Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 47
I
MORGUNBLAÐIÐ
Bæjarstjórn
Siglufjarðar
Mótmælir
yfirlýsing-
| um forsætis-
i ráðherra
BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar sam-
þykkti fyrir skömmu ályktun vegna
ummæla Davíðs Oddssonar forsæt-
isráðherra um fjármál sveitarfélaga:
„Bæjarstjórn Siglufjarðar mót-
mælir harðlega alhæfingum hæst-
virts forsætisráðherra í fjölmiðlum
Íað undanförnu þess efnis, að sveitar-
félög í landinu sýni lítið aðhald í
Ífjármálum sem endurspeglist í mikl-
um halla á rekstri þeirra og skulda-
söfnun. Telur stjórnin alhæfingar af
þessu tagi um öll sveitarfélög í land-
inu bera vott um vanþekkingu á þró-
un tekjustofna ríkis og sveitarfélaga
á undanförnum árum og ekki til
þess fallnar að bæta samskipti aðila
nú þegar virkilega er þörf á sam-
stilltu átaki þeirra í ýmsum málum
Íer þjóðarhag varða.
Bæjarstjórn Siglufjarðai- bendir
Ihæstvirtum forsætisráðherra og
öðrum þeim er málið varðar á að
skipting tekjustofna ríkis og sveitar-
félaga er í dag röng. Á sama tíma
þröngvar ríkisvaldið sveitarfélögum
út í fjárfrekar framkvæmdir á mikl-
um þenslutímum. Má þar benda á
atriði eins og einsetningu grunn-
skóla, fráveitumál o.fl. Telur stjórn-
in það í takt við annað hjá ríkis-
Igj stjóminni að nú, þegar flest sveitar-
félög eru búin eða við það að ljúka
fjárfrekum framkvæmdum vegna
einsetningar grunnskólans fyrir
þrýsting ríkisvaldsins er byrjað að
ljá máls á frestum tímakvaða í mál-
inu. Og fjárfrekar framkvæmdir af
þessu tagi framkvæma sveitarfélög í
dag ekki öðru visi en fyrir lánsfé
eins og tekjustofnum þeirra er hátt-
að.“
Sjálfsbjörg
mótmælir
hækkunum
Á STJÓRNARFUNDI hjá Sjálfs-
björgu, félagi fatlaðra á höfuðborg-
arsvæðinu, 16. september var eftir-
farandi ályktun samþykkt.
„Stjórn félagsins lýsir ánægju
Isinni og þakklæti með framtak
Magnúsar Hjaltested, bónda á
Vatnsenda við Elliðavatn, en hann
ætlar að selja öryrkjum og ellilífeyr-
isþegum kjöt á niðursettu verði
samkvæmt frétt í Morgunblaðinu
16. september.
Jafnframt lýsir stjórnin yfir
áhyggjum sínum yfir hækkunum
þeim sem dunið hafa yfir öryrkja að
undanfömu án þess að örorkulaun
hafi hækkað til móts við þær.
IMá þar nefna: Bensín, tryggingar,
fasteignaverð, húsaleigu, matvöru,
lyf og aðrar nauðsynjar sem ekki er
hægt að vera án í dag.
Skorar stjórn félagsins á ríkis-
stjómina að bregðast við þessum
hækkunum með hækkun örorku-
launa eða á annan hátt.“
I
Lýst eftir
stolnum öku-
tækjum
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir stolnum ökutækjum sem hér seg-
ir:
YM-967, rauður Nissan Sunny ár-
gerð ‘93, stolið frá Bíldshöfða, DU-
279, Ijósblár Toyota Corolla árgerð
‘97, stolið frá íslandsflugi, G-7318,
blár Toyota Hilux árgerð ‘81, stolið
frá Skeifunni 5 og MR-630, kóral-
í'auður Toyota Corolla árgerð ‘99,
stolið frá Breiðuvík 39.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um ofangreind ökutæki era beðnir
um að láta lögregluna í Reykjavík
vita.
H-
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Aðalbólsréttt var haldin á sunnudag þrátt fyrir að frekar illa viðraði
til smalamennsku, komst safnið í tæka tíð þangað til réttar. Þokkalega
viðraði til fjárrags og sundurdráttur gekk vel þar sem margt manna
gekk til verksins.
Smalamennska gengur treglega
Veður o g vatna-
vextir hamla
Vaðbrekku, Jökuldal. Mogunblaðið.
Smalamennska hefur gengið
treglega vagna veðurs og vatna-
vaxta á Vesturöræfum og Fljóts-
dalsheiði um síðustu heigi.
Ausandi vatnsveður hefur verið
sem hefur tafið smalana við
störfin og aukið þeim vos, einnig
sést ekki eins vel í svoleiðis veðri
og féð liggur meira niðri. Mikil
bleyta er einnig á smalasvæðun-
um svo erfitt er að komast um
þau og erfitt er að komast yfir
árnar þar sem margar smá-
sprænur urðu að skaðræðisfljót-
um í rigningunum.
Smalamenn í Rana voru teppt-
ir í Fjallaskarði einn dag vegna
þess að ófært var yfir Eyvindará
og vegna þess varð að fresta
Melarétt um einn dag þar sem
féð komst ekki til réttar í tæka
tíð. Á Vesturöræfum var Sauðá
sjómikil og ófær fyrir hjól en
hægt að sundleggja í henni fé og
sullast yfir hana á mikið breytt-
um bfium. Hrafnkela var einnig í
miklum vexti og ófær fyrir bfla
og fé á föstudaginn en minnkaði
það mikið á laugardag að hægt
var að athafna sig við hana.
Smalamenn á Vesturöræfum ráða ráðum sínum í Dragamótum og
bæta bcnsíni á vélfáka sína í kalsaveðri og rigningu.
Kvöldsigling
um Skerjafjörð
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir sjóferð í kvöld, miðviku-
dagskvöld, með strönd Skerjafjarðar.
Farið er frá Hafnarhúsinu að vestan-
verðu kl. 20 og gengið niður á Mið-
bakka og um borð í Árnesið við Æg-
isgarð.
Þaðan verður siglt út Engeyjar-
sund og fyrir Gróttutanga og Suður-
nes inn á Skerjafjörð. Síðan með
ströndinni inn á Fossvog, Kópavog
og Amarnesvog og út með Eskines-
eyrum og Bessastaðanesi inn á Seil-
una. Þaðan til baka fyrir Seltjarnar-
nes í höfn við Ægisgarð og gengið frá
borði að Hafnarhúsinu. Þar lýkur
ferðinni.
I tilefni af því að um þessar mundir
em sjö ár liðin fi'á fyrstu gönguferð
Hafnargönguhópsins verður ýmislegt
sér til gamans gert á leiðinni. Léttar
veitingar verða um borð og göngufé-
lagar úr Hafnargönguhópnum HGH-
tríóið leikur. Allir velkomnh'.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför
STÍGHEIÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Reynihvammi 12,
Kópavogi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorsteinn E. Einarsson.
4
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 47 '
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Alfanámskeið í
Hafnarfjarðar-
kirkju
HVER er tilgangur lífsins? Hvað
gerist þegar þú deyrð? Hvaða heim-
ildir em utan Biblíunnar um Jesúm
Krist? Þetta era nokkrar af þeim
spurningum sem fjallað verður um á
samkirkjulegu Alfa-námskeiði sem
hefst með kynningarkvöldi fimmtu-
dagskvöldið 30. september nk. í
Strandbergi, safnaðarheimili Hafn-
arfjarðarkirkju. Um er að ræða tíu
vikna námskeið einu sinni í viku á
fimmtudagskvöldum þar sem á ein-
faldan og þægilegan hátt verður
fjallað um grundvallaratriði krist-
innar trúar. Hvert kvöld hefst með
léttum kvöldverði kl. 10. Síðan er
kennsla í 45 mínútur og eftir stutt
hlé fara fram umræður í hópum.
Fræðarar bæði úr Þjóðkirkjunni og
samfélaginu Veginum annast
fræðsluna á námskeiðinu en sr.
Gunnþór Ingason sóknarprestur
hefur umsjón með því.
Alfanámskeið eiga upprana sinn
að rekja til Bretlands. Þau fara nú
fram í 90 löndum í öllum kristnum
kirkjudeildum. Alfanámskeiðið kost-
ar 3.500 kr. en málsverðir era inni-
faldir í verðinu. Upplýsingar og
skráning í síma 695 4490 og
869 6215. Mikilvægt er að skrá sig
sem fyrst því að Alfanámskeið era
jafnan vinsæl og eftirsótt.
Prestar Hafnarfjarðarkirkju.
Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður
með ung böm kl. 10.30-12 í safnaðar-
heimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10 í
safnaðarheimilinu. Orgelleikur á
undan. Léttur málsverður á eftir.
Grensáskirkja. Samverustund eldri
borgara kl. 14-16. Biblíulestur, sam-
verastund, kaffiveitingar.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for-
eldra ungra barna kl. 10-12.
Fræðsla: Afbrýði eldri systkina. Sól-
dís Traustadóttir hjúkranarfræðing-
ur. Náttsöngur kl. 21. Opið hús frá
kl. 20-21 í safnaðarsal.
Háteigskirlga. Kvöldbænir og fyrir-
bænir kl. 18.
Langholtskirlga. Opið hús - hádegis-
tónleikar kl. 12-12.30. Lára Bryndís
Eggertsdóttir. Orgeltónleikar kl. 20.
Björn Steinar Sólbergsson organisti
Akureyrarkirkju. Samvera eldri
borgara kl. 13-17. Spil, lestur, handa-
vinna. Kaffi og meðlæti kl. 15. Djákni
flytur hugvekju. Söngstund undir
stjórn Jóns Stefánssonar organista.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45. Kirkjuprakkarar kl. 14.30. St-
arf fyrir 7-9 ára börn. TTT kl. 16. St-
arf fyrir 10-12 ára börn. Fermingar-
tími kl. 19.15. Unglingakvöld kl. 20 á
vegum Laugarneskirkju, Þróttheima
og Blómavals. Nýtt og spennandi til-
boð fyrir unglinga í Laugarnes-
hverfi.
Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr.
Frank M. Halldórsson. Síðdegistón-
leikar kl. 18. Jónas Þórir organisti
Lágafellskirkju. Samverastundir
hefjast aftur í dag, miðvikudags. Op-
ið hús kl. 15-17. Dagskrá ákveðin á
staðnum. Veitingar á vægu verði.
Verið velkomin.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu.
Árbæjarkirlga. Félagsstarf aldr-
aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16.
Handavinna og spil. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 16. Bænarefnum er
hægt að koma til presta safnaðarins. *
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu á eftir. „Kirkjuprakkarar“.
Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT.
Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn-
um í kirkjunni og í síma 567 0110.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil
og kaffi.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr-
irbænir, léttur málsverður á eftir í
Ljósbroti, Strandbergi kl. 13.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð k.
12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í
kirkjunni kl. 12.10. Samverastund í
Kirkjulundi kl. 12.25. Djáknasúpa,
salat og brauð á vægu verði. Allir
aldurshópar. Alfanámskeið kemur
saman í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í
kirkjunni kl. 21.30.
Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30.
Bænastund kl. 19.30. Allir hjartan- ‘
lega velkomnir.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á
miðvikudögum kl. 10. Sóknarprest-
ur.
Kletturinn, kristið samfélag. Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
Hólaneskirkja, Skagaströnd.
Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10.
¥
108 Reykjavík
TtiakitcL
Slípirokkar
115-125-180 mm
ÞÓR HF
Reykjavfk - Akurayrl
J 1“