Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR * HÁLFDÁNARDÓTTIR Sigríður Hálf- dánardóttir fæddist 12. febrúar 1920 á Neðri-Fetj- um í Víðidal. Hún andaðist á Lands- spítalanum 30. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Hálfdánar Árnasonar og Elín- ar Jónsdóttur. Sig- ríður var elst fjög- urra systkina. Eftir- lifandi systkini hennar eru: 1) Jó- hanna, f. 23.1. 1921, gift Hauki Guðmundssyni og eiga þau fjögur börn. 2) Helgi Júli'us, f. 19.7. 1927, kvæntur Sveinfríði Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Júlíana, f. 4.5. 1932, gift Þóri Ormssyni og eiga þau fimm börn. Þriggja ára gömul fluttist Sigríður með foreldrum sinum að Valdarásseli, þaðan að Litlu- Þverá í Miðfirði. Árið 1938 flyst fjöl- skyldan að Vals- hamri á Mýrum. Sigríður var í vinnumennsku á veturna en heima á Valshamri á sumrin fyrstu árin. Síðar vann hún við sauma í mörg ár og einnig nokkur ár hjá Sæl- gætisgerðinni Völu. Sigríður varði mörgum árum ævi sinnar í að annast aldraða tengdamóð- ur sína og síðar einnig móður sína. Árið 1943 kynntist Sigríður eftirlifandi manni sínum, Ólafí Halldórssyni, og 20. október 1945 gengu þau í hjónaband. títför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Hafnarfírði. Elsku frænka. Þegar ég sest og skrifa til þín, ' *koma svo margar minningar upp í huga minn. Alltaf varst þú tilbúin að hlusta og leiðbeina. Ég man þegar ég kom í fyrsta skiptið til Reykjavíkur á leið til tannlæknis, þá átta ára gömul, þá var ekki farið tvisvar á ári eins og í dag. Þið Óli áttuð þá heima á Nýlendugötunni. Þá var maður ekki með stórt hjarta. Þú fórst með mig út í búð og keyptir handa mér maltbrjóst- sykurpoka, sem ég átti að fá í verð- laun þegar ég væri búin hjá tann- JNækninum, svona gast þú gert gott úr öllu. Þegar ég lá á Landspítalan- un, 16 ára, í átta vikur komst þú nánast á hverjum degi til mín. Ög þegar ég kom til ykkar Óla til að eignast mitt fyrsta barn, þá alein og lítil, tókuð þið mér opnum örm- um. Svona liðu árin. Alltaf voru Sigga frænka og Óli tilbúin að opna heimili sitt fyrir öllum og mörg voru árin sem Elín amma bjó hjá ykkur. Núna um páskana var yngsta barnið okkar fermt, þú hlakkaðir mikið til að koma og hitta alla ætt- ingjana þína, en það fór öðruvísi en ætlað var. Mikið þakka ég fyrir að ^þafa getað komið til þín á spítalann og hitt þig nokkuð hressa eins og þú varst á föstudeginum. Þú þekkt- ir mig vel og spurðir mig frétta úr Borgarnesi. Eins var yndislegt að vera hjá þér á sunnudeginum, þú varst svo falleg og friðsæl þar sem þú lást á koddanum þínum. Ég þakka guði fyrir að fá að kveðja þig- Elsku frænka mín, nú veit ég að þér líður vel þar sem þú ert. Ég bið Guð að styrkja Óla þinn og okkur öll sem kveðjum þig í dag. Far þú í friði. Þín nafna Sigríður Björk. Okkur systkinin langar til að minnast Siggu frænku, föðursystur okkar, með nokkrum orðum. And- látið kom ekki alveg fyrirvaralaust, því meinið sem sigraði hana að lok- um lét í upphafi á sér kræla íyrir nokkuð mörgum árum. Þá sem nú tók Sigga veikindum sínum af ein- stakri yfírvegun og rósemi. Sigga vann fyrstu lotu baráttunnar við vágestinn, en fyrir um það bil ári gerði meinið vart við sig á ný og þá baráttu náði Sigga okkar ekki að vinna. En rósemi og æðruleysi ein- kenndu hana til hinstu stundar. Við minnumst frænku fyrir alveg einstaka velvild. Er við komum á heimili Siggu og Óla nutum við alltaf einstakrar gestrisni. Það var stjanað við okkur í mat og öðrum góðgerðum. Það var nefnilega þannig, að þegar við vorum farin að bregða undir okkur betri fætin- um sem ungt fólk og skruppum til höfuðborgarinnar án foreldrafylgd- ar áttum við alltaf öruggt skjól í Eskihlíðinni hjá Siggu og Óla. Á heimili þeirra ríkti ávallt glaðværð, frískleiki og hlýja. Þar vai- mikið talað og hlegið. Við minnumst þess aldrei að Sigga hafi nokkru sinni skipt skapi, hvað sem á gekk, held- ur gat hún alltaf brosað að mis- brestum okkar og galsa og gerði gott úr öllu. Mikla natni, þolinmæði og elsku sýndi Sigga móður sinni, Elínu ömmu okkar, þegar hún háöldruð UTFARARST OFA OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRA* I I 4B • 101 RHYKJAVÍK I íKKISTl JVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem byggir ó langri reynsiu ÚtfararstofaKirkjugarðannaehf. Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími 551 1266 MINNINGAR og lasburða var á heimili þeirra Óla í mörg ár. Sigga og Óli voru mjög samstiga í lífinu og miklir vinir. Þau gerðu hlutina saman og voru ákaflega samrýnd hjón, þannig að missir þinn, elsku Óli, er mikill. Sigga og Óli nutu þess að ferðast saman um heiminn og fóru nokkrar ferðir til margra landa í Evrópu. Þau nutu ferðanna til hins ýtrasta og stundum voru haldin myndakvöld heima á Valshamri eft- ir heimkomuna og þá var það Óli sem sagði svo skemmtilega frá því sem fyrir augu bar og innti Siggu ævinlega eftir því hvort ekki væri farið með rétt mál. _ Á hverju hausti komu Sigga og Óli í réttirnar. Þ.e.a.s. Óli fór í rétt- imar, en Sigga heimsótti Júllu syst- ur sína í Borgarnesi eða var hjá Sveinu mágkonu sinni og móður okkar á Valshamri á meðan. Sigga frænka var einstaklega bamgóð. Þær minningar eigum við systkinin um hana frá því í okkar æsku og urðum ennfremur vör við gæsku hennar gagnvart okkar eigin bömum þegar fram liðu stundir. Sigga sýndi ávallt mikinn áhuga á öllu því sem við og fjölskyldur tókum okkur fyrir hendur. Sigga og Óli voru alltaf aufúsugestir á heimilum okkar. Við minnumst þess sérstak- lega þegar hún kom inn á heimilin okkar íyrst gekk hún um í rólegheit- um, horfði í kringum sig og sagði síð- an: „I þessu húsi er góður andi.“ Sigga frænka var einn af þeim fóstu punktum tilverunnar sem nú hafa verið teknir frá okkur. En þján- ingar hennar eru á enda og minning- in um góða og trausta frænku mun lifa með okkur alla ævi. Elsku Óli, megi Guð og góðar minningar styrkja þig og hjálpa þér að lifa með sorginni. Blessuð sé minning Siggu frænku. Systkinin frá Valshamri, Hálfdán Sigurður Helgason, Hafdís Elín Helgadóttir og Valur Þór Helgason. Elsku Sigríður frænka og nafna, eða Sigga Hálfdáns eins og hún var oftast kölluð af sínum nánustu. Mig langar með nokkrum orðum að minnast og kveðja hana Siggu frænku sem andaðist að morgni mánudagsins 30. ágúst. Þegar ég var á mínum yngri ár- um að vinna í Reykjavík var ég heimagangur á heimili þeirra hjóna Siggu og Óla á Nýlendugötunni. Hún var heimakær og mjög mynd- arleg húsmóðir. Alltaf þegar gesti bar að garði var ekki um annað að ræða en að þiggja einhverjar góð- gjörðir en allt var svo gott sem frænka gerði. Sigga frænka var lærð saumakona og eru ófáar flík- umar sem liggja eftir hana. Öllum líkaði vel við handbragðið hennar. Þar á meðal saumaði hún brúðar- kjólinn minn sem allir dáðust að og ekld tók hún oft fyrir saumaskap- inn. Frænka eignaðist engan erf- ingja. Þegar ég eignaðist mitt iyrsta bam sagði Sigga frænka við mig að ég gæti nú gefið sér stelpuna, því hún væri fædd á afmælisdaginn hans Óla síns, ég gæti bara átt fleiri. Það hefði ekki farið illa um bamið í hennar höndum. En það er nú svo að þegar maður er búinn að eiga blessuð bömin þá tímir maður ekki að láta þau frá sér. Frænka var Húnvetningur í föðurætt, dóttir Hálfdáns Árna- sonar Gíslasonar frá Neðri-Fitj- um í Víðidal, V-Hún. Við bárum nafn ömmu okkar, sem var móðir Hálfdáns og amma mín. Móðir Siggu var Elín Jónsdóttir, hún átti ættir í Rangárvallasýslu, at- orkukona mikil, glöð í viðmóti og hispurlaus. Frænka var stór- glæsileg kona, alltaf með sitt ljúfa viðmót og svo kát og glöð. Það var unun að vera í návist hennar. Ég held að hún hafi ekki getað skipt skapi. Ef þau hjónin voru ekki sammála þá sagði hún bara „góði Óli minn, láttu ekki svona“. Það var aðdáunarvert hvað hún hugs- aði vel um foreldra sína jafnt dag sem nótt. Hún var eins og góð hjúkrunarkona. Ég er viss um að hún fái góða heimkomu hinum megin. Eg bið að heilsa þeim sem þú hittir á ferðalögum þínum í fram- tíðinni og bið Guð að varðveita þig. Ég sendi eiginmanni hennar og öðrum aðstendendum samúð- arkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. Þín frænka, Sigríður Árný Kristófersdóttir. Með sárum söknuði kveð ég nú elsku Siggu mína, traustu, sterku og rólegu Siggu með stóra hlýja hjart- að. Eitt af því besta sem nokkur get- ur eignast á lífsleiðinni eru traustir góðir vinir og það hlotnaðist mér _svo sannarlega í þeim Siggu og Óla. Alltaf stóðu þau eins og tveir klettar sitt hvorum megin við mig þegar ég þurfti á því að halda bæði á gleði- stundum sem sorgarstundum. Já, ég var lánsöm að eiga þau að Siggu og Óla. Ómetanlegt. Ég var 7 ára þegar þau fluttu í húsið sem við bjuggum í. Ég man eins og gerst hefði í gær þegar ég sá þau fyrst, þessi háu glæsilegu samrýndu hjón hvað það geislaði af þeim, það var ekki hægt annað en að laðast að þeim og þykja vænt um þau. „Sigga og 01i“ var bara eitt orð í mínum huga, svo sam- rýnd og góð voru þau hvort við ann- að. Mér er ofarlega í huga núna þakk- læti til þeirra, hvað þau reyndust honum pabba mínum vel eftir að hún mamma mín dó, alltaf átti hann athvarf hjá þeim Siggu og Óla þegar hann var einmana. Var ég þeim alltaf svo innilega þakklát fyrir. Margs er að minnast frá liðnum ár- um þegar við Sigga vorum að baka til jólanna í sitthvoru eldhúsinu og ég fór yfír til hennar til að fá ráð- leggingar, þá nýbyrjuð að búa, eða alla fínu kjólana sem hún saumaði á mig allt frá því að ég var lítil stelpa og þangað til ág varð fullorðin. Ljúfust er sú minning er hún var að punta mig á fermingardaginn minn og á brúðkaupsdaginn minn. Já, ég man eins og gerst hefði í gær. Mikið verður tómlegt á annan í jólum að hafa Siggu ekki hjá okkur eins og öll undanfarin jól. Hjartans kveðja til Siggu minnar með þakk- læti fyrir allt sem hún gerði fyrir inig og mína. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Óli minn, ég bið guð að styrkja þig og leiða í sorginni. Ester. Ég hef oft sagtj að hún amma mín Magnfríður ívarsdóttir hafi eignast þær bestu tengdadætur, sem hægt væri að hugsa sér. Hver annarri betri, allar mannkosta kon- ur. Og nú er Sigga ein þeirra dáin. Látnar eru Ingibjörg, Mary og Guðríður. Eftir lifa Jóhanna og Sesselja. Já, svona líður tíminn. Sigga giftist Óla og þau voru sam- an í 56 ár. Aldrei bar skugga á þeirra samvistir. Það var þekkt í fjölskyldunni og víðar að gestrisin voru þau og kökurnar hennar Siggu voru vinsælar, mjög svo. Best kynntist ég Siggu, þegar við unnum saman í mörg ár í Sælgæt- isgerðinni Völu. Þar unnu dugnað- arkonur og mér fannst Sigga óvenju góður starfskraftur. Ég get enn séð hana fyrir mér þegar hún stýrði nýju súkkulaðivélinni, sem ekki var létt verk. Róleg, einbeitt, örugg og festuleg. Já, Sigga var fögur kona í sjón og reynd. Guð blessi hana og styðji Óla í sorginni. Guðríður (Gauja). Sigríður Hálfdánardóttir var fal- leg kona. Teinrétt og brosandi, með útgeislun er öllum yljaði, mætti hún sínum skapadómi. Hún minnti á eikina með sinni stóru laufkrónu er fuglar jarðarinnar keppast um að búa sér bústað í, fullvissir þess að þar bíði þeirra skjól, vernd og hjartahlýja. Þannig umvafði hún Sigga alla þá er nutu samvista við hana. Eftir að fjöl- skyldan flutti að Valshamri fór Sig- ríðm' fljótlega í vist til hjóna í Borg- arnesi. Hugur hennar stóð til frekari mennta og dreif hún sig því til Reykjavíkur að læra að sauma. Þar var Sigga á réttri hillu, hafði alltaf haft næmt auga fyrir litum, formum og að hlutir færu vel. I Reykjavík átti hún eftir að hitta stóru ástina sína er varð hennar lífsförunautur í 54 ár. Þau voru glæsilegt ungt par og tilbúin að takast á við lífið saman. Á þessum tíma voru höft og skömmtun á öllum hlutum, það byrj- uðu því allir nýgiftir smátt. Eitt her- bergi þar sem bæði var eldað og sof- ið þótti sjálfsagt í byrjun búskapar. Óli og Sigga voru þar engin undan- tekning. I einu herbergi á Nýlendu- götu 22 hófu þau búskap. Þar saum- aði Sigga einnig, enda sagði hún oft: „Ég saumaði flottustu tjull- og pallí- ettukjólana þegar ég bjó þrengst." Eftir nokkur ár fluttu þau sig um set á Nýlendugötunni, nú í hús núm- er 19. Þar bjuggu þau í góðu sam- býli til ársins 1974 að þau flytja í Eskihlíð 6A. Sambýlið í Eskihlíðinni var einnig gott. í stigaganginum bjuggu margar hjúkrunarkonur er á árum áður höfðu starfað á Landspít- alanum og Heilsuverndarstöðinni. Allt urðu þetta góðar vinkonur þeirra hjóna og mörg voru sporin hennar Siggu að hlú að sumum þeirra, sagðist ávallt hafa getað hugsað sér að verða hjúkrunarkona. Þegar móðir Ólafs, er bjó í Gröf á Rauðasandi, var orðin lasburða flutti hún suður til þeirra hjóna og var hjá þeim í þrjú ár eða þar til hún lést. Einnig dó faðir hennar hjá þeim eftir stutta sjúkralegu. Eftir margra ára setu við saumavélina heima fannst Siggu tími til kominn að bregða sér út af heimilinu til vinnu. Hún hóf störf hjá sælgætis- gerðjnni Völu og starfaði þar í fimm ár. Á Valshamri hafði Helgi bróðir Siggu tekið við búinu. Elín móðir hennar kom því oft og dvaldi hjá þeim dætrum sínum í Reykjavík. Smám saman færðist þetta yfir í það að Eh'n kom alkomin til þeirra Siggu og Óla og dvaldi í skjóli dóttur sinn- ar og tengdasonar í sjö ár, en mjög kært var með þeim mæðgum. Óli hressti upp á selskapinn, hann kom nú aldeilis ekki að tómum kofunum hjá tengdamóður sinni. Síðustu árin dvaldi Ehn á ellideild sjúkrahúss Akraness. Tvisvar í viku fór Sigga með Akraborginni að heimsækja hana. Sat þar með prjónana sína og hlúði að ellimóðri móður sinni. Næstu ár urðu mikil ferðaár hjá þeim hjónum. Þau ferðuðust vítt og breitt um landið ásamt því að þræða Evrópulöndin hvert af öðru. Þegar heim var komið fengum við ættingj- arnir að njóta ferðarinnar á mynda- kvöldum, öllum til mikillar ánægju. Ingimundur bróðir Ólafs fór eitt sinn með þeim til sumardvalar í Svartaskóg í Þýskalandi. Áður höfðu þeir bræður ásamt Sigurði bróður sínum og Siggu farið margar ferðir með Ferðafélagi Islands inn á há- lendið. Ekki var minna fjörið þegar verið var að rifja upp þær ferðir. Bræðurnir þrír voru einstaklega samrýndir og dáðu Siggu mjög. Sigga og Óh voru ávallt nefnd saman, þau voru eitt fyrir okkur öll- um í fjölskyldunni. Fáir hafa varð- veitt ástina sína betur en þau, alltaf eins og nýtrúlofuð eftir 54 ár. Þegar við eldri systurnar tvær fluttum suður bættumst við í hóp ættingja sem litu á þeirra heimili á Nýlendu- götunni sem sitt annað heimili, enda gestrisni hjónanna margrómuð. Fjölskyldan okkar flutti suður árið 1967 og ekki minnkaði samgangur- inn við það. Síðan urðu börnin okk- ar umhyggju þeirra aðnjótandi. Enginn bakaði betri brúntertu en Sigga að þeirra dómi. Uppskriftina er margþúið að prófa en aldrei tekst hún eins og hjá Siggu. Eftir síðustu áramót fór að bera á lasleika hjá henni sem seinna reyndist vera krabbamein, við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.