Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 38
^ 38 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Sameiginleg
miðasala
Það kvarflar að manni hvort það sé nokk-
uð svo fjarlœgt skrefí íslenskum leikhús-
rekstri að tekin verði upp sameiginleg
áskriftarkorta- og miðasala.
VIÐHORF
Hið eiginlega leikár
1999-2000 sem
jafnframt er síð-
asta leikár aldar-
innar er nýhafið
með tilheyrandi kynningum leik-
húsanna á verkefnaskrá sinni
ásamt tilboðum til leikhúsgesta
um áskriftarkort og magnafslátt.
Eitthvað fyrir alla, er gjarnan
yfirskrift leikhúsanna við upphaf
leikárs. I hverju leikhúsi er sett-
ur saman pakki sem á að höfða
til alls hins breiða fjölda leikhús-
áhugafólks. Allir eiga að finna
eitthvað við sitt hæfi í einu af eft-
irtöldum; Þjóðleikhúsinu, Borg-
arleikhúsinu, Iðnó, Leikfélagi
Akureyrar og Loftkastalanum.
Viiji maður
kaupa áskrift-
Eftir Hávar arkort verður
Sigurjónsson að gera upp á
milli verkefna-
skráa leikhúsanna og velja eina,
setja saman leikhúsveislu ársins
af einu borði í stað þess að geta
gengið á milli borða og valið að
vild. Það er auðvitað líka hægt en
þá nýtur ekki afsláttar við vegna
áskriftar. Þegar velja á milli leik-
húsa um áskrift verður valið enn
erfiðara en ella þar sem um eins
samsettar verkefnaskrár er að
ræða. Verkefnin eru hliðstæð en
þó auðvitað ekki þau sömu (það
hefur þó komið fyrir) og valið
byggist því kannski ekki síður á
hverjir leika og stjóma. Þar eru
línurnar heldur ekki jafn einfald-
ar og áður því sömu listamönnum
bregður fyrir í fleiri en einu og
fleiri en tveimur leikhúsum í vet-
ur. Það er því ekki aðeins að
verkefnaskrámar spegli hver
aðra heldur era leikhúsin að slá
sér upp á sömu höfundum, sömu
leikstjóram og sömu leikuram í
mörgum tilfellum. Það er vissu-
lega til marks um vinsældir
þeiiTa að leikhúsin skuli öll sækj-
ast eftir kröftum þeirra samtímis
og ekkert við það að athuga í
sjálfu sér, annað en að þetta und-
irstrikar samhverfni íslensks
leikhúss sem „fjölbreytt" verk-
efnavalið eitt og sér fær ekki
spornað við.
Þjóðleikhúsið býður stærsta
pakkann að velja úr, Borgarleik-
húsið næststærsta pakkann -
Iðnó fylgir reyndar þétt á hæla
þess hvað varðar yfirlýstan verk-
efnafjölda - og Leikfélag Akur-
eyrar býður minnsta pakkann,
sem þó er eins samsettur. „Eitt-
hvað fyrir alla“ á að vera til
marks um víðsýni og breidd og
þegar búið er að púsla saman
pakkanum er farið að leita að
sameiginlegu þema og oftar en
ekki verður ofan á að segja verk-
efnin eiga „samskipti kynjanna"
sameiginleg, jafnvel bara „mann-
leg samskipti" eða „ástina" ef
allt annað þrýtur en öll dramatík
veraldarsögunnar snýst vita-
skuld um eitthvað af þessu
þrennu.
Þessi „eitthvað fyrir alla“ að-
ferð er reyndar alls ekki til
marks um víðsýni heldur felst í
henni ótti við að þrengja valið
um of; að verkefnavalið verði of
sérhæft og þá væntanlega opið
fyrir þeirri gagnrýni að vera
þröngsýnt. Hugsum okkur
stundarkom að leikár Þjóðleik-
hússins væri helgað leikritum
annars staðar að úr heiminum en
hinum engilsaxneska/vestur-evr-
ópska. Hugsum okkur líka að í
Borgarleikhúsinu væra eingöngu
tekin fyrir leikrit frá ákveðnu
tímabili, íslensk og/eða erlend.
Þetta er ekki sett fram vegna
þess að neitt sé í sjálfu sér at-
hugavert við þá aðferð sem verk-
efnavalsstjómin í leikhúsunum
lýtur, heldur einfaldlega til að
benda á að þetta er aðferð en
ekki lögmál. Leikhús má reka á
fleiri vegu en hér er og hefur
verið gert. Rökin gegn því að
hér geti þrifist mjög sérhæfð
leikhús era hins vegar sterk
enda markaðurinn lítill og þörf
leikhúsanna fyrir tekjur af miða-
sölu meiri en víðast hvar annars
staðar þar sem leikhús era á
annað borð styrkt af opinbera fé.
Það hvarflar að manni hvort
það sé nokkuð svo fjarlægt ski'ef
í íslenskum leikhúsrekstri að tek-
in verði upp sameiginleg áskiift-
arkorta- og miðasala. Þá mætti
kaupa úrval sýninga úr öllum
leikhúsunum á einu áskriftar-
korti í stað eins leikhúss í dag.
Væntanlegir áhorfendur gætu þá
sett saman leikhúspakkann sinn
á eftirfarandi hátt: tvær úr Þjóð-
leikhúsinu, tvær úr Borgarleik-
húsinu, tvær úr Iðnó, tvær úr LA
og tvær úr Loftkastalanum
(þessi lýðræðislega skipting helg-
ast auðvitað af því að undirritað-
ur vill alls ekki gera upp á milli
leikhúsanna). Aðalatriðið er auð-
vitað að þarna væri verið að
koma tO móts við leikhúsunnend-
ur á raunverulegan hátt og leik-
húsin gætu sameinað krafta sína
á sölu-, auglýsinga- og kynning-
arsviðinu í stað þess að krefjast
þess með ærnum tilkostnaði að
leikhúsgestir geri upp hug sinn
fyrirfram með þeim þröngsýna
hætti sem nú er. Núverandi fyr-
irkomulag gerir næstum sömu
kröfur til leikhúsgesta og
íþróttaliðin. Að halda með einu á
kostnað hinna. Mig langar ekki
til að sjá allar sýningarnar í
Borgarleikhúsinu í vetur og enga
í hinum leikhúsunum. En það er
hæpið að ég kaupi mig inn á
margar sýningar annars staðar
ef búið er að fjárfesta í korti í
Borgarleikhúsinu. Mér þætti
miklu betra að geta sett saman
fjölbreyttan pakka úr öllum leik-
húsunum. Valið eina hér og aðra
þar og notið afsláttar vegna
áhugans. Kannski langar mig að
fylgja tilteknum listamönnum
eftir í allan vetur frá einu leik-
húsinu til annars. Þannig væri
hægt að bjóða upp á „höfunda,
leikara eða leikstjórapakka“.
Þeir sem fara bara í leikhús til að
hlæja gætu hlegið í allan vetur
með með því að kaupa risastóran
„gamanleikjapakka". „Söng-
leikjapakki" myndi vafalaust selj-
ast vel, og nógu margir era
dramatískt þenkjandi til að hægt
væri að setja saman sérstakan
„dramatískan pakka“, jafnvel
„harmleikjapakka". Einhvers
konar „Bland í pakka“ yrði sjálf-
sagt vinsælast. Sjálfur gæti ég
vel hugsað mér að setja saman
pakka með öllum nýju íslensku
leikritunum sem framsýnd verða
í vetur. Það væri sannarlega álit-
legur pakki. Og ekki efast ég eitt
augnablik um að „bamasýninga-
pakki“ yrði vel þeginn af fjöl-
skyldufólki sem gæti þá leyft sér
þann munað að fara oftai- en einu
sinni á vetri með bömin í leikhús.
Þjóðernis-
hreinsanir NATO
CARRINGTON lá-
varður, framkvæmda-
stjóri NATO þar til í
fyrra, getur ekki orða
bundist vegna stríðs
NATO gegn Jú-
góslavíu. Hann segir
að loftárásir NATO
hafi valdið morðöld-
unni í Kosovo. Hann
segir að Milosevic sé
ekki meiri glæpamað-
ur en margir aðrir
þjóðhöfðingjar, sem
tengdust þessum at-
burðum, og nefnir þá
sérstaklega Tujdsman,
forseta Ki-óatíu.
Þetta era merkileg
tíðindi og gjörsamlega snúið á haus
öllum „viðteknum sannindum" um
átök NATO og Júgóslava. Frétta-
stofurnar gera lítið úr þessu sem
Carrington er að segja. Þær
skammast sín kannski fyrir að hafa
tekið þátt í lygaherferð NATO
gegn Júgóslavíu og reyna að koma
í veg fyrir að staðreyndir um eðli
þessara mála leki út til fólks.
Bandaríkin æstu til átaka
Bandaríkin komu i veg fyrir frið-
samlega lausn í Kosovo. Löngu áð-
ur en loftárásir þeirra hófust. Fyr-
ir rúmu ári, tóku þau í reynd af-
stöðu með svokölluðum frelsisher
Kosovo (KLA) og ýttu þá þegar
undir blóðug átök í héraðinu. KLA
voru þá þekkt sem hermdarverka-
samtök sem vildu hindra friðsam-
lega sambúð þjóðabrotanna.
Reyndar var KLA sérstaklega
þekkt fyrir að myrða aðra Albana,
sem vildu lifa í friði með Serbum
og öðrum íbúum héraðsins.
Kosovo-búar höfðu búið sér til
sína eigin stjórn, í kosningum. For-
seti þeiraa hét Rugova. Hann er
harður sjálfstæðissinni, en vildi
fara friðsamlega leið.
Bandaríkin óttuðust að
áhrif Rugova og ann-
arra sem aðhylltust
friðsamlega baráttu
mundi leiða til frið-
samlegrar sambúðar
og til þess að Kosovo
yrði áfram undir Jú-
góslavíu. Þess vegna
gerðu þeir samkomu-
lag við forystu KLA og
ýttu Rugova til hliðar.
Meginmarkmið
Bandaríkjanna var
nefnilega að sundra
Júgóslavíu. Þetta er sá
sannleikur sem er
smám saman að „leka
út“ frá aðilum af ýmsum pólitísk-
um upprana og jafnvel inn í stór-
blöð eins og bandarísku blöðin
Newsweek og International Her-
Balkanskagastríðið
Áróður NATO til að
fírra sig ábyrgð á
voðaverkum sínum á
Balkanskaga, segir
Ragnar Stefánsson,
bitnar ekki bara á Serb-
um, líka á Albönum.
ald Tribune, svo ég nefni tvö blöð
þar sem ég hef séð fjallað um
þennan „nýja sannleika".
Hin döpru sannindi
Fjölmargir vöruðu við því að
loftárásir á Júgóslavíu mundu leiða
til þess að allt færi í bál og brand í
Kosovo og mundi leiða til ógnarald-
ar. Við erum smám saman að fá
staðfestingu á þessu. Við höfum
reyndar alltaf fengið mikið af frétt-
um um hermdarverk Serba.
Þegar NATO tók yfir allt eftirlit
í Kosovo og gerðist dómari í eigin
sök fóru að koma fréttir um að Al-
banar væru að drepa Serba. Þeim
fréttum fylgdi reyndar alltaf sá
hali að þetta væri ekki nema von
af því Serbar hefðu drepið svo
marga Albana. I seinni tíð hafa
fréttastofurnar þagnað um þessi
morð á Serbum. Kannski hefur
þeim ofboðið hefndarþorstinn,
kannski hefur þeim jafnvel fundist
að með því að afsaka þessi hefnd-
armorð væru þær að ýta undir
fjöldamorð.
Það er nú smám saman að leka
út að á hverjum einasta degi síðan
NATO kom inn í Kosovo og KLA
fékk völdin úr hendi NATO hafa
tugir Serba og sígauna verið myrt-
ir á hverjum einasta degi.
Einokun NATO
á fréttamiðlunum
NATO og fréttastofur hliðhollar
þeim héldu því fram að Serbar hafi
verið byijaðir að drepa Albana áð-
ur en loftárásirnar hófust. Þetta
var yfírskyn NATO til að hefja
árásirnar. Fólki sem var í eftirlits-
sveitum ÖSE í Kosovo fyrir loft-
árásirnar ber saman um að ekki
hafi verið hægt að kenna einum um
harðýðgina fremur en öðram.
Þetta fólk eygði þó vonina fram á
síðustu stund, að það mundi finnast
lausn sem tryggði friðsamlega
sambúð íbúanna á svæðinu. Loft-
árásir NATO gerðu vonir þessa
fólks og annars friðelskandi fólks
að engu.
Sundrungariðja Bandaríkjanna í
Kosovo byijaði ekki með loftárás-
unum. Þau vora löngu áður búin að
taka afstöðu með hermdarverka-
sveitum KLA og efldu þannig
Ragnar
Stefánsson
Samgöngubylting for-
manns Stúdentaráðs
VEGNA mikilla anna
tveggja starfsmanna
Stúdentai’áðs við endur-
skoðun á leiðakerfi Al-
menningsvagna og önn-
ur bráðnauðsynleg
hagsmunamál stúdenta
hefur þeim ekki áskotn-
ast tóm til að sinna
nokkram smámálum
sem varða nokkra af
samstúdentum þeirra.
Formaður Stúdenta-
ráðs, Finnur Beck, lýsti
hugmyndum sínum um
nýtt leiðaskipulag AV í
Morgunblaðsgrein fyrir
skömmu. Finnur er
Kópavogsbúi og hefur
nú loks komist í aðstöðu
til að beita sér af krafti svo hann og
vinir hans þurfi ekki að labba of
langt til að komast frá stoppistöðinni
í skólann. Þetta er lofsvert framtak
hjá formanni Stúdentaráðs og köld
vatnsgusa framan í þá sem hingað til
hafa haldið því fram að stúdentapóli-
tíkin sé barnaleg sandkassapólitík
sem engu skilar.
Smámálin sem gleymast
Á fundi Stúdentaráðs hinn 15. júlí
lagði Ólöf Hildur Pálsdóttir, fulltrúi
Vöku í ráðinu, fram tillögu til álykt-
unar þar sem Stúdentaráð skoraði á
Háskólann að leysa þann vanda sem
skapast hefur í viðskiptafræðiskor
vegna stóraukinnar aðsóknar í fyrsta
árs kúrsa. Um sex hundruð nemar
sitja þessa kúrsa sem kenndir era í
sal eitt í Háskólabíói. Sá salur hentar
vel fyrir sinfóníutónleika, kvik-
myndasýningar og ann-
að sem ekki krefst þess
að viðstaddir hafi fyrir-
ferðarmiklar bækur
meðferðis eða taki glós-
ur. Þar eru nefnilega
engin borð eða önnur
aðstaða sem eðlilegt er
að sé til staðar í
kennslustofum. Stúd-
entaráð samþykkti ein-
róma kröfur um að aðr-
ar lausnir yrðu fundn-
ar. Starfsmönnum
Stúdentaráðs var svo
falið að koma þessum
mótmælum á framfæri
og sinna þessu máli
frekar.
Rúmum mánuði síð-
ar inntu fulltrúar Vöku formann
Stúdentaráðs eftir framvindu mála. í
ljós kom að vegna anna hafði ekki
tekist að koma ályktuninni til skila.
Því síður var búið að fara á fund
þeirra aðila sem með málið hafa að
gera. Hins vegar kvaðst formaður
Stúdentaráðs hafa „imprað á þessu“
við forseta félagsvísindadeildar. Það
var okkur hinum lítil huggun. For-
maður nefndi einnig að forseti við-
skipta- og hagfræðideildar hafi verið
staddur erlendis og því hefði hann
ekki náð af honum tali.
Úrræðagóðir fulltrúar stúdenta
Það er auðvitað mjög alvarlegt
mál ef allt starf viðskipta- og hag-
fræðideildar liggur niðri í fjarveru
deildarforseta en svo hlýtur að vera
úr því engin önnur úrræði fundust til
að koma þessu máli á framfæri. Ekki
Samgöngur
Þetta er lofsvert fram-
tak hjá formanni Stúd-
entaráðs, segir Þór-
lindur Kjartansson,
og köld vatnsgusa
framan í þá sem hafa
haldið því fram að stúd-
entapólitíkin sé barna-
leg sandkassapólitík
sem engu skilar.
ætla ég að reyna að geta mér til um
hversu mikið kapp hinir launuðu
starfsmenn Stúdentaráðs lögðu á að
framfylgja samþykktum Stúdenta-
ráðs eftir en lítill finnst mér afrakst-
urinn vera.
Þessi vinnubrögð era ekki for-
dæmislaus. Á sama fundi voru einnig
samþykkt mótmæli við hækkun
borgarstjórnar á fargjöldum SVR.
Þessi mótmæli komust heldur ekki
til skila þótt sjálfur formaðurinn hafi
borið ályktunina fram ásamt undir-
rituðum og Stúdentaráð hafi sam-
þykkt hana einróma. Kannski að for-
maðurinn hafi látið nægja að „impra
á þessu" við vagnstjóra leiðar 140 á
leið sinni úr Kópavoginum.
Höfundur er formuður Vöku
og situr í Stúdentaráði.
Þórlindur
Kjartansson