Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 3ö
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
YEXTIR GEGN
VERÐBÓLGU
SEÐLABANKINN greip til aðgerða fyrir helgina til að
slá á verðbólguþróunina í landinu og tilkynnti 0,6%
hækkun vaxta í viðskiptum við innlánsstofnanir. Vaxta-
hækkunin endurspeglast í almennum vöxtum banka, spari-
sjóða og annarra innlánsstofnana, sem þegar tóku að til-
kynna um vaxtahækkanir sl. mánudag.
Seðlabankinn greip til þessara aðgerða, þegar fyrir lágu
upplýsingar um talsverða aukningu útlána bankakerfisins í
ágústmánuði. Birgir Isleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri,
lét svo ummælt um vaxtahækkunina:
„Pessar tölur ollu okkur nokkrum vonbrigðum, þar sem
útlán hafa aukizt á ný í ágústmánuði. Það dró úr þeim á
tímabilinu maí til júlí, en í ágúst jukust útlán innlánsstofn-
ana um 2,3% og ef litið er á liðin útlán og markaðsskulda-
bréf er um 1,8% aukningu að ræða. Petta þýðir, að á fyrstu
átta mánuðum ársins hafa útlán og markaðsskuldabréf auk-
izt um 15,3%, en útlánin ein um 16,6%. Það er einn tilgang-
urinn með vaxtahækkun nú að sporna áfram gegn þessari
aukningu útlána, sem eru í sjálfu sér þensluvekjandi.“ Birg-
ir Isleifur bendir á, að vegna vaxandi verðbólgu hafi raun-
vextir Seðlabankans lækkað og þar með dregið úr aðhaldi
peningastefnunnar. Markmið vaxtahækkunar bankans nú sé
að draga úr eftirspurn, styrkja gengi krónunnar og þar með
stuðla að því, að það dragi úr verðbólgu á ný og að stöðug-
leiki í verðlagsmálum ríki á komandi misserum.
Vextir eru orðnir mun hærri hér á landi en í nágranna-
löndunum og því má segja, að líkur aukist á því, að stórir
lántakendur leiti fyrir sér hjá erlendum bönkum. Hins vegar
er brýn nauðsyn að grípa til aðgerða til að draga úr verð-
bólgunni og útlánaaukning bankakerfisins hefur verið mjög
mikil það sem af er árinu. Hún er orðin mun meiri en var ár-
ið 1997, þegar útlánaaukningin nam 12,7%. Útlánasprenging
varð svo árið 1998, þegar útlán jukust um nær þriðjung, eða
um 31,2%. í kjölfarið greip Seðlabankinn til aðgerða í byrj-
un þessa árs til að slá á útlánaaukninguna og lagði m.a.
lausafjárkvaðir á lánastofnanir. A rúmu ári hefur Seðla-
bankinn hækkað vexti fjórum sinnum, síðast um 0,5% í júní-
mánuði sl. Pær aðgerðir báru ekki nægilegan árangur, hvað
sem gerist nú. En það er allra hagur, ekki sízt launþega, að
verðbólguófreskjunni sé haldið í böndum eins og úlfinum
forðum.
ÁFALL FYRIR
SCHRÖDER
ÞAÐ hefur ekki blásið byrlega fyrir Gerhard Schröder,
kanslara Pýskalands, á þeim ellefu mánuðum, sem liðnir
eru frá því að stjórn hans tók við völdum. Stjórnarsamstarf
jafnaðarmanna og Græningja hefur einkennst af erjum og á
köflum virst tvísýnt um framhald þess. Ekki hefur bætt úr
skák að pólitísk átök í Pýskalandi hafa að miklu leyti farið
fram innan stjórnarflokkanna tveggja og fyrr á árinu sagði
Oskar Lafontaine af sér embætti fjármálaráðherra, en sam-
starf hans og kanslarans hafði vægast sagt verið stirt.
Arftaki Lafontaines í fjármálaráðuneytinu, Hans Eichel,
reynir nú að knýja í gegn umfangsmikil niðurskurðaráform
sem mikill styr stendur um innan Jafnaðarmannaflokksins.
Tillögur Eichels fela í sér gífurlegan niðurskurð ríkisút-
gjalda á næstu árum. Pótt sá niðurskurður kunni að vera
nauðsynlegur og gangi að mati margra sérfræðinga síst of
langt hefur stjórninni ekki tekist að sannfæra kjósendur um
mikilvægi hans. I hverjum kosningunum á fætur öðrum hafa
jafnaðarmenn misst fylgi, nú síðast í Saxlandi þar sem
flokkurinn hlaut verstu útkomu sína í kosningum frá
stríðslokum.
Nokkuð er síðan stjórnin missti meirihluta sinn í Sam-
bandsráðinu, efri deild þingsins, þar sem fulltrúar sam-
bandslanda Pýskalands eiga fulltrúa. Þar með getur stjórnin
ekki komið lagasetningu í gegnum þingið upp á eigin spýtur.
Haldi þessi þróun áfram gæti farið að hitna undir
Schröder. Ekki síst líta menn til kosninga í Nordrhein-
Westphalen á næsta ári í því sambandi, en það hefur lengi
verið eitt höfuðvígi þýskra jafnaðarmanna. Pýskaland er öfl-
ugasta efnahagsveldi Evrópu og hefur í hyggju að auka póli-
tískt vægi sitt verulega. Sá djúplægi kerfisvandi, sem þýskt
efnahagskerfi á við að etja, gæti hins vegar torveldað þau
áform.
Loftið á
Bifröst er
þrungið
upplýsingnm
Samvinnuháskólinn á Bifröst hefur
fyrstur háskóla á Islandi fartölvuvætt skóla-
starfíð samkvæmt fyrirmynd ýmissa betri
viðskiptaháskóla í Bandaríkjunum.
_____Asdfs Haraldsdóttir kynnti sér_
athyglisvert og framsækið háskólasamfélag
á þessum fagrastað í Norðurárdal
í Borffarfírði.
ALLIR eru niðursokknir að
fylgjast með fyrirlestri þeg-
ar Runólfur Ágústsson,
rektor Samvinnuháskólans
á Bifröst, sýnir blaðamanni inn í fyr-
irlestrasalinn árla morguns. Þar sitja
um 80 nemendur og flestir eru með
fartölvur á borðinu fyrir framan sig.
Þetta er vissulega óvenjuleg sjón, en
fartölvuvæðing skólans er orðin að
veruleika frá og með þessu skólaári
og ekki nóg með það. Öll tölvusam-
skipti eru þráðlaus innan
háskólasvæðisins.
Samvinnuháskólinn á
allan hugbúnað, forrit og
samskiptabúnaðinn, net-
þjón og átta örbylgju-
senda sem dreifðir eru
um allt svæðið. Nemend-
ur og kennarar komast í
þráðlaust samband við
net skólans og Intemetið
hvar sem er á svæðinu og
stilla tölvurnar sig inn á
þann sendi sem gefur
besta tengingu eftir því
hvar þeir em staddir. Nú
eru um 70% nemenda
komin með fartölvur og
fjölgar þeim dag frá degi.
Samvinnuháskólinn gerði sam-
starfssamning við Opin kerfi, sem
selja nemendunum HP-fartölvur á
tilboðsverði; Icecom, sem sérhæfir
sig í þráðlausum samskiptum;
Concorde Axapta á Islandi, sem gef-
ur Axapta-viðskiptaforritið fyrir
hverja fartölvu nemendanna; og Tal,
sem setti upp nýjan GSM-sendi á
svæðinu.
Prófúrlausnir unnar í fartölvum
„Hugmyndin um þráðlaust net-
kerfi á skólasvæðinu þróaðist eftir að
við fórum að lenda í vandræðum
vegna próftöku nemenda," segir
Runólfur. „Nú orðið er gífurlegt
magn upplýsinga á Netinu og í próf-
um þurfa nemendur að hafa aðgang
að þeim. Nemendur eiga að taka með
sér öll gögn í prófin því kennslan hér
felst ekki í að kenna fólki utanbókar-
lærdóm heldur að þjálfa það til að
bregðast við aðstæðum, leysa vanda-
mál og vita hvar hægt er að nálgast
upplýsingar. Áður þurftum við því oft
að prófa í tölvuverum en þar var tak-
markaður fjöldi af tölvum svo ekki
komust allir inn í einu. Nú býst ég við
að mörg próf verði tekin á fartölvurn-
ar.
En fartölvurnar og þráðlaus að-
gangur að upplýsingum nýtist auðvit-
að í öllu skólastarfinu. Sem dæmi má
nefna að orðið er mjög auðvelt fyrir
nemendur að nálgast greinar um hin
fjölbreyttustu málefni. Við erum til
dæmis áskrifendur að gagnagrunni
sem hefur að geyma 1.100 helstu við-
skiptatímarit í heimi. Þar er hægt að
slá inn leitarorð og fá allar greinar
upp sem skrifaðar hafa verið um mál-
ið í þessum tímaritum. Auk þess er
auðvelt að nálgast lagasafnið á Net-
inu og fleira. Síðast en ekki síst hafa
nemendur alltaf aðgang að öllum fyr-
irlestrum hvar og hvenær sem er.“
Fyrirmyndin sótt til Bandaríkjanna
Runólfur segir þennan frjálsa að-
gang að upplýsingum gjörbylta öllu
skólastarfinu.
„Fyiirmyndina er að finna í mörg-
um betri viðskiptaháskólum í Banda-
ríkjunum. Þeir hafa flestir fartölvu-
væðst fyrir nokkrum
árum. Þar er litið svo á
að tölva sé atvinnutæki
fólks sem stundar við-
skipti, alveg eins og
hljóðfæri er atvinnu-
tæki hljóðfæraleikara.
Þeir sem stunda við-
skipti verða að kunna á
þetta tæki og geta nýtt
sér alla möguleika
þess.
Okkur leist vel á
þessar hugmyndir og
ákváðum að fylgja í
kjölfarið. Við sáum
gildi þess að nemendur
gætu tengst Netinu og
neti skólans hvar sem
þeir væru staddir á skólasvæðinu. En
við búum við önnur skilyrði en aðrir
viðskiptaháskólar. Fólk býr mjög
þétt, enda búa langflestir nemenda
okkar hér á nemendagörðum. Samt
sem áður hefði þurft um 3,8 km af
tölvulögnum hefði verið ákveðið að
hafa lagnir. En við fréttum af þessari
þráðlausu lausn hjá háskóla í Bret-
landi og sáum að hún mundi henta
okkur vel. Nú má segja að kerfið
okkar jafnist á við það sem best ger-
ist í viðskiptaháskólum erlendis.
Kerfið tryggir nemendum algjöran
hreyfanleika. Nú geta þeir unnið á
tölvunum hvar sem er, hvort sem er í
fyrirlestrum, í verkefnatímum eða
heima hjá sér. Alltaf hafa þeir greið-
an aðgang að nauðsynlegum upplýs-
ingum. Aður þurfti fólk að koma
hingað í skólahúsið á kvöldin til að
komast í tölvur og lenti oft í biðröð
eftir að komast að. Nú er loftið hér á
Bifröst þrungið af upplýsingum,"
segir Runólfur.
Allir fyrirlestrar eru settir inn á
net skólans. Nemendur geta kallað
þá upp, jafvel á meðan kennarinn
heldur fyrirlesturinn, og haft hann
fyrir framan sig á meðan. Margir
bæta sínum eigin glósum inn á og
vista hann síðan sem sitt skjal.
Þannig hafa þeir fyrirlesturinn ávallt
á reiðum höndum ásamt glósunum.
Áður voru gögnin ljósrituð og þeim
dreift í upphafi fyrirlestrar.
Þeir sem búa utan Bifrastarsvæð-
isins og ná ekki þráðlausu sambandi
þangað þurfa að hringja inn og tengj-
ast þannig, hvort sem er með farsíma
eða venjulegum síma. En þeir sem
búa á nemendagörðum þurfa ekki að
greiða símakostnað við að tengjast
Internetinu eða neti skólans. Að-
Runólfur Ágústsson
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Nemendur niðursokknir á fyrir-
lestri. Inni í fyrirlestrasalnum
eru þrír sendar, enda getur álag-
ið orðið mikið þar þegar um 80
tölvur eru í gangi í einu.
sér margra milljóna króna virði.
Nemendur bera ákveðinn hluta af
kostnaði sjálfir með því að kaupa sín-
ar eigin fartölvur."
Runólfur telur að þetta tölvukerfi
verði ekki dýrara en gamla kerfið
þegar tO lengri tíma er litið. Við-
haldskostnaður minnkar mikið þegar
allir kaplarnir eru famir. Einnig átti
háskólinn áður allar tölvur í skóla-
húsnæðinu sjálfur en nú eiga nem-
endur hver sína tölvu. Tölvurnar end-
ast betur þegar aðeins einn er um
hverja tölvu. Dreifikerfið sjálft er aft-
ur á móti dýrara nú.
Engin vandamál
Gert var ráð fyrir að reka nýja og
gamla kerfið samhliða til áramóta.
Reyndin er sú að á fyrstu vikum
skólastarfsins er verið að leggja
gamla kerfið tO hliðar að því undan-
skOdu að rekið er áfram eitt tölvuver
með tæplega tuttugu tölvum fyrir þá
nemendur sem enn hafa ekki keypt
sínar eigin tölvur. „Við urðum óskap-
lega hissa þegar allt virkaði sem
virka átti þegar nýja kerfið var tekið
í notkun. Við ýttum á „on“ og allt fór
í gang. Engin vandamál hafa komið
upp og í ljós kom að áhyggjurnar
sem við erum búin að hafa yfir þessu
í allt sumar voru algerlega óþarfar.
Allir virðast ánægðir, bæði nemend-
ur og kennarar.
Nýting á tíma og rými er miklu
betri. Nú eru öll herbergi skólans
orðin tölvustofur, því hvar sem er
getur þú opnað tölvuna og ert kom-
inn í samband. Samband komst á hér
um miðjan ágúst og allt gekk vel þeg-
ar það var prófað. Stóra spurningin
var hvernig það mundi virka undir
miklu álagi þegar 80 til 100 tölvur
væru í gangi í einu. En sem sagt eng-
in vandamál. Svo eru nemendur okk-
ar vanir því að við séum að hrella þá
með alls kyns nýjungum svo ekkert
kemur þeim á óvart.“
Nemendur á Bifröst eru á aldrin-
um 21 til 50 ára og er meðalaldur um
29 ár. Meðalaldur kennara er ekki
miklu hæn-i eða um 35 ár. Á Bifröst
er nú að myndast lítið háskólaþorp
og eru íbúar þess nú um 300. Nem-
endur reka litla verslun og bráðlega
verður opnað kaffihús á svæðinu.
Einnig verður líkamsræktaraðstaða
fljótlega opnuð þar sem meðal annars
verða heitir pottar og vaðlaug fyrir
börn. Síðustu nemendagarðar voru
teknir í notkun fyrir tveimur árum en
fyrirhugað er að hefja byggingu
nýrra bústaða fljótlega. Um 30 börn
eru á leikskólanum Hraunborg sem
er rétt fyrir ofan nemendabústaðina
en eldri börnin fara í Grunnskólann á
Varmalandi. Þangað er þeim ekið í
skólabíl og þar fá þau mat í hádeginu
og koma heim síðdegis. „Þrátt fyrir
að námið sé strangt er margt sem
gerir Bifröst að fjölskylduvænum
skóla, „ segir Runólfur. „Aðstæður
eru betri en víða annars staðar fyrir
fólk sem vill stunda strangt nám eftir
að það hefur komið upp fjölskyldu.
Sífellt er reynt að bæta þjónustuna
við íbúana og stefnt er að því að þetta
verði sjálfbært samfélag þar sem fólk
getur bæði eflt andann og líkamann.“
Agnarsmáum loftnetum er komið fyrir í fartölvunum. Allt sem þarf til
að vera í góðu sambandi á háskólasvæðinu.
gangurinn að Internetinu er innifal-
inn í skólagjöldunum og símakostn-
aður vegna þess leggst því allur á
skólann.
„Þar erum við mun verr sett en há-
skólarnir í Reykjavík þvl við borgum
kílómetragjald af leigulínum," segir
Runólfur.
Fartölva verður skilyrði
fyrir skólavist
Á þessu fyrsta ári hefur ekki verið
sett sem skilyrði fyrir skólavist að
hafa fartölvu. Enn er því eitt tölvuver
í notkun. Runólfur segist gera ráð
fyrir að strax næsta vetur verði far-
tölvueign gerð að skilyrði. Áfram
verður leitast við að bjóða nemendum
upp á góð tilboð við tölvukaupin.
Ekkert er eOíft á tölvuöld og segir
Runólfur að búast megi við að endur-
skoða þurfi kerfið eftir tvö ár. Hann
telur möguleikana sem opnast nú
óþrjótandi og skólinn muni leitast við
að innleiða nýjustu tækni í allt skóla-
starfið. Eitt af meginmarkmiðum við-
skiptaháskólans á Bifröst er einmitt
að nota upplýsingatækni á markviss-
an hátt í kennslu. Auk þess er lögð
áhersla á hópstarf og samvinnu nem-
enda, raunhæf verkefni og tengsl við
atvinnulífið og á alþjóðleika. Sá þátt-
ur fer vaxandi og fer nú kennsla efth'
áramót á þriðja ári til BS-gráðu al-
farið fram á ensku. Þá er skólinn í
samvinnu við erlenda háskóla um
nemendaskipti.
„Það er markmið okkar að vera í
fremstu röð íslenskra háskóla í upp-
lýsingatækni. Hér er lögð mikil
áhersla á að þjálfa nemendur á þessu
sviði vegna þess að upplýsingatæknin
er orðin nauðsynlegur þáttur í allri
þekkingarleit. Skólastarf án upplýs-
ingatækni er varla hugsanlegt nú.
Ohætt er að segja að framtíðar-
möguleikarnir séu fyrst og fremst
fólgnir í að fylgjast vel með og að
skólinn tileinki sér allar nýjungar.
Við lítum svo á að viðskiptavinir okk-
ar séu tveir, annars vegar nemend-
urnir og hins vegar atvinnulífið. Við
reynum að tryggja nemendunum
góða vinnuaðstöðu og að innihald
námsins sé gott. Hins vegar þurfum
við að tryggja atvinnulífinu góða og
eftirsótta starfskrafta og sú virðist
vera raunin."
Runólfur segir erfitt að meta end-
anlegan kostnað háskólans við upp-
lýsingakerfið en kostnaður við að
setja það upp nemur alls um 40 millj-
ónum króna. Aðeins lítið brot af því
kemur sem beinn kostnaður fyrir
skólann. „Samstarfsfyrirtæki okkar
og styrktaraðilar hafa tekið á sig
verulegan hluta af þessum kostnaði
pg til dæmis gaf Concorde Axapta á
Islandi Axapta-viðskiptahugbúnað á
hverja fartölvu og er sú gjöf ein og
Á BIFRÖST
Netþjónn heldur utan
um allar upplýsingar
fartölvu sendir
skilaboðin áfram...
ÞRÁÐLAUST
Yfírmaður lagadeildar Ráðs ESB á hádegis-
verðarfundi LMFI og utanríkisráðuneytisins
Óraunhæft að ætla
að Evrópusamband-
ið verði ríki
Morgunblaðið/Þorkell
Jean-Claude Piris: „Evrópusambandið er algerlega háð aðildarríkjunum
þegar kemur að því að framkvæma það sem gert er í nafni þess.“
JEAN-CLAUDE PIRIS, yfir-
maður lagadeildar Ráðs ESB
og lögfræðilegur ráðgjafi ráð-
herraráðsins, hélt erindi á há-
degisverðarfundi sem Lögmannafélag
íslands (LMFÍ) og utanríkisráðu-
neytið efndu til á mánudag. Piris er af
frönsku þjóðerni og hefur gegnt fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum í franskri
stjómsýslu, hjá OECD og Evrópu-
sambandinu. Hann var meðal annars
lögfræðilegur ráðgjafi við gerð Ma-
astricht- og Amsterdam-sáttmálans
sem fólu í sér breytingar á Rómar-
sáttmálanum, stofnsáttmála Evrópu-
sambandsins. Piris hefur ennfremur
verið fulltrúi ráðherraráðsins í fjöl-
mörgum málum sem flutt hafa verið
fyrir Evrópudómstólnum í Lúxem-
borg.
í erindi sínu velti Piris fyrir sér
hvort þróun Evrópuréttarins væri í
átt til myndunar sambandsríkis í Evr-
ópu eða hvort líklegt væri að Evrópu-
sambandið þróaðist á þann veg í fyr-
irsjáanlegri framtíð. Þrátt fyrir að
Evrópusambandið hafi ýmis einkenni
fullvalda ríkis fer að mati Piris fjarri
þvi að það uppfylli öll skilyrði þess að
geta kallast ríki. Hann telur einnig að
afar ólíklegt sé að Evrópusambandið
muni gera það í framtíðinni.
Ríkin eru „herrar sáttmálanna“
I upphafi máls tók Piris fram að
hann talaði sem einstaklingur en ekki
sem embættismaður Evrópusam-
bandsins. Hann vék síðan að sérstöðu
Evrópusambandsins og áréttaði að
það væri annað og meira en hefð-
bundin alþjóðasamtök. Þeir sáttmálar
sem ESB byggðist á væru eðlisólíkir
hefðbundnum millríkjasáttmálum að
því leyti að stofnanir ESB nytu sjálf-
stæðis og hefðu vald til að setja regl-
ur sem hefðu bein laga- og réttaráhrif
í aðildarríkjunum og forgang fram yf-
ir landsrétt.
I öðru lagi benti hann á að
stofnsáttmálar ESB hefðu ýmis ein-
kenni sem finna mætti í stjómar-
skrám aðildarríkjanna. Þeir væru
grundvallaðir á hugmyndum réttar-
ríkisins og Evrópurétturinn væri
sjálfstætt réttai-kerfi. Sáttmálarnir
væru, eins og Evrópudómstóllinn hafí
bent á, „stjórnlagalegur sáttmáli"
ESB.
„Þrátt fyrir að ESB hafi þannig
mörg einkenni ríkis er það að mínu
mati langt frá því að vera eiginlegt
sambandsríki. Evrópusambandið hef-
ur ekki á valdi sínu þau tæki sem það
þyrftí að hafa til að kalla mætti það
ríki. I fyrsta lagi er framkvæmd og
túlkun Evrópuréttar í flestum tilvik-
um í höndum dómstóla í aðildarríkj:
unum en ekki Evrópudómstólsins. í
öðru lagi hefur ESB ekki yfir að ráða
þeim fjárhagslega styrk sem því bæri
ef ætti að vera hægt að kalla það ríki.
Fjárlög Evrópusambandsins era að-
eins rétt rúmlega 1% af samanlögðum
ríkisútgjöldum aðildarrílg'anna. I
þriðja lagi hefur ESB ekki yfir að
ráða nema litlum hluta af fjölda þess
starfsfólks sem venjulegt ríki hefur
yfir að ráða. Starfsmenn ESB eru
t.a.m. aðeins helmingur af borgar-
starfsmönnum Parísarborgar. Og í
fjórða lagi hefur Evrópusambandið
hvorki her né lögreglu og er þar af
leiðandi háð aðildarríkjunum um
þessa hluti. Af þessu má sjá að Evr-
ópusambandið er og verður algerlega
háð aðildai'ríkjunum þegar kemur að
því að framkvæma það sem gert er í
nafni þess,“ sagði Piris.
Til viðbótar ofangi’eindum atriðum
nefndi Ph'is að grandvallarmunur
væri á Evrópusambandinu og ein-
stökum aðildarríkjum að því leyti að
ekki væri til evrópskt þjóðemi, að
ESB hefði ekkert fullveldi og tak-
markað vald til að koma fram sem
gerandi á alþjóðavettvangi. „Stofn-
sáttmálarnir byggjast á þeiiri for-
sendu að innan ESB era 15 þjóðir og
Evrópusambandið hefur ekkert vald
annað en það sem því hefur skýrt og
greinilega verið veitt í sáttmálunum.
Fullveldi ríkis felst í því að það hefur
sjálft vald til að ákvarða og skilgreina
valdsvið sitt. Þetta hefur Evrópusam-
bandið ekki og sama á við um getu
þess til að koma fram í samskiptum
ríkja á alþjóðavettvangi.“
Ennfremur benti Piris á að mikil-
vægt væri að hafa í huga að Evrópu-
sambandið hefði ekki þegið vald sitt
beint úr hendi þegna ríkjanna. ESB
hefði fengið allt vald sitt frá aðildar-
ríkjunum og þau væm þar af leiðandi
„herrar sáttmálanna", en ekki al-
menningur í aðildarrfkjunum beint og
milliliðalaust.
Ekki raunhæfur möguleiki
Að mati Piris fer fjarri því að þróun
ESB bendi eindregið í átt til myndun-
ar ríkis í eiginlegum skilningi. „Það er
enginn raunhæfur möguleiki á því í
fyrirsjáanlegri framtíð vegna þess að
ríkin eru ekki tilbúin að breyta sátt-
málunum í þá veru að ESB verði ríki.
Ástæðan er sú að til þess að það
mætti verða þyrftu ríkin fyrst að
svara nokkram mjög erfiðum spurn-
ingum. I fyrsta lagi er það spurningin
um valddreifingu milli Evrópusam-
bandsins og aðildarríkjanna. Því hef-
ur verið haldið fram að Evrópudóm-
stóllinn hafi notað aðstöðu sína til að
færa sameiginlegum stofnunum
meira vald á kostnað aðOdarríkjanna.
Þetta átti við áður fyrr en hefur
breyst á síðasta áratug, en þó einkum
á síðustu 5 árum. Bæði í Maastrieht-
sáttmálanum og Amsterdam-sáttmál-
unum má finna ákvæði sem miða að
því að standa vörð um fullveldi aðild-
arríkjanna. Á ýmsum sviðum hefur
samræming laga þannig verið útilok-
uð. Dómstóllinn hefur einnig á síðustu
árum reynt að gæta þess að mörk
mUli valdsviða ESB og aðildarríkj-
anna séu virt. Eg tel þó að mjög erfitt
sé að ákvarða þessi mörk mjög skýrt
vegna sérstöðu Evrópuréttarins og
þeirrar staðreyndar að hann er „sinn-
ar tegundar."
Annað vandamál sem Piris nefndi í
þessu sambandi er að aðildarríkin
myndu eiga ei'fitt með að koma sér
saman um að skapa raunveralegt
stjómkerfi fyrir ESB. Stofnanakerfi
Evrópusambandsins sé byggt á að-
greiningu valdsins en stofnanir þess
samsvari ekki stjórnkerfi í lýðræðis-
ríki. Raunveruleg ríkisstjóm þurfi að 9
hafa lýðræðislegt umboð og vandinn
fyrir aðildarríkin felist í því að koma
sér saman um aðferð til að mynda
þetta umboð og ákveða hvaða stofn-
anh' eigi að koma þar við sögu.
Piris telur einnig að ríkin ættu
erfitt með að koma sér saman um að
veita Evrópusambandinu vald til að
koma fram fyrir þeirra hönd á al-
þjóðavettvangi. Á þeim tíma sem
gerð Amsterdam-sáttmálans stóð yfir
hafi komið skýrt fram að aðildarríkin
eru ekki reiðubúin að gera þetta.
Ennfremur sé það ljóst að ríkin yrðu
treg til að gefa eftir vald sitt sem
„herrar sáttmálans" tO almennings í
aðOdarríkjunum. Að mati hans er
óraunhæft að ætla að þegnar aðildar--,
ríkjanna muni fá tækifæri til að kjósa
um, með eða á móti, stjórnarskrá fyr-
ir Evrópusambandið.
Verkefni framtíðarinnar
að leita jafnvægis
Um þessar mundir er í undirbún-
ingi ný ríkjaráðstefna um endurskoð-
un stofnsáttmálanna, sem mun hefj-
ast í Lissabon á næsta ári. Piris segir
að á dagskrá ráðstefnunnar séu eink-
um atriði er tengjast stækkun Evr-
ópusambandsins og að myndun ríkis í
Evrópu sé þar ekki á dagskrá. Hann
segist fylgjandi þeim sem vOja koma
á gagngerum umbótum á stofnana-
kerfi Evrópudsambandsins en að það
feli ekki í sér að ESB þróist í átt tii
ríkis. „Að mínu mati stefnir Evrópu-
sambandið ekki að því að verða sam-
bandsríki eða að því að afmá aðOdar-
ríkin sem mynda það. Hins vegar hef-
ur Evrópusambandið orðið annað og
meira en miOiríkjasamtök og hefur
ekki einungis víðtækt vald til að taka
ákvarðanir er varða ríkin sem heildir,
heldur einnig einstaklinga innan ríkj-
anna. Þess vegna er brýnt að ESB
styðjist við skýrar reglur sem vernda
hagsmuni bæði ríkjanna og þegna
þeirra svo að tryggt sé að ákvarðanir
sameiginlegra stofnana séu teknai'
með hugsjónir réttarríkisins, lýðræð-
is og mannréttinda að leiðarljósi.
Þetta er hið raunverulega verkefni
framtíðarinnar, ekki að skapa evr-.
ópskt yfimki heldur reyna að leita að
jafnvæginu milli þess að virða hags-
muni ríkjanna og mæta þeim kröfum
sem alþjóðavæðingin gerir til þeirra
og ekkert þein-a getur svai’að eití
síns liðs ,“ sagði Piris að lokum.