Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsætisráðherra ræddi um verðlagsþróun á stofnfundi Samtaka atvinnulífsins ( gær
Og nú verðið þið, litla Gunna og litli Jón, að vera ósköp þæg og góð svo
að Ijóti draugurinn taki ykkur ekki.
Sj óbirtings veiðin
glæðist mjög
Hörkuganga í Fossála
Varla var búið að svipta Stanga-
veiðifélag Keflavíkur heimild til
framlengingar á veiðitíma í Fossál-
unum milli 10. og 20. október, vegna
fiskleysis, en fiskur fór að ganga af
krafti. A sama tíma og menn voru
að róta upp fiski í Geirlandsá fékk
holl í Fossálum 14 birtinga og
næsta holl á eftir 12 fiska. Bæði
hollin settu í og misstu miklu fleiri
og varð vart við físk í flestum hylj-
um árinnar.
Með þessu skoti voru komnir 42
birtingar á land, en horfur á hækk-
andi tölu á næstunni. Fyrra hollið
var með mjög góða meðalvigt,
Hörkuholl í Geirlandsá, f.v. Kristjana Jónsdóttir, Guðjón V. Reynis-
son, Atli R. Óskarsson, Gerður J. Jóhannsdóttir, Kristin Þ. Bene-
diktsdóttir. Gunnar J. Óskarsson, Gunnþórun Gunnarsdóttir, Óli B.
Bjarnason, Fanney Dóróthe og Arnar Óskarsson með fína veiði úr
ánni á dögunum.
voru komnir um 230 fiskar á land.
Síðasta holl var með 22 birtinga,
síðan var eitt holl í gruggi og
vatnavöxtum með aðeins 3, en þar
á undan var holl með 22 fiska.
Fiskur fer smækkandi í Vatnamót-
um og nú veiðist mest 2-3 punda
geldfiskur.
Góður reytingur í Tungufljóti
AIls veiddust 12 birtingar í
Tungufljóti um helgina og voru þá
komnir 152 sjóbirtingar á land úr
ánni. Þar af veiddust 35 í maí, að
sögn Hafsteins Jóhannessonar,
sveitarstjóra í Vík í Mýrdal. Stærsti
fiskurinn um helgina var 9 pund, en
hinir voru flestir um 5 pund. Sagði
Hafsteinn að fiskurinn væri nú mest
4-6 pund og minna af tröllum en
stundum áður. Fiskur veiðist bæði í
vatnaskilunum við Eldvatn og uppi í
á.
Veiðiþjófar í Heiðarvatni
Lögreglan á Vík í Mýrdal fiskaði
ólöglegt net upp úr Heiðarvatni um
helgina. Voru nokkrar bleikjur í net-
inu, en það var lagt nærri útfalli
Vatnsár, væntanlega með lax og
sjóbirting í sigtinu. Hafsteinn
Jóhannesson sveitarstjóri sagði að
netið hefði verið í hvarfi við nær-
liggjandi sveitabæi, hins vegar væru
sveitamenn svo mikið á ferðinni
þama um allt vegna smölunar að net
væru dæmd tii að finnast. Netið og
afli voru gerð upptæk.
ÁGÆTIS sjóbirtingsveiði hefur
verið víða í ám í Vestur-Skaftafells-
sýslu að undanfomu. Má þar nefna
Geirlansá, Vatnamót, Fossála og
Tungufljót. Er engu líkara en að
losað hafi verið um stíflu, en altalað
var orðið hversu seint sjóbirtingur-
inn væri á ferðinni. Á dögunum flóð-
rigndi á svæðinu og virðist það hafa
verið það sem til þurfti.
Holl sem lauk veiðum í Geir-
landsá rétt fyrir helgi var með 27
birtinga og gat þó naumast veitt
nema einn dag af tveimur vegna
vatnavaxta. Sömu sögu var að segja
um næsta holl, heiil dagur féll úr en
samt náðust 23 fiskar, þar af 16
síðasta morguninn. Fyrra hollið
sem um ræðir veiddi sína fiska um
alla á, en seinna hollið hélt sig mest
í Armótunum. I fyrra hollinu var
meðalvigtin óvenjuhá, stærsti fisk-
urinn var 13 punda, en fjórir fiskar
til viðbótar vom um og yfir 10 pund.
Tveir vom aðeins 2 pund, en hinir
allir 4 til 8 pund. 13 pundarann
veiddi Amar Óskarsson á Reflex í
Armótunum. Með veiði seinni holls-
ins sem um ræðir vom komnir 90
birtingar á land í haustveiðinni.
stærst 9,5 punda flugufisk og tvo
8,5 punda. Hinir fiskarnir vom allir
5 til 7 punda. Veiðimaður einn í
hópnum var á rölti milli hylja er
honum þótti einhver lænan veiðileg
og kastaði út. Skipti engum togum
að hann setti þar í 12 fiska næsta
hálftímann og landaði 6.
Vatnamótin enn að gefa
Vatnamótin hafa verið mjög líf-
leg að undanförnu og í vikubyrjun
Arnar Óskarsson með 13 punda
sjóbirting úr Ármótunum.
Erindi um máltöku og málfræðirannsóknir
Máltaka -
undravert
afrek!
Sigríður Sigurjónsdóttir
erindinu mun ég leit-
ast við að skýra af
hverju málfræðingar
hafa áhuga á máltöku
barna. Það er vegna þess
að máltaka barna getur
sagt okkur heilmikið um
eðli mannlegs máls og
málkunnáttu manna. Eg
vinn innan þeirrar stefnu
í málfræði sem notið hef-
ur einna mestrar hylli
víða um lönd síðustu ára-
tugina, það er málmynd-
unarfræðin. Aðalmark-
mið málfræðinga sem
fást við málmyndunar-
íræði er að lýsa
málkunnáttu fólks, þ.e.
hvað það er sem við
kunnum þegar við höfum
mál að móðurmáli. I öll-
um tungumálum gilda flóknar
málfræðireglur sem gera mönn-
um meðal annars kleift að
mynda og skilja óendanlega
margar setningar í móðurmáli
sínu. Málmyndunarfræðingar
leitast við að lýsa þessum
ómeðvituðu málfræðireglum sem
sumar virðast vera sameiginleg-
ar öllum tungumálum heimsins,
en aðrar einkenna eitt eða fleiri
tungumál. Það er einmitt þessi
áhersla sem málmyndunar-
fræðingar leggja á málkunnáttu
sem hefur valdið því að athygli
málfræðinga hefur í auknum
mæli beinst að máltöku barna.
Rannsóknir benda til að þær
málfræðireglur sem eru sameig-
inlegar öllum tungumálum
heimsins séu manninum að ein-
hverju leyti áskapaðar og ef okk-
ur er ásköpuð ákveðin mál-
fræðiþekking ætti hún að
sjálfsögðu að móta mál ungra
barna frá upphafi. Vegna þessa
eru rannsóknir á máltöku bama
skyndilega orðnar miðpunktur
allra málfræðirannsókna, þar
sem þær geta styrkt eða veikt
kenninguna um meðfædd algild
málfræðilögmál."
-Hvað einkennir mál ungra
barna?
„Það sem einkennir helst mál
ungra bama er hvað það er
reglubundið. Börn virðast læra
móðurmál sitt að mestu leyti
sjálf þó að auðvitað megi ekki
gleyma því að samskipti við
annað fólk er nauðsynleg for-
senda þess að börn nái valdi á
máli. Eins og ég kom inn á áðan
virðast börn hafa meðfædda
hæfileika til máltöku sem móta
þær hugmyndir sem þau gera
sér um móðurmál sitt. Þetta sést
meðal annars á því að
öll heilbrigð börn feta
svipaða slóð í
máltökunni, sama
hvaða mál þau em að
læra. Þannig er ekki
aðeins máltaka íslenskra barna
svipuð í grófum dráttum heldur
máltaka barna víða um heim.
Börn hvarvetna gera líka
svipaðar villur og ganga í gegn-
um ákveðin stig í málþroskan-
um. Sem dæmi um regluleika
barnamáls má nefna hið svo-
kallaða nafnháttarstig í máltöku.
í íslensku máli gildir sú regla að
fyrsta sögn setningar í venju-
legri fullyrðingasetningu er
ávallt persónubeygð. I fyrstu
setningu barna eru hins vegar
allar sagnir í nafnhætti. Smám
saman taka síðan persónubeygð-
► Sigríður Siguijónsdóttir
fæddist í Reykjavík 1960. Hún
lauk stúdentsprófí frá Mennta-
skólanum við Hamrahh'ð 1979,
BA-prófi í almennum málvís-
indum frá Háskóla íslands 1984
og cand. mag.-prófi í íslenskri
málfræði frá sama skóla 1987
og loks doktorsprófi í málvís-
indum frá Kaliforníuháskóla í
Los Angeles 1992. Hún hefur
starfað við kennslu og
rannsóknir hérlendis og í
Hollandi og er nú dósent í ís-
lenskri málfræði og formaður
íslenskuskorar HI. Hún er gift
Eiríki Steingrímssyni
rannsóknarprófessor við HI og
eiga þau eina dóttur, Ingu
Guðrúnu.
ar sagnir að birtast og um nokk-
urra mánaða skeið mynda börn
bæði setningar með sögn í nafn-
hætti og setningar með persónu-
beygðri sögn. Segja t.d. dúkka
lúlla og dúkkan lúllar.
Rannsóknir sýna að á þessu
stigi gilda ákveðnar reglur um
stöðu sagna í nafnhætti og per-
sónubeygðra sagna í máli barna.
I máli fullorðinna Islendinga
stendur sögn í nafnhætti t.d.
alltaf á eftir neituninni ekki en
persónubeygðar sagnir koma
hins vegar á undan neituninni
ekki. Börn virðast frá upphafi
kunna þessa reglu því strax á
nafnháttarstiginu virða þau
þetta lögmál og setja sagnir í
nafnhætti alltaf á eftir neitun-
inni ekki en persónubeygðar
sagnir á undan ekki. T.d. Eva
ekki moka, Skotta kemur ekki.
Þetta sýnir regluleika barna-
máls því börn á öðru og þriðja
ári setja sagnir á
mismunandi stað í
setningum eftir því
hvort þær eru í nafn-
hætti eða persónu-
beygðar. í fyrirlestri
mínum mun ég aðallega fjalla
um rannsóknir mínar á þessu
efni.“
- Er fólk sér kannski almennt
ekki meðvitandi um það krafta-
verk að börn skuli geta tileinkað
sér mál svo auðveldlega sem
raun ber vitni?
„Nei, fólki virðist almennt
þykja sjálfsagt að böm þess nái
valdi á móðurmáli sínu - en það
er í raun og veru alveg undra-
vert að böm sem era ófær um að
hnýta skóreimarnar sínar skuli
geta tileinkað sér jafnflókið kerfi
og eitt tungumál er.“
Mál ungra
barna reglu
bundið