Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Flóttafólk fagnar komu
friðarffæslusveita til Dili
rwin, Dili. Reuters. ^
Samið um að breyta
UCK í „borgaralegar
verndarsveitir“
Vopnaeign
sveitanna
takmörkuð
Pristina. Reuters, AP.
MIKE Jackson, yfirmaður friðar-
gæslusveitanna í Kosovo, og Bemard
Kouchner, sem stjómar uppbygging-
arstarfi Sameinuðu þjóðanna í hérað-
inu, sögðu í gær að nýjar sveitir, sem
verða skipaðar fyrrverandi liðsmönn-
um Frelsishers Kosovo (UCK), ættu
aðeins að gegna borgaralegu hlut-
verki. Þær ættu ekki að verða her og
vopnaeign þeirra yrði háð ströngum
takmörkunum.
Samkomulag náðist í fyrrakvöld um
stoftiun Vemdarsveita Kosovo eftir
erfiðar viðræður í Pristina milli leið-
toga UCK, embættismanna Samein-
uðu þjóðanna og yfirmanna friðar-
gæslusveitanna.
Markmiðið með samkomulaginu er
að breyta Frelsisher Kosovo í borg-
araleg samtök og veita fyrrverandi
liðsmönnum hans atvinnu. Samkvæmt
samkomulaginu var Frelsisherinn
lagður af formlega á miðnætti.
Jackson og Kouchner sögðu að
hlutverk nýju sveitanna yrði að að-
stoða almannavamayfirvöld í neyðar-
tilvikum, taka þátt í enduruppbygg-
ingunni í héraðinu og leitar- og björg-
unarstörfum.
Kouchner viðurkenndi að serbneski
minnihlutinn hefði mikiar efasemdir
um nýju sveitimar þar sem þær væm
skipaðar sömu mönnunum og börðust
gegn yfirráðum Serba yfir héraðinu.
„Eg skil að sumir, þeirra á meðal Ser-
bar, skuli ekki enn vera fullvissir um
að sveitimar gegni aðeins borgara-
legu hlutverki. En þessar sveitir mega
ekki verða her og era það ekki.“
Sarnkomulaginu lýst
sem „skrípaleik"
Júgóslavneska fréttastofan Tanjug
gagnrýndi samkomulagið, sagði það
brot á ályktun Sameinuðu þjóðanna
um Kosovo og lýstá því sem „dæma-
lausum skrípaleik“. Þúsundir al-
banskra „hryðjuverkamanna“ hefðu
verið gerðar að „málaliðum" alþjóð-
legra samtaka.
ÁSTRALAR sögðu í gær að fjöl-
þjóðlegu friðargæslusveitimar á
Austur-Tímor hefðu náð mikilvæg-
um stöðum í grennd við höfuðborg-
ina, Dili, á sitt vald án þess að mæta
mótstöðu og yrðu sendar til annarra
staða á landsvæðínu innan tíðar.
Astralskir hermenn komu til hafn-
arinnar í Dili í gær við mikinn fögn-
uð þúsunda flóttamanna sem höfðu
dvalið þar í von um að komast í
burtu vegna ofbeldisverka skæra-
liðasveita sem eru andvígar því að
Austur-Tímor fái sjálfstæði frá
Indónesíu. Talsmaður Astralíuhers
sagði að það myndi taka nokkrar
vikur að koma á friði á öllu land-
svæðinu.
„Búast má við að hermennimir
verði sendir frá Dili áður en langt
um líður,“ sagði talsmaður Astralíu-
hers, Dunean Lewis ofursti, eftir að
friðargæslusveitimar höfðu náð
höfninni í Dili og Komoro-flugvelli á
sitt vald.
Um 3.000 hermenn voru komnir
til Dili í gær en alls er ráðgert að
senda 7.500 fríðargæsluliða til
Austur-Tímor. „Friðargæslusveit-
imar hafa ekki mætt neinni mót-
spymu og her Indónesíu hefur ver-
ið mjög samvinnuþýður," sagði
Lewis.
Breskir hermenn voru einnig
sendir í byggingar Sameinuðu þjóð-
anna í Dili sem urðu fyrir árás
stuðningsmanna Indónesíustjómar
eftir að íbúar Austur-Tímor sam-
þykktu sjálfstæði með miklum
meirihluta í atkvæðagreiðslu 30.
ágúst. Starfsmenn Sameinuðu þjóð-
anna og um 1.500 flóttamenn, sem
höfðu fengið athvarf í byggingun-
um, voru neyddir til að flýja í
árásinni.
Fjórir biðu bana í gær í skotbar-
daga milli vopnaðra sveita sjálf-
stæðissinna og stuðningsmanna
Indósíustjómar um 60 km vestan
við Dili.
Talið er að skæruliðasveitir and-
stæðinga sjálfstæðis hafi myrt þús-
undir manna eftir atkvæðagreiðsl-
una í ágúst. Embættismenn Sa-
meinuðu þjóðanna telja að allt að
300.000 manns séu í felum í fjöllum
og skógum Austur-Tímor og margir
þeirra em án matvæla.
Þingið staðfesti sjálfstæði
A-Tímor
Stuðningsmenn sjálfstæðis hættu
sér út á götur Dili í gær í fyrsta sinn
frá því drápin hófust. Börn hróp-
uðu: „lifi sjálfstæðið!“
„Þótt þeir komi dálítið of seint er-
um við öll hólpin," sagði kona sem
fagnaði komu friðargæsluliðanna til
hafnarinnar í Dili. „Okkur Hður eins
og okkur hafi verið bjargað. Eg tel
ekki að við þurfum að flýja aftur.“
Stjóm Indónesíu er hins vegar
ekki eins ánægð með friðargæslu-
sveitimar þótt hún hafi fallist á
flilutun þeirra með semingi.
Indónesar hafa stjómað Austur-
Tímor með harðri hendi frá innrás
Indónesíuhers árið 1975 en koma
fjölþjóðlegu hersveitanna markar í
raun endalok yfirráða Indónesa yfir
landsvæðinu.
B.J. Habibiej forseti Indónesíu,
sakaði í gær Astrala um að hafa
bragðist of harkalega við vandanum
á Austur-Tímor en hvatti þing
landsins til að virða niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar. Þingið þarf að
staðfesta sjálfstæði Austur-Tímor.
Xanana Gusmao, leiðtogi sjálf-
stæðissina á Austur-Tímor, kvaðst í
gær vonast til þess að geta snúið
aftur til heimalandsins innan
skamms til að mynda þar stjóm
með hjálp Sameinuðu þjóðanna.
Gusmao er nú í Darwin í Astralíu,
en honum var sleppt úr fangelsi í
Indónesíu fyrir hálfum mánuði.
Reuters
Ungur Austur-Tímorbúi á spjalli við ástralskan friðargæsluliða á götu í Dili, höfúðstað A-Tímor.
Vísindaspekikirkjan veldur deilum í Frakklandi í tengslum við réttarhöld
Meðlimir ákærðir fyrir svik,
ofbeldi og skottulækningar
MarseiIIc. AFP, The Daily Telegraph.
RÉTTARHÖLDUM yfir sjö háttsettum
meðlimum Vísindaspekikirkjunnar var
fram haldið í Marseille í Frakklandi í
gær, en þeir eru sakaðir um fjársvik,
ofbeldi og skottulækningar. Um fimm-
tíu safnaðarmenn stóðu fyrir mótmæl-
um fyrir utan dómshúsið, en þeir telja
söfnuðinn sæta ofsóknum. Héldu
nokkrir mótmælendanna á borða með
áletruninni „Við erum stolt af því að
vera í Vísindaspekikirkjunni“.
Brot sjömenninganna eiga að hafa
átt sér stað á árunum 1987-1990, en
þeim er meðal annars gefið að sök að
hafa haft fé af öðrum meðlimum safn-
aðarins með því að krefjast gjalds fyrir
„andlega hreinsun“. Tíu manns lögðu
fram kæru þar að lútandi fyrir áratug
og hafði einn þeirra greitt 150 þúsund
franka (nær tvær milljónir ísl. kr.) fyrir
„lækninguna“.
Sjömenningarnir gáfu sig út fyrir að
geta læknað ýmis mein með aðferð sem
þeir kalla „sálræn vísindi". Segjast þeir
meðal annars geta „kveðið niður veik-
indi og óæskilegar tilfinningar“. Sam-
kvæmt gögnum ákæruvaldsins tóku
sjömenningarnir um 14 þúsund ísl. kr.
á klukkustund fyrir slíka meðferð og
dæmi eru um að þeir hafi krafist jafn-
virðis nær 200 þúsunda ísl. kr. fyrir
meðhöndlun „sérstakra tilfella". Eiga
þeir yfir höfði sér fimm ára fangelsi og
um 30 milljóna króna sekt, verði þeir
fundnir sekir.
Ásakanir um
trúarofsóknir
Málið hefur vakið mikla athygli í
Frakklandi. Forsprakkar Vísindaspeki-
kirkjunnar hafa mótmælt réttarhöldun-
um á þeim forsendum að um trúarof-
sóknir sé að ræða, og einnig finna þeir
að því að málsskjöl hafi horfíð í venju-
bundinni tiltekt í skjalasafni dómshúss-
ins í Marseille í lok síðasta árs. Kröfu
þeirra um að yfirheyrslum yrði frestað
vegna þessa var hafnað á mánudag.
Taldi dómarinn að umrædd skjöl hefðu
ekki skipt sköpum og að nægar vís-
bendingar lægju fyrir.
Safnaðarmenn Vísindaspekikirkjunn-
ar hafa einnig gagnrýnt stofnun nefnd-
ar, sem hafa á eftirlit með sértrúarhóp-
um. Þingmaðurinn Alain Vivien er for-
maður nefndarinnar og hefur hann lýst
því yfir að hann sé mótfallinn því að al-
mennt bann verði lagt við starfsemi
sértrúarsafnaða. Þó væri hann fylgj-
andi því að einstakir „sérstaklega
hættulegir“ hópar yrðu leystir upp, þar
á meðal Vísindaspekikirkjan og Mu-
steri sólarinnar, hvers meðlimir hafa
framið hópsjálfsvíg á undanförnum ár-
um.
Þá óttast safnaðarmenn að sjömenn-
ingarnir muni ekki njóta sannmælis
fyrir réttinum vegna óvinveittrar um-
fjöllunar fjölmiðla. Alltént er víst að
stór orð hafa verið látin falla vegna
málsins. I einu dagblaðanna á mánudag
var Vísindaspekikirkjan til dæmis köll-
uð „alræðissamkunda" og Alain Vivien
fullyrti í viðtali í síðustu viku að söfn-
uðurinn hefði „flugumann" í frönsku
forsetahöllinni og reyndi að koma með-
limum sínum inn í raðir lögreglu og
hers.
Stórgróðafyrirtæki
Vísindaspekikirkjan var stofnuð í
Los Angeles í Bandaríkjunum árið
1954, af vísindaskáldsöguhöfundinum
L. Ron Hubbard. Talið er að „kirkjan“
eigi um átta milljónir fylgismanna um
allan heim og til þeirra teljast meðal
annars Hollywood-leikararnir John
Travolta og Tom Cruise. í Frakklandi
er talið að um 30 þúsund manns séu í
söfnuðinum. Vísindaspekikirkjan veltir
milljónum Bandaríkjadala á ári og í
Frakklandi einu var gróði safnaðarins
um 50 milljónir króna árið 1989.
Reuters
Predikarinn Gaetanc Asselin mótmælir
réttarhöldunum í Marseilie, ásamt fleiri
meðlimum Vísindaspekikirkjunnar.
Er þetta í annað sinn sem háttsettir
meðlimir Vísindaspekikirkjunnar eru
dregnir fyrir dóm í Frakklandi. Fyrir
þremur árum hlutu sex safnaðarmenn
skilorðsbundna fangelsisdóma í Lyon
fyrir svipaðar sakir og nú eru upp
bornar. Einn hlaut dóm fyrir manndráp
eftir að meðlimur svipti sig lífí.
Skjöl í máli er snerti Vísindaspeki-
kirkjuna hurfu reyndar einnig úr
dómshúsinu í París fyrir ári og engin
skýring hefur fundist á hvarfi þeirra.