Morgunblaðið - 08.09.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
þann vágest hafði hún tekist á áð-
ur. Veikindum sínum tók hún með
miklu æðruleysi. Sagðist hafa átt
gjöfult og gott líf, fyrir það bæri að
þakka, ellinni sæktist hún ekki eft-
ir. Á heimilinu snerust nú hlutir
við. Sigga, sem ávallt hafði dekrað
við Óla sinn, var nú dekruð og um-
vafin ást hans og umhyggju.
Hjartahlý og heilsteypt kona er
gengin á braut. Hennar mun verða
sárt saknað en mestur er missir
Óla. Við ættingjarnir munum gera
allt sem í okkar valdi stendur til að
gæta hans fyrir þig. Guð geymi þig
og hjartans þakkir fyrir allt.
Umhyggja sem ætíð vakir,
eignast mörg og fógur blóm.
Listin sú, er lagið krýnir,
liggur mest í eftirhljóm.
Gull á hjálmi dagsins drýgir
dvergur sá er kveikir eld,
þegar hlýr á verði vakir
vestanblær um fagurt kveld.
(Guðmundur Friðjónsson)
Óla sendum við einlægar samúð-
arkveðjur og biðjum Guð að
styrkja hann í sinni miklu sorg.
Blessuð sé minning Sigríðar
Hálfdánardóttur.
Jóhanna B. Þórarinsdóttir
og dætur.
Elsku Sigga frænka mín.
Þó það sé svo sárt að þú sért farin
frá okkur trúi ég því að nú líði þér
betur.
Sigga var ákaflega traust og góð
frænka og vinkona. Oft minnist ég
þess þegar ég bjó á Blómvallagötu á
mínum fyrstu búskaparárum og lá í
lungnabólgu eitt misseri. Fannst
Siggu frænku alveg ótækt að ég
væri ein og án allrar umönnunar.
Vildi hún að ég kæmi og fengi að-
hlynningu á heimili sínu og Óla sem
ég þáði íyrir rest. Þarna var ég vitni
að miklum höfðingsskap þeirra
hjóna og kom það engum á óvart.
Sigga var óvenju lundgóð kona,
ávallt brosandi og hlý í viðmóti. Hún
bar sterk einkenni íslenskrar al-
þýðukonu sem ólst upp, í sveit
fyrripart þessarar aldar. Ósérhlífin
á alla vegu og sjálfbjargarviðleitnin í
amstri dagsins var henni í blóð bor-
in. Oft er sagt „Líkur sækir líkan
heim“ og á það vel við um þau hjón.
Svo samrýnd voru þau í gegnum tíð-
ina. Og segja má að ekkert sé jafn
fallegt í samskiptum manns og konu
en samstiga og gagnkvæm vh-ðing
hjóna í gegnum lífsins ólgusjó. Eftir
þessu tóku allir sem fengu tækifæri
til að umgangast þau og er það
ómetanlegur lífsgjafi.
Elsku öli, missir þinn er mikill og
ég vona að guð gefi þér styrk til að
horfa fram á veginn. Styrkurinn
felst kannski fyrst og fremst í minn-
ingunni um að hafa átt svo góða
konu.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast i tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja
um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja
og alltaf við verðum að muna,
að guð hann er góður,
og veit hvað er best íyrir sína.
Því treysti ég nú
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfm burt þessum heimi.
Eg minningu þína
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan
guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Erla og fjölskylda.
MINNINGAR
SIGRÚN
SIGURÐARDÓTTIR
Sigrún
Sigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
2. apríl 1923. Hún
lést á Landakoti 30.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Laugar-
neskirkju 7. sept-
ember.
Mágkona mín Sig-
rún Sigurðardóttir er
látin 76 ára að aldri
eftir þriggja ára hetju-
lega baráttu við hættu-
legan sjúkdóm. Fyrstu nánu kynni
mín af henni og fjölskyldu henar
hófust 1947. Þá vorum við Páll heit-
bundin. Foreldrar Sigrúnar, Ingi-
björg Pálsdóttir og Sigurður Jóns-
son bátsmaður bjuggu þá í Mjölnis-
holti 4 á efri hæð, en foreldrar Ingi-
bjargar, Páll Einarsson og Sigrún
Sæmundsdóttir á neðri hæð. Páll
byggði húsið 1927.
Sigrún var elst systkinanna, fædd
1923, tveimur og hálfu ári eldri en
Páll, en Jón bróðir þeirra er níu ár-
um yngri en Páll, fæddur 1934.
Sigrún lauk fjögurra ára námi í
Kvennaskóla Reykjavíkur vorið
1942. Hún fór þá að vinna í Lauga-
vegsapóteki. Árið 1943 kynntist hún
ungum skipstjórasyni úr vestur-
bænum inni í Þjórsárdal. Hann var
þar á ferð í hópi skipsfélaga sinna.
Hún var þar með starfssystrum úr
apótekinu. Guðmundur hefur sagt
okkur að það hafi verið ást við
fyrstu sýn. Þau Sigrún gengu í
hjónaband haustið 1946. Þá um vor-
ið lauk hann fiski- og farmannaprófi
úr stýrimannaskólanum. Sigrún var
því flutt að heiman í vesturbæinn er
ég fór að venja komur mínar á for-
eldraheimOi hennar og hún þar eðli-
lega tíður gestur. Foreldrar þeirra
systkina voru stórglæsileg hjón í
sjón og raun. Þau voru bæði góðum
gáfum gædd. Þau áttu hvorugt kost
á langri skólagöngu fremur en títt
var í þá daga um alþýðu manna.
Þau voru bæði sterkir og traustir
persónuleikar, enda af styrkum
stofnum Víkingslækjarættar.
í fjölskylduhúsinu Mjölnisholti 4
ríkti sérstök reisn og festa. Vinnu-
semi, skyldurækni, samhjálp og
heiðarleiki voru aðalsmerki fjöl-
skyldunnar. Gestrisni og glaðværð
réð þar ríkjum. Stórfjölskylda for-
eldra Sigrúnar lagði oft leið sína í
hús móðurforeldra hennar. Amma
Sigrúnar og nafna lá lengi rúmföst
af liðagigt. Öll gestamóttaka hvíldi
því mest á herðum Ingibjargar,
móður þeirra systkina.
Oft hef ég hugleitt hvílíkfr mátt-
arstópar þjóðfélagsins sjómenn
okkar og eiginkonur þeirra voru og
eru enn. Feður okkar Páls og Sig-
rúnar unnu hörðum höndum frá
unga aldri fyrir fjölskyldum sínum.
Þeir báru oftast lítið úr býtum mið-
að við afköst og elju og langar fjar-
vistir frá fjölskyldum sínum. Þeir
sigldu nær hverja ferð öll styrjald-
arárin, umkringdir kafbátum og
tundurduflum og sóttu björg í bú
og fluttu til bandamanna í Bret-
landi. Eiginkonurnar, mæður okk-
ar, voru hetjurnar sem heima biðu
bænda sinna. Þær og fjölskyldur
þeirra voru glöð, þakklát og fegin
að heimta heimiHsföðurinn heim
heilan úr hverri ferð með Guðs
hjálp. En það ríkti sorg og samúð
þegar skipum hlekktist á eða voru
skotin í kaf og félagar og vinir féllu
í valinn.
Styi-jöldinni var sem betur fer
lokið þegar Sigrún og Guðmundur
byrjuðu að búa. Hlutverk sjó-
mannskonunnar var lengst af hlut-
skipti Sigrúnar. Guðmundur stund-
aði sjóinn oftast sem stýrimaður
eða skipstjóri á togurum eða á
flutningaskipi. Sigrún var vel undir
það búin að vera sjómannskona.
Hún hafði kynnst því úr foreldra-
húsum hvílík ábyrgð og álag hvílir
á herðum sjómannskonu. Hún þarf
að vera í senn bæði húsmóðir og
húsbóndi á heimili
sínu í löngum fjarvist-
um bónda síns. Hið
dýrmæta uppeldis-
hlutverk hvílir að
mestu á hennar herð-
um. Sigrún var sann-
arlega þeim vanda
vaxin. Hún var kraft-
mikil og kjörkuð kona.
Það sópaði að henni,
hvar sem hún fór. Hún
var sjálfstæð í skoðun-
um, ákveðin og einörð.
Hún hafði heilbrigt
sjálfsmat og bar svip-
mót ættar sinnar að því leyti.
Aldrei var nein lognmolla í kring-
um hana og engum leiddist í návist
hennar. Hún var ætíð hress og
upplífgandi án þess að vera hátt
uppi eða hreykja sér. Hún og Gu-
mundur voru bæði mjög félags-
lynd. Þau voru fljót að kynnast
góðu fólki, hvai- sem þau fóru innan
lands og utan.
Sigrún var hagsýn og myndarieg
húsmóðir eins og hún ólst upp við
og hafði menntun til. HeimiH
þeirra hjóna stóð vinum og vanda-
mönnum ávallt opið. Þau ræktu
skyldur sínar við stórfjölskylduna
samviskusamlega. Sigrún gleymdi
aldrei afmælum eða öðrum tyUi-
dögum ættmenna og tengdafólks
þeirra hjóna. Þannig voru þau sam-
hent og sameinandi í fjölskyldum
sínum.
Páll eiginmaður minn var fljótur
að fara með mig til stóru systur
sinnar í fyrstu íbúðina þeirra á Há-
vallagötunni. Hann leit upp til og
virti systur sína mikils. Sigrún var
líka mikiU vinur bræðra sinna og
fjölskyldna þeirra og mat þá mik-
ils. Hvar sem þau hjónin bjuggu lá
leið okkar eins oft tU þeirra og tími
og tækifæri gáfust. Sigrún var
gædd góðum gáfum og hagnýtum
hæfileikum. Hjá henni var aldrei
neinn vandræðagangur, vol eða víl.
Kjarkur og þor einkenndu hana og
komu gleggst fram í alvarlegum
veikindaskeiðum á ævi hennar. Að-
eins 37 ára árið 1960 sigraðist hún
með Guðs hjálp og læknavísind-
anna á krabbameini í legi. Þá vom
synir þeirra hjóna ungir að árum,
Sigurður fæddur 1949 var tíu ára
og Guðmundur fæddur 1953 sjö
ára. Sigurður faðir Sigrúnar varð
bráðkvaddur aðeins 65 ára 1. júlí
1959. Hann varð allri fjölskyldunni
harmdauði. Hans mun ég ætíð
minnast er ég heyri góðs manns
getið. Á þessum döpru dögum
dauða og sjúkdóma áttu vel við
orðskviðir Salómons konungs:
„Hugrekki mannsins heldur hon-
um uppi í sjúkdómi hans.“
Hjónaband Sigrúnar og Guð-
mundar var farsælt. Það var auðséð
að þau elskuðu hvort annað, treystu
og virtu ævilangt. Guðmundur dáði
Sigrúnu og mat hana mikils. For-
sjónin hefði ekki getað fundið fólk,
svo óHk sem þau voru á ýman hátt,
sem áttu eins vel saman og þau
gerðu. Þau áttu miklu bamaláni að
fagna, enda vel vandað til uppeldis
sona þeirra. Sigurður er skipulags-
fræðingur, nú hjá Þjóðhagsstofnun.
Hann er harðduglegur og hæfur í
störfum. Kona hans er Steinunn K.
Ámadóttir, vel menntuð, af góðu
fólki. Hún vinnur í stórfyrirtæki fjöl-
skyldu sinnar. Þau eiga þrjá efni-
lega syni og einn sonarson. Guð-
mundur er landfræðingur og vinnur
nú á Sauðárkróki hjá Byggðastofn-
un. Hann á indæla sambýHskonu,
Þóreyju K. Jónsdóttur af merkum
bændaættum í Eyjafirði. Hún vinn-
ur á tannlæknastofu. HeimiH joefrra
er á Akureyri. Sigrún og Guðmund-
ur voru að vonum stolt af sonum sín-
um, tengdadætrum og sonarsonum.
Mikil var gleði þeirra er loks bættist
í hópinn falleg og bráðþroska stúlka
sem hlaut nafn hennar, Sigiún
Björg. Hún er nú fimm ára. Tíðar og
gagnkvæmar voru heimsóknir þeirra
til Akureyrar.
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 47
Það urðu kærkomin kaflaskipti í
ævi hjónanna þegar Guðmundur
hætti alveg á sjónum. Þá gátu þau
oftar sinnt sameiginlegu áhugamáli
sínu, ferðalögum innan lands og ut-
an. Þau fóra víða um Evrópu,
Bandaríkin og til Tælands. Eftir
starfslok urðu ferðir lengri og tíðari.
Sigrún og Guðmundur héldu gull-
brúðkaup sitt fyrir þremur áram og
buðu þá ættingjum og vinum á
heimili sitt. Á sjötugsafmælinu
kvaddi hún eftir aldarfjórðung sam-
starfsfólk sitt á Skattstofu Reykja-
víkur. Þar hafði hún unnið sam-
viskusamlega við góðan orðstír. Hún
var afar talnaglögg, vandvirk og
ábyrg í skyldustörfum sínum. Sig-
rún fékk krabbamein í ristil fyrir
þrem árum og tók því með sömu
hetjulund og fyrra stóráfalli sínu.
Guðmundur létti henni byrðarnar.
Saman tókst þeim að njóta ánægju
síðustu æviár hennar. Þau ferðuðust
áfram til sólarlanda 4-6 vikur í senn
haust og vor. Úr síðustu ferð þeirra
til Flórída í nóvember 1998 kom
Guðmundur veikur. Veikindin urðu
langvinnari en búist var við. Hann lá
samfellt á spítala frá 26. nóvember
til 7. maí. Allan þennan tíma heim-
sótti Sigrún hann daglega, oft um
langan veg. Því miður stóð langþráð
heimkoma hans stutt. Hann lær-
brotnaði og fór aftur á spítala. Enn
reyndi Sigrún að standa sig. En
snemma sumars þurfti hún líka inn-
lögn á spítala. Krabbameinið hafði
heltekið líkama hennar en ekki bug-
að sálarstyrk hennar. Aldrei féll
æðraorð af vörum hennar. Guð-
mundur og fjölskylda þeirra heim-
sóttu hana. Þá spurði hún frekar um
líðan Guðmundai'. Hún hvatti aðra
til að heimsækja hann. Hann var út- <*
skrifaður af Grensási þremur vikum
áður en hann var fullþjálfaður. Sig-
rún hvorki kvartaði né kveinaði yfir
hlutskipti sínu. Hún var þakklát for-
sjóninni yfrir hamingjuríkar sam-
verustundfr. Hún sagði Guðmundi
að forlögin réðu því nú að leiðir
skildust og þau yrðu að sætta sig við
það.
Það er mikill sjónarsviptir að Sig-
rúnu. Hún verður fjölskyldunni
ógleymanleg. Verkin lofa væna konu.
Eg bið Guð að styrkja og styðja Guð-
mund og fjölskyldu hans í sárri sorg
þeirra. I hvert sinn er við upplifum *
fráfall í fjölskyldu eða þegar vinir,
skólasystkini og samferðamenn
hverfa af sjónarsviðinu finnum við
hve heilög trú hjálpar okkur að af-
bera hverfulleik lífsins. Við trúum
því að líf okkar hafi eilífan tilgang.
Við öðlumst eilífa lífið ókeypis og
óverðskuldað því að Kristur lét lífið í
okkar stað. Ég kveð kæra mágkonu
mína með orðum sálmaskáldsins
Valdimars Briem prests að Stópa-
Núpi í Gnúpverjahreppi:
Sofðu vært hinn síðsta blund,
uns hinn dýri dagur ljómar,
Drottins lúður þegar hljómar
hina mildu morgunstund.
Guðrún Jónsddttir.
KJARTAN
ÓSKARSSON
+ Kjartan Óskars-
son, offsetprent-
ari, fæddist í
Reykjavík 23. mars
1951. Hann andað-
ist á heimili sínu 23.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 30. ágúst.
Mig setti hljóða
þegar Kolla systir
hringdi til að segja
mér að Daddi frændi
hefði verið bráðkvadd-
ur, ha, það getur ekki verið! Við
höfðum nýlega spjallað saman í
síma um væntanlega heimsókn
þeirra systkina mömmu og Dadda
sem hafði verið áætluð með
haustinu. Hann langaði að skoða
sig um hér fyrir vestan og nota
tækifærið til að leyfa tannsmiðnum
í ættinni að smíða í sig brú.
í minningunni um móðurbróður
minn eru það heimsóknirnar á
Hjarðarhagann til ömmu, afa heit-
ins og Dadda þegar hann splæsti í
bíó handa systkinabörnum sínum
eða gaukaði að okkur gotteríi. Ég
tala nú ekki um sögurnar sem
hann spann þannig að við krakk-
arnir vorum orðnir opinmynntir af
undrun og spenningi. Svo skellihló
hann að okkur fyrir trúgirnina og
allir höfðu gaman af. Og þegar það
bilaði hjá okkur lánsbíll í Reykja-
vík kom hann von bráðar, skellti
spotta á milli bílanna og gaf svo í
þannig að bíllinn sem Bárður,
maðurinn minn, var í skransaði til
og frá á milli akreina. Loksins þeg-
ar við stoppuðum á verkstæðinu
staulaðist Bárður náfölur út og
Daddi ætlaði aldrei að
hætta að hlæja.
Fannst þér þetta
hratt, blessaður, ég
skipti ekki einu sinni í
fjórða. Já, hann sá
alltaf spaugilegu hlið-
arnar á öUum málum.
Þegar ég var í
Tannsmiðaskóla ís-
lands og bjó hjá
mömmu hittumst við
oftar en í seinni tíð. Þá
kom hann gjaman til
okkar um helgar og
fékk Bjarka son minn
lánaðan, skrapp með
hann í bíltúr og það sem var gam-
an að sjá þá frændur, Bjarki allur
orðinn útklíndur í ís og súkkulaði
og Daddi glottandi yfir útlitinu á
sunnudagsfötunum. Þegar við sett- »
um upp Tannsmiðjuna á ísafirði og
ég sendi honum riss af einkennis-
merld fyrirtækisins sendi hann
okkur sína útfærslu um hæl, svona
aðeins líflegri, eins og hann orðaði
það. I janúar prentaði hann aftur
fyrir okkur reikninga og nafnspjöld
og þegar ég opnaði kassann eru þar
nafnspjöld sem duga eflaust næsta
áratuginn. Þegar ég hitti hann
hafði ég orð á þessu, sagðist hann
óvart hafa bætt einu núlli við þegar
hann stillti vélina og hló. Minning-
arbrotin eru mörg og skjótast upp í
hugann sí og æ, góðar minningar
um yndilsegan frænda sem kveður
okkur aUtof fljótt. Elsku amma,
systkini og aðrir aðstandendur,
hans minning lifir, guð veri með
ykkur.
Aðalheiður Svana
Sigurðardóttir og Ijölskylda,
ísafirði.
LEGSTEINAR f Marmari
íslensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blásrýti
Sendum myndalista Gabhró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1
sími 5871960, fax 5871986