Morgunblaðið - 08.09.1999, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ
^40 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
UMRÆÐAN
Um hálendið
ÉG man að í landa-
fræðinni í barnaskólan-
um stóð að landið væri
100.000 ferkílómetrar
að stærð og að lands-
menn væru líka
100.000. Þá náði bær-
inn að Tungu, sem stóð
á móts við þar sem
Þjóðskjalasafnið er nú,
þaðan að Skólavörð-
unni og áfram niður
^undir gamla Kennara-
u skólann. Siðan er lang-
ur tími liðinn og bær-
inn hefur teygt úr sér í
allar áttir eins og menn
vita. Það er ekki bara
það að byggðin hefur
þanist út heldur hefur landið allt
tekið miklum breytingum, mýrar
þurrkaðar, vegir lagðir, bændabýli
byggð og tún ræktuð og svo má
lengi telja. Framvindan hefur verið
ákaflega hröð hér sem víða annars
staðai’. Hafi einhver ætlað að tor-
velda hana hefur hún haft tilhneig-
ingu til að sveigja fram hjá hindrun-
inni. Breytingamar hafa orðið örari
eftir því sem nær hefur dregið alda-
vrnótunum og er svo komið að unnt
er að merkja að árið sem er að líða
er öðruvísi en árið í fyrra og það
frábrugðið hinu þar á undan. Allt
mannlíf hefur líka tekið miklum
breytingum bæði ytra sem innra og
íbúum hefur fjölgað svo nú eru þeir
orðnir tæpar 280 þúsundir. Lætur
nærri að fjöldinn tvöfaldist á hverj-
um fjórum áratugum og verðum við
þá 600 þúsund um miðja næstu öld.
Og ef við hugsum svo langt fram
getum við velt fyrir okkur hvar
þessar þúsundir munu velja sér ból-
•^festu. Að öllum líkindum þar sem
atvinnutækifærin verða fyrir hendi.
En hvaða atvinnugreinar eru taldar
líklegar til að skapa þau? Landbún-
aður og sjávarvinnsla hafa ákveðnar
takmarkanir en bent er á að gróska
verði í iðnaði, hugbúnaði og ferða-
mennsku sem aulamir kalla ferða-
mannaiðnað. Henni má skipta aðal-
lega í tvennt, annars
vegar velur ferðafólkið
huggulegar leiðir um
landið en hins vegar
hressilegar óbyggða-
ferðir um víðáttur há-
lendisins, en vegna ým-
issa misvísandi stað-
hæfinga um ferðalög
og öllu frekar um virkj-
anir á svæði við norð-
anverðan Vatnajökul
vUl höfundur leggja fá-
ein orð í belg.
Það munu vera um
sjö áratugir síðan fjórir
fullhugar fyi-stir
manna skröngluðust
norður Sprengisand í
bifreið. Land er þar eins og nafnið
bendir til einlægar sandöldur með
stökum fjöllum. Þegar norður fyrir
Vatnajökul kemur tekur Ódáða-
hraunið við, svart og úfið hraun með
fjöllum og foksandi í gjótum. Sagt
er að það þeki tíunda hluta landsins.
Austan við það á hálendi Austfjarða
eru berar heiðar mótaðar á jökul-
tímanum. Þarna norður af jöklinum
er geysileg og að mestu ósnortin
víðátta sem heillar ferðafólkið, en
dapurlegt er samt landið yfir að líta
vegna gróðurleysisins. A nokkrum
blettum næst jöklinum er ræfilsleg-
an gróður að finna sem gleður aug-
að eftir margra stunda ferð um
eyðimörkina. Þessar fátæklegu
vinjar virðast vera helgir staðir ým-
issa náttúruverndarsinna og svo
gæsahóps sem kemur þar við stutt-
an tíma ársins til að fella fjaðrir.
Það þarf ekki að fara fleiri orðum
um hópinn því að hann hefur birst í
sjónvarpinu mánaðarlega undanfar-
ið. En þessi undur eiga vafalaust
sinn tíma eins og margt annað. Það
er eins og margir haldi að hægt sé
að halda þessu landsvæði ósnertu
um ókomin ár. Þar verði friðarstað-
ur fyrir fugla og ferfætlinga og
menn geti andað víðáttunni að sér
eins og nú er hægt. En framvindan
lætur þetta svæði ekki í friði frekar
Virkjanir
I sumum uppistöðulón-
unum, segír Ólafur
Pálsson, mun vera
bærileg veiðivon.
en annað. Ef engu má breyta getum
við beint sjónglerinu hálfa öld fram
í tímann, þá munum við sjá tugþús-
undir ferðalanga flækjast þarna um
fram og aftur á kraftmiklum farar-
tækjum. Það verða ekki farnar
troðnar slóðir heldur hver í þá átt-
ina sem hann lystir í leit að ævintýr-
um eyðimerkurinnar. Hjólför hing-
að og þangað, kókflöskur í gjótum
og rifnir hjólbarðar eftir hraun-
klöppina. Á góðviðrisdögum stíga
upp rykmekkir af öllum farartækj-
unum og leggjast yfír sandhafið.
Nú, þá er ekki útilokað að á barmi
Öskjunnar verði pylsusjoppa yfir
sumartímann. Hreindýr og ómars-
gæsirnar hafa þá fyrir löngu yfir-
gefið dvalarstaðina vegna ágangs
ferðafólksins og leitað til staða þar
sem friður ríkir. Svipað má segja
um sjálfan Vatnajökulinn. Um sum-
artímann að minnsta kosti verður
hann útsparkaður af sleða- og hjól-
föi-um. Þar verður að vera einvalalið
í viðbragðsstöðu til að blása lífi í
helkalt ferðafólk og sérþjálfaðir sig-
menn til að draga hræ úr djúpum
jökulsprungum.
En víkjum vestur til Bandaríkja
Norður-Ameríku. Á árunum um
1930 ríkti vandræðaástand í landinu
af völdum frjálshyggjunnar sem þar
var í heiðri höfð. Atvinnuleysi var
10-15 af hundraði svo dæmi sé nefnt.
Roosevelt forseti lagði fram endur-
reisnaráætlun sína og einn af hom-
steinum hennar var bygging 200 m
hárrar stíflu í hinu stórfenglega
Kóloradógljúfri. Hún er í útjaðri
Nevadaeyðimerkurinnar nærri Kali-
fomíu og Arizónaríkjum. Boulder-
Ólafur
Pálsson
orkuverið er eitt mesta og þekktasta
mannvii'ki sinnai' tegundar og fram-
leiðir rafmagn fýrir víðáttumikið
svæði og þar að auki er vatni veitt úr
lóninu yfir þurrt landsvæði sem nú
er orðið að gróðursælu akurlendi.
Handan við stífluna er gríðarstórt
stöðuvatn með mikilli veiði og á þvi
sigla hraðbátar fram og aftur. Við
stöðvarhúsið er stórt bílastæði fyrii'
ferðafólkið en þessi staður er orðinn
einn fjölsóttasti ferðamannastaður
vestanhafs. Fólk kemur ekki aðeins
þangað til að líta gljúfrin heldur
fyrst og fremst að skoða mannvirkin
og njóta eyðimerkurinnar og annars
sem sérkennileg náttúran hefur að
bjóða. Er mannvirkið talið eitt besta
lukkutól þar vestra.
Hér að ofan er minnst á að um sjö
áratugir era síðan farið var norður
Sprengisand á bíl. Eftir það varð
hlé á ferðum þangað héðan að sunn-
an, þar til Landsvirkjun fór að huga
að kostum þess að virkja Þjórsár-
svæðið eins og það er kallað. Þar
eru nú komin nokkur orkuver með
tilheyrandi lónum, eins og hver
maður veit. Mönnum ber saman um
að þau prýða landslagið og í sumum
uppistöðulónunum mun vera bæri-
leg veiðivon. En það sem meira er
að vegna virkjananna er komið all-
gott vegasamband alla leið norður í
land, og annað fylgir með og það er
að búseta inni á hálendinu er mjög
mikilvæg fyrir eftirlitsaðila og þeg-
ar ferðafólk lendir þar í nauðum.
Nú í fyrra var haldið lengra og
gerð stífla við Hágöngur norðvestur
af Vatnajökli. Vakti það mikinn
úlfaþyt af hálfu úrtölumanna að
vatn flæddi yfir óskilgreint hvera-
svæði. Voru sjónvarpsmenn leiddir
á vettvang og var talið að þarna
væri verið að sökkva dýrmætri auð-
lind um aldur og ævi. Én svo er það
engan veginn, því jarðvarmaorkan
er fyrir hendi eftir sem áður.
Tæknilega er það ekki vandasamt
að gera varmaorkuver t.d. á eyju úti
í uppistöðulóninu. Yrði það forvitni-
legt fyrir alla að virða fyrir sér
orkuverið, lónið með fljótandi ísjök-
um a.m.k. að vori til, inni í hrikaleg-
um háfjallasalnum.
Norðan við jökulinn er fyrirhugað
að gera þrjú stór söfnunarlón eins
og sýnt er á meðfylgjandi mynd.
Þaðan er ætlað að vatnið fari eftir
jarðgöngum niður í Fljótsdal. Ekki
verður fjallað um það hér, en um
jökullónin má segja að tvö þeirra
liggja beint út frá jöklinum og búast
má við að jakar úr honum berist
fram á vatnið ferðamönnum til
ánægju. Tilvist lónanna hefur það í
för með sér að grunnvatn næst þeim
hækkar og uppgufun úr þeim vex og
eykur það líkur á að einhver gróður
geti dregið fram lífið við strendur
þein'a. Ekki er heldur alveg útilok-
að að fiskur geti þrifist í vötnunum
er tímar líða. Urtölumenn hafa bent
á að ef lónin verða tæmd og botnlag-
ið næst ströndinni þornar, þá megi
búast við leir og sandfoki úr því. Það
er nú heldur ólíklegt að svo verði, en
ef einhver hætta er á því, þá er ekki
erfitt að koma í veg fyrir það. Þetta
er því ástæðulaus uggur.
Verði þær fyrirætlanir sem hér
era á döfinni framkvæmdar er eðli-
legt að þær verði tengdar saman með
uppbyggðum vegi sem tengist aftur
Sprengisandsleiðinni. Við hveija fyr-
irhleðslu verður íverahús fyrir eftir-
litsmenn virkjananna en þau geta
líka komið að gagni við eftirlit svo allt
faii ekki úr böndunum á hinni víð-
áttumiklu auðn. Vitaskuld tapast
nokkuð við þessar aðgerðii- en annað
og meira vinnst eins og bent er á hér
að framan. En það sem mesta athygli
mun vekja verður hin 200 m háa
stífla efst í Hafrahvammagljúfram
sem vafalaust verður merkilegt verk-
fræðilegt afrek, ekki síður en systir
hennar vestanhafs.
Við horfum til jöklanna og dáum
tign þeirra. Væru þeir ekki væri
landið snauðara. Urkoman sem fell-
ur myndi þá ekki skila sér nema að
litlu leyti, renna eða fjúka burt, síga
niður í jarðveginn eða þá gufa upp.
En jöklarnir taka hana og geyma í
bili þar til losnar um hana aftur.
Benda má á að allar stærri vatns-
aflsfyrirætlanir hér miðast við jök-
ulvatn. Segja má að jöklamir séu að
vissu Ieyti bankar, bestu fjárfest-
ingarbankarnir sem aldrei geta far-
ið á hausinn. Straumur frá þeim
getur vakið meiri hagsæld fyrir
Austurland og líka landið allt heldur
en nokkum getur órað fyrir.
Höfundur er verkfræðingur.
Rey kj a víkur flug-
völlur 80 ára
HINN 3. september
1999 kl. 17 voru áttatíu
ár síðan fyrst var flogið
af Reykjavíkurflugvelli.
Síðan verður meiri saga
þama en nokkurn við-
staddan hefði getað
grunað.
Ég hef reynt að fylgj-
ast með skrifum um
Reykjavíkurflugvöll
undanfarið, án þess að
leggja til málanna. Ekki
af áhugaleysi, því völl-
urinn er samofinn
minni vitund frá blautu
'barnsbeini og hefur öll
mín fullorðinsár gegnt
miklu hlutverki í minni
tilveru. Því langar mig
til að skjóta að orði.
Margt hefur verið rætt og ritað
með og á móti vellinum og staðsetn-
ingu hans í Vatnsmýrinni. Flugvöll-
inn í núverandi mynd færðu Bretar
okkur í stríðinu síðasta með okkar
samþykki raunar. Eftir stríðið hefur
vegur vallarins vaxið með árunum og
flestir okkar atvinnuflugmenn hafa
stundað sitt nám og æfingar frá
þessum velli.
• Slys við völlinn eftir stríðið eða í
meira en hálfa öld, hafa orðið sárafá.
Fyrir nokkram árum fórst útlend vél
á vellinum, sem hægt væri að segja
að hafi farið óþyrmilega nálægt um-
ferðargötu og Éokkervél keyrði útá
Suðurgötuna um svipað leyti, þar
sem hún hefði kannske getað rekist
á bíl. Annars er fátt um flugatvik,
fceem ekki eru innanvallar. Slysin í
bílaumferðinni virðast hins vegar
vera endalaus. Hin
raunverulega lífshætta
borgarbúans er töl-
fræðilega mun meiri
þar en af flugumferð-
inni.
Hvað er Reykjavík-
urflugvöllur?
Reykjavíkurflugvöll-
ur í dag er fyrst og
fremst mjög góður og
veðursæll flugvöllur.
Aðflugið er gott, og ör-
yggissvæði í kringum
brautirnar góð. Umferð
um völlinn er í rauninni
sáralítil ef maður miðai’
við t.d. Orlando, þar
sem er stöðugur
straumur af þotum yfír „litlu Grinda-
vík“ allan daginn. Yfir flestum borg-
um sem ég kem í, er líka mikil fiug-
umferð og flugvellir víða inni í bæj-
unum miðjum.
Fastir hlutir eru um mínútu að
falla til jarðar úr 10 kílómetra hæð.
Það er því nokkuð falskt öryggi að
halda það, að lágfleyg flugvél detti
frekar í hausinn á þér en háfleyg.
Líkurnar á lofsteini úr geimnum eru
líka hverfandi litlar enda himinninn
stór. Þó hef ég heyrt að gangandi
maður hafi orðið fyrir því hérlendis.
Auðvitað verða alltaf einhver óhöpp
í mannlegu lífi, til dæmis mörg
tengd áfengi, ofáti og óhollustu ým-
issi, auk hreinna slysa. Hjá því verð-
ur seint komist.
Ég hef búið í Þingholtunum og ég
hef gengið í skóla og unnið í miðbæn-
um. Ég minnist þess ekki að flugum-
Flugvöllurinn
Reykj avíkurflugvöllur
er í mínum huga nátt-
úruperla, segir
Halldór Jdnsson, sem
á ekki sinn líka.
ferð hafi truflað mig eða hrætt mig.
En auðvitað er ég ekki hlutlaus sem
flugdellumaður. En ég hef heldur
aldrei heyrt neitt fólk lýsa ótta við
flugumferð fyrr en þessir bygginga-
áhugamenn á vallarsvæðinu fóra að
hafa orð á því í miklum móð. Hvern-
ig skyldu þeir annars hugsa sér að
koma öllum nýju íbúunum frá flug-
vallarsvæðinu til og frá vinnu, þegar
gatnakerfi gömlu borgarinnar annar
ekki umferðinni á álagstímunum í
dag?
Þessir áhugamenn um niðurlagn-
ingu Reykjavíkurflugvallar hafa
meðal annars amast við hringsóli
kennsluvélanna við völlinn og telja
hana ógnun við sig. Enginn verður
atvinnuflugmaður nema hann æfi sig
vandlega í lendingum. Við völlinn
era kjöraðstæður til slíks og hægt að
fljúga nær alveg utanbyggðar á aust-
urbrautinni og fremur lítið yfir
íbúðabyggð á norðurbrautinni. En á
norðurbrautinni eru bestu siglinga-
tækin og besta aðflugið svo menn
vilja skiljanlega fá að æfa sig þar
líka.
Ég á bágt með að trúa því að ein-
Halldór
Jónsson
hverjir séu máttlausir af skelfingu í
miðbænum eða á Kársnesinu þó að
lítil flugvél fari yfir höfuð þeirra
langt yfír húsaþökunum. Vallaryfir-
völdin hafa gert margvíslegar tillit-
samar ráðstafanir sem þrengja að
flugumferðinni á undanförnum ár-
um og draga úr áreiti flugumferðar.
Einhvern veginn verðum við samt
að framleiða atvinnuflugmenn fram-
tíðarinnar. Ef við ætlum að skipa
þeim að æfa sig yfir húsunum á Sel-
fossi eða Keflavík í staðinn erum við
að gera hvern kennslutíma nærri
helmingi dýrari fyrir nemandann á
höfuðborgarsvæðinu. Og kostnaður-
inn við flugnám telst víst ærinn fyr-
ir og fátt um styrki. Og hvort Sel-
fyssingar og Keflvíkingar séu svo
mikið ódýrara fólk en Reykvíkingar
að það megi að skaðlausu fljúga yfir
þá, læt ég ósagt um.
Ef til vill mætti gera snertilend-
ingavöll í samvinnu við kvartmílu-
menn með því að bæta við alvöru for-
múlubraut í Kapelluhrauni.
Þá eru á Reykjavíkurflugvelli
heimkynni tuga einkaflugvéla. Þess-
ar vélar eyða margar 99% af ævi
sinni kyrrar á vellinum. 1% tímans
era þær að fara eitthvað eða koma
einhvers staðar frá. Svo er almennt
farþegaflug frá Reykjavíkurflugvelli
með sérhvern Islending tvisvar á ári.
Svo eru ferðamannaflugvélar, þjóð-
höfðingjavélar og ferjuvélar. Élug-
völlurinn er líka atvinnusvæði, þar
sem þúsund manns vinna.
Völlurinn er því sameign þjóðar-
innar og grundvöllur samgangna í
landinu. Leifur Magnússon hefur
gert úttekt á tæknilegum hugmynd-
um þeirra manna, sem vilja flytja
flugvöllinn út í sjó. Niðurstaða hans
er sú, að margt sé mjög vanhugsað í
slíkri umræðu. Vissulega ber að lofa
áhuga stórhuga byggingamanna á að
fá að byggja hús þarna og svo heilan
flugvöll annars staðar, en það er að
mörgu að hyggja.
Það hvarflar hins vegar ákveðið að
mér, að flugvallarumræðan sé nokk-
ur stormur í vatnsglasi. Er fólk
svona hrætt við flugvélar eins og
þessir betribyggðarmenn telja? Er
fólk ekki innst inni nokkuð sátt við
flugvöllinn eins og hann er? Mér
segir svo hugur, að andóf gegn
Reykjavíkurflugvelli sé mun hávær-
ara en fjöldi andstæðinga hans er.
Náttúruperlan
Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur er í mínum
huga náttúraperla, sem á ekki sinn
líka. Þarna er að finna fjölbreytilegt
fuglalíf og gróðurlendið og skóg-
ræktin umhverfis völlinn er einstök
vin. Það hlyti að verða að fara fram
víðtækt umhverfismat ef ætti að
leggja þetta svæði undir byggð.
Kyrrðin í Öskjuhlíðinni á sumar-
kvöldum yrði ekki söm ef íbúða-
blokkir myndu þekja flugbrautar-
svæðið. Fólk sækir núna að flugvall-
arsvæðinu til kyrrlátrar útivistar og
þar er mannlíf og menning í vexti.
Bráðum verður sjóbaðstaðurinn í
Nauthólsvík opnaður aftur. Vilja
menn beturbyggja á þessum svæð-
um líka?
Reykjavíkurflugvöllur liggur hins
vegar núorðið í úthverfi höfuðborg-
arsvæðisins og verður æ afskekktari
með hverju árinu. Fólkið og fyrir-
tækin eru löngu farin úr gamla mið-
bænum. Gamli miðbærinn í Reykja-
vík er óðum að verða huggulegur
,Altstadt „ með búllum og ferða-
mönnum, þar sem tíminn líður hægt.
Byggingasvæðin og athafnasvæðin
fjarlægjast stöðugt. Vatnsmýrin
gamla er þess vegna flutt úr miðbæ
smábæjar út í úthverfi stórborgar-
svæðis. Reykjavíkurflugvöllur hefur
bjargað henni og Öskjuhlíðinni frá
glötun malbiksins. Mér finnst að
okkur ætti því að þykja vænt um
þennan völl og það sem hann hefur
gert fyrir borgina og okkur öll.
Til hamingju með afmælið,
Reykjavíkurflugvöllur!
Höfundur er verkfræðingur.