Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Islenska gullæðið I eina tíð þótti fremur neikvætt að græða. Nú erþað mjögjákvætt. Og það besta erauðvitað aðþettajá- kvæða viðhorfgagnvartgróða hefur gertfólki kleift að breyta umhverfi sínu á svo sáraeinfaldan hátt. Það telst víst fram- úrskarandi gamal- dags að standa í þeirri fráleitu trú að með því að hafa skoðanir á samfélaginu megi hafa áhrif á það. Enginn getur haft áhrif á samfélagið í dag, það er sjálfstætt fyrirbæri sem lýtur sínum eigin lögmálum, enda er allt eins og það á að vera, þó að á tilteknu sviði sé hægt að gára vatnið ef menn hafa kunnáttu til þess; það er hægt að græða peninga. Hið eina sem þarf til að græða pen- inga er að hafa vit á því eðla fyr- VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson irbæri, pen- ingamarkað- inum. Kunna á hlutabréfin og markaðinn. I eina tíð þótti fremur neikvætt að græða. Nú er það mjög jákvætt. Og það besta er auðvitað að þetta já- kvæða viðhorf gagnvart gróða hefur gert fólki kleift að breyta umhverfí sínu á svo sáraeinfald- an hátt. Fyrst byrjar maður á því að græða peninga sem er enginn vandi og fyrir peningana er hægt að kaupa alls kyns breytingar. Peningana notar maður auðvitað bara fyrir sig og sína, þetta er manns eigin gróði ekki annaira, enda er hvers konar sameiginleg neysla hálf- hlægileg; ef þú vilt breyta þínu umhverfí geturðu bara farið og grætt þína eigin peninga. Það er nóg af þeim, það er bara að kunna á þá og vita hvemig mað- ur á að beina þeim til sín. Stærsta áróðursbragð samfé- lagsins á seinni árum er fólgið í þessari hugmynd um hreyfiafl hlutanna, peningana sem í land- inu liggja. Það væri eiginlega bráðfyndið ef það væri ekki hálfdapurlegt líka að löngu eftir að síðasta Ameríkanann með fullu viti hætti að dreyma amer- íska drauminn þá göngum við hér uppi á Islandi um í draum- kenndu ástandi og trúum því að hér megi endalaust græða pen- inga. Kannski er það svo, kannski er endalaust hægt að græða peninga, en blekkingin er þá fólgin í þeirri trú að allir eigi jafnan aðgang að hinum mikla gróða. Hér geisar gul- læði. Hér ríkir sú sannfæring að allir muni fínna gull. Þeir sem ekki eru þegar búnir að finna það steypa sér í himinháar skuldir í þeirri fullvissu að gull- ið muni þeir finna áður en kem- ur að skuldadögum. Hér ríkir orðið það merkilega viðhorf að þeir sem ekki kunna að græða séu einfaldlega fífl. Þeir sem leggja sig niður við kennslu til að lifa á því eru fífl, þeir sem leggja sig niður við að gæta bama til að lifa á því eru fífl, þeir sem yfirhöfuð leggja sig niður við að vinna láglaunastörf til að lifa á þeim eru fífl, því allir aðrir hafa vit á því að gera eitt- hvað annað ábatasamara. Til að halda vitsmunalegri reisn sinni verða þeir sem láglaunastörfun- um sinna að geta réttlætt til- veru sína með því að láta líta svo út sem þetta sé aukastarf, hinar raunverulegu tekjur, gróðinn, komi annars staðar frá. Svo er komið að undirstöð- umar þrjár, framleiðslan, menntunin og umönnunin, eru orðin að hálfvandræðalegu fyr- irbæri í samfélagi okkar; þetta sem allt byggir á og við treyst- um fyrir hvorutveggja afkomu okkar og uppeldi bama okkar (að miklu leyti) eru í hugskoti flestra orðin að starfsvettvangi þeirra sem hafa ekki vit eða getu til að halda sig annars staðar. Kannski býsna stór orð en hvers vegna em þessi störf _ þá ekki launuð að verðleikum? I hvert sinn sem þessari spum- ingu er hreyft hrista landsfeð- umir höfuðið af góðlátlegu um- burðarlyndi og minna á verðbólguna sem vofir yfir eins og fyrirheit um alíslenska mar- tröð sem tæki við af draumnum góða. Hið nútímalega viðhorf gerir ekki ráð fyrir að samfélagsleg fyrirbæri séu skoðuð í stærra samhengi. Nútíminn gerir ráð fyrir, gerir nánast kröfu um, að fólk sérhæfi sig á tilteknu sviði, mjög afmörkuðu. Þetta nær til skoðananna einnig. Menn eiga að sérhæfa sig í skoðunum sín- um, þrengja þær niður á mjög afmarkað svið og gefa sér for- sendur innan þess sviðs og var- ast að leita uppi ástæður utan síns tiltekna sérsviðs. Þess vegna á ekki að leita svara við vaxandi verðbólgu í pólitískri hugmyndafræði tiltekinna stjómmálaflokka. Svörin á að finna í kröfugerð einstakra þjóðfélagshópa, svörin á að finna í óánægju þeirra sem hafa ekki lært listina að græða og hafa ekki sætt sig við hlutskipti sitt. Það er ekki í tísku að spyrja stórra spurninga um samfélagið eða skipulag þess. Samfélagið er réttlátt og gott eins og það er. Innan þess em að visu mis- fellur, en þær má lagfæra, eða a.m.k. hafa skoðun á þeim án þess að setja eitt allsherjar spurningarmerki við hið stóra samhengi. Um leið og byrjað er að spyrja spurninga um samfé- lagið í heild sinni, gera athuga- semdir við grundvallarstofnanir þess og velta fyrir sér hvers vegna tilteknar mannlegar gjörðir eru oftar en ekki rædd- ar á sama plani og náttúmlög- mál eða guðleg fyrirbæri er hætta á að slíkt verði túlkað sem áróður í einhverri mynd nema yfir því hvfli eins konar afstæðistónn; spyrjandinn læt- ur koma skýrt fram að hann sé að velta þessu fyrir sér á svip- uðum nótum og hvort líf sé eftir dauðann, því getur auðvitað enginn svarað en allir fá samt svar við því að lokum, án þess að geta miðlað því áfram. Það er m.ö.o. nauðsynlegt að reifa svo róttækar spumingar þannig að fulljóst sé að spyrjandanum gangi ekkert annað til en hlut- laus forvitni, svarið sé í sjálfu sér aukaatriði, það er spuming- in sjálf sem er svona í sjálfu sér býsna athyglisverð. Svona út af fyrir sig. Tillaga til laga um stjórn fiskveiða HVERT mannsbam sem fæðist í þennan heim veit í fyrstu harla lítið um lífið og tilver- una, en eftir því sem ámnum fjölgar á þekk- ing okkar að aukast í réttu hlutfalli við þá reynslu sem við verð- um fyrir. Þannig var upphafið í grein sem ég skrifaði í febrúar á þessu ári og á enn við í þessu máli. Sú þekking og reynsla sem ég hef hlotið á 34 ára sjó- mannsferli hlýtur að vikta eitthvað í sam- bandi við sjávarútveg, og sú fullyrðing að við höfum farið út af sporinu í sambandi við vemdun fiskistofna, er ekki lengur efi heldur vissa. Það er einfaldlega ekki hægt að laga fiskistofna eftir hagkerfinu heldur á þetta að vera öfugt „hag- kerfi em löguð til eftir ytri aðstæð- um í náttúrunni“,^ skaparinn ræður einfaldlega alltaf. Ég gæti ritað langt mál um fiskveiðimál og þau mistök sem við höfum gert og jafnframt það sem vel hefur verið gert, en eitt er Ijóst að stokka þarf upp á nýtt í lög- um um stjóm fiskveiða. Hér er svo tillaga mín en hana má eflaust laga eitthvað til að hætti hússins (LIÚ); 1. grein: Öllum réttbomum Is- lendingum skal tryggður réttur til að stunda þann atvinnurekstur sem nefnist fiskveiðar innan íslenskrar fiskveiðilögsögu sem er 200 sjómflur frá ströndum Islands. Markmið laga þessara er að stuðla að sjálfbærri nýtingu allra nytjastoíha við strend- ur landsins, þannig að sem mest hag- ræði og farsælust búseta megi fara saman hveiju sinni. 2. grein: Hver sá er hefur til þess skip sem uppfyllir reglur um haffæri og hlítir reglum um vemdun fiskist- ofna má róa til fiskjar og selja hann hæstbjóðanda, enda í'ari afli á mark- að innanlands. 3. Heildar brúttó i’úmlestartala fiskiskipa sem stunda veiðar á botn- lægum fiski í íslenskri lögsögu hveiju sinni, skal aldrei vera meiri en sem nemur helmingi af úthlutuðu heildarmagni í tonnum af þorski á ári hveiju. Alla aukningu aflaheimilda skal nýliðun í greininni hafa forgang um að hljóta, en ef ekki er sótt um allt það magn sem aukning hijóðar uppá, skal deila henni á þá sem fyrir eru samkvæmt reglu hér á undan. 4. grein: Öll skip er stunda veiðar á svonefndum uppsjáv- arafiski (nótaskip og þau skip er veiða með flotvörpu uppsjávar- fisk) skulu eingöngu hafa leyfi til siíkra veiða og ekki nytja úr öðmm stofnum, enda sé sá floti ekki stærri en svo að hann teljist sjálfbær til slíkra nota. Skal af- lanefnd ályktaJiar um. 5. grein: Ar hvert skal ákveðið hvaða magn skal veitt af hverri tegund og skal vera sérstök nefnd sem úrskurðar þar um. Skal nefnd þessi kallast af- lanefnd. I nefnd þessari skulu eiga sæti 3 menn frá sjómönnum, 3 menn frá útgerðum, 3 menn frá Hafrann- Sjávarútvegur Pað er einfaldlega ekki hægt að laga fiskistofna eftir hagkerfinu, segir Svavar R. Guðnason, heldur á það að vera öfugt. sóknarstofhun og 3 menn úr sjávar- útvegsnefnd Alþingis. Skal ákvörðun þessarar nefndar vera endanleg. 6. grein: Allur afli skal veginn á löggiltri vikt um leið og honum er landað, einnig er skylt að koma með allan afla að landi sem fæst í veiði- ferð að viðlagðri refsingu sem um getur í 11. grein þessara laga. 7. grein: Af öllum afla ber að greiða 10% gjald sem fer til reksturs Fiskistofu, Landhelgisgæslu, Sigl- ingastofnunar, Slysavamafélags Is- lands og annarra stofnana sem tengdar eru sjávarútvegi og skal af- lanefnd ákvarða þar um. 8. grein: Skipum þeim er stunda veiðar með botnvöi’pu, skal ekki heimilt að veiða nær landi en 30 sjó- mflur. Þó skal heimilt að leyfa rækju- veiðar með og án skflju eftir umsögn aflanefndar. 9. gi'ein: Hveiju skipi er veiðii' í ís- lenskri lögsögu botnlægan fisk, er sjálfgefið að fá í sinn hlut þorsk í tonnum til jafns við brúttó rúmlesta- tölu skipsins, einnig skal helming af öðrum tegundum skipt með sömu reglu. Þeim helming sem eftir verður skal skipt þannig að þau skip er stunda veiðar með línu eða handfæri fái hluta en önnur skip afganginn. 10. grein: Fari skip til veiða á önn- ur hafsvæði skal veiðileyfi þess lagt inn til geymslu. Þannig má næsti rétthafi eða rétthafar nýta það pláss sem skapast við brotthvarf brúttór- úmlesta úr lögsögunni. Ekki má leggja inn rétt til skemmri tíma en 3 mánaða, en að þeim tíma Hðnum má fyrri rétthafi endurheimta veiðileyfi sitt aftur, skal þá rýmt til fyrir fyni rétthafa á kostnað þeirra er inn komu. 11. grein: Aldrei má taka greiðslu né önnur verðmæti, hveiju nafni sem það kann að nefnast fyrir veiðileyfi eða annan rétt tengdan veiðum í ís- lenskri fiskveiðilögsögu nema með lögum. Viðurlög við slíku skulu und- antekningariaust hljóða upp á missi leyfis til reksturs útgerðar innan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu. 12. grein: Fiskistofa skal annast eftirlit með framkvæmd þeirra laga sem eru í gildi hveiju sinni um stjóm fiskveiða. Einnig skal Fiskistofa ann- ast tilfærslur á milli tegunda þannig að sem mest og best nýting fáist úr fiskistofnum sem takmarkað er að veiða úr. Skal aflanefnd setja þar reglur um og reikna út nýtíngar- stuðla hverrai’ tegundar fyrir sig. Verðmætí þessara skipta skal endur- skoða reglulega og ekki sjaldnar en á 6 mánaða frestí. 13. grein: Það skip sem óskar eftir breytingum á aflasamsetningu skal leggja inn þá tegund sem það telur sig ekki hafa hagræði af að nota, og óska eftir annarri tegund í staðinn. Avallt skal vera heimild fyrir 5% um- fram úthlutun í hverri tegund fyrfr sig til að mæta misræmi sem getur orðið tímabundið með þesari tilhög- un. Þá skal vera heimilt að fara allt að 10% fram úr leyfðum aflaheimild- um við lok fiskveiðiárs enda sé sá afli dreginn af næsta ári ef þurfa þykir. 14. grein: Aflanefnd setur öll þau mörk sem lögum þessum fylgja. Ekki er aflanefnd heimilt að víkja frá settum reglum í neinu tilviki nema með samþykki sjávamtvegsráðherra sem sker úr um ágreining sem upp kann að koma um stjóm fiskveiða. 15. grein: Lögum þessum má á engan hátt breyta, þannig að þau skarist á við setta allsherjarreglu í stjómarskrá Islands sem er lýðveld- isregla jafnt og jafnræðisregla. Höfundur er útgerðarmaður Vatn- eyrar BA-233. Svavar R. Guðnason Lambakjöt og kjaramál ÞAÐ ER okkur ör- yrkjum og öldruðum mikið gleðiefni að lesa það í Morgunblaðinu fimmtudaginn 16. september að Magnús Hjaltested, sauðfjár- bóndi á Vatnsenda við Elliðavatn, skuli ætla að selja okkur lamba- kjöt af nýslátruðu á útflutningsverði sem mun vera um það bil helmingi ódýrara en í verslunum. Hann hvetur aðra bændur til þess að gera eins. Við öryrkjar og elli- lífeyrisþegar vonum að þeir verði við þeirri áskoran, en Magnús býðst til að hafa milli- göngu um söluna. Stjórn Sjálfsbj- argar, félags fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu, hvetur alla sína félagsmenn til að bregðast við þessu höfðinglega tilboði Magnús- ar með því að nýta sér þetta. Ekki mun veita af í því hækkanaflóði sem dunið hefur á okkur undanfarið án þess að við höfum iengið nokkra leiðrétt- ingu þar á. Nú era kjarasamn- ingar framundan og sennilega verður hart tekist á. Verkafólk tel- ur sig hafa verið hlun- farið á undanförnu samningstímabili, aðr- ir hafi fengið hækkan- ir, en það setið eftir óbætt hjá garði. Hvað má þá segja um örorkulífeyrisþeg- ana. Landsfeðurnir eru að stíga fram um þessai’ mundir til þess að hvetja okkur til þess að sýna nú ábyrgð og hófsemi í kröfum okkar, svo stöð- ugleikanum verði ekki ógnað, eða verðbólgunni hleypt af stað. Eitt- hvað hljómar þetta einkennilega í eyrum okkar öryrkjanna sem var sagt í vor fyrir kosningarnar að mikið góðæri ríkti, við hefðum það Ábyrgð Öryrkjar, segir Gunnar Reynir Antonsson, eiga ekki fyrir nauðþurftum. mjög gott og myndum hafa það en betra eftir kosningar - ef við kysum rétt? A sama tíma koma til okkar ör- yrkjar sem eiga ekki fyilr nauð- þurftum, þrátt fyrir mikla aðhalds- semi og spamað, góðærið sneiddi einhvern veginn fram hjá þeim. Abyrgð okkar öryrkjana er því að koma aðilum vinnumarkaðarins og landsfeðrum okkar í skilning um að það verður að greiða okkur mann- sæmandi örorkulaun. Höfundur er formaður Sjálfsbjarg- ar, félags fatlaðra á höfuðborgar- svæðinu. Gunnar Reynir Antonsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.