Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
39*
MINNINGAR
+ Björg Sigurjóiis-
dóttir fæddist á
Skjöldólfsstöðum í
Breiðdal, Suður-
Múlasýslu 27. ágúst
1915. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eh- 13. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigurjón Þor-
varðarson og Guð-
rún Guðnadóttir.
Þau fluttu að Karls-
stöðum í Vöðlavík,
þegar Björg var
fjögurra ára, og
bjuggu þar uns þau fluttu til
EskiQarðar v/veikinda Sigur-
jóns. Björg var ein sex systkina
en fjögur létust í æsku, aðeins
hún og systir hennar Júh'ana,
sem lést 5. ágúst 1995, náðu full-
orðinsaldri.
Það var 9. nóvember 1935, þá
Fyrir langa löngu var mér talin
trú um að grasið í Vöðlavík væri
grænna en annars staðar, bláklukk-
an blárri og fjólublámi eyrarrósar-
innar sterkari en í öðrum sveitum.
Lengi vel hélt ég að þetta væri eins
og hver annar austfjarðagorgeir,
falleg endurminning um fjarlægar
æskustöðvar sem tíminn hefði
magnað upp í huganum eins og
eðlilegt er. Vöðlavík er sveit eins og
börn teikna. Grunnur vogur með
formhreinni strönd, dalur með und-
irlendi þar sem á hlykkjast eftir
miðju og há egghvöss fjöll til
beggja hliða. I þessu umhverfi ólst
tengdamóðir mín upp á fyrsta
fjórðungi aldarinnar. En lífíð í
þessari sveit var engin bamaleikur
frekar en annars staðar, hart og
erfitt brauðstrit þar sem hver hönd
varð að leggja sitt af mörkum frá
fyrstu tíð. Fjölskyldan á Karlsstöð-
um fór heldur ekki varhiuta af
sorginni þegar ung systkini dóu úr
pestum. En þrátt fyrir strit og erf-
iðleika sem voru daglegt brauð al-
þýðu manna á lífið sem betur fer
einnig sínar björtu hliðar og ég
heyrði tengdamóður mína ekki tala
um annað en æska hennar og upp-
vöxtur hefði mestanpart verið ham-
ingjuríkur tími.
Orlög Bjargar Sigurjónsdóttur
urðu þau, eins og margra annarra
kvenna hennar kynslóðar af lands-
byggðinni, að giftast ung og flytja
suður til Reykjavíkur og leggja
sinn skerf til uppbyggingar tækni-
vædda nútímasamfélagsins með
því að ala upp börn og reka rausn-
arheimili. Ung giftist Björg Magn-
úsi Guðmundssyni, vélstjóra frá
Kjólsvík, og voru þau gift í tæp 64
ár. Magnús stundaði sjó allan sinn
starfsaldur og lögðust þar af leið-
andi enn frekari skyldur á herðar
húsmóðurinnar við að reka öll er-
indi í landi.
Ég veit ekki hvað við eigum í
dag margar stofnanir sem hafa
heimili að viðskeyti, barnaheimili,
sjúkraheimili, gistiheimili, dvalar-
heimili, meðferðarheimili o.s.frv.
Öll þessi heimili voru rekin um
lengri eða skemmri tíma undir
súðinni á Sæbóli. Ekki kann ég
tölu á fjölda þeirra frænda,
frænkna og vina sem gistu á Sæ-
bóli ýmist í nokkra daga, eða
nokkrar vikur og jafnvel svo mán-
uðum eða árum skipti. Og ekki
kann ég heldur tölu á öllum þeim
börnum sem áttu athvarf hjá
ömmu, ömmulangömmu eða
Böggu frænku. Gaman væri einnig
að vita hversu margir stælkjólar á
glæsipíur bæjarins urðu til við
saumavélina hennar Bjargar, eða
hversdagsföt, brúðarkjólar, sæng-
uriín og vinnuföt. Eða hvað skyldu
vettlingarnir hennar og sokkarnir
hafa ornað mörgum köldum putt-
um og tám? Slíka talnaspeki er
ekki að finna í hagtölum sem
mæla eiga þjóðarframleiðslu og
hagvöxt. Það væri sannast sagna
tvítug, að Björg gift-
ist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Magn-
úsi Guðmundssyni,
vélstjóra. I lyrstu
bjuggu þau á Lauga-
vegi 46a og eignuð-
ust þar synina Guð-
mund, f. 11.8. 1936,
og Siguijón, f. 10.7.
1941, d. 27.3. 1993.
Árið 1945 fluttust
þau að Sæbóli á Sel-
Ijarnamesi og eign-
uðust þar Friðjón, f.
2.12.1945, og Ósk, f.
31.1.1949.
Björg bjó á Sæbóli þar til hún
vegna veikinda flutti á hjúkrun-
arheimilið Eir fyrir nokkram ár-
um. Barnabörn Bjargar era orð-
in níu og barnabörnin tíu.
Utför Bjargar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
fróðlegt að sjá saman komið í einn
stað allt það fólk sem átt hefur sér
athvarf í hlýjum örmum hennar
undir mildum tærbláum augunum.
Ekki lenti hún Björg í miklum
ferðalögum um sína daga. Fór einu
sini til útlanda þegar Siggi sonur
hennar átti aldrei slíku vant veru-
legar umframbirgðir af peningum
og bauð mömmu sinni í ferðalag.
Ferðaðist hún þá með Ósk um
London, Amsterdam og Kaup-
mannahöfn. Nokkrum sinnum brá
hún sér austur á firði. Fáa veit ég
samt fróðleiksfúsari um ferðir og
ferðalög. Fróðleiksfysnin var henni
ástríða, þó formleg skólaganga
væri aðeina nokkrar vikur í far-
skóla. Hennar yndi var að heyra af
ferðalögum fólks, hvort heldur sem
var innanlands eða til fjarlægari
staða. Ég veit að hún gleðst yfir
litlu stelpunum sínum sem nú eru í
Berlín og Zagreb og gaman hefði
hún haft af að heyra sögur flæk-
ingsins sem verið hefur í Paragvæ
og Mósambik, auk allra hinna sem
flengst hafa út og austur, frásagnir
kynslóðar sem telur sig eiga frum-
borinn rétt til þess að hafa allan
heiminn að leiksviði.
Gunnlaugur minn var það fyrsta
sem tengdamóðir mín sagði við
mig. Mér er það sérlega minnis-
stætt vegna aðstæðnanna. Ég hitti
Björgu fyrst síðla nætur aðfara-
nótt hins 22. janúar 1973. Á leið-
inni vestur á Nes þar sem ég hafði
hugsað mér að eiga rómantíska
kvöldstund með heimasætunni á
Sæbóli varð ég þess áskynja að
ekki var allt með felldu í Vest-
mannaeyjum og leigubílstjórinn
sem keyrði mig sagðist hafa verið
að keyra jarðfræðinga út á flugvöll
þar sem Helgafell væri farið að
gjósa. Heldur brá mér við þessa
fregn, að heimabyggð mín stæði í
ljósum logum og heldur lítið varð
úr rómantíkinni þessa nótt. Þarna
á þriðja tímanum fórum við að
reyna að fá staðfest hvað væri um
að vera og eftir nokkur símöl varð
Ijóst hvers kyns var. Þá var ekki til
setunnar boðið og farið að vekja
upp á næstu bæjum. Og þarna
undir morgun kom ég í fyrsta sinn
upp í eldhúsið á Sæbóli þar sem
hjarta heimilisins sló. Þar hitti ég
tilvonandi tengdamóður mína
fyrst, nývaknaða á morgunslopp,
ríslandi sér við eldhúsbekkinn að
hafa til kaffi og eitthvað með því
handa fólkinu. Þá sýslan átti ég
eftir að sjá býsna oft og njóta góðs
af. í meira en tuttugu ár hef ég bú-
ið í sama húsi og þessi góða kona.
Allan þann tíma fór aldrei styggð-
aryrði á milli okkar og segir það
mun meira um hennar skapferli en
mitt. Ég og mitt fólk vorum alla tíð
umvafín þessari sérkennilegu hóg-
væru hlýju sem einkenndi alla
framgöngu tengdamóður minnar.
Öllu sem að höndum bar tók hún
með æðruleysi og reisn. Börnin
mín fá seint fullþakkað að hafa
fengið að alast upp með afa sínum
og ömmu með bein tengsl við sam-
félag og aðstæður sem löngu er
horfið. Þau fóru aldrei á dagheimili
heldur hlustuðu á reynslusögur afa
síns og ömmu aftan úr grárri forn-
eskju. Stundum voru þau hjá þeim
vikum saman þegar við þurftum að
bregða okkur af bæ og ég held að
vandfundin hafi verið sælli börn
þegar við komum heim. En það fór
ekkert á milli mála að amma var
skólastjórinn og afi kennarinn.
Gunnlaugur minn var líka það
síðasta sem ég heyrði tengdamóður
mína segja við mig áður en sjúk-
dómsþokan lagðist yfir huga henn-
ar. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkr-
unaheimilinu Eir og naut þar frá-
bærrar ummönnunar sem seint
verður fullþökkuð. Ég kann ekki
orð til þess að lýsa ást sem eftir
sextíu ára hjúskap gefur makanum
kraft til þess að fara á hverjum
degi með almenningsvagni langa
leið til þess að heimsækja elskuna
sína. En þannig er það. Bráðum að
verða hundrað ára og næstum
blindur hefur Magnús farið á
hverjum degi hvernig sem viðrar
utan af Seltjarnamesi upp í Graf-
arvog til þess að hitta Böggu sína.
Löngu síðar stóð ég uppi á fjall-
inu fyrir ofan Vöðlavík og horfði á
sólríkum ágústdegi yfir dalinn, ána,
víkina og fjöllin. Og viti menn, þetta
var satt, grasið var grænna en ann-
ars staðar, bláklukkan blárri og
fjólublámi eyrarrósarinnar sterkari
en í öðrum sveitum. Þannig verður
minningin sem fylgir okkur inn í
framtíðina um þá góðu konu sem við
kveðjum í dag, björt hlý og tær.
Gunnlaugur Ástgeirsson.
Til ömmu uppi.
Nú ert þú sofnuð
í síðasta sinn.
Og sál þín er að mestu
svifin upp í þær hæðir
sem henni voru þar, fyrir
margtlöngu, fastnaðar.
Ég sé þig unga
áður en ailt gerðist
þar sem þú sefur
innan um baldursbrár,
þvi það voru þín blóm
ásamt hvönninni
sem er enn græn
á þínu síðasta hausti.
Pitt tæra hjarta
sem glataði aldrei
austfirsku íjallalækjunum.
Hlýja þín barst til margra bama
gegnum dulblá augu
og þessar hendur
sem voru sterkari en
veturinn og hafið, samanlagt.
Þessar hendur
sem prjónuðu vettlingana
sem komu fingrum okkar
gegnum stórhriðir æskunnar.
Ogþegarþú
skammaðir okkur stundum
svo við skulfum í óttans þðgn
og héldum að nú væri það búið
en vorum svo kölluð í kaffi
hálftíma seinna með brosi
sem maður man þangað tfl
maður verður sjálfur gamall
og óskar þess heitt að eiga eitt slíkt
fyrir sín eigin bamaböm.
Vertu nú sæl og dreymi þig vel
um allt það sem þú gast aldrei gert
af því þér þótti svo vænt um okkur.
Og hver veit nema
þegar þú verður komin alla leið,
upp í þínar efstu hæðir,
að þú fáir að sjá hólfin björtu
sem þú gerðir og munt alltaf eiga
inni í öllum þínum ömmukrökkum.
Kári Giinnlaug’sson.
Afi minn sá ömmu fyrsta sinn í
draumi. Álfkona kom til hans og
bauð honum að velja sér konu úr
hópi nokkurra yngismeyja. Þær
voru klæddar dýrindis kjólum í öll-
um regnbogans litum. Afi minn
svaraði álfkonunni hiklaust að
bragði að hann vildi eiga þá blá-
klæddu. Sagði álfkonan þá að hana
BJÖRG
SIGURJÓNSDÓTTIR
gæti hann ekki fengið. Afi brást
heldur reiður við og fannst álfa-
mærin hafa leikið sig illa, þrátt fyrir
að honum hafi alltaf verið vel til álfa.
Hví væri hún að bjóða honum að
velja sér konu ef hann gæti ekki
fengið þá sem hann valdi. Sagði þá
álfkonan að hann mætti að vísu eiga
þá bláklæddu en hennar yrði hann
að bíða lengi. Lét afi þar við sitja, en
þá hefur hann verið rétt um tvítugt
einhverntíma á þriðja áratug aldar-
innar.
Mörgum árum seinna sá afi af
skipsfjöl ömmu standa á bryggjunni
á Norðfirði og vissi hann þá strax að
þar var komin dísin hans bláklædda
og eklri sá hann eftir biðinni. Þau
felldu hugi saman, en amma var of
ung til að giftast og ekki tíðkaðist að
lifa saman í synd eins og nú á dög-
um. Þau urðu því að fá leyfisbréf fra
kónginum Kristjáni tíunda, þar sem
hann gerði sérstaka undanþágu frá
löglegum giftingaraldri svo að
amma fengi að giftast afa. Síðan
hafa þau lifað saman á ást í yfir 60
ár, átt börn og buru og fiillt af
barnabömum og bamabarnabörn-
um. Um tíma lifðu fjórar kynslóðir
samtímis á Sæbóli.
Síðustu árin hef ég búið á loftinu
hjá ömmu og afa. Þegar ég var lítil
litu þau eftir mér og seinna leit ég
eftir þeim. Það má segja að við höf-
um svona litið eftir hvert öðm. Svo
fór amma til Eirar og við afi urðum
tvö ein eftir á loftinu á Sæbóli. En
afi hefur heimsótt ömmu hvern ein-
asta dag alla leið upp í Grafarvog á
hinn enda bæjarins, haldið í höndina
hennar og farið með sálma og bænir.
Þegar allt annað var farið gat amma
ennþá farið með sálmana sína.
Enn í dag dreymir afa minn fyrir
daglátum. Nóttina sem ég flaug til
Þýskalands á leið til náms kvöddum
við afí ömmu saman í huganum því
við vissum að hún var að deyja. Þeg-
ar ég talaði við afa yfir hafið næsta
dag sagði hann mér að amma hefði
liðið útaf eins og ljós. Þeir sem trúa
heitt þurfa ekkert að óttast og afi
minn veit að þau munu hittast aftur
á öðrum stað og kannski betri.
Þegar einhver dó var amma vön
að segja „blessaður, nú líður honum
vel“, svo hélt hún áfram að vinda
hnotuna og ég hélt bara um hespuna
og við þögðum svolítið saman.
Freyja Gunnlaugsdóttir.
Amma mín, okkur langar til þess
að kveðja þig með nokkrum línum
en erfitt er að taka fram á blaði það
sem þakka skal. Góðsemd, þolin-
mæði, vinátta, væntumþykja og
viska voru þín einkenni. Það var al-
veg sama hvað við vorum að bralla
þegar við komum vestur eftir, alItafW
gast þú séð góðu hliðar á því t.d. ef
við blotnuðum í fjörunni áttir þú
einatt til þurr föt, svo sem prjónaða
vettlinga og sokka. Blóm þekktir þú
mjög vel þannig að í ferðalögum sem
þú varst með í varstu sem talandi
orðasafn, ekki munum við eftir því
að þú þekktir ekki blómin sem við
komum með til þín. Eitt blóm þótti
þér þó vænst um en það var blá-
klukkan austfirska enda eins og þú
sagðir oft og þó meir í gríni en al-
vöru að austfirsku blómin og að
maður tali nú ekki um berin, áttu __
ekki sína jafningja annars staðar á
landinu. Állt gat hún amma gert
enda vön að þurfa að sjá um allt, því
afi var mikið að heiman hér áður
fyrr.
Nú er amma komin til betri staðar
og orðin frísk aftur, sjálfsagt búin að
finna Sigga frænda sem dó svo
snögglega. Víst má telja að þau séu
farin að ræða um land, sögu og nátt-
úrufræði einhvers staðar yfir kaffi-
bolla og kleinum.
Vertu sæl amma, við þökkum þína
gæsku og góðvild.
Kristinn, Bryndís og Hafdís.
Eins og kertið brennur niður og *
kveikurinn deyr út standa eftir áhrif
ljóssins og hlýr keimurinn.
Þannig fer hún Björg móðursystir
okkar sem nú hefur kvatt. Hún lifði
lífi þess sem gefur án hiks eða kröfu.
Hún fagnaði okkur óboðnum á stiga-
skörinni. Hún veitti okkur á sinn
sjálfsagða hátt, spurði frétta af okk-
ur og hlustaði. Spurði seinna um
bömin okkar og hlustaði á svörin.
Lét sig varða. Um sjálfa sig talaði
hún ekki. Það var ekki á dagskrá.
Hún skilur eftir sig óminn af smit-
andi skellihlátri, kaffiilmi og klið-
andi saumavél. Hún töfraði fram
með höndunum fegursta veislu-
skrúða og gaf okkur vinnu sína. Bjó
til undurfagra óteljandi litla stelpu-
kjóla óumbeðin og alltaf rigndi
plöggum á smáfólkið okkar frá
Böggu frænku. Hún tjáði kærleik-
ann í verki. Fór um leikandi hönd-
um. Skapaði. Og gaf.
Hún skilur okkur eftir lærdóma
og fordæmi um menningu hjartans.
Fyrir það þökkum við hér.
Magnúsi og frændsystkinum okk-
ar vottum við innilega samúð.
Kristúi, Sigrún og Örn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSTRÍÐUR S. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hrafnistu Hafnarfirði,
lést mánudaginn 20. september.
Jarðarförin auglýst siðar.
Stella Friðriksdóttir,
Gréta Friðriksdóttir, Sigmar Ólason,
Steinunn Friðriksdóttir, Jón Árnason,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabamabarn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morg-
un, fimmtudaginn 23. september, kl. 13.30.
Magnús J. Óskarsson, Birna H. Garðarsdóttir,
Veigar Óskarsson, Hallfríður Kristjánsdóttir,
Kristján Óskarsson, Salome Einarsdóttir,
Jónína Kristjánsdóttir,
Rebekka Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.