Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 4^ hesta og fór með okkur út í Ingólfs- höfða. Fluttum við svo bækistöð okkar að Fagurhólsmýri, því þaðan var áætlunin að ganga á Hvanna- dalshnúk er veður leyfði. Ekki viðr- aði vel til göngu á jökulinn. Sífelldar rigningar og dimmviðri. En loks birti ofurlítið og við ákváðum að freista uppgöngu. Er upp á jökulinn kom var þar snjókoma, en við héld- um ótrauð áfram í von um að birta myndi til er kæmi fram á daginn. Allt í einu stöndum við á barmi mik- illar jökulsprungu sem við höfðum ekki tekið eftir í snjókomunni. Var nú skjótt tekið til kaðalsins góða, sem ekki hafði verið með í göngunni á Hoffellsjökul. Eftir að hafa krækt fyrir ótal sprungur á margra tíma göngu upp jökulinn gerðum við okk- ur ljóst að ekki myndi birta til þann daginn og ekki um annað að ræða en snúa til baka. Skaftafell var næsti og raunar síðasti áfangi á ferðaáætlun. Við tjölduðum á balanum fyrir framan gamla bæinn. Ekki þyrftum við að óttast vatnsflóð þar þótt sífellt rigndi. En klukkan um 2 um nóttina vöknuðum við, er þá allt á floti í tjaldinu. Fluttum við okkur þá inn í gömlu fjósbaðstofuna og sváfum þar til morguns. Daginn eftir var komið besta veður. Fengum við lánaða hesta og fórum í Bæjarstaðaskóg. Anægjulegri ferð var lokið. Tók- um flugvél frá Fagurhólsmýri til Reykjavíkur. Úr flugvélinni sást Hvannadalshnúkur baðaður í sól. Ragnar var farsæll fararstjóri, veðurglöggur og ratvís. Islenska flóran var honum sem opin bók. Skógrækt farfugla í Þórsmörk og Valabóli hafði hann stutt dyggilega. Það kom því eins og af sjálfu sér að er mér bauðst landspilda hér í ná- grenninu til skógræktar að eg leit- aði til hans um samvinnu. Við hana höfum við eytt flestum frístundum sl. 35 ár og aldrei borið hinn minnsta skugga á. Nú er komið að ferðalokum. Eg óska honum vel- femaðar yfir móðuna miklu yfir á land lifenda. Kristján Eiríksson. Með nokkrum orðum viljum við kveðja vin okkar, S. Ragnar Guð- mundsson. Mörg sumrin vorum við í sveit, frá því við vorum 9 eða 10 ára og allt til 16 ára aldurs. Alltaf var Ragnar þar líka, fyrst á hvíta jeppanum og svo loks á rauða Toyota-pallbílnum, hann kom alltaf skyndilega og var í nokkrar vikur en fór svo aftur á sama hátt. Það var alltaf mesta stuðið að keyra með Ragnari á Hellu, hann þeyttist svo hratt um að við hoppuðum og skoppuðum út um allt í aftursæt- inu. Eitt sinn fundum við stöllurnar lítinn þrastarunga sem var sjáaldur augna okkar það sumarið, þá fáu daga sem hann lifði. Þegar unginn dó stofnuðum við Þrastavinafélagið, önnur okkar var ritari en hin for- maður. Þá vantaði bara félagsmeð- limi og Ragnar var sá eini sem vildi vera með og hefur verið eini félag- inn í félaginu frá upphafi. Sent fékk hann árlega til sín jólakort frá fé- laginu, ritara og formanni, og mátti það teljast eini kosturinn við það að vera í félaginu. Elsku Ragnar, við viljum þakka þér fyrir þessa ótal skemmtilegu og ævintýralegu daga, ferðimar með kindumai- upp á fjall, þegar við hin óttuðumst að þú mundh- velta bíln- um í hvemi beygju. Svo viljum við þakka þér sérstak- lega fyrir það að vera sannur félagi okkai' í Þrastavinafélaginu. Guð geymi þig. Bryndís og Ingibjörg. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GUÐRUN SIG URÐARDÓTTIR KRISTJÁN ÓSKAR SIG URÐSSON + Guðrún Sigurð- ardóttir fæddist á bænum Brekku í Eyjafirði 16. sept- ember 1918. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akur- eyrar 9. september síðastliðinn. For- eldrar Guðrúnar voru, Sigurður Júlí- us Friðriksson, f. 12. janúar 1891, d. 29 janúar 1948 og Karólína Guð- brandsdóttir, f. 4. desember 1886, d. 28. júlí 1972. Guðrún giftist Sigfúsi Axfjörð Snorrasyni, f. 23. júní 1916, d. 25. janúar 1986. Börn þeirra eru: 1) Hreiðar, f. 9. október 1937, d. 24. septem- ber 1983. 2) Snorri, f. 9. apríl 1939. 3) Brynjar, f. 10, janú- ar 1941, d. 31. ágúst 1999. 4) Sigurður, f. 1. janúar 1944. 5) Bragi, f. 11. desem- ber 1945, d. 15. október 1969. 6) Ólöf, f. 2. september 1947. 7) Ólafur og Þórir, f. 11. febrúar 1949. 8) Friðrik, f. 14. sptember 1950. 9) Óskírður, f. 15. september 1952, d. 8. desember 1952. 10) Sigfús, f. 28. júní 1955. 11) Þorgrímur, f. ll.júní 1957. Utför Guðrúnar fór fram frá Akureyrarkirkju 17. september. Elsku Gunna mín, mig langar í ör- fáum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir samfylgdina. Eg kynntist þér fyrst þegar ég kom að heim- sækja son þinn til Akureyrar fyrir 24 árum. Eg var ósköp feimin og óör- ugg, vissi eiginlega ekkert hvernig ég átti að vera. En þú tókst vel á móti mér, tókst utan um mig og kysstir mig og bauðst mig velkomna, þó að þú þekktir mig ekki neitt. Þannig voi-u mín fyrstu kynni af þér, hlýja. Við áttum eftir að kynnast bet- ur, því tveimur árum seinna giftum við okkur, ég og hann Dúddi þinn. Við settumst að á Suðvesturhominu þannig að við hittumst ekki mjög oft fyrstu árin. Eftir að þú misstir manninn þinn, hann Fúsa, ákvaðstu að flytja til Keflavíkur og varst þá hjá okkur Dúdda og krökkunum okkar, þeim Sigíúsi og Dóru, um tíma. Söknuður þinn og sorg við að missa Fúsa var mikill og þú áttir erf- iða tíma, en styrkur þinn og trú á Guð hjálpuðu þér. Þú tókst að þér að gæta bús og barna meðan við vorum í vinnu, þann tíma sem þú bjóst hjá okkur og áfram eftir að þú fluttir í litlu íbúðina hjá henni Sigurbjörgu. Ykkur Sigurbjörgu ömmu, eins og við kölluðum hana, varð vel til vina og áttuð margar góðar stundir sam- an. Það var krökkunum okkur ómet- anlegt að fá að hafa þig hjá sér, þú varst yndisleg amma og félagi sem þeim leið vel hjá og þau lærðu allt það besta sem ein amma getur kennt. Þú sast sjaldan auðum hönd- um, oftar en ekki þegar ég kom heim úr vinnu varstu búin að skúra út úr dyrum og þvo úr þvottaköríúnni og ganga frá inn í skápa og allt að sjálf- sögðu straujað og fínt. Oft barst bök- unarilmurinn á móti mér þegar ég kom, já, það var gott að fá að eiga þig að og njóta þess að hafa þig hjá sér. Þú varst hlý og gefandi kona, sem trúðir á það góða í manninum. Þó að lífið væri þér oft og tíðum erfitt og þú bognaðir hafðir þú það þrek og þá krafta sem dugðu þér til að halda áfram. Þú fluttir í aðra íbúð sem þú bjóst í síðustu árin þín hér í Keflavík, hjá Minní og Sigga leið þér vel. Þú fluttir síðan til Akureyrar og eyddir þar síðustu árum ævi þinnar, fyrst á Dvalarheimili aldraðra Skjaldarvík og síðan í Kjarnalundi. Nú hefur þú kvatt þetta líf og söknuður okkar sem eftir stöndum er sár. Þú skildir eftir stórt skarð og góðar minningar, sem við munum varðveita í hjarta okkar og ylja okk- ur við. Þar til við hittumst næst biðj- um við Guð að geyma þig og leiða. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarlmoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Inga. Elskulegur eiginmaður minn, RAGNAR ÞORSTEINSSON kennari í Reykjaskóla, sem lést föstudaginn 17. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu- daginn 24. september kl. 13.30. Sigurlaug Stefánsdóttir og fjölskylda. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra, SIGFÚSAR SIGURÐSSONAR frá Hrísdal, síðar Selfossi og Stykkishólmi. Ragnheiður Esther Einarsdóttir, Guðríður Sigfúsdóttir Haugen, Thormod Haugen, Margrét D. Sigfúsdóttir, Einar Sigfússon, Dómhildur A. Sigfúsdóttir, María K. Sigfúsdóttir, Sigurður Sigfússon, Ragnheiður E. Briem, barnabörn og barnabarnabörn Sigurður Petersen, Anna K. Sigþórsdóttir, Kristbjörn Theódórsson, Sjöfn Björnsdóttir, + Kristján Óskar Signrðsson fæddist í Reykjavík 22. september 1981. Hann lést af slysfór- um 22. maí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 28. maí. 0, þú blessaða bam þú himnanna gjöf, gef oss birtu og leið oss gegnum hið erfiða líf. Þú mikli leiðtogi, leið oss áfram og ver okkur fyrirmynd góð, í gegnum sætt og súrt Leið oss og tak oss með í hina eilífú ferð, þú himneski faðir þú ert oss allL (Kristján Oskar Sigurðsson ‘99.) I dag hefðir þú orðið 18 ára og liðnir fjórir mánuðir síðan þú varst tekinn frá okkur. Eg get ekki lýst því með orðum hvernig mér líður, hversu mikil sorgin og reiðin er og hve mér finnst lífið vera ósann- gjamt. Þú ert mér svo mikils virði, við vorum svo ótrúlega nánir enda sögðum við hvor öðrum allt og vor- um nánast öllum stundum saman, enda varstu minn besti vinur. Ég á mjög erfitt með að skilja að þú sért farinn og komir ekki aftur, enda hafði ég séð þig fyrir mér við hlið mér alla tíð, enda alltaf leitað hvor til annars ef eitthvað var. Þó svo að þú hafir verið stærri og sterkari en ég varstu samt alltaf litli bróðir minn sem ég hafði alltaf gætur á. En þeg- ar svona er komið, er erfitt að horfast í augu við það hversu van- máttugur maður er. Það er auðvelt að tala um þig og skrifa, því þig þarf ekki að fegra á nokkurn hátt, hvorki með orðum né öðru, það vita allir sem þig þekkja. Ég vil þakka þér fyrir allt og allar þær frábæru stund- ir sem þú gafst mér, þær minningar eru það dýrmætasta sem ég á og munu lifa með mér þar til við hitt- umst á ný. Ég sakna þín sárt og elska þig meira en allt. Vertu alltaf hjá mér, ég þarfnast þess. Þinn bróðir Guðjón Ingi. Elsku Kiddi bróðir minn. I dag hefðir þú orðið 18 ára. Þó svo að við trúum því og vitum að þú verðir alltaf með okkur er svo sárt að geta ekki faðmað þig og knúsað. Þú gafst okkur svo mikið og varst alltaf eins og ljósgeisli í lífi okkar. En það er dýr- mæt huggun að við eig- um svo fallegar og skemmtilegar minning^ ar um þig. Ég var svo stolt af þér, þú varst orðinn svo stór og sterkur. Það var eins og þú spryngir út síðasta árið og alltaf svo jákvæður og þolinmóður. Og það sem þú reyndir endalaust að fá Hilmar og Arnór til að læra og fá áhuga á fót- bolta. Það voru færðar til kommóður og fleira svo að það væri nóg pláss á ganginum. Þegar þeir fengu að vita að Kiddi væri dáinn sögðu þeir, „þá getur hann alltaf verið í fótbolta, og það er ekkert sem brotnar, því skýin eru svo mjúk“. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þín systir IngaDís. Þegar okkur var sagt að Kiddi frændi væri dáinn urðum við sorg- mæddir, svo vöknuðu margar spurn- ingar. Hver á þá að fara með okur í sund? Hver á að fara með okkur í fótbolta? Og hver á að gera allt sem hann gerði með okkur? Stundum vorum við að prakkarast með Kidda, pota hver í annan og kitla, hann var besti kitlari í heiminum. Við fórum í bíltúr með honum, rúntuðum um bæ- inn og bulluðum saman. Ham^" fræddi okkur um ýmislegt, lífið og tilveruna, blómin og býflugurnar, sem mömmu þótti reyndar ekki tímabært að fara svo náið út í. Mamma hjálpaði okkur að skrifa þetta svo allir viti hvað Kiddi frændi okkar var góður, og nú er hann svo góður uppi hjá Guði og passar öll litlu bönin sem eru dáin. Hann þarf aldrei að vera í skóla aftur en samt veit hann allt. Þínir frændur Hilmar Þór og Arnór Freyr. + Móöir okkar, ELÍN BALDVINSDÓTTIR, Skúlagötu 7, Borgarnesi, lést mánudaginn 20. september. Dóra Axelsdóttir, Sigríður Steinunn Axelsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA JÓELSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 20. september. Hrund Káradóttir, Steingrímur Steingrímsson, Amalía Þórhallsdóttir, Ásdís Káradóttir, Rúnar Þór Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + SIGURÐUR BJARNASON PJETURSSON, Fredensborg, Danmörku, iést á sjúkrahúsinu í Hillerod sunnudaginn 19. september 1999. Fyrir hönd skyldfólks og vina hans hér á landi, Pétur Breiðfjörð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.