Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
>\ - r* \ / 1 I | 1 ' >\ | 1 ni I / Ci: l\ j ni >\ *~i
HRAFNISTA
DVALARHEIMILI ALDRAÐRA SJÓMANNA
Hrafnista Reykjavík
Sjúkralidar
Sjúkraliðar óskast til starfa. Um vakta-
vinnu er að ræða. Starfshlutfall sam-
komulag. Upplýsingar gefur Þórunn
Sveinbjarnardóttir í síma 568 9500.
Adhlynning
Starfsfólk óskast til aðhlynningarstarfa í
vaktavinnu. Um er að ræða hlutastörf eða
100% störf. Upplýsingar gefur Þórunn
Sveinbjarnardóttir í síma 568 9500.
Eldhús — bordsalir
Starfsfólk óskast til starfa í eldhús og
borðsali. 50% kvöldvaktir eða 100%
dagvaktir. Uppl. gefur Magnús Mar-
geirsson í síma 568 9323 eða starfs-
mannahald í síma 568 9500.
Hrafnista Hafnarfirði óskar eftir:
Hjúkrunarfrædingum
Hjúkrunarfræðingar óskast í vakta-
vinnu. Starfshlutfall samkomulag.
Sjúkraliðum
Sjúkraliðar óskast til starfa. Um vakta-
vinnu er að ræða. Starfshlutfall sam-
komulag.
A ðhlynningarfólki
Starfsfólk óskast til aðhlynningar-
starfa, vaktavinna. Starfshlutfall sam-
komulag.
Ræstingarfólki
Starfsfólk óskast til ræstingarstarfa,
vaktavinna. Starfshlutfall samkomulag.
Komið og skoðið vinnustað í Hafnarfirði
með góðri vinnuaðstöðu í fallegu um-
hverfi og við tökum vel á móti ykkur.
Nánari upplýsingar gefur Alma Birgis-
dóttir á staðnum eða í síma 565 3000.
Á Hrafnistuheimilunum búa í dag 545 heimilismenn.
Stefna Hrafnistu er aö bjóða starfsfólki upp á öruggt og
skapandi vinnuumhverfi þar sem hæfileikar hvers og eins fái
notið sín, og veita heimilisfólki bestu umönnun og hjúkrun
sem völ er á.
Á báðum Hrafnistuheimilum er rekin endurhæfingardeild
með sundlaug, tækjasal og hreyfisal, sem starfsmenn hafa
aðgang að. Mötuneyti á staðnum.
Afgreiðslumanneskja
í kvikmyndahús
Góð manneskja, ekki yngri en 17 ára,
óskast í miða- og sælgætissölu í kvikmyndahús
í Reykjavík á kvöldin og um helgar.
Tilvalið fyrir skólafólk.
Æskilegt er að mynd fylgi umsókn er sendist
afgreiðslu Mbl. merkt: „Bíó — 8651".
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Saumastofa
Auglýst er eftir iðnmenntuðum starfsmanni
til starfa á saumastofu Þjóðleikhússins.
Laun fara eftir kjarasamningi SFR við ríkissjóð.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf berist framkvæmdastjóra Þjóðleik-
hússins, Lindargötu 7, fyrir 18. september nk.
GARÐABÆR
Leikskólinn Kirkjuból
Starfsfólk vantar á leikskólann Kirkjuból
í Garðabæ í eftirtalin störfsem fyrst.
• Leikskólakennara eða þroskaþjálfa
til vinnu með einhverft barn.
* Leikskólakennara eða annað uppeldis-
menntað fólk í hluta- eða heilsdagsstörf.
Leikskólinn Kirkjuból hefur á að skipa góðum
hópi fagmenntaðra starfsmanna með langa og
farsæla starfsreynslu.Við vinnum sérstaklega
með Markvissa málörvun og í gangi er
þróunarverkefni sem lýtur að því.
Ef þú hefur áhuga á krefjandi og skemmtilegu
starfi í góðum hópi þá vinsamlega hafðu samband
við Kömmu, leikskólastjóra,
í síma 565 6322 eða 565 6533.
Leikskólinn Lundaból
Óskum eftir að ráða leikskólakennara eða
þroskaþjálfa til starfa við sérkennslu.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
Lísa-Lotta Anderssen í síma 565 6176.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
Launanefndar sveitafélaga
við viðkomandi stéttarfélag.
Leikskólafulltrúi
Fræðslu- og menningarsvið
A
KOPAVOGSBÆR
Gangaverðir / Ræstar
Snælandsskóli og Lindaskóli auglýsa
eftir gangavörðum og ræstum.
Um er að ræða lifandi og skemmtileg
störf innan um ungu kynslóðina, góður
andi ríkir á vinnustað og starfsaðstaða er
til fyrirmyndar.
Tekið skal fram að þessi störf henta fólki
á öllum aldri og af báðum kynjum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Kópavogsbæjar og Eflingar.
Umsóknarfrestur er til 17. september
næstkomandi.
Upplýsingar gefa skólastjóri í símum
554 4911 (Snælandsskóli) og 554 3900
(Lindaskóli).
Starfsmannastjóri
Skólaskrifstofa
Hafnarfjardar
Skólaritari
Vegna forfalla vantar skólaritara í fullt starf
við Víðistaðaskóla.
Allar upplýsingar um starfið gefur skólastjóri,
Sigurður Björgvinsson, í síma 555 2912.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Hollt og Gott ehf.
Laus störf
Hollt og Gott ehf. óskar eftir að ráða sem
fyrst starfsfólk til framleiðsiustarfa í
starfsstöð fyrirtækisins á Fosshálsi 1 í
Reykjavík.
Nánari upplýsingar veita Ingibjörn Sigur-
bergsson, rekstrarstjóri, og Gunnlaugur
Reynisson, verkstjóri, í síma 575 6051.
Smiðir — verkamenn
Óskum eftir líflegu fólki í virkt starfsmanna-
félag strax. Eingöngu ætlað smiðum og verka-
mönnum. Örlítil vinnuskylda áskilin.
Upplýsingar í símum 896 6992 og 892 5606.
Eykt ehf
Byggingaverktakar
Gröfumaður og
vélstjóri
Sæþór ehf. óskar eftir vönum gröfu-
stjóra og vélstjóra til vinnu á Reykjavík-
ursvæðinu.
Upplýsingar í síma 587 1850.
P E R L A N
Starfsfólk óskast
Óskum eftir starfsfólki í aukavinnu um kvöld
og helgar.
Upplýsingar í síma 562 0200 milli kl. 9 og 16,
Lilja.
Bergstaðastræti 37
Kvöldvinna
Vantar starfskraft til sendi- og afgreiðslustarfa.
Upplýsingar á staðnum og í síma 552 5700.
Atvinnutækifæri fyrir
hárgreiðslufólk
Vegna aukinna umsvifa bráðvantar starfsfólk
og/eða leigjendur af stólum.
Stofan er staðsett í akstursfjarlægð frá
Reykjavík.
Nóg af viðskiptavinum og miklir möguleikar.
Upplýsingar í síma 486 8816 og 898 3466.
Kórstjóri
Kvennakórá Stór-Reykjavíkursvæðinu vantar
kórstjóra til starfa nú þegar. Æft er á mánu-
dagskvöldum milli kl. 20 og 22. Góð aðstaða.
Umsækjendur sendi upplýsingar um menntun
og reynslu til afgreiðslu Mbl. merktar: „Söngur
— 8652" fyrir laugardaginn 11. september.