Morgunblaðið - 08.09.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 08.09.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 55 BRÉF TIL BLAÐSINS Frá jarðsjárrannsóknum í Viðey 1992. Var Skálholts- staður týndur? _______FRÉTTIR_______ Erindi um stöðu ör- yggismála í Evrópu í í kjölfar Kosovo Frá Heimi Þorleifssyni: FÖSTUDAGINN 27. ágúst birtist í Morgunblaðinu stórfrétt á baksíðu svohljóðandi: „Leifar Skálholtsstað- ar fundnar neðanjarðar.“ Inni í blaðinu var heil síða helguð þessari frétt. Aðrir fjölmiðlar tóku undir með Morgunblaðinu og kváðu fast að orði um mikilvægi fréttarinnar. En lítum nánar á þetta. Mikilvægi hennar hlýtur að liggja í því að „leif- ar Skálholtsstaðar“ væru týndar og því væru það stórtíðindi að þær fyndust aftur. I öðru lagi sagði við- mælandi Morgunblaðsins að beitt hefði verið „nýjustu tækni á sviði fjarsjármælinga" við þessar forn- leifarannsóknir. Við nánari skoðun á grein Moi-gunblaðsins kom í ljós að „leifar Skálholtsstaðar" höfðu aldrei týnst. Uppdráttur var gerður af staðnum undir lok 18. aldar, með- an enn mátti sjá undirstöður undh- byggingum þar. Þær höfðu síðan horfið undir tún. Ekki þurfti því að koma á óvart að þær væru þama enn. Önnur ástæða þess að fjölmiðlar gerðu svo mikið úr rannsókninni í Skálholti var sú að þeim var sagt að hér væri á ferðinni alveg ný rann- sóknaraðferð. Nú mætti sjá niður í jörðina án þess að grafa. En er það rétt að það sé nýjung hér á landi að hægt sé að sjá niður í jörðina án þess að grafa? Ónei. Árið 1992 hófu Frá Þorstéini Guðjónssyni: MARGIR kannast við það, að áhugi á framhaldi lífsins er talinn almennari á Islandi en í ýmsum ná- lægum löndum; nú þegar haldið er heimspekingaþing í Reykjavík hefði verið tilvalið að ræða þau mál, en ekki hef ég séð merki þess að svo hafi verið gert. Af þessu tilefni rifjaðist upp fyr- ir mér gamall texti frá því um 1940, sem lýsir orðaskiptum heimspek- ings, sem heldur fram rannsókn á framhaldi lífsins, og andmælanda, sem gerir lítið úr þýðingu slíks, og telur fátt sannað í þeim efnum. Hér er örlítið sýnishorn: G.: „Ætti ekki að vera ofgott neinum að (fást við) slíkt sér til dægrastyttingar, ef þeim aðeins verður ekki sú yfirsjón á að telja slíkt sannað og áreiðanlegt... Hvað síðar kann að reynast, getum við eftirlátið framtíðinni, því að nú kallar allt annað að. Það sem nú kallar að til úrlausnar eru einmitt ekki umræður um framhaldstilveru eða annað slíkt, heldur þau vanda- mál veruleikans, sem deilt er mest um frá hinum ýmsu pólitísku við- horfum. Það sem nú kallar að til úrlausnar og heimtar krafta hvers hugsandi manns, eru hin félags- legu vandamál þjóðanna, en ekki nein háspeki og hugarórar utan við veruleikann." Þessu svarar heimspekingurinn þannig: Þ.: „Það er satt að vandamál mannfélagsins eru mjög aðkallandi og þarfnast skjótrar úrlausnar. En eins víst er hitt, að ekki verður úr tveir raunvísindamenn á vegum fyr- irtækisins Línuhönnunar tilraunir með tæki sem þeir nefndu jarðsjá. Það sendir rafsegulbylgjur niður í jörðina, sem endurkastast, ef þær lenda á steinhleðslum eða öðru slíku í jörðu. Þessir vísindamenn, Þorgeir S. Helgason og Sigurjón P. ísaks- son, hafa verið fengnir til þess að beita þessari tækni á merkum forn- minjastöðum eins og í Viðey, Nesi við Seltjörn, Reykholti og á Kirkju- bæjarklaustri. Þeir hafa farið með tækin yfir stór svæði, mælt snið og afmarkað rústir, sem fram hafa komið við mælingarnar. Síðan hafa fornleifafræðingar komið til sög- unnar og kannað þær nánar. Megin- gagn við jarðsjárrannsóknir er það, að leita á svæðum, þar sem búast má við að fornleifar finnist, en menn vita ekki nákvæmlega um legu þeirra. Það hafa starfsmenn Línu- hönnunar gert með góðum árangri á ofangreindum stöðum og víðar síðan 1992. Þetta má gjarnan koma fram, svo að viðnámsmælingarnar í Skálholti séu skoðaðar í réttu sam- hengi. Ætli það helsta sem sannað- ist við þær hafi ekki verið það að ekki hefur verið farið með jarðýtu yfir gamla bæjarstæðið, sem menn hafa alltaf vitað hvar var. HEIMIR ÞORLEIFSSON, Skólabraut 14, Seltjarnarnesi. þeim greitt á pólitískan hátt ein- göngu ... Stjórnmálin eru, eftir því sem mér sýnist, svo fjarri því að vera úrlausn vandamálanna eða flækjunnar að þau eru sjálf að miklu leyti flækjan og vandamálin, og væri enginn á betri vegi til að greiða úr því, sem hann væri flækt- ur í sjálfur ... Eg segi ekki að nokk- uð stoðaði að horfa til himins á þann hátt sem trúarbrögðin kenndu ... Það sem stoðaði, svo að framúr greiddist, væri einmitt sú útsýn yfir veruleikann, sem léti okkur skilja hvað lífið er, og sjá til- gang þess. Og þá útsýn, vil ég segja, að við fengjum aðeins þaðan sem af þekkingu væri talað um lífið eftir dauðann og sambandið við það. En í ritum dr. Helga Pjeturss er í fyrsta sinn af þekkingu talað um þá hluti..." Úr bókinni „Samtöl um íslenska heimspeki" (1940) Telja má að fátt sé það í vísind- um og mannlegri reynslu, sem jafnoft hefur verið sannað og líf einstaklinga eftir dauðann. Gallinn er aðeins sá, að slíkt hefur löngum verið sett í samband við úrelt hug- myndakerfi úr fornöld og frá mið- öldum, en ekki við framsókn hinna nýju vísinda. En ef mönnum lærð- ist að skilja framlífið sem eðlilegt framhald þessa lífs, og þar með efnislegt og líkamlegt, þá færi einnig að blasa við hve afarnauð- synlegt það er að frumlíf og framlíf hafí samband sín á milli og viti hvort af öðru. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Námskeið um hjónaband og sambúð FRÁ haustinu 1996 hafa verið hald- in námskeið í Hafnarfjarðarkirkju um hjónaband og sambúð undir yf- irskriftinni „Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð". I sumar lá starfið niðri en nú eru námskeiðin að hefjast á ný fjórða árið í röð. Markmið námskeiðanna er að veita hjónum og sambýlisfólki tækifæri til þess að skoða samband sitt í nýju ljósi, styrkja það og efla og íhuga hvernig hægt er að taka tíma frá fyrir hvort annað á já- kvæðan hátt. Grundvallarspurning- in er: „Hvað er hægt að gera til þess að styrkja hjónaband og sam- búð?“ Sjálfsstyrking er höfð að leiðarljósi. Efnið er kynnt með fyr- irlestrum og í samtölum en einnig eru pörin látin vinna með ákveðin samtalsverkefni. Námskeiðið er öllum opið og henta bæði þeim er lengi hafa verið í sambúð eða hjónabandi og hinum er nýlega hafa ruglað saman reyt- um. Það er jafnt ætlað sambúðar- fólki sem er í góðum „málum“ með sína sambúð, sem hinum er þurfa á stuðningi að halda og er kjörorð námskeiðanna „gerum gott hjóna- band betra“. Einungis 12 pör komast á hvert námskeið og er fjöldinn takmark- aður til þess að gott samband og andrúmsloft myndist á námskeið- inu. Hvert námskeið stendur að- eins í eitt kvöld. Nú er það auðvitað svo að oft þarf frekari vinnu til að bæta sam- búð sem komin er í erfiðleika og sum pörin koma einmitt á nám- skeiðið vegna þess að þau eiga í einhverjum erfiðleikum. Því er boð- ið upp á einkaviðtöl við hónin í framhaldi af námskeiðinu, sé þess óskað. Leiðbeinendur á námskeið- inu eru undirritaður og sr. Guðný Hallgrímsdóttir, er starfar á Bisk- upsstofu. Fyrsta námskeið vetrar- ins verður haldið 21. september. Sr. Þórhallur Heimisson. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgel- leikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungi'a barna kl. 10-12. Fræðsla: Brjóstagjöf. Jóna Mar- grét Jónsdóttir. Náttsöngur kl. 21. Opið hús frá kl. 20-21 í safnaðarsal. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar kl. 14.30. Fyrsti fundur vetrarins fyi-ir 7-9 ára börn. TTT kl. 16. Fyrsti fundur vetrarins fyrir 10-12 ára börn. Fyrsti fermingartími vetrarins kl. 19.15. Innritun. Ung- lingakvöld kl. 20 á vegum Laugar- neskirkju, Þróttheima og Blóma- vals. Nýtt og spennandi tilboð fyrir unglinga í Laugarneshverfi. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Seljakirkja. Fyi'irbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. F oreldramorgunn kl. 10-12. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðai'- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Umsjón Lilja G. Hall- grímsdóttir, djákni. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10. JOSÉ Cutileiro, aðalframkvæmda- stjóri Vestur-Evrópusambandsins (VES), flytur erindi á sameiginleg- um fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Skála á 2. hæð Hótels Sögu fimmtu- daginn 9. september nk. kl. 17.15. Hann verður hér í opinberum er- indagjöi'ðum en Island á aukaaðild að VES. Cutileiro hefiu- einu sinni áður verið ræðumaður á fundi sam- takanna en það var í september 1996. „José Cutileiro mun fjalla um stöðu öryggismála Evrópu í kjölfar átakanna í Kosovo og hvað sé framundan á þeim vettvangi. Hann mun einnig ræða um að VES renni Fyrirlestur um Carl Von Linné PRÓFESSOR Nils-Arvid Bringéus heldur fyrirlestur fimmtudaginn 9. september kl. 20.30 í fundarsal Nor- ræna hússins og nefnir hann „Carl von Linné och det svenska dryckesmönstret". Nils-Arvid Br- ingéus er varafor- seti Konunglegu Gustav Adolfs-aka- demíunnar og sæk- ir ísland heim dagana 9. til 12. sept- ember. Hann hefur í aldarfjórðung starfað sem prófessor í þjóðhátta- fræðum við háskólann í Lundi. Á þessu ári hafa ýmsar dagskrár verið gerðar og fyrirlestrar haldnir til heiðurs Carl von Linné. Þess er minnst að 250 ár eni síðan Carl Linnaeus, eins og hann hét áður en honum var veitt aðalstign og fór fræga ferð um Skán. Carl von Linné er þekktastur á okkar tímum fyrir rannsóknir sínar í grasafræði, en ferðalýsingar hans og aðrar rit- smíðar verða æ verðmætari heim- ildir um menningarsögu þess tíma. Hann hélt fyrirlestra í Uppsölum undir heitinu „Dieta naturalis", um heilsusamlegt líferni og náttúru- fæði, og einnig um mat og drykk, klæðnað og híbýli. Nils-Arvid Bringéus, sem er fé- lagi í skánsku matgæðingaakademí- unni, hefur m.a. kynnt sér minnisp- unkta Linnés um drykkjusiði. Með því að safna saman ýmsum heimild- um er unnt að draga upp mynstur um drykkjuvenjur almúgans jafnt sem hástéttarfólks á tímum Carls von Linnés. Nils-Arvid Bringéus beitir að- ferðum þjóðháttafræðinnar við rannsóknir sínar á þessu menning- arsögulega efni. Hann er virtur fræðimaður í Svíþjóð sem og á al- þjóðlegum vettvangi. Síðar í haust verða tveir aðrir fyrh'lestrar haldnh' í Norræna hús- inu á vegum Kungl. Gustav Adolfs Akademien; 28. október heldur Ann-Mari Hággman fyrirlestur sem nefnist: Folkmusik i randomrádene og 9. desember heldur Bengt af Klintberg fyrirlestur sem hann nefnir Folkesagn förr och nu. ----------------------- Gengið á milli hafnarsvæða HAFNARGÖN GUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, af Miðbakka í gömlu höfninni með ströndinni inn á Sundabakka í Sundahöfn. Mæting er við Hafnarhúsið að vestanverðu kl. 20. Við upphaf ferð- ar verður litið inn á grafíksýningu Braga Ásgeirssonar í Hafnarhúsinu og við lok gönguferðarinnar farið að útsýnisskífunni á Kleppsskafti. Val verður um að ganga til baka að Hafnarhúsinu eða fara með SVR. Allir velkomnir. saman við Evrópusambandið (ESB) sem öryggisarmur þess. Þegar af þessu verður mun það hafa áhrif á hagsmuni Islands sem á aukaaðild að VES en stendur utan ESB. Cutel- eiro mun svara spurningunni um það hvað þessi breyting hefur að segja fyrir öryggismál Islands,“ segir í fréttatilkynningu. Cutileiro, sem fæddist árið 1934 í v Evora í Portúgal, lauk háskólaprófi í mannfræði árið 1968. Hann stundaði ft'æðimennsku í St. Anthony’sCol- lege í Oxford 1968-71 og var lektor við London School of Economics 1971-74. Cutileiro hóf störf í portú- gölsku utanríkisþjónustunni 1974 og var m.a. sendiherra í Maputo 1980-83, formaður sendinefndar Portúgals á afvopnunarráðstefnu Evrópu (CDE) í Stokkhólmi 1984-86 og yfirmaður stjórnáladeildar utan- ríkisráðuneytisins í Lissabon 1986-88. Hann hefur gegnt folda- mörgum öðrum áhrifastörfum fyrir utanríkisráðuneytið, m.a. sem for- maður sendinefndar Portúgals á vettvangi VES. Cutileiro varð aðal- framkvæmdastjóri VES í nóvember r 1994 en lætur nú af störfum. Hann hefur skrifað mikið um al- þjóðamál og mannfræði í blöð og tímarit auk þess sem eftir hann liggja tvær ljóðabækur og bók um mannfræði í strjábýlum héruðum Portúgals. Fundurinn er opinn félagsmönn- um SVS og Varðbergs auk þess öllu áhugafólki um erlend málefni og þró- un öryggis- og stjórnmála í Evrópu. --------♦-♦-♦------ LEIÐRÉTT Jón Ásbergsson rangnefndur I frétt um Islensku sjávarútvegs- verðlaunin í blaðinu í gær var Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Ut- flutningsráðs Islands, ranglega kallaður Ásbjömsson. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Leiðrétting á minningargrein um Sesselju Guðfinnsdóttur I formála minningargreina um Sesselju Guðfinnsdóttur 1. septem- ber sl. vantaði nöfn þriggja afkom- enda hennar. Böm Sesselju og Sigurðar era: 1) , _ Björg, f. 24.3. 1958, maki Páll Har- aldsson, f. 13.7. 1958, böm þeirra era, Ragnhildur Guðrún, f. 8.6. 1979, Sigurður Bóas, f. 18.8. 1980, Haraldur Rafn, f. 2.12. 1987, og Helga Rún, f. 9.9. 1994. 2) Jakob, f. 2.8.1959, maki Margret B. Hjartar, f. 1.11. 1963, böm þeirra eru, Guð- finna, f. 16.10. 1987, Anna Margret, f. 22.8. 1990, Sigurður, f. 17.5. 1994. 3) Jóhann Helgi, f. 18.11. 1960. 4) Óskírð stúlka, f. 12.10. 1963, d. 14.10. 1963. Fyrir átti Sesselja Jón Helgason, f. 12.2. 1954, maki Krist- jana Bjömsdóttir, f. 12.6.1958, börn þeirra eru Magnús, f. 13.9. 1976, og Þórey Bima, f. 10.12. 1983. Beðist er velvirðingar á þessum ^ mistökum. Hallvarður trommari í greininni „Kátt laugardagskvöld á Broadway“ í Mbl. þriðjudaginn, 7. sept. féll niður í myndatexta nafn trommuleikarans í Lúdó-sextett. Hann heitir Hallvarður Óskarsson, og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Rangt nafn í frétt á baksíðu Morgunblaðsins sl. laugardag, þar sem fjallað var um flak breskrar sprengjuflugvélai' i sem fannst í jökli milli Oxnadals og Eyjafjarðar, var farið rangt með nafn í myndatexta. Á myndinni er Daníel Guðjónsson yfirlögreglu- þjónn á Akureyri að fylgjast með Erni Arnarsyni bora með ísbor en ekki Skúli Árnason. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigandi beðn- ir velvirðingar ú mistökunum. <1 íslensk heimspeki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.