Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Grafíð á Eiríksstöðum í Haukadal
þriðja sumarið í röð
Forn hleðsla
fannst við
göngustígagerð
FORN hleðsla fannst rétt undir
yfirborði jarðar á Eiríksstöðum í
Haukadal í síðustu viku, á milli
skálans á staðnum og lítils jarð-
húss sem þar er. Guðmundur
Ólafsson fornleifafræðingur,
sem leitt hefur uppgröft á staðn-
um ásamt starfsbróður sínum,
Sigurði Bergsteinssyni, segir að
ómögulegt sé að segja til um á
þessari stundu í hvaða samhengi
hleðslan hefur verið og bíði hún
næsta sumars til rannsóknar.
„Þessi hleðsla getur verið
mjög merk, en við höfum ekkert
samhengi í kringum hana enn-
þá. Allar mannvistarleifar þarna
eru hins vegar frá 10. öld og
vafalaust er hún frá sama tíma,“
segir hann.
Frekari rann-
sókn þarf
Uppgrefti lauk fyrir skömmu
en hleðslan kom í Ijós í síðustu
viku, þegar verið var að ganga
frá göngustíg upp að rústunum.
„Við höfum hvorki upphaf né
endi á hleðslunni og höfum að-
eins skoðað lítinn bút af henni,
um eins metra langa beina röð.
Hleðslan kemur nánast þvert yf-
ir stíginn,“ segir hann. „Það sást
ekkert móta fyrir henni á yfir-
borði og við þurfum að rann-
saka hana í stærra samhengi áð-
ur en við förum að velta því fyr-
ir okkur hvað þetta gæti verið.“
Guðmundur segir að ekki hafí
verið búið á staðnum nema í
einn til tvo áratugi á tíundu öld,
sem styrki þá kenningu að þetta
hafi verið Eiríksstaðir, þ.e. bú-
staður Eiríks rauða, áður en
hann hélt til Grænlands. „Forn-
leifafræðin getur hins vegar
ekki sagt nákvæmlega til um
hver ábúandinn var,“ segir
hann.
Uppgröftur hófst þarna 1997
eftir frumkannanir og var fram
haldið í fyrra. í sumar var lögð
áhersla á að ljúka rannsókn á
skálanum og segir Guðmundur
sjónum einkum beint að eldra
byggingarstigi á Eiríksstöðum
og hafi þeim tekist að finna
fleiri leifar af eldri byggingar-
stigi skálans. „Við sjáum betur
hvar skálinn hefur verið og
hvernig hann hefur verið gerð-
ur,“ segir Guðmundur.
„Byggingarnar eru mark-
verðastar þarna, þetta er skála-
rúst frá 10. öld, en einnig eru
fleiri merkilegar byggingar
þarna. Hins vegar hafa engir
gripir fundist við þessa rann-
sókn og teljum við meginástæð-
una þá að tvívegis áður en við
hófum gröft var búið að grafa
upp og rannsaka þessar tóftir
(1895 og 1938) og róta upp gólfi
í húsinu. Þar að auki var búset-
an á staðnum ekki löng, þannig
að munir hafa ekki safnast fyrir
að ráði.“
„Tilgátuhús“ byggt
Fyrirhugað er að næsta sumar
verði rannsakaðar rústir í ná-
grenni skálans. Þegar grefti lýk-
ur verða rústirnar endurhlaðnar
að hluta, til að þær verði sýnileg-
ar gestum á staðnum, auk þess
sem verið er að gera göngustíga
og setja upp skilti með skýring-
um. „Þarna er miiyasvæði, auk
þess sem verið er að ganga frá
tilgátuhúsi skammt frá, sem er
byggt á hugmyndum okkar um
hvernig bærinn hefur litið út
meðan hann var í notkun," segir
Guðmundur.
Ráðið í flestar kenn-
arastöður í Reykjavík
LÍTILL skortur er á starfsmönnum
til kennslustarfa í grunnskólunum í
Reykjavík en töluvert hefur verið
ráðið af leiðbeinendum. Nú vantar í
um það bil 1% af öllum stöðugildum
og mestur skortur er á kennurum í
handmennta- og heimilisfræðum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur vant-
ar hins vegar marga aðra starfs-
menn í skólana, svo sem skólaliða
og almenna starfsmenn.
Yíírleitt sjá kennarar um að að-
stoða nemendur við heimanám, en
aðra starfsmenn hefur vantað til
þess að unnt hafi verið að bjóða öll-
um nemendum upp á lengda við-
veru.
.\1ÁL OG MENNING
FRQNSKj
rST.F.NSK
SKOÍAoSðABOK
Tæplega 30 þúsund
orð, í handhægu broti.
Orðabók sem hefur
verið sniðin að
þörfum skólafólks.
Ómissandi við
að ná tökum á
franskri tungu
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir
Fornleifafræðingarnir Guðmundur Ólafsson (t.v.) og Sigurður Bergsteinsson hafa stjórnað uppgreftinum.
Kristín Zoega var á 10. hæð háhýsis í Taipei í jarðskjálftanum
Húsið sveiflaðist til
og frá eins og pendúll
KRISTÍN Zoéga hefur búið um
fimm ára skeið í Taipei í Taívan
þar sem öflugir jarðskjálftar
gengu yfir aðfaranótt sl. þriðju-
dags að staðartíma. Kristín er
markaðsstjóri hjá japönsku hug-
búnaðarfyrirtæki og býr á 10. hæð
í háhýsi í miðborginni. Hún vakn-
aði við skjálftann og segir hún að
húsið hafi sveiflast til og frá eins
og pendúll. Flestir íbúamir þustu
út á götur og héldu kyrru fyrir
undir berum himni af ótta við eft-
irskjálfta.
Jarðskjálftinn reið yfir um kl.
tvö að nóttu og var Kristín nýlega
sofnuð. „Fólk í Taívan er vant
jarðskjálftum og nokkrir hafa rið-
ið yfir á þessu ári. Margir vakna
stundum við þá og sofna síðan
bara aftur. En þetta var ekki
venjulegur skjálfti. Ég var allt í
einu komin á fætur og húsið gekk
í bylgjum. Mér brá líka mikið
vegna þess að rafmagn hafði farið
af öllum miðbænum. Skjálftinn
ætlaði heldur aldrei að hætta.
Myndimar hrandu af veggjum
hjá mér og stór bókahilla féll nið-
ur, fram á gólfið. Háhýsið, þar
sem ég bý, sveiflaðist fram og til
baka. Ég heyrði nágranna úti á
gangi kallast á. Síðan gekk þetta
loks yfir. Ég setti bókahilluna upp
aftur og ætlaði að hringja heim til
íslands en komst þá að því að það
var símasambandslaust. I sama
mund kom annar stór skjálfti og
þá forðaði ég mér út úr húsinu,“
segir Kristín.
Hún varð að ganga niður af 10.
hæð því lyftumar vom óvirkar.
Hún segir að margir hafi einmitt
fest í lyftum og þar sem GSM-
samband var á hafi lögreglunni
borist fjölmörg símtöl frá fólki
sem var lokað inni í lyftum.
Fjölskyldur í náttfötum
í ausandi rigningu
Þar sem Kristín býr em háhýsi
allt í kring. Hún segir að íbúarnir
hafi streymt út og hafst við í stór-
um garði í nágrenninu. Þar vom
heilu fjölskyldurnar í náttfötum
en ausandi rigning var. Enginn
vissi hve stór skjálft-
inn hefði verið en
fljótt bárast fréttir af
því að hótel í mið-
borginni hefði hmnið.
Mönnum hefði bmgð-
ið mikið við það þvi
oftast nær væra
mestu skemmdir af
völdum jarðskjálfta
fjær borginni. Sagt
var að 187.000 manns
væru fastir í hótelinu.
„í rústunum var ein
kona sem hafði verið
lokuð þar inni í marg-
ar klukkustundir en
hún var í stöðugu
sambandi við björg-
unarsveitarmenn í gegnum GSM-
síma. Þeim tókst að finna hana
með leiðbeiningum frá henni.
„Margir þorðu ekki heim til sín
aftur en ég fór heim því ég taldi
allt eins hættulegt að vera úti á
götu. Beinar útvarpssendingar
vom stöðugt í gangi og sendiráðin
gáfu upplýsingar um hvert fólk
ætti að snúa sér,“ segir Kristín.
I gær fór hún á vinnustað sinn
þar sem rafmagn var aðeins á í
skamman tíma. Hún segir að fólk
hafi verið dofið eftir skjálftana.
Flestar verslanir í Taipei em opn-
ar allan sólarhringinn alla daga
ársins en þær vom margar lokaðar
í gær. Kristín segir það hafa komið
sér á óvart hve allir voru engu að
síður rólegir og að ekkert hafi bor-
ið á gripdeildum í borginni. Raf-
magn kom síðan almennt á aftur
um fimmleytið á mánudag að stað-
artíma. Þá fyrst hafi fólk gert sér
grein fyrir umfangi náttúmham-
fai'anna þegar það sá sjónvarp.
Flest dauðsfóll hafí orðið í mið-
hluta landsins og yfir 100 þúsund
manns séu þar húsnæðislausir.
Von á öðrum
stórum skjálfta
„Ég sé ekki fallin hús hér í
Taipei. Þetta er frekar eins og eft-
ir fellibyl, en þeir em tíðir hér.
Skilti em brotin en hótelið sem
hmndi og húsin í kringum það lík-
ist helst einhverju úr
kvikmynd. Ég gekk í
vinnuna sem er um
15 mínútna leið. Það
var rafmagnslaust en
ég sá ekki hrundar
byggingar eins og í
sjónvarpinu. I Taipei
og umhverfis borgina
er sagt að 44 hús hafi
hmnið en í öllu land-
inu hmndu um 900
byggingar," segir
Kristín.
1.500 eftirskjálftar
höfðu orðið í gær-
kvöldi að íslenskum
tíma og segir Kristín
að menn séu dauð-
hræddir við þá. Margir í húsinu
þar sem hún býr gista annars
staðar af ótta við afleiðingar
þeirra, annað hvort hjá vinum eða
vandamönnum, á vinnustað eða úti
undir berum himni. Mikið hafi ver-
ið rætt um það í fjölmiðlum að von
væri á öðmm skjálfta í þessari
viku upp á 6-6,5 á Richter. Margir
sem búa í byggingum sem hafa
laskast í fyrri skjálftunum ætla að
hafast við undir bemm himni.
Kristín segir að byggingar í
Taipei séu almennt frekar sterk-
byggðar, einkum þó eldri bygg-
ingamar. Nýrri byggingar í út-
hverfum virðast þó sumar veik-
byggðari og hefur verið rætt um
að eitthvað sé bogið við undirstöð-
ur þeirra. „Nú óttast menn einnig
að önnur bygging geti fallið á hót-
elið sem hrundi í miðbænum. 70
manna björgunarsveit er komin
frá Japan með leitarhunda en
margir vita ekki hvert þeir eiga
snúa sér með þá sem er bjargað
úr rústunum. Búið er að fella nið-
ur alla hefðbundna starfsemi í
miðhluta landsins en Kristín segir
að lífið gangi sinn vanagang í
Taipei og hún haldi tO vinnu í dag.
Auk Kristínar er vitað að í
Taipei er Páll Pálsson verkfræð-
ingur sem býr í háhýsi norðan við
miðbæinn. Kristín talaði við hann
og hafði hann svipaða sögu að
segja og hún.
Kristín Zoéga býr á 10.
hæð háhýsis í Taipei.