Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 63

Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 ” CLÆNÝ, SPENNANDI UPPFÆRSLA UM ALLT ÞAD NYIASTA I KVIHMYNDAHEIMI www.stjornubio.is Voru Mitchum og Monroe elskendur? BARNABARN leikarans Ro- berts Mitchums er að skrifa ævisögu afa síns og vonast til að gerð verði kvikmynd eftir bókinni. Bókin hefur fengið nafnið The Roads Less Travel- ed: The Ro- bert Mitchum Story og byggist á sögu leikar- ans er hann sem táningur fór frá Delaware til Hollywood með lestum á meðan áhrifa kreppunnar gætti víða. Einnig verður fjallað um ást- arævintýri hans og hefur mörgum koinið á óvart að í bókinni er því haldið fram að Marilyn Monroe hafi verið eiu þeirra kvenna sem hann átti f sambandi við. Þar sem þau eru bæði látin verður víst aldrei komist að hinu sanna, eða hvað? Mitchum var enn giftur eiginkonunni Dorothy er hann lést en var á yngri ár- um sagður orðaður við leikkonurnar Ava Gardner og Shirley MacLaine en hún skrifaði um samband þeirra í ævisögu sinni My Lucky St- ars: A Hollywood Memoir. En hver gæti hugsanlega leikið leikarann syfjulega ef til kvikmyndunar bókarinnar kæmi? Leikarinn Johnny Depp sem lék með Mitchum í Dead Man var orðaður við hlutverkið en einnig er barnabamið Bentley, höfund- ur bókarinnar, Ieikari og gæti ieikið Robert ungan. Fjölskylda Mitchums fjöl- mennir nú í kvikmyndahús þar sem síðasta mynd leikar- ans James Dean: Live Fast Die Young er frumsýnd en Robert fór með hlutverk leik- stjórans George Stevens jr. Mitchum Iést úr lungna- krabbameini árið 1997, þá 79 ára að aldri. Mike Myers vinsælastur LEIKARINN Mike Myers er vinsælastur í skemmtanaiðnaðinum samkvæmt nýrri könnun tímaritsins Heat Kanadíski leikarinn sem fer með aðalhlutverk í Njósnaranum sem negldi mig er efstur á 100 manna lista völdum af sérfræð- ingum úr skemmtanaiðn- aðinum. Leikkonan Nicole Kidman er í öðru sæti og Madonna í þvi þriðja. Tom Cruise, eiginmaður Kidm- an, er í þrettánda sæti. Ewan McGregor var í fjórða sæti og Robbie Williams, sem heldur tón- leika héríendis á næstunni, var í sjötta sæti. Neðar á listanum voru kunnugleg nöfn eins og Fatboy Slim og Björk. Mel C var efst kryddpíanna í Spice Girls í áttunda sæti, Mel G í 45. sæti og Geri Halliwell í 80. sæti. Emma Bunton og Victoria Beckham náðu ekki á listann. ★ ★ ★ /VIV 'n- ?ísr» ito7S ALVQRll BÍÖ! ™ Dolby STAFRÆWT STÆRSTA TJAUHO MEO HLJQÐKERFII ÖLLUM SÖLUM! I HX MIKE MYERS HEATHER ÆRAHA Marguerite Chapman látin LEIKKONAN Margu- erite Chapman lést á sjúkrahúsi síðastliðinn þriðjudag, 81 árs að aldri. Hún lék í fjölda kvik- mynda í heimsstyrjöld- inni síðari og í kvikmynd- inni Sjö ára fiðringurinn með Marilyn Monroe meðal annarra. Áður en hún gerðist leikkona starfaði hún sem ritari og símavörsludama. Hún lét af þeim störfum og fór til New York en vinir hennai- höfðu ein- dregið hvatt hana til far- arinnar og fullvissað hana um að fegurð hennar myndi heilla heiminn. Það gekk eftir og á næstu mánuðum var hún á for- síðu fjölda tímarita og hreif stórlaxana í Hollywood sem buðu henni að leika í kvik- myndum. Á ái'unum 1940- 1943 lék hún minni hlutverk í átján kvikmyndum af ýms- um toga sem endaði með því að henni hlotnaðist aðahlut- verkið í myndinni „Destroyer" ásamt Edward G. Robinson og Glenn Ford og einnig í „Appointment in Berlin" á móti George Sand- ers. Eftir stríðið hélt hún áfram að fá stór hlutverk í kvikmyndum og lék meðal annars í „Relentless" ásamt Robert Young og „The Green Promise" með Walter Brennan. En á sjötta áratugnum var hún aftur komin í aukahlut- verk, t.d. í myndinni Sjö ára fiðringurinn en þar lék hún ritara. í síðustu mynd sinni árið 1960, „Tha, Amazing Transparent Man“, var hún í aðalhlut- verki á ný en myndin fékk mjög slæma gagnrýni. Eftir það tók hún að sér nokkur gestahlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við „Perry Mason“ og „Hawaii Five-0“. Hún var beðin um að reyna við hlutverk hinnar rosknu Rose í stórmyndinni Tit- anic árið 1997 en var þá orðin mjög veik að sögn frænku hennar, Normu Chapman, og fékk Gloria Stuai-t það hlutverk að lok-. um. Stjarna með nafní Chapman er í götu fræga fólksins í Hollywood til minn- ingar um einstakan feril hennar. Stærsti hamborgari í heimi SJÁLFBOÐALIÐAR fietja út tæp þijú tonn af buffi í tilraun til að búa til stærsta haniborgara í heimi. Til- raunin, sem heppnaðist ágætlega, fór fram í grennd við Saco í Montana í Banda- ríkjunum á sunnudaginn var. Eftir að búið var að fletja buffíð á grill sem var um átta fermetrar voru risastórar stálhlífar lagðar yfir það til að stuðla að því að það steiktist í gegn. D I C I T A I. ÉZÖSI Sýnd kl. 9 og 11. IÍHJ m Frostrásin fm 98,7 3 -I FYRIR ■* 990 PUNKTA z FERDUÍBlÓ NTKI4EK) Keflavík - sími 421 1170 NÁTTÚRAN GETTU HVER Sýnd kl. 9. Síð. Sýn. www.samfilm.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.