.e. Þorkell Sigmiaugsson frá Eimskipi, Tryggvi Pálsson, stjómarformaður frá Islandsbanka, og varamaðurinn Einar Sigurðsson frá Flugleiðum. Yfirlýsing frá Verð- bréfaþingi íslands hf. birtist í Morg- unblaðinu í gær. Þar er gerð grein fyrh- aðdraganda og afgreiðslu mál- efna Skagstrendings. Fram kemur að sú almenna regla sé viðhöfð hjá stjórn Verðbréfaþings að þegar hagsmunaárekstrar kunna að vera uppi, taki stjórnai-menn ekki þátt í umræðum og ákvörðunum. „Ég tek undir með leiðarahöfundi Morgunblaðsins og er sammála því að átök í íslensku viðskiptalífi hafa harðnað," segir Þorsteinn Már. „Stjórn Verðbréfaþings lendir í því að fjalla um hagsmuni fyrirtækja sem stjórnarmenn geta verið ná- tengdir. Það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir starfsmenn þingsins að vinna undir slíku. Mér skilst að hægt sé að sækja fyrirmynd að ákveðinni Með nýlegum kauphallarlögum var einka- ---------------------7------------------- leyfí Verðbréfaþings Islands á kauphallar- rekstri afnumið og hlutafélag stofnað um reksturinn í kjölfarið. Stjórn þingsins hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir meðhöndlun á málefnum Skagstrendings, en bent var á að stjórnarmenn þingsins væru hugsanlega vanhæfír í málinu. Hugmyndir um sérstakt eftirlitsráð skipað óháðum aðilum virðast eiga hljómgrunn á íslenskum markaði. Stein- gerður Olafsdóttir kannaði stöðu mála í er- lendum kauphöllum og ræddi m.a. við stjórn- ---------------------------7------------- arformann VÞI. Þorsteinn Már Bald- Eiríkur Guðnason vinsson, forstjóri seðlabankastjóri. Samheija hf. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Verðbréfaþings. þátt í þessari þróun og er mun betur í stakk búið til þess eftir breyting- arnar,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir stjórnarmenn VÞÍ mjög meðvitaða um nauðsyn á óhlut- drægni. „Stjórnin vinnur að því að fara yfir starfsreglur stjórnar og framkvæmdastjóra. Eitt af þeim áhersluatriðum sem við settum niður á stjórnarfundi eftir síðasta aðalfund var að móta skýra skiptingu hlut- verka, starfsreglur og samstarf sem skili markvissum árangri. Einnig ætlum við, í tilefni af umræðum um Skagstrending, að taka sérstaklega fyrir hvernig við gætum þess að þeir sem álíta má vanhæfa taki ekki þátt í ákvarðanatöku. Ég lít svo á að við sé- um okkur mjög meðvitandi um þær breytingar sem era að verða í um- + aðgreiningu til Danmerkur. Þá yrði það ekki lengur stjórn þingsins sem fjallaði um mál sem þetta, heldur einhver nefnd sem kappkostað yrði að hafa eins hlutlausa og hægt er. Þar gætu til dæmis setið menn frá Hæstarétti og Háskólanum. Það ætti að auðvelda starfsmönnum þingsins störfin. Ég tel mjög líklegt að starfsmenn þingsins hafi haft þá trú að tilnefn- ingarréttur Höfðahrepps í stjóm Skagstrendings væri ekki í samræmi við reglur þingsins. Utanaðkomandi lögfræðingur kemst að annarri nið- urstöðu sem hann skilar í áliti sínu 1. september og það er afgreitt af stjórn Verðbréfaþings 2. september. Þetta vekur athygli mína. Samherji hefur líka fengið lögfræðiálit þar sem hið gagnstæða kemur fram. Það liggja fyrir mismunandi álit og mér finnst mjög líklegt að lögmenn þings- ins hafi haft trú á því að tilnefningar- réttur Höfðahrepps samræmdist ekki reglum þingsins, þar sem ein- göngu er um einn flokk hlutabréfa að ræða og bréfin era einsleit. Einnig er athyglisvert að Þorkell Sigurlaugsson telur sig ekki hæfan til setu 12. ágúst þegar málið er til umræðu en þegar málið er til af- greiðslu situr Þorkell fundinn en tel- ur sig samt vanhæfan og tekur ekki þátt í umræðum. Ef stjórnarmaður situr fund, situr hann þar sem stjórnarmaður og með þeirri ábyrgð sem því fylgir. Eg tel alveg ljóst að Einar Sigurðsson er einnig vanhæf- ur, hann sat þennan fund sem vara- maður. Það sem einnig vekur athygli mína er að fyrir hönd skráðra fyrir- tækja sitja Þorkell og Róbert Agn- arsson sem aðalmenn. Þegar þeir hafa hvor um sig verið fjarverandi hefur Einar Sigurðsson verið kallað- ur til en Björgólfur Jóhannsson hef- ur aldrei verið kallaður til sem vara- maður. Björgólfur er jú fyrrverandi starfsmaður Samherja og vel getur verið að hann hafi talið sig vanhæfan en það er spurning hvað menn eru vanhæfir lengi,“ sagði Þorsteinn. „Málið hefur aldrei snúist um það að víkja ætti Skagstrendingi af þing- inu, að mínu mati. Ég lít svo á að ef fyrirtæki á Verðbréfaþingi Islands uppfyllir ekki skilyrði þingsins, sé það stjórnar eða hluthafafundar við- komandi fyrirtækis að breyta sam- þykktum svo þær samræmist reglum þingsins. Eg vil að það komi skýrt fram að ég hef ekki lagt fram erindi til VÞI. Eg óskaði eftir því við lögmenn Sam- herja að þeir leituðu upplýsjnga um skráningu Skagstrendings. Ég tel að málið að öðru leyti sé tilkomið að frumkvæði starfsmanna Verðbréfa- þings. Við höfum ekki fengið lög- fræðiálitið í hendur og ekki hefur verið óskað neinna upplýsinga frá okkur. Þegar við keyptum í Skagstrend- ingi gerðum við það með því hugar- fari að eiga góða samvinnu við heimamenn um að reka öflugt fyrir- tæki sem ætti möguleika á að vaxa og dafna. Við höfðum trú á þessu þegar við keyptum og höfum trú á því ennþá, þrátt fyrir allar þessar uppákomur. Og það eru engar hug- myndir uppi um að selja,“ segir Þor- steinn. Tilnefningarréttur þekktur „Tilnefningarrétturinn er í stofn- samþykktum félagsins og er í sam- ræmi við hlutafélagalög. Alls konar tilnefningar- réttur er þekktur erlend- is, starfsmenn félaga geta t.d. átt tilnefningarrétt á stjómarmanni. Það er nauðsynlegt að fjárfestar viti af slíku, það er ýmislegt í sam- þykktum félaga sem ekki er alveg staðlað,“ segir Tryggvi. Varðandi niðurstöðu þingsins í máli Skag- strendings segir Tryggvi ljóst að stjómarmenn og framkvæmdastjóri VÞÍ hafi kynnt sér lögfræðiálit sem skilað var 1. september fyrir stjórn- arfund 2. september. Eitt af því sem Þorsteinn Már Baldvinsson hefur gagnrýnt er að varamaðurinn Björgólfur Jóhanns- son skyldi ekki tilkallaður í fjarveru Róberts Agnarssonar. Tryggvi lýsir furðu á gagnrýni Þorsteins og telur fullvíst að Björgólfur hefði lýst yfir vanhæfi þar sem hann er forstjóri Síldarvinnslunnar sem seldi Sam- herja hlutabréfín í Skagstrendingi og ennfremur fyrrum fjármálastjóri Samherja. Ti-yggvi bætir við að Kri- stján Jóhannsson sé jafnframt stjórnarformaður bæði Síldarvinnsl- unnar og Skagstrendings og vanhæfi Björgólfs því ótvírætt. Annað fyrirkomulag ekki farsælla að mati seðlabankastjóra Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri var stjórnarformaður VÞI frá , - 1986 þar til á aðalfundi í mars sl. Að hans mati er ekki þörf á breytingum á stjórnskipulagi Verðbréfaþings. „Auðvitað verða menn alltaf að meta það sjálfir hvort þeir séu hæfir í hverju og einu máli. Upp geta komið mál sem eru þannig vaxin að ekki er við hæfi að einhver stjórnarmaður taki þátt í afgi’eiðslu stjórnar og ekk- ert við það að athuga. Verðbréfaþing er samstarf margra aðila og það er ekkert að því að menn úr röðum út- gefenda, þingaðila og kaupenda komi að stjórn þingsins. Þannig er þetta í öðram löndum. Það er alþekkt að menn úr röðum fyrirtækjanna sem gefa út bréfin sem era á markaði, era í stjórn og jafnvel formennsku. * Kauphallir eiga sér aldalanga hefð og sögu erlendis, eru orðnar til fyrir tilstilli verðbréfamiðlara og útgef- enda og svo koma kaupendur til sög- unnar. Hér hefur þetta verið sam- starfsverkefni allra þessara aðila og ég held að það sé ágætt íýrirkomu- lag.“ Spurður um annað fyrirkomulag segir Eiríkur vissulega hugsanlegt að hafa opinbera gæslu og láta Al- þingi kjósa í stjóm. „En ég held að slíkt fyrirkomulag sé ekki farsælla. í ^ litlu landi eins og okkar þar sem at- hafnamenn geta komið víða við sögu, geta svona tilfelli alltaf komið upp, sama hver velur stjórnarmanninn. Ein hugsanleg aðferð er að stjórnar- formaður skeri úr um hæfi manna í hvert skipti.“ Því hefur verið velt upp að líta megi á Seðlabankann sem óháðan að- ila í stjórn VÞI. Eiríkur segir svo ekki vera. ,,Þegar ég var stjórnarfor- maður VÞI og jafnframt seðlabanka- stjóri gátu komið upp mál þar sem ég vék sæti öðru hvoru megin. Mál sem hafði verið afgreitt í stjórn VÞÍ kom á einhvern hátt inn á borð Bankaeftirlits og ég sá að ekki var við hæfí að ég tæki þátt í afgreiðslu þess máls hjá Seðlabankanum og vék sæti. Stjórnarmaður af hálfu Seðla- bankans getur líka verið vanhæfur en nú era minni líkur á því vegna nýrra laga um Fjármálaeftirlit. Hagsmunaárekstur væri þó hugsan- legur ef stjórnarmaður Seðlabank- ans væri upplýstur um eitthvað sern væri í undirbúningi hjá Seðlabankan- um. Það gætu verið breytingar t.d. hvað varðar vexti og reglur sem geta skipt máli fyrir markaðinn. Slíkt er þó ábyggilega ekki mjög algengt. Þingaðilar geta einnig setið beggja vegna borðs í einhverjum málum. Hagsmunaárekstrar geta því komið upp hjá öllum stjórnarmönnum, menn verða að búa við það en víkja sæti þegar það á við.“ Hugmyndir eru uppi um að taka upp fyrirkomulag sem tíðkast á sumum mörkuðum er- lendis, þ.e. að tilnefndir yrðu óháðir menn í sér- stakt eftirlitsráð. Eiríkur segir slíkt vissulega koma til greina. „Einhver mál- skotsdómstóll og einnig siðanefnd sem yrðu til hliðar við stjórn Verðbréfaþings. Við höfum auðvitað dómstóla og þangað má . skjóta málum ef mönnum sýnist að þess gerist þörf vegna hagsmuna. Mér finnst það þó verðugt umhugs- unarefni að einhver úrskurðaraðili yrði skjótvirkari leið en sú um dóm- stólana. Slík stofnun þyrfti þó að fá eitthvert endanlegt úrskurðarvald," segir Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri að lokum. jj| Kauphallir í nágrannalönd- um eru flestar hlutafélög

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.