Morgunblaðið - 08.09.1999, Page 61

Morgunblaðið - 08.09.1999, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ_____________ FÓLK í FRÉTTUM Ragna rappari er prýði á plötunni. Máttlaus mixtúra niM.isr Geisladiskur Tha Selected Works of Tha Faculty, diskur Tha Faculty. í bandinu eru: Anthony Lew, textar og rapp; Lady Bug, söngur; DJ Intro; Deez, textar og rapp; Cell 7 (Ragna úr Subterra- nean); Magse, forritun og lagasmíðar: Halla, söngur. Tekið upp og hljóð- blandað í Gný 1999. Smekkleysa gefur út. FRÁ Brooklyn til Reykjavíkur eru töffararnir í Tha Faculty komn- ir til að leggja undir sig hip hop- senuna á íslandi - eða kannski búa hana til? Hópurinn gaf nýverið út sjö laga geisladiskinn „Tha Selected Works of tha Faculty" sem inni- heldur misvel hrista rapp/hip hop- blöndu af gamla skólanum. Valin verk Faculty-gengisins er þeÚTa vettvangur til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum, skoð- unum og meiningum um samfélagið. Textarnir eru flestir nokkuð harð- orðir, annars vegai- um framkomu Islendinga við meðlimi bandsins vegna hörundslitar þeirra og hins- vegar um persónulegan ágreining þess sem rappar við umhverfi sitt. Dæmi um síðamefnt er texti Ant- honys við lagið „Rumourz“, þar sem hann segir sig ranglega ásakaðan um lauslæti hér í borg og notar lag- ið til að verja sinn málstað. Guði sé lof fyi-ir tjáningarfrelsið! Hann seg- ir í textanum: „You’U be dead in a day if I eatch you spreading my name. One day somebody might get physical," greinilega reiður ungur maður á ferð, enda ekki fallegt þeg- ar slúðurkindurnar fara að bulla út um allan bæ. Lagið sjálft er tíðinda- laust fyrir utan melódískt innlegg „Lady Bug“ sem hefur afskaplega fallega rödd. Eins og reyndar í fleiri lögum líður röddin hummandi í bak- Scott Weiland í árs fangelsi SCOTT Weiland, söngvari Stone Temple Pilots, var dæmdur í árs fangelsi síðastliðinn föstudag eft- ir að hafa þrisvar sinnum brotið skilorðsbundinn dóm sem hann fékk í ágúst í fyrra fyrir að hafa heróín í fórum sínum. Sveitin tók saman á ný í fyrra og hefur síðan þá komið óvænt fram á þremur tónleikum. Fjórða breiðskífa Sto- ne Temple Pilots, No. 4, kemur út 26. október nk. og smáskífan „Down“ er í spiiun á útvarps- stöðvum í Los Angeles og New York um þessar mundir. grunninum og fléttast við undirleik rappsins. Vel suðað hjá maríubjöll- unni! Lagið „True Hustler" er ágætis lagasmíð og vinnur á við hverja hlustun. Eitthvað sem líkist bjög- uðu Rhodes-hljómborði ber lagið uppi á melódískum frasa sem virkar vel með skemmtilega púsluðum taktgrunninum. Einnig læðist in- dælis gítarspilerí inn á völdum augnablikum. Þetta er tvímælalaust besta lagasmíðin á plötunni bæði hvað snertir uppbyggingu og laglín- ur, en aðallega vegna hugmyndarík- is sem fer því miður ekki mikið fyrir í hinum lögunum. Grunnur þeirra er oftast mjög einfaldar taktlúpur með stöku bíósampli eða píanófrasa hér og þar. Lúpurnar eru líflausar og ekki gert mikið fyrir hljóminn á þeim. Nema í „True Hustler", þar eru gerðar smá tilraunir til að brjóta upp taktgrunninn. Rappið sjálft rennur ekki alltaf átakalaust um varir Tha Faculty. Ragna úr Subterranean „reppar" senunni hinsvegar algerlega frá strákunum, þó hún komi aðeins fyr- ir í hálfu laginu „Smile“. Ragna rennir sér liðug í gegnum harðan textann og gerir það vel. Hvílíkur snilldarrappari! Umræddur diskur er frumraun Tha Faculty og því óþarfi að af- greiða bandið þó neistarnir hafi ekki alveg hafið sig til flugs í þetta sinn. Það sem er virkilega gott við þessa plötu eru áðurnefndar söngpí- ur, Ragna, stöku plötuklór hjá DJ intro auk þess sem lagið „True Hustler" er ágætt. Að öðru leyti telst Tha Selected Works of Tha Faculty varla meira en meðal- mennska. Heldur hugmyndafátæk og máttleysisleg mixtúra rapps og hip hops. Kristín Björk Kristjánsdóttir MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 61^1 FerðaskriPstoFa stúdenta Upyeelt var á allar eynmgar i eumar; Tryggið ykkur miða í tíma: Sala hafin á allar sýningar í september. Sýningar alla fim. og fös. kl. 12.00 Hádegisverður kl. 12.00, sýningin hefst kl. 12.20 og lýkur um kl. 12.50. Miðaverð með mat 1.450 kr. Leikari: Stefán Karl Stefánsson Leikstjórn: Magnús Geir Hórðarson Miðasölusími 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.