Morgunblaðið - 08.09.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 08.09.1999, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KÍNAFERÐ LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS . Lagakerfi Kína er að breytast Frábærri ferð til Kína var lokið, segir Ragnheiður Jónsdottir, í síðari grein sinni um kínaför Lögfræðingafélags Islands. Kínamúrinn FÖSTUDAGINN 23. apríl, keyrðum við að Badaling-hluta Kínamúrsins. I Badaling er Kína- múrinn hæstur og eins er þessi hluti múrsins á hernaðarlega mikil- vægum stað. Sagt er að Kínamúrinn sé eina mannvirkið á jörðinni, sem sjáan- Ijegt er berum augum frá tunglinu. Leiðsögumenn okkar sögðu frá því að nýlega hefðu egypsku pýramíd- arnir og hollensku flóðvarnargarð- arnir þó einnig sést. Erfitt er hins vegar að fínna öruggar heimildir um, hve mörg mannvirki á jörðinni hafí sést utan úr geimnum, hver sá þau og hvenær. Á kínversku nefnist Kínamúrinn Wan Li Chang Cheng, þ.e. múr hinna 10.000 li, en li er mælieining, er samsvarar 500 metrum. Wan er kínverska orðið yfír 10.000, tákn ^lýsanlegrar stærðar, enda bygg- ingarsögulegt afrek að menn skuli hafa reist jafnlanga byggingu. Stundum er Kínamúrinn einfald- lega nefndur Chang Cheng, eða „Langi múr“. Kínamúrinn, sem er 6.400 km að lengd, að meðaltali 8 m að hæð og 7 m að breidd, liggur að því er virðist endalausum sveigjum og snúningum frá Gula hafinu, í gegnum 5 héruð og 2 sjálfstjórnar- svæði í Kína og gegnum Gobi-eyði- mörkina. Elsti hluti múrsins er frá 5. öld f.Ki'. en talið er að fyrsti keisarinn í Kína, Qin, hafí þegar árið 220 f. Kr. ákveðið hvar Múrinn skyldi liggja. Hermenn og bændur, frá öllum héruðum Kína, unnu þá •útauðungarvinnu, sem bygging múrsins var og eyddu í það mörg- um árum ævi sinnar. Flytja varð mörg hundruð kílógramma stein- blokkir, upp snarbrattar hlíðar og kostaði það mörg mannslíf. Tilgangurinn með byggingu múrsins var að byggja sjáanleg landamæri og jafnframt varnar- virki til að halda barbörunum úr vestri og öðrum óvinum frá Kína. Kínamúrinn hefur ekki gegnt því hlutverki sínu. Kínamúrinn var t.d engin hindrun fyrir Manchu-her- sveitir er gjörsigruðu Kína á tím- um Ming-keisaraveldisins, árið 1644. Á friðartímum var Múrínn eftir- l;>tinn veðrum og vindum og grotn- aði hann smátt og smátt niður. Bændur sáu í Múrnum ágætis- byggingarefni og á dögum Menn- ingarbyltingarinnar (1966-1976) byggðu hersveitir heilu herskálana úr múrnum. Nú hefur hins vegar verið hafist handa um að viðhalda og varðveita Kínamúrinn. Maó Tze Tung sagði eitt sinn að menn væru ekki hetjur fyrr en þeir hefðu komið á Kínamúrinn. Þennan föstudag, í aprílmánuði síðasta árs aldarinnar, bættust íslendingum 80 hetjur. Við klifum öll Kínamúr- inn. Eftir nokkra göngu upp múr- inn rann upp fyrir manni hvað Maó átti við með hetjuumsögn sinni. Það var bara nokkuð bratt á köfl- um, en þegar upp var komið blasti við fagurt útsýni yfir fjöll... og meira af Kínamúrnum. Þegar niður var komið, var verzlað í minja- gripasölubúðum á staðnum. Kín- ■fcrsk höfuðföt með áfastri fléttu og sönnunargögn eins og bolir með áritunum um að hafa klifíð Kínam- úrinn voru einn vinsælasti varning- urinn. Hæstiréttur Kfna Eftir ferðina á Kínamúrinn fórum við í Hæstarétt Kína, á fund Luo Haokai, fyrrum varaforseta Laga- og stjórnmálaskóla Kína, sem nú var orð- inn varaforseti Hæsta- réttar og í forsvari fyrir stjómsýsludeild réttar- ins. Eftir fund okkar með vararíkissaksóknara Kína, lék okkur mikil forvitni á að vita hve margir dauðadómar væru kveðnir upp ár- lega í Kína og hve margir sakborninga væru líflátnir og var Luo Haokai því spurð- ur um það. Luo Haokai sagði að dauðrefsing hefði enn ekki verið af- numin, þar eð hún væri talin nauðsynleg. Hins vegar væru þröng skil- yrði sett fyrir beitingu hennar í lögum. I flestum tilvikum væru hinir seku ekki teknir af lífí, heldur væri fullnustu dóms frestað um 2 ár. Ef fangi, er hlotið hefði dauðadóm, bryti síðan ekki af sér í fangelsi væri möguleiki að breyta dauðadómnum í lífstíðarfangelsi. Luo Haokai sagðist ekki hafa neinar tölulegar upplýsingar, þar eð hann væri ekki í for- svari fyrir deild refsimála við Hæstarétt Kína. Hins vegar væri visst réttaröryggi fólgið í því að nöfn fanga væru birt í kínverskum dag- blöðum. Að kynningunni lokinni fengum við að sjá einn dómsal í Hæstarétti Kína. íslenskir Kínafarar, í ferð Lögfræðingafélags íslands, á Kínamúmum, eina mannvirki jarðar sem sést berum augum frá tunglinu. Himnahofið. Frídagur A hverjum degi, þegar ég hef lokið störfum við hirðina, fer ég með fót af mér til veðlánara. A hverju kvöldi sný ég heim frá kránum við ána, drukkinn. Nálega á þeim öllum er ég í skuld. Hvað um það, það eru ekki nema örfáir sem lifa það að verða sjötugir Fiðrildi ber fyrir langt inni í blómabreiðunni. Drekaflugur gára vatnið öðru hverju. Vindar, Ijós og tími, haldið áfram. Við skulum ekki þrátta. Njótum lífsins meðan vært er. (Ur bókinni „Austurljóð") Ljóðið hér að framan nefnist „Við Bugðu“ og er ort í Xian, af einu mesta skáldi Kína fyrr og síðar, Dú Fú (712/713-770). Ljóðið er í þýðingu Steingríms Gauts Kristjánssonar héraðsdómara eins Kínafarans, sem nýtti frídag sinn, til þess að fljúga tvo tíma, á heimaslóðir Dú Fú, í Xian. Á þessum eina frídegi okkar í Kína- ferðinni, þ.e. dagskrár- lausum degi þar sem lagastofnanir vonj ekki heimsóttar, var boðið upp á ferð til Xian, til þess m.a. að skoða leirher- inn. Xian er höfuðborg Shanxi-hér- aðsins. Á Tang keisara-tímabilinu (618-907) var Xian stærsta borg heims og vagga menningar þess tíma. Silkileiðin lá um Chang’an (Himneskan frið) eins og borgin hét Steingrímur Gautur Kristjánsson og Ieirherinn í Xian. þá, en hún tengdi miðsvæði Asíu við Evrópu. Þúsundir erlendra kaup- manna bjuggu í Chang’an. Chang’an var höfuðborg ýmissa keisai'adæma Kína í 1.000 ár, en þegar Tang-keis- aradæmið leið undir lok, minnkaði mikilvægi borgarinnar. Borgin komst þó aftur á spjöld sögunnar, vegna hins svonefnda „Xian-atviks“, 11. desember 1936, þegai' Chiang Kai-shek var rænt í borginni af her- foringjum Guomindang, þjóðernis- sinnaða kínverska byltingarflokks- ins, undir forystu Sun Yatsen. í dag er Xian nútíma iðnaðarborg, þekkt fyrir flugvélaiðnað og vefnaðarvör- ur. Leirhermennirnir eru í 35 kíló- metra fjarlægð suður af Xian. Það var á árinu 1974, að bændur, sem voru að grafa fyrir brunni fundu mannhæðarháar leirstyttur af her- mönnum (1,7-1,9 m) og hestum þeirra, neðanjarðar. Leirhermenn- irnir standa í löngum röðum, sumir með sverð eða spjót sér í hönd. Aðr- ir stýra hestakerrum. Hver einasti hermaður hefur sína eigin andlits- drætti og líkamsstellingu. Leirherinn er hluti stórrar gi'afar, sem fyi'sti kínverski keisarinn, Qin (221-210 f.Kr.), lét útbúa aðeins 13 ára, er hann komst til valda. Mörg hundruð þúsund handverksmanna voru 36 ár að útbúa gröfina. Sagt er að allir, sem komið hafí nálægt hönnun og gerð grafarinnar hafi verið gi-afnir lifandi í gröfínni. Sag- an segir að keisarinn sjálfur sé graf- inn annars staðar, hann hafi aðeins látið útbúa gröfína til að villa um fyrir mönnum. Talið er að neðan- jarðargröfin sé svo gi'íðarlega stór, að til þess að opna hana alla þyrfti að flytja í burtu 12 bæi og 6 verk- smiðjur á svæðinu. Fornleifafræðingar hafa lagfært u.þ.b. 7.000 leirhermenn og eru þeir til sýnis í safni á uppgraftarsvæðinu. Vísindamenn vinna stöðugt að því að grafa upp fleiri hermenn og eru ferðamönnum sýndar myndbands- upptökur af uppgraftai'vinnunni. Áðrir Kínafarar urðu eftir í Pek- ing og notuðu „frídaginn" til að þræða hina ýmsu markaði, t.d. silki- markaðinn, chaowai-antíkhúsgagna- markaðinn, eða perlumarkaðinn í Peking. Eða þá að farið var í verzl- unarferð um listmunagötuna Li- ulichang eða í hina fjölsóttu „Vin- áttubúð" (Friendshipstore), þar sem kaupa mátti allt frá fagurlega út- skornum stimplum, sem í voru skor- in íslensk nöfn á kínversku, silki- ströngum, tei, kryddi og hrísgrjóna- og mauravíni til vandaðra antík- og listmuna, skartgiipa, ofínna silki- teppa, handmálaðra vasa o.fl. o.fl. I búðinni fékkst raunverulega allt milli himins og jarðar. Verðlag var jrfirleitt lágt og á mörkuðunum er til siðs að prútta. En það voru þó ekki allir, sem eft- ir urðu í Peking, sem einungis verzl- uðu, þótt líklega hafi allir gert það í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.