Morgunblaðið - 08.09.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 57
BRIDS
Umsjðn Guðmundur
I'áll Arnarson
SEX hjörtu er mjög erfiður
samningur þótt allar hend-
ur sjáist, en Hollendingur-
inn Piet Jansen sá aðeins
tvær og fékk tólf slagi.
Suður gefur.
Vestur
A ÁD984
V 1064
♦ D7
*942
Norður
* G6532
¥ ÁK85
* KG102
* -
Austur
A K107
¥ 32
♦ 954
* ÁD1065
Suður
*-
¥ DG97
♦ Á863
* KG873
Vestur Norður Auslur Suður
- - Uauf
lspaði Dobl* 2spaðar4hjörtu
Pass Cbiöitu Allir pass
Útspil: Spaðaás.
Lesandinn ætti fyrst að
spreyta sig með allar fjórar
hendur uppi.
Hér er leið Jansens:
Hann trompaði spaðaútspil-
ið hátt, fór inn í borði með
þvi að svína tígultíu og
trompaði aftur spaða hátt.
Síðan var tígli spilað á kóng
og spaði enn trompaður
með háu trompi. Næst var
hjartasjöu spilað að AK8 og
áttunni svínað. Eftir ÁK í
trompi var staðan orðin
þessi:
Vestur
*D9
¥-
♦ -
«942
Norður
* G6
¥ 5
* G2
* -
Austur
* -
¥ -
♦ ?
« AD106
Suður
¥ -
♦ Á8
*KG8
Jansen spilaði nú tígul-
gosa úr borði og yfirtók með
ás. Lét því næst út laufkóng
og henti spaða úr blindum.
Austur fékk slaginn, en
varð að spila laufi frá
drottningunni, sem gaf Jan-
sen tólfta slaginn á lauf-
gosa.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyi'irvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, Sent í bréfsíma
569-1329, sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
í DAG
Árnað heilla
Q/VÁRA afmæli. í dag,
i/Vfmiðvikudaginn 8.
september, verður níræð
María Kristjánsdóttir frá
Stöðvarfirði, nú til heimilis
í Austurbrún 4, Reykjavík.
Hún tekur á móti vinum og
vandamönnum á Grand
Hóteli við Sigtún næstkom-
andi laugardag, 11. septem-
ber, milli kl. 14 og 19 og
vonast til að sem flestir sjái
sér fært að koma.
n pTÁRA afmæli. í dag,
I tímiðvikudaginn 8.
september, verður sjötíu og
fimm ára Garðar Halldórs-
son, Vitateig 5, Akranesi.
Eiginkona hans er Kristín
Sveinsdóttir. I tilefni dags-
ins verða þau með heitt á
könnunni eftir kl. 19.
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar börnum
með krabbamein og söfnuðu kr. 1.424. Þær heita Silja Sig-
urfinnsdóttir og Sandra Björk Jónsdóttir.
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 1.730 til
styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Sigríður Sara
Ingvarsdóttir og Erna Markúsdóttir.
Morgunblaðið/Golli.
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 3.270 kr. til
styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Katrín Thorodd-
sen og Helga Árnadóttir.
LJOÐABROT
ÁSTARSÆLA
Steingrímur
Thorstelnsson
(1831/1931)
Eg lék við þinn gull-lokkinn bjarta
Og leit inn í augun þín blá;
Þar inni með hugföngnu hjarta
Minn himnanna himin eg sá.
Eg kom við þinn kafrjófan vangann,
Oss kosinn á vörunum brann,
Svo rósblíða ununar angan
Eg aldrei í heiminum fann.
Vor hjörtu þann fögnuð þá fundu,
Sem flýði því miður svo skjótt;
Við lifðum í líðandi stundu,
Og ljósið varð bráðum að nótt.
_______ En sem þegar smásólir hreinar
Srot úr 1 silfur-daggdropunum gljá,
jóóinu ?vo spegluðust eilífðir einar
Ástarsæla I augnablikunum þá.
Nýjar vörur
tlKHKMJlUIUl IHOWLIMM
Kjarna Þverholti 2, 5. hæð, 270 Mosfellsbæ
Ástríður Grímsdóttir, hdl., lögg. fasteignasali,
Þorbjörg I. Jónsdóttir, hdl.
Sími 586 8080, símbréf 566 8532.
IMetfang: kjarni@mmedia.is
2ja - 4ra herb
Markholt - 4-5 herb. 4-5 herb.
Ibúð á 1. hæð I fjórbýli, 144 fm. Ibúðin er
öll endumýjuð, nýjar innréttingar, nýir
gluggar og gler, nýtt baðherbergi, nýtt á
gólfum. Sérgarður og -bllastæði. Falleg
íbúð sem gefur mikla möguleika. Áhv.6,0
m. V. 10,9 m. 1103
Reykjavegur Óinnréttað husnæðl,
112 fm meö 7 m. lofthæð. Nlöguleiki að
kjallari fylgi með. Með því er hægt að inn-
rétta allt að 250 fm íbúð. Húsið stendur I
útjaðri byggðar og því stutt út í náttúmna.
Verð 9,5 m.
FINNSKT BJALKAHUS
Reykjamelur - bjálkahús. 132
fm einbýlishús með bílskúr. Húsið afhend-
ist fullbúið að utan sem innan utan Inn-
réttinga og gólfefna á baðherb., þvotta-
húsi og bllskúr. Grófjöfnuð lóð. Húsið
skiptist I forstofu, 3 svefnherbergi, stofu,
borðstofu og eldhús, gestasnyrtingu,
baðherbergi, saunaklefa og bllskúr. Stutt
út I náttúruna.Verð 13,5 m.
Dalbraut - bílskúr. 2ja herb. 60
fm (búð á 3. hæð 13ja hæða fjölbýli. 6 (b. I
stigahúsi. Mikið útsýni. 25 fm bllskúr.
Laus í september. Áhv. 1,3 m. V. 6,8 m
1104
Fyrirtæki
Húsgagnaviðgerðir
frábært tækifæri. tíi söiu er hús-
gagnaviðgerða verkstæði í fullum rekstri.
Miklar vélar og mlklir tekjumöguleikar fyrir
laghenta aðila. Fyrirtækið er I eigin
húsnæði í dag sem einnig er til sölu sam-
tals 235 fm. Möguleikl er að kaupa hluta
húsnæðisins. Allar nánari upplýsingar
veitir Ástriður hjá fasteignasöiu Mosfells-
bæjar.
Þverholt Mosfellsbæ - skrif-
stofu- verslunar- eða íbúð-
arhúsnæði. 70 fm húsnæði á
jarðhæð með sérinngangi. Húsnæðið er
tilbúið með gólfefnum og ðilum lögnum.
Möguleiki að nýta sem íbúð, skrifstofur,
verslun o.fi. Verð 6 m. Áhv. 0
SELJENDUR
Mosfellingar! Vegna mikillar eftirspurnar eftir fasteignum í Mos-
fellsbæ er eignin stundum seld áður en hún kemst í auglýsingu.
Sárt þú í söluhugleiðingum þá endilega hafðu samband því líklegt
er að kaupandi sé á skrá hjá okkur.
Tískuverslun • Kringlunni 8-12 • Sími 5533300
Hrútur -
(21. mars -19. apríl)
Sólarhringurinn dugar þér
ekki til að klára öll þau verk
sem þú þarft að inna af hendi
svo settu ákveðna hluti í for-
gang og láttu annað bíða.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þér hefur tekist vel upp að
undanförnu og ert því í hátíð-
arskapi. Láttu velgengnina
ekki stíga þér til höfuðs held-
ur gefa þér kraft til að halda
áfram.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) oA
Taktu það ekki nærri þér þótt
menn misskilji orð þín og
gjörðir og láttu allar útskýr-
ingar bíða befi-i tíma því þú
þarft á öllu þínu að halda núna.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Settu þér það markmið að
efla samskiptin við vini og
ættingja og gerðu lauslega
áætlun um hvernig tímanum
er best varið með hverjum og
einum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þótt það sé ekki í eðli þínu að
bæia niður tilfmningar þínar
er rétt að þú gerir það núna.
Sæktu því í einveruna og
skoðaðu vandlega hug þinn.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) vB(L
Þér líður best þegar allt
stendur eins og stafur á bók
svo þú ættir að verða ánægð-
ur með daginn því hvert smá-
atriði fer nákvæmlega eins og
þú ætlaðir.
Vog m
(23. sept. - 22. október) A w
Þú átt í einhverri innri bar-
áttu og verður að gera það
upp við þig hvaða skref þú átt
að taka næst. Þótt tíminn sé
naumur skaltu gefa þér góð-
an tíma.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú ert í skapi til að láta gott
af þér leiða og munt fá næg
tækifæri til að fá útrás fyrir
það ef þú bara lætur í þér
heyra við rétta aðila.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. desember) áiLr
Þér finnst þú vera beittur
óréttlæti og vilt helst leggjast
undir sæng og vorkenna þér.
Hertu þig frekar upp og leit-
aðu réttar þíns þótt það kosti
átök.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) <mll
Þú ert fastur í ákveðnu
mynstri sem þú verður að
brjóta upp til þess að geta
haldið áfram af einhverju viti.
Taktu eitt skref í einu.
Vatnsberi f
(20. janúar -18. febrúar) Císol
Þér er eðlilegt að trúa því
sem fólk segir en nú er nauð-
syn að þú hafii- allan fyrir-
vara á þvi. Gerðu því ekki
munnlega samninga og hafðu
allt á hreinu.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú þarft á tilbreytingu að
halda en virðist finna öilu sem
þér dettur í hug eitthvað til
foráttu. Hættu því og fylgdu
hjartanu svona einu sinni.
Syömuspána á ad lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni visindalegra staðreynda.
Ný sending
af gullfallegum
frönskum jakkapeysum
lirá Busnel
Afmælisbam dagsins:
Þú framkvæmir aidrei neitt í
fijótfærni og þarft þinn tima
til að vega og meta hlutina.
STJÖRIVUSPA
eftír Franoes Drake
4
MEYJA
Pelsjakkar
Kápur
Úlpur
Ullarjakkar
- stórar stærðir
Hattar og hú£ur
fy#HW5IÐ
Mörkinni 6, sími 588 5518
Hjartanlegar þakkir til allra, sem glöddu mig
með símtölum, skeytum, blómum og gjöfum d
90 dra afmœli mínu 24. dgúst sl.
Guð blessi ykkur öll.
Anna Olöf Helgadóttir,
Hrafnistu, Hafnarfirði.