Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 44

Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, vinur og afi, BJARNI SNÆLAND JÓNSSON útgerðarmaður frá Skarði í Bjarnarfirði, Hverfisgötu 39, lést á heimili sinu að morgni laugardagsins 4. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. september kl. 15.00. Hulda Sigrún Bjarnadóttir, Kjartan Þór Halldórsson, Magnús Þór Bjarnason, Jón Bjarni Bjarnason, Bryndís Bjarnadóttir, Sigurður Jónsson, Hulda Svava Elíasdóttir, Eiías Snæland Jónsson, Jóhannes Snæland Jónsson, Valgerður Snæland Jónsdóttir, Anna Rósa Magnúsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, RAGNA GÍSLADÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Kirkjulundi 8, Garðabæ, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 3. september. Bjarni Guðmundsson, Margrét Bj. Richter, Sigurður H. Richter, Sigríður Bjarnadóttir, Róbert Jónsson, Sigrún Ósk Bjarnadóttir, Guðmundur G. Bjarnason, Elín Pálsdóttir, Ósk Gísladóttir, Sigurjón Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sonur minn og bróðir okkar, AXEL TAGE AMMENDRUP blaðamaður, lést á heimili sínu að morgni mánudagsins 6. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. María M. Ammendrup, Páll Ammendrup, María J. Ammendrup, Ólafur Hermannsson og fjölskyldur. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Hrafnistu, Reyjavík, áður Skúlagötu 68, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 6. september. Bára Ágústsdóttir, Sigurður R. Óiafsson, Magnús Ingvar Ágústsson, Hjördís Hafsteinsdóttir, Stefanía Ágústsdóttir, Anna Alfreðsdóttir, Ágústa Kristín Guðmundsdóttir, Snorri Viðar Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, BRYNJA ÓLAFÍA RAGNARSDÓTTIR, Vesturbyggð 5, Laugarási, lést á heimili sínu laugardaginn 4. september. Jarðarförin fer fram frá Skálholtskirkju þriðjudaginn 14. september, kl. 14.00. Georg Franzson, Jón Þór Þórólfsson, Hafdís Héðinsdóttir, Hjördís María Georgsdóttir, Gunnar Einarsson, Ragnheiður Lilja Georgsdóttir, Sigurjón Þórmundsson, Eiríkur Már Georgsson, Heiðrún Björk Georgsdóttir, Ólafur H. Óskarsson, (ris Brynja Georgsdóttir, Steinar Halldórsson, Erla Norðfjörð, Magnús Tómasson, barnabörn og barnabarnabörn. VILHJÁLMUR HENDRIKSSON + Vilhjálmur Hendriksson fæddist í Reykjavík 9. maí 1939. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar _ hans voru hjónin Ágústa Margrét Gísladótt- ir, f. 4. ájjúst 1906, d. 24. janúar 1998, og Hendrik Einar Einarsson, f. 24. febrúar 1897, d. 5. mars 1979. Vil- hjálmur var næstyngstur fimm systkina. Eftirlifandi systkini hans eru Katrín, gift Þorsteini Einars- syni, sem er látinn; Sigríður, gift Ingimari Þ. Vigfússyni; Gísli, kvæntur Rannveigu B. Al- bertsdóttur, og Þóra Jenný, gift Guðjóni Jónassyni. Vilhjálmur kvæntist 28. maí 1960 Ingi- björgu Ólafsdóttur, f. 25. ágúst 1941. Dætur þeirra eru: 1) Guð- munda Guðrún, f. 18. apríl 1961, maki Jón Tryggvi Þórs- son, f. 3. október 1963, börn ísak, f. 25. mars 1987, Guð- laug, f. 14. nóvem- ber 1989, og Ingi- björg Birta, f. 7. nóvember 1997. 2) Bryndís, f. 3. júní 1965, maki Guð- mundur Karl Guðnason, f. 11. október 1960, börn Vilhjálmur Hend- rik, f. 29. maí 1984, Karen Dögg, f. 17. júní 1986, Tinna Björt, f. 9. október 1987, og Jóhann Friðrik, f. 18. sept- ember 1991. Vilhjálmur vann mestallan sinn starfsaldur hjá Vegagerð ríkisins. títför Vilhjálms fer fram frá Krossinum, Hliðasmára 5, Kópavogi, í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Ég ætla að reyna að skrifa nokkur kveðjuorð til elskulegs eiginmanns míns. Hvar á ég að byrja og hvar á ég að enda? Ég var ung að árum er ég kynnt- ist draumaprinsinum. Sextán ára var ég þegar við opinberuðum trú- lofun okkar - Villi var átján ára. Allt hans fólk tók mér svo vel. Hann átti yndislega foreldra, Hendrik Einars- son og Ágústu Gísladóttur. Þau höfðu öll tekið á móti Jesú inn í líf sitt og var dásamlegt að dvelja á heimili þeirra, Miðtúni 40, Reykja- vík. Villi átti fjögur systkini sem hann unni heitt. Ég var lánsöm að eignast svo elskulegan og ástríkan eiginmann og föður tveggja dætra okkar. Síðan eru komin sjö barna- böm. Villi minn lagði hart að sér og vann stundum myrkranna á milli til að við gætum eignast þak yfir höfuð- ið. Hann stefndi hátt í lífinu og naut þess að aka um á fallegum bílum. Við ferðuðumst mikið saman á sumrin þegar dætur okkar voru litl- ar og eigum yndislegar minningar frá þeim tíma. Eg vil koma á framfæri innilegu þakklæti til alls þess góða starfs- fólks sem annaðist Villa í veikindum hans. Hann talaði oft um það hvað þetta fólk var vel af Guði gert. Ég þakka fjölskyldum okkar íyrir allan stuðning og hlýhug í okkar garð og þér, Jenný mín og Gaui, fyrir að leyfa okkur að dvelja í húsinu ykkar þann tíma sem við biðum eftir nýju íbúðinni okkar. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman með Sigríði og Ingimari í orlofshúsi í Skagafjarðarsýslu aðeins viku fyrir andlát Villa. Sá tími var gefinn af Guði. Það verður stórkostleg minn- ing. Fyrst og fremst vil ég þakka Guði fyrir að hafa gefíð mér svo yndisleg- an mann. En allt er að láni. í hjarta mínu geymi ég allar minningarnar um góðan eiginmann og ég veit að við verðum saman á ný. Hinsta kveðja, Ingibjörg Ólafsdóttir. Það dimmir yfir og kólnar úti, það er 31. ágúst 1999 og ég sit við sjúkrarúm föður míns, klukkan er rétt um 17.00. Ég held í höndina á pabba og finn hvað mér þykir vænt um hann, ég veit að hann á ekki langt eftir en ég held alltaf í vonina, kannski nær hann sér og það væri þá ekki í fyrsta skipti. Ég græt en ég reyni að vera sterk, ég verð að vera sterk vegna mömmu, hún sem hefur staðið sig svo vel í gegnum erfið veikindi pabba, og enginn getur skilið það nema hann skilji að „allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir“. Ég sit enn við rúmið, pabbi getur ekki talað en ég veit að hann heyrir í mér, ég hvísla í eyra hans að ég sé hjá honum og hvað ég elski hann mikið. Hann kreistir hönd mína og ég veit að hann heyrir í mér. Á þessari stundu streyma minning- arnar og ég horfi til baka. Þegar ég var lítil að vesenast í kringum pabba, alltaf að spyrja „af hverju?“, „hvernig?", „til hvers?“. Pabbi var ótrúlega þolinmóður, hann rak mig aldrei í burtu, svaraði öllum mínum spurningum eins vel og hann gat. Það er 17. júní 1968, ég er þriggja ára í hvítum sokkabuxum og svört- um lakkskóm, í heklaðri kápu með blúnduhatt og íslenska fánann. Ég held í höndina á pabba. Ég er ánægð með lífið, þetta er stórkost- legur dagur. Ég veit að ég á afmæli í júní og þá hlýtur þetta að vera dagurinn. Allir með blöðrur og við öll svo fín. Pabbi útskýrir fyrir mér hvaða dagur er og hvenær ég eigi afmæli, en ég verð bara hissa á því að pabbi vilji ekki viðurkenna að þetta sé mitt afmæli. Pabbi þrætir ekki við mig heldur brosir til mín og veit að fljótlega kemst ég að sann- leikanum. Ég hef verið svona fímm ára þegar afi Hendrik keyrði mér og pabba niður í Glóbus að sækja bflinn sem við pabbi ætluðum að kaupa, splunkunýr Citroen, alveg nýkominn til landsins. Mikið var ég montin þegar við keyrðum heim. Ég ímyndaði mér að ég væri drottning og pabbi væri kóngur. Pabbi vann mikið þegar ég var lítil og mikið saknaði ég þess að hafa hann ekki oftar heima. Ég man ég hélt mér vakandi langt fram eftir bara til þess að geta knúsað pabba. Jólin eru mér líka sérstaklega minnisstæð, svo hátíðleg og falleg, pabbi naut þess þá að vera í kyrrð og ró með fjölskyldunni. Ég er enn hjá pabba og það er farið að síga á kvöld, ég er orðin smá óróleg, ég bið til Drottins að lina allar hans þján- ingar og leyfa honum að lifa, ef það er hans vilji. Ég syng fyrir pabba „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“, eftir sönginn er ég ekki eins óróleg og ég finn himnesk- an frið, eitthvað er að gerast, ég veit að Drottinn er að undirbúa komu hans til sín. Elsku pabbi minn, það er svo margt sem ég vildi segja þér, ég hvísla í eyra þitt hvað ég er þakklát fyrir þig og þú varst svo góður vin- ur. Ég minnist allra ferðanna sem við fjölskyldan fórum alltaf á hverju sumri, hvflík hamingja að sofa í tjaldi með mömmu og pabba. Það er margt sem ég get minnst á, ég er ekki lengur barn og auðvitað höfum við pabbi ekki alltaf verið sammála eins og gengur. En eitt sagði hann alltaf við mig, sem er mér svo dýr- mætt: „Bryndís mín, það er sama hvað gengur á, þú verður alltaf dóttir mín og ég verð alltaf vinur þinn.“ Fleiri ættingjar koma og vilja kveðja pabba og hvísla yndislegum orðum í eyra hans, við lesum sálm 103 og biðjum og ég finn enn þenn- an himneska frið. Við erum sjö sam- lÍBigMa^iyawwy^^^^^nriiiiiiiiawi'MiiiiMwwii niii iiifiiriiiBnriirníwniTTiprrwwirwBwirww an komin inni hjá pabba og öll eig- um við það sameiginlegt að hafa ját- ast Drottni, við horfum hvert á ann- að og hugsum það sama, klukkan er 21.20. Pabbi kreistir aftur augun og dregur djúpt sinn síðasta andar- drátt. Við grátum og föðmum hvert annað. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað verði nafn hans. Ég finn að mig langar líka að fara heim með pabba, inn í dýrð Drottins, en ég verð að berjast áfram trúarinnar góðu baráttu. Ég tala ekki lengur við pabba hér né syng fyrir hann en ég á þá fullvissu að ég fái að sjá hann aftur, og þá lofum við Drottin saman og syngjum nýjan söng. Elsku mamma mín, Guð styrki þig áframhaldandi og okkur öll. Þín dóttir Bryndís Vilhjálmsdóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum; þú smyr höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Núna kveð ég minn yndislega pabba og einnig minn besta vin. Allt frá því að ég man eftir mér hef ég verið mikil pabbastelpa, sem lítil stúlka sá ég ekki sólina fyrir honum og ég elskaði hann mikið. Strax myndaðist sérstakt samband á milli okkar sem aldrei hefur rofnað. Það var ekki erfitt því pabbi var mjög sérstakur maður og alltaf svo ljúfur, ég var hreykin af pabba, hann var alltaf svo mikið snyrtimenni og öll hans framkoma var mér til fyrir- myndar. Pabbi var mikið fyrir heimilið okkar og okkur systurnar og sýndi okkur alltaf mikla þolin- mæði. Það var svo gott að vera heima og var ég strax heimakær og er enn. Pabbi vann mikið og man ég að það var oft erfitt að sjá á eftir pabba í vinnuna, en alltaf hafði hann tíma fyrir mig þó hann kæmi oft þreyttur heim eftir langan og erfið- an vinnudag, sagði hann aldrei: „Ég er of þreyttur til að sinna þér.“ Við settumst oft saman við eldhúsborðið heima og fengum okkur kvöldkaffi saman, það var mikið spjallað um allt mögulegt, en aðallega hlustaði hann á mig. Þetta eru mér ógleym- anlegar stundir og hjálpaði mér mikið á mínum unglingsárum, því allt gat ég sagt og spurt pabba um. Þetta voru viðkvæm ár og oft grét ég hjá pabba, hann var svo hrein- skilinn og eðlilegur. Þetta er mér svo dýrmætt og ég er svo þakklát Guði fyrir hann. Pabbi átti við mikil veikindi að stríða og baráttan vai- hörð og sá ég það svo vel I gegnum þennan erfiða tíma hver hans styrk- ur var, styrkur hans var Drottinn. Undir það síðasta þegar ég var hjá pabba fann ég hversu stórkostlegt það er að eiga Drottin og að fá að upplifa þá dýrð sem kom á þeirri stundu, að mig langaði heim. Ég vil þakka þér, elsku besti pabbi minn, hvað þú varst mér góður og öll þín góðu heilræði sem þú gafst mér í veganesti út í lífið og allar þær ynd- islegu minningar sem ég á með þér gleymast aldrei. Það er erfitt að kveðja í bili en núna ertu í dýrðinni hjá Drottni og þínar þjáningar eru horfnar og ég hlakka til að koma til þín þangað og við munum lofa Drottin saman. Ég elska þig, pabbi. Þín dóttir Guðmunda Guðrún Vilhjálmsdóttir. Þá er vinur okkar og tengdafaðir farinn til Drottins, að okkar mati of fljótt. Þar sem Villi átti trú og lifði lífinu með Jesú Kristi, talar Páll postuli um að lífið er mér Kristur en dauðinn ávinningur og núna hefur Villa hlotnast þessi ávinningur. Er við hugsum til baka koma upp í hug-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.