Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUUBLAÐIÐ
HAFSTEINN
JÓNSSON
+ Hafsteinn Jóns-
son fæddist 12.
júlí 1956. Hann lést
á heimili sínu hinn
31. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar Haf-
steins eru þau Elín
Sólmundardóttir, f.
28.8. 1929 og Jón
Bárðarson, smiður,
f. 5.12. 1925. Systk-
ini Hafsteins eru:
Guðlaug Erna, f.
5.4. 1955; Birna f.
27.12. 1958; og Guð-
mundur Ingi, f.
13.5. 1968. Árið
1978 kvæntist Hafsteinn Selmu
Haraldsdóttur, f. 9.8. 1958. Þau
skildu. Hafsteinn og Selma
eignuðust dótturina Elínu Jónu,
f. 5.5. 1978. Árið 1990 hóf Haf-
steinn sambúð með Lindu Björk
Hreiðarsdóttur, f. 8.10. 1962 og
eignuðust þau dótturina Sól-
eyju, f. 9.9. 1994. Fyrir átti
Linda Birki Sigurðsson, f. 18.9.
1985. Hafsteinn og Linda slitu
samvistir.
Hafsteinn varð
stúdent frá Mennta-
skólanum við
Hamrahlíð árið
1977. Hann Iauk
BA-prófi í félags-
fræði frá háskólan-
um í Essex árið
1981. Hann kcnndi
um skeið í Fjöl-
brautaskólanum á
Akranesi og í
Menntaskólanum á
Isafirði en hélt síð-
an til framhalds-
náms í Lundi í Sví-
þjóð. Hafsteinn hóf
þar doktorsnám sem hann hafði
ekki lokið þegar hann lést, en
hann tók samhliða phil. cand
próf í hagfræði. Skólaárið
1995-1996 var Hafsteinn við
nám sitt í Bretlandi, en frá 1996
er hann fluttist til Islands var
hann kennari bæði í Reykjavík
og á Húsavík.
Utför Hafsteins fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
i
t
Minningamar streyma fram, við
heima á eldhúsgólfi að strauja bux-
umar þínar, settum straujámið í
samband, lögðum það á buxumar
og fóram svo að leika okkur. Þú
fórst ekki meira í þær buxur og
brúna blettinum á gólfinu man ég
vel eftir. Við í sveitinni hjá afa og
ömmu, þar sem þér leið alltaf svo
vel. Núna síðast á ættarmótinu, sem
haldið var í sveitinni gömlu, ennþá
sami strákurinn, til í smááhættuleik
fyrir okkur hin við að láta ótemju
kasta sér af baki í tvígang.
Eg sé þig koma á móti mér, létt-
stígan, með dálítið fjaðrandi göngu-
lag, í leðurjakkanum, gallabuxunum
og strigaskónum, brosandi, til í
smágrín og gott kaffi, og jafnvel
heimspekilegar vangaveltur. Við
sitjandi í eldhúsinu heima hjá mér,
heimsóknir þínar vom ómetanlegar,
þú varst eitthvað svo notalegur,
eins og þú bara yrðir einn af okkur
um leið og þú gekkst inn um dym-
ar. Og alltaf þegar þú fórst fylltist
ég bjartsýni á að nú væri allt á leið
til betri vegar því ég vissi af þján-
ingunni sem oft blossaði upp innra
með þér og olli því að þú misstir
stjóm á lífinu og tilverunni. Þú
barst velferð mína og drengjanna
minna fyrir brjósti og munu þeir
sakna þín mikið, sérstaklega Janus.
Fyrr í sumar settumst við inn í
stofu heima hjá mér og þú baðst
mig að spila lag fyrir þig sem heitir
„Tell me there’s a heaven“ með
Chris Rea og snart það mig mjög
djúpt því ég skynjaði leit eftir ein-
hverju betra í veröld þar sem stríð
og hörmungar em daglegt brauð.
Þú hafðir svo góða nærvem og
þurftir oft ekki að segja mikið.
Þótt sorgin og söknuðurinn nísti
hjarta mitt finn ég líka fyrir svo
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, simi 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Otsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
mikilli gleði, gleði yfir því að hafa
átt þig sem bróður, gleði yfir því að
hafa átt þetta sérstaka samband við
þig, gleði yfir öllum góðu minning-
unum um þig, gleði yfir þeim kær-
leika sem ég ber tO þín og mun
alltaf gera. Eg skammaði þig oft
vegna þess að þú hafðir svo mikið til
að bera og margt til að gleðjast yfir
en einhvern veginn tókst þér ekki
að höndla það. Aldrei gastu þó orðið
mér reiður en erfiðast er að horfast
í augu við að hafa svo gjaman viljað
hjálpa þér en ekki getað það.
Elsku vinur, mikið óska ég þess
og trúi að þér líði betur núna. Dæt-
ur þínar Elín Jóna og Sóley sem
vom þér svo kærar, eiga um sárt að
binda og lofa ég að standa við hlið
þeirra í þessari miklu sorg eins og
ég veit að þú hefðir viljað.
Eg veit að Sólmundur afi tekur
vel á móti þér með þessum ljóðlín-
um sínum sem hann orti stuttu fyrir
andlát sitt;
Seinna er þú ferð sömu leið og ég,
að sama landi, huldulandsins strönd,
úr brimsins gný þinn bát á land ég dreg
brosandi þér ég rétti mína hönd.
(Sólmundur Sigurðsson.)
Eg finn fyrir tómleika, heimurinn
er fátækari án þín og ég sakna þín.
Þín systir
Erna.
Réttlæti er stórt orð. Öldum sam-
an hefur þetta orð verið uppspretta
heilabrota hjá heimspekingum, til-
efni dáða hjá hetjum og andhetjum,
yrkisefni skáldum, og drifkraftur
hugsjónamönnum. Sjaldgæft er að
allar þessar ólíku hliðar réttlætisins
nái að einkenna æviskeið eins
manns, æviskeið sem þar að auki
reyndist allt of stutt. Heimspeking-
urinn, hetjan, andhetjan, skáldið,
hugsjónamaðurinn og vinur minn til
35 ára, Hafsteinn Jónsson er látinn,
langt fyrir aldur fram.
Hafsteinn hafði til að bera marga
góða kosti. Fljúgandi gáfur.
Tryggð. Hógværð. Mikla presónu-
töfra. Umhyggjusemi. - En það var
þó tvennt sem mér finnst núna, að
hafi öðm fremur einkennt hann og
ég held að hafi valdið því að ég sótt-
ist snemma eftir félagsskap hans.
Annars vegar var það óvenju sterk
og smitandi réttlætiskennd. Hins
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1116, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
vegar þessi storkandi, uppreisnar-
gjarna, en rökfasta hugsun, sem ef-
aðist um allt sem var talið sjálfgefið
eða viðtekið og náði því alltaf að
draga fram nýjar og óvæntar hliðar
á málum. Þessir eiginleikar hans
finnst mér að hafi einkennt samtöl
okkar átta ára gamalla í Álftamýr-
inni í Reykjavík, og þetta einkenndi
samtöl okkar rúmlegra fertugra hér
norður á Akureyri. Hafsteinn var
uppreisnar- og andófsmaður af guðs
náð - hann hristi ekki bara upp í
óréttlætinu í kringum sig heldur
hristi hann líka upp í kollinum á vin-
um sínum þegar þyngdarkraftur
vanans var að því kominn að botn-
fella sjálfstæða hugsun.
Sína fyrstu þjóðfélagsuppreisn
gerði Hafsteinn 11 eða 12 ára í
Alftamýrarskóla. Við höfðum í sam-
einingu komist yfir bók Magnúsar
Kjartanssonar um byltinguna á
Kúbu. I bókinni var dregin upp fög-
ur mynd af því hvemig byltingin
kom hinum þurfandi til hjálpar og
hvernig réttlætið var haft í háveg-
um. Castro og Che Guevara komust
í huga okkar Hafsteins í flokk með
þeim Hróa hetti og Zorro - þeir
voru menn alþýðunnar. Þegar Haf-
steinn svo skaust inn í skólastofu í
frímínútum og skrifaði stóram stöf-
um á töfluna „Viva la revolution!"
var það vitaskuld gert í nafni rétt-
lætis, jafnvel þótt hann væri ekki
nema í meðallagi viss um hvað þessi
framandlegu orð þýddu. Ranglætið
lét hins vegar ekki standa á sér þeg-
ar húmorslaus skólayfirvöld refsuðu
honum harðlega fyrir „glæpinn" og
fluttu hann svo auk þess tímabundið
í „tossa“bekk!
I Menntaskólanum við Hamrahlíð
lagði hin róttæka vinstrihreyfing
um skeið beisli við réttlætiskennd
Hafsteins og ögrandi hugsun. Fórn-
fús sala á Neista, blaði Fylkingar-
innar, tók talsverðan tíma hjá okkur
báðum, jafnvel þótt byggingaverka-
menn sem unnu við að búa til Breið-
holtshverfið og sjómenn á síðutog-
uram Bæjarútgerðarinnar hefðu
nánast engan áhuga á skilaboðum
blaðsins um díalektíska efnis-
hyggju, alræði öreiganna og sögu-
lega nauðsyn stéttlauss samfélags!
Sjálfsagt sváfu þeir með málefna-
samning vinstristjómar Ólafs Jó-
hannessonar undir koddanum og
síðar stefnuskrá stjómar Geirs
Hallgrímssonar og létu sig dreyma
um pláss á einhverjum nýju skut-
togaranna. Hver veit? Við afgreidd-
um þetta hins vegar með því að
stéttarvitund íslenskra öreiga væri
enn fólsk - og héldum ótrauðir
áfram.
Hafsteinn var alltaf eldheitur
baráttumaður, flutti mál sitt með
dramatískum hætti, (nánast nýróm-
antískum) hvort sem það var uppi á
borði í mötuneyti skólans til styrkt-
ar skúringakonum í verkfalli, eða í
ræðupúlti á málfundum með Geir
Hallgrímssyni eða öðram landsfeðr-
um, sem heiðraðu menntskælinga
með heimsókn.
Einhvern tíma sagði Hafsteinn í
ritgerð eða verkefni sem við skrif-
uðum sameiginlega í MH um ljóða-
bókina „Sól tér sortna" eftir Jó-
hannes úr Kötlum: „Fyrir ungan
mann, sem þar að auki er ofan úr
sveit, er sannleikurinn slíkt lausnar-
orð að það nægir að hafa hann yfir á
torgum." Mér þótti þetta svo vel að
orði komist um uppljómun Jóhann-
esar gagnvart réttlætinu, sem menn
á þeim tíma sáu í sósíalismanum, að
ég man setninguna enn! Það merki-
lega er, að trúlega átti þessi lýsing
þó mun betur við um Hafstein sjálf-
an en Jóhannes, nema hvað Haf-
steinn var ekki úr sveit.
En þegar lengra leið missti sós-
íalíski sannleikurinn töframáttinn
og smám saman hætti hann að vera
það lausnarorð sem við höfðum áður
talið hann. Þegar í háskóla kom og
við Hafsteinn gegnum saman á
skóla í Essex í Bretlandi vora efa-
semdimar orðnar veralegar. Ymis-
legt í hinum marxíska sannleik virt-
ist í raun tóm lygi. Það breytti samt
ekki því hvað réttlætiskenndin var
ávallt áberandi hjá Hafsteini.
Ástríða hans fyrir félagslegu rétt-
læti var söm. Hún fór þó aldrei í svo
litlausan farveg, að hann gerðist
hefðbundinn sósíaldemókrat. - Ein-
hvers konar húmanískur anarkisti
væri réttari skilgreining, enda
hæfði það mun betur skapferli hans
og uppreisnareðli.
I háskóla naut Hafsteinn rök-
hugsunarinnar og síns uppreisnar-
gjarna, sígagnrýna sjónarhóls.
Enda gekk honum vel. Leiðir okkar
skildi um hríð eftir Bretlandsárin.
Hann fór til Svíþjóðar og ég vestur
um haf. Hafsteinn hafði valið sér fé-
lagsfræði sem aðalfag. Úr félags-
fræðinni þróaðist hann síðan yfir í
hagfræði eftir einhverjum sér-
sænskum akademískum leiðum. En
eftir að hafa lokið prófi í henni líka
var hann svo kominn á mjög heim-
spekilegar nótur í doktorsnámi
sínu. Það kom ekki á óvart, að í
doktorsnáminu var Hafsteinn orð-
inn bergnuminn af hugtakinu rétt-
læti, í öllum sínum myndum. Rétt-
lætið var jú það minni, sem var með
einum eða öðram hætti gegnum-
gangandi í öllu hans lífi. Að hann
ætlaði sér að skrifa doktorsritgerð í
félagsfræði um réttlæti fannst
manni því í raun eðlilegt framhald
annars hjá honum. Eftir að hann
kom heim til Islands, flutti hann
þennan áhuga auðvitað með sér. Og
að sjálfsögðu var hann á móti öllum
þeim kennismiðum sem voru orðnir
virðulegir og viðurkenndir á sviði
réttlætis - hvort sem þeir hétu John
Rawls eða Þorsteinn Gylfason. I
þeim efnum var hann samur við sig.
Hafsteinn var orðinn mikil sérfræð-
ingur í réttlæti og hann var með
sínar eigin kenningar. Þegar við
ræddum þessi mál á góðri stund
heima hjá mér á Akureyri fyrir
nokkram misseram fann ég að mál-
ið var orðið flóknara en svo að ég
gæti almennilega náð því nema með
frekari umræðu. Oðruvísi mér áður
brá - réttlætið var aldrei svona
flókið í Álftamýrinni, eða í MH, eða
jafnvel í Essex! Því miður komum
við því aldrei í verk að taka þessa
framhaldsumræðu með þeim hætti
að hún yrði mér til gagns. Eg hafði
það þó upp úr krafsinu að fá sterka
tilfinningiu fyrir og skilning á því að
réttlætið er stórt orð, merkilegt og
óendanlega áhugavert. - I rauninni
alveg eins og Haffi.
Hafsteinn er mörgum harmdauði,
en þó engum sem dætrum hans
tveimur, Elínu Jónu og Sóleyju. Eg
og fjölskylda mín vottum þeim okk-
ar dýpstu samúð á þessari átakan-
lega erfiðu stundu. Foreldram Haf-
steins, þeim Elínu og Jóni, systkin-
unum Guðlaugu Ernu, Bimu og
Guðmundi vottum við líka okkar
innilegustu samúð.
Birgir Guðmundsson.
Við komum hér á kveðjustund
að kistu þinni, bróðir,
að hafa við þig hinsta fund
og horfa á gengnar slóðir.
Og ógn oss vekja örlög hörð,
en ennþá koma í hópinn skörð,
og bam sitt faðmi byrgir jörð,
vor bleika, trygga móðir.
En minning þín er mjúk og hlý
og mun oss standa nærri.
Með hverju vori hún vex á ný
ogverðurávalltkærri.
Ef lífsins gáta á lausnir til,
þær ljóma bak við dauðans þil.
Og því er gröfm þeim í vil,
sem þráðu útsýn stærri.
(MÁ.)
Kæri Hafsteinn, með þessum
Ijóðlínum viljum við þakka þér fyrir
stutt kynni sem eiga eftir að vera í
okkar minnum um ókomna tíð. Við
sendum fjölskyldu þinni okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þinn
4.G, Menntaskólanum
við Sund, 1999.
Eftirvænting og gleði fyrstu
skóladagana í Menntaskólanum við
Sund vék skyndilega við fráfall Haf-
steins Jónssonar kennara.
Hafsteinn var vel menntaður í fé-
lags- og hagfræðigreinum. Kynni
okkar Hafsteins hófust veturinn
1981-1982 þegar hann kenndi við
Fjölbrautaskólann á Akranesi.
Áhugi hans á þjóðfélagsmálum var
áberandi enda var hann nýkominn
frá námi í þeim fræðum. Rökræður
hans um þjóðmál era mér eftir-
minnilegar enda ákafinn mikill. Sá
áhugi nýttist honum vel í kennslu.
Leiðir okkar lágu aftur saman þeg-
ar hann hóf að kenna hagfræði-
greinar í Menntaskólanum við Sund
í upphafi þessa árs. Hafsteinn var
ánægður með vera sína í MS og
vildi að framhald yrði á henni. Það
varð úr að á þessu skólaári var Haf-
steinn ráðinn til að kenna stærð-
fræði. Á því varð bráður endir. Eftir
örfáa daga við störf var hann allur.
Fráfall Hafsteins minnir okkur á
hve lífið er fallvalt en dýrmætt. Það
er starfsmönnum skólans mikið
áfall að missa vinnufélaga og fyrir
nemendur að missa kennara. Haf-
steinn var góður drengur, ljúfur í
viðmóti og vildi öllum vel. Þess
minnumst við þegar við kveðjum
góðan félaga.
Fjölskyldu Hafsteins færi ég
samúðarkveðjur mínar og starfs-
manna skólans.
Eiríkur G. Guðmundsson,
rektor Menntaskólans við Sund.
Eitt það síðasta sem Hafsteinn
gerði nóttina sem hann dó var að
taka eina skák fyrir svefninn. Eg
veit ekki hvemig sú skák fór, en
nokkram klukkustundum síðar gaf
hann skákina í öðra tafli og dauðinn
bar þar með sigur úr býtum. Það er
sárt til þess að hugsa.
Við Hafsteinn voram skólafélagar
í menntó og svo aftur í Háskólanum
í Essex - bæði í félagsfræði. Svo
skildust leiðir, ég vissi bara af Haf-
steini í doktorsnámi í Svíþjóð.
Fréttirnar af Hafsteini fóra að vera
tíðari og nákvæmari eftir að við
kynntumst föður hans, Jóni, sem
gerir við antikhúsgögn. Þeir vora
nánir og góðir vinir og Hafsteinn
bar ómælda virðingu fyrir hand-
verki föður síns. „Hann er einfald-
lega bestur,“ sagði hann einu sinni
við mig þegar við sátum á verk-
stæðinu hjá Jóni og spjölluðum um
fræðin.
Eins og faðir hans, setti Haf-
steinn markið hátt í sínu fagi.
Kannski of hátt. Doktorsritgerðin
átti öragglega að svara fleiri spurn-
ingum en hægt er að svara í einni
ritgerð. Og kröfurnar fóru hönd í
hönd með gagnrýni á hugsun ann-
arra. Hafsteinn sætti sig ekki alltaf
við þau svör sem vora í boði í tilbún-
um hugmyndakerfum, heldur kafaði
djúpt í persónulegri leit að svöram
og nýjum spumingum. Gagnrýnin
og frjó hugsun fór saman, en um
leið sjálfsgagnrýni sem setur skorð-
ur þegar hún er ekki tamin eða
beint í uppbyggjandi farveg.
Síðasti fundur minn við Hafstein
var á Laugaveginum - í sól að mig
minnir - skiptir ekki máli. Kannski
var það bara brosið hans og hlýja
djúpa augnaráðið sem yljuðu mér
og fallegt, nærgætið samband hans
við litlu dótturina sem var á röltinu
með pabba. Það var gott að kveðja
hann með þessa tilfinningu: Æ,
hvað mér þykir alltaf vænt um Haf-
stein. Og nú er vont að kveðja fyrir
þá sem þykir vænt um Hafstein.
Við Gestur sendum Jóni vini okk-
ar, móður Hafsteins, dætrum og
systkinum, sem og öðram sem
sakna sárt, okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Kristín Ólafsdóttir.
Hann hét Hafsteinn Jónsson en
við köllum hann jafnan Skafta. Þeg-
ar hann gekk inn í bekkinn okkar í
fyrsta sinn vissum við að þar fór
kennari sem var á einhvern hátt
ólíkur öllum öðram kennuram. Lát-
bragðið einkenndist af glettni en ef
grannt var skoðað mátti greina í
svipnum viðkvæmni snillingsins.
Kennslustundirnar vora ætíð til-
hlökkunarefni. Hafsteinn hafði ein-
staka kímnigáfu, var hafsjór af fróð-
leik og svo virtist sem ekkert kæmi
honum á óvart hvort sem umræðan
snerist um hagfræði, stærðfræði
eða félagsfræði. Hann hafði ákveðn-
ar skoðanir á kennslu og beitti
kennsluaðferðum sem við áttum
ekki að venjast. Á góðum stundum
átti hann til að fara um víðan völl,
fræddi okkur um kenningar, viðraði
skoðanir sínar á mannlífinu og kall-