Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Annar helstu eigenda Stoke City staðfestir að viðræður eigi sér stað við íslenska aðila Vonbrigði að viðræð- urnar skyldu spyrjast út Morgunblaðið/Jónas Reynir Ragnarsson flugmaður (t.v.) flaug með Frederik Lynge og And- ers Bilgram yfir Kötlu, en þeir hafa mikinn á hamförum í Mýrdalsjökli. Tveir ævintýramenn staddir hérlendis Á opnum bát um norðurpólinn KEITH Humphreys, annar tveggja aðaleigenda knattspymuliðsins Stoke City, staðfesti í gær að við- ræður ættu sér nú stað við íslenska aðila um kaup á félaginu, en lýsti yf- ir vonbrigðum með að þetta hefði spurst út. „Við reyndum að hafa þetta trún- aðarmál, en ég get staðfest að við- ræður standa yfir og það hefur ver- ið rætt við aðra fjárfesta áður,“ sagði hann. „Það er ótímabært að ræða þetta nú þar sem ekki er kom- ið að því að hægt sé að tilkynna eitt- hvað ákveðið." Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, sem leitt hefur viðræð- ur við Stoke fyrir hönd hóps ís- lenskra fjárfesta, sagði í gær að enn væri málið á því stigi að hann vildi ekki tjá sig um það frekar. Stuðningur við þjálfarann Spumingin um það hver muni þjálfa Stoke City, sem nú leikur í annarri deild á Englandi, verði af þessum kaupum er óútkljáð. Vanga- veltur hafa verið um að fyrirhugað sé að þá taki Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari við Stoke, en hann hefur sjálfur ekkert viljað um það Stuðningsmenn óánægðir með stjórnina, en styðja þjálfarann segja. Þegar hafa ýmsir aðilar lýst yfir stuðningi við núverandi þjálf- ara, Gary Megson, sem nýlega tók við liðinu. „Hvað mig snertir hefur Gary Megson verið að gera stórkostlega hluti hjá Stoke,“ sagði Jez Moxey, forstjóri Stoke. „Hann skrifaði und- ir tveggja ára samning í sumar og ég vona að hann ljúki honum ekki aðeins, heldur framlengi og haldi áfram að gera góða hluti hér. Bara það að menn skuli vera með vanga- veltur um framtíð hans þykir mér miður, allir vita hvað hann hefur gert góða hluti hér.“ I borginni hafa verið stofnuð samtök stuðningsmanna Stoke, sem heita Bjargið okkar Stoke eða Save our Stoke. Þar hefur þessum frétt- um af áhuga Islendinga verið tekið með varúð. „Það er vissulega uppörvandi að fólk vilji fjárfesta, en ég er einnig varkár," sagði Tim Gallimore hjá samtökunum Bjargið okkar Stoke. „Hvað mundi yfirtaka hafa að segja varðandi þá stjóm, sem nú situr? Margir áhangendur Stoke vilja að gerð verði alger breyting hjá félag- inu.“ Gallimore kvaðst hins vegar ekki vilja sjá á bak þjálfaranum: „Það yrðu vonbrigði og sorglegt ef Gary Megson yrði látinn fjúka við yfir- töku. Við höfum greitt atkvæði um hann í samtökunum og það var al- ger eining um að við styddum Gary. Hann hefur hingað til lagt sig í starfið af ástríðu." Humphreys kom einnig inn á þjálfaramálin í gær og kvaðst ekki hafa haft neina hugmynd um að þjálfaramálin skiptu máli og liti hann svo á að þeir, sem nú sæju um þjálfun liðsins, þyrftu ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni. Humphreys sagði að í nokkur ár hefði allt verið gert til að fá aukið fé inn í rekstur Stoke: „Við höfum lagt mikið á okkur til að finna rétta fólk- ið fyrir félagið og við viljum aðeins selja rétta fólkinu.“ TVEIR ævintýramenn eru staddir hérlendis um þessar mundir, en þeir eru á ferðalagi á opnum 6 metra iöngum hraðbát um norð- urheimskautssvæðið. Hér hafa þeir dvalið síðustu fimm vikurnar, í fyrstu vegna bilunar í vél bátsins en síðustu daga hefur veður haml- að för til Grænlands. Daninn Anders Bilgram og Grænlendingurinn Frederik Lun- ge hófu svaðilför sína frá Dan- mörku um miðjan júli. Þeir sigldu til Færeyja, þar sem þeir voru í tvær vikur vegna bilunar í vél bátsins. Að því búnu héldu þeir til Islands en alls hafa siglingadag- arnir verið fimm. Að sögn Bilgram bíða þeir nú færis á að sigla til Ammasalik í Grænlandi en ef þeir fá ekki nógu gott veður á næstu dögum er lík- legt að þeir muni skilja bátinn eft- ir hérlendis en halda sjálfir aftur til Danmerkur og halda þar til yf- ir veturinn. Tuttugu ár síðan fyrstu flóttamennirnir komu til fslands frá Víetnam Frelsið mikil verðmæti 20 ÁR eru nú liðin síðan fyrsti hópur flóttamanna frá Víetnam kom til íslands. Af þeim 34 manna hópi sem kom hingað haustið 1979 eru 20 hér enn og minntist Rauði kross Islands þessara tfma- móta með því að halda samkomu fyrir þá og fjölskyldur þeirra á mánudag. Auk hópsins sem kom 1979 hafa tveir 30 manna hópar frá Ví- etnam komið hingað til viðbótar, sá fyrri 1990 og sá seinni 1991. Einnig hefur nokkuð af ættingj- um fyrstu flóttamannanna flutt hingað og hafa þeir líka margir eignast börn hér. Alls eiga því nú um 200 manns af víetnömskum uppruna heima á Islandi. Halldór Nguyen er einn þeirra sem komu hingað fyrir 20 árum og minnist hann þess að við kom- una til landsins hafi þau talað um að þeim fyndist eins og þau væru komin til tunglsins. Þau hafi þó aldrei séð eftir því að hafa komið til þessa „tungls" og nefnir að þau séu fyrir margt þakklát. Hann segir þau sérstaklega þakklát Rauða krossi íslands fyrir þá að- stoð sem hann hafi veitt þeim gegnum tíðina og einnig Náms- flokkum Reykjavíkur fyrir að hafa hjálpað þeim að læra fs- lensku. Halldór segir að þegar þau hafí flúið hcimaland sitt hafi þau fyrst og fremst verið að sækj- ast eftir frelsi. Það hafi þau öðlast hér á íslandi og segir hann frelsið vera mikil verðmæti sem þau séu mjög þakklát fyrir. Hólmfríður Gísladóttir, starfs- maður Rauða kross íslands, segir að fólkið sem kom hingað frá Ví- etnam 1979 hafi almennt verið duglegt og metnaðarfullt fólk sem hafi sýnt mikinn vilja til að standa á eigin fótum. Átta börn voru í hópnum og eru flest þeirra nú annaðhvort í námi eða hafa lokið því. Tveir hafa lokið iðnnámi, einn er nemandi f Iðnskólanum, annar á 3. ári í Háskólanum og enn annar í námi í tölvunarfræði í háskóla í Bandaríkjunum. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðar Fegurðarsamkeppni Islands í vil Leyfílegt að vísa þátttak- anda úr keppni KÆRUNEFND jafnréttismála hef- ur komist að niðurstöðu í kærumóli sem höfðað var gegn Fegurðarsam- keppni íslands árið 1998, og féll úr- skurðurinn Fegurðarsamkeppninni í vil. Kærandinn, sem var þátttakandi í keppninni þetta ár, kærði þá ákvörðun Fegurðarsamkeppninnar að vísa henni úr keppni. Konunni var vísað úr keppninni vegna þess að hún hafði setið fyrir nakin hjá tímaritinu Playboy, en í bréfi kær- anda segir að klámfengnar nektar- myndir hafi birst af sigurvegara í fegurðarsamkeppninni Herra Is- land í tímaritinu Bleiku og bláu þremur árum áður en hann hefði unnið keppnina en þrátt fyrir það hefði honum ekki verið vísað úr keppni. Nektarmyndir af konum óheimilar I bréfi framkvæmdastjóra Feg- urðarsamkeppni Islands segir að konunni hafi verið vísað úr keppn- inni vegna þess að reglur þeirra al- þjóðlegu fegurðarsamkeppna sem fyrirtækið sé umboðsaðili fyrir kveði á um að nektarmyndir af þátt- takendum séu óheimilar. I niðurstöðu dómsins segir: „Fyr- ir liggur, að kærði í þessu máli hef- ur bæði _ umsjón með keppninni Ungfrú Island og Herra Island. Jafnframt er upplýst, að stúlkumar sem taka þátt í Ungfrú Island mega ekki hafa setið fyrir naktar. Sam- bærileg regla gildir ekki í karla- keppninni. Því verður ekki haldið fram, að slík regla stangist í sjálfu sér á við jafnréttislög. Um er að ræða kröfu til hegðunar, sem er á valdi keppenda sjálfra. Spumingin er hins vegar sú hvort kærða sé stætt á því að gera að þessu leyti aðrar kröfur til þátttakenda í kvennakeppninni en karlakeppn- inni. Kærði er ekki umboðsaðili fyrir erlendar fegurðarsamkeppnir karla og því í engu bundinn af reglum annarra um framkvæmd keppninn- ar Herra Island. Urlausnarefnið hér er því hvort kærða beri, á gmndvelli jafnréttislaga, að binda þátttakendur í keppninni Herra ís- land sömu kvöðum og gilda um þátttakendur í Ungfrú Island. Ekki verður séð, að það stuðli á nokkum hátt að framgangi jafnrétt- is, að meina körlum sem setið hafa fyrir naktir þátttöku í Herra Island. Loks hefur kærði sýnt fram á að sá mismunur sem er á reglum um þátttöku í keppnunum sé tilkominn vegna hagsmuna, sem eru í beinum tengslum við þann tilgang í starf- semi hans, að senda stúlkur til keppni í útlöndum. Ekkert hefur komið fram um að munurinn helgist af fordómum eða mismunandi sið- ferðisviðhorfum til kvenna og karla. Þar með verður ekki talið, að kærði hafi gerst brotlegur við jafnrétt- islög með þeirri ákvörðun sinni að vísa kæranda úr keppni." Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðbjörg Hallbjörnsdóttir hefur aðstoðað flóttamenn frá Víetnam frá því að þeir komu fyrst hingað til lands. Hér heldur hún á Margréti, sem er tíu mánaða gömul, en pabbi hennar var í hópi fyrstu flóttamannanna sem komu hingað frá Víetnam. Kynntu sér breytingarnar í Kötlu Þá munu þeir koma hingað aft- ur um miðjan júni næsta sumar og halda áfram með leiðangurinn. Þeir stefna að því að sigla til Grænlands, með suðurströnd þess og síðan norður með vesturströnd þess. Þá er ætlunin að sigla vestur með norðurströnd Kanada og áfram með norðurströnd Rúss- lands og suður með vesturströnd Noregs aftur til Danmerkur. Þetta áætla þeir að taki 4-6 sum- ur, en eingöngu er hægt að sigla á sumrin með þessu móti, að sögn Bilgram. Leiðangurinn er að mestum hluta styrktur af fyrirtækjum auk þess sem tvímenningarnir fjár- magna ferðina sjálfír með því að senda fréttir og skrifa greinar. Þeir voru staddir í Vík í Mýrdal þegar Morgunblaðið náði tali af þeim þar sem þeir voru að kynna sér jarðhræringarnar í Kötlu sem þeir ætluðu að skrifa um. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.