Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 56
56 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
ah'Swé
FRÖM
MOST
COLUMNIST
Fagnaðarer-
indi kynlífs-
fræðanna
Savage Love - Straight answers
from America’s most popular sex
columnist eftir Dan Savage. Gefin út
af Plume (The Penguin Group), 1.
útgáfa 1998. 343 bls., kilja.
DAN Savage vann á kvöldvöktum á
myndbandaleigu í útnáranum Madi-
son í Wisconsin, sem er eitt hinna
hræðilegu miðvesturríkja Bandaríkj-
anna. Kvöld eitt veturinn 1991 á með-
an Persaflóastríðið geisaði í sjónvarp-
inu sagði samstarfsmaður hans upp
vinnunni til að slást í hópinn með fólki
sem halda vildi til borgarinnar Seattle
á vesturströndinni til að stofna vikurit
og slá í gegn.
Dan, sem er samkynhneigður
strigakjaftur af írskum ættum og
é uppalinn í rammri kaþólsku, gat ekki
setið á sér að íræða hann á því að það
sem ekki mætti vanta í slíkt vikurit
væri ráðleggingadálkur um ástalíf
sem tæki á viðfangsefninu á nýjan
hátt. Tilvalinn ráðgjafi væri einmitt
einhver samkynhneigður, kaþólskur,
kjaftfor Iri sem væri líklegur til að sjá
þetta allt í nýju samhengi. Ekki þarf
að orðlengja að Dan fékk starfið.
Vikuritið, The Stranger (Hinn
ókunni), sló í gegn og dálkar Dans
birtast vikulega í ýmsum tímaritum
vestra.
Það er kannski erfitt fyrir landann
að skilja þörf Bandaríkjamanna fyrir
ráðgjöf um ástalíf í prentmiðlum sín-
um. Hér er lítil hefð fyrir slíku; Allir
muna Póstinn í Vikunni en svo gerist
Vlítið fyrr en Páll Óskar stekkur al-
skapaður fram sem hinn kjaftfori,
samkynhneigði ráðgjafi (tilviljun eða
áhrif frá Dan Savage?). I nágranna-
löndunum úir og grúir af slíkum ráð-
gjöfum, jafnt í ástamálum sem öðru.
Dan Savage segir suma þeirra hafa
verið áhrifavalda í lífi sínu t.d. Ann
Landers (en ekki systur hennar
Abigail), Xavieru Hollander (í Pent-
house) og ráðgjafinn í Playboy. Mest
er lesið af slíku hér í tímaritum; ensk-
um kvennablöðum, hinu bandaríska
Cosmopolitan og svo dönsku blöðun-
um. Má þar t.d. minnast á að ekki
ómerkara skáld en Tove Ditlefsen
hafði aðaltekjur sínar um árabil af
ráðgjafardálkaskrifum í Hjemmet.
Dan Savage er af nýrri kjmslóð
slíkra skrifara, hommi sem hefur orð-
ið fyrii' miklum áhrifum af baráttunni
gegn alnæmisfaraldrinum og þeirri
byltingu sem varð í orðanotkun í kjöl-
far mótmæla til að reyna að fá ríkið og
stofnanir þess til að bregðast við hon-
um. Orðfæri Dans er ætlað til að
vekja fólk til umhugsunar; hann kallar
sig „faggot“ (kynvilling) og gagnkyn-
hneigða „breeders" (undaneldinga)
sem er þvert á pólitíska rétthugsun
níunda áratugarins. En strigakjaftur-
inn og dyntirnir eru aðallega á yfir-
borðinu, undir • niðri fylgir Savage
jnjög ákveðinni siðferðilegri línu („það
sem þú vilt að aðrii-...“) og boðar fagn-
aðarerindi sitt af sannfæringarkrafti -
og kallar svo til sérfræðinga þegar
hann rekur í vörðumar. Hann er þess
vegna ábyrgur og fræðandi um leið og
hann er skemmtilegur og yndislega
þversnúinn og „sjokkerandi". Bókin
er fljótlesin en alltaf rekst maður á
"léitt og annað nýnæmi.
Sveinn Haraldsson
PÓSTKORT SEM SJALDAN YORU SEND
Baldintáta byltir sér? Þetta póstkort er gefið út í Frakklandi árið
1904 og er hluti af seríunni „Syndarar".
Kort frá Þýskalandi sem talið
er vera gefið út fyrir árið 1905.
Lystisemdir holdsins
LIKAMI mannsins er Iistaverk
og það hefur ekki farið
framhjá listamönnum I
gegnum tíðina. Listaverk
sem dásama hið munúðar-
fulla í mannlegri tilveru
eru fjölmörg og má líta til
fjölmargra höggmynda og
málverka sem hafa ástalíf
mannsins að yrkisefni. I
Indlandi er ástalíf órofa
hluti af myndlistarmenningu
þjóðarinnar og nægir að
nefna musterið Taj Mahal
sem dæmi um lofsöng lista-
manna til ástalífs mannanna.
I bókinni Erotic Postcards
hafa þau Barbara Jones og
William Oullette safnað meira
en 250 holdlegum póstkortum
sem skemmtu eða hneyksluðu
fólk í lok Viktoríutímabilsins.
Um miðja siðustu öld voru eró-
tískar myndir taldar ósiðlegar
og þrátt fyrir nýfengna prent-
tækni var þeim lítt dreift um
heiminn. Hins vegar breyttist
andrúmsloftið í lok aldarinnar
og sumt sem áður þótti algjör
óhæfa þótti þá frekar stríðnis-
lega dónalegt. Þetta tímabil stóð
yfir um 20 ára skeið og þá
blómstraði framleiðsla munúð-
arfullra póstkorta, og fjöldi
listamanna, bæði teiknara og
ljósmyndara, reyndu hæfni sína
við að fanga lystisemdir holdsins
á mynd.
Um aldamótin var talsvert al-
gengt að þar sem póstkort voru
seld mætti fínna bæði myndir af
helstu náttúruperlum viðkom-
andi lands auk djarfari póst-
korta þar sem fáklæddar
stúlkur voru í aðalhlut-
verki. París þótti mekka
hinnar léttleikandi
munúðar, en þar í
landi var talsvert al-
gengt að Ijósmynd-
um væri þrykkt á
póstkort og þótti
ekkert tiltökumál, enda
borgin í hugum margra
mun frjálslyndari en aðrar
borgir Evrópu. Og það var í
París sem framleiðsla munúð
arfúllra póstkorta átti upp-
runa sinn og um aldamótin
voru póstkort með ástleitnu
viðfangsefni gjarnan kennd
við borgina.
Eitthvað fyrir alla
Viðfangsefni erótísku póst-
kortanna er margvíslegt og
má telja víst að þar sé að
finna eitthvað fyrir flesta, þó að
mun meiri áhersla sé lögð á að
höfða til karlkyns njótenda. Ef
litið er á teikningarnar eða ljós-
myndirnar kemur glögglega í
Ijós að mismunandi mikið er lagt
í gerð þeirra og metnaður lista-
mannanna mismikili eins og
gengur. Sum kortanna voru
klám síns tíma og gjarnan seld í
hafnarhverfum þar sem kven-
mannssveltir sjómenn voru
Kyntröllið Zhyszko Cygani-
ewicz var talinn líklegur til vin-
sælda hjá kvenþjóðinni, en
kortið er gefið út í Póllandi ein-
hvern tima eftir 1906.
fastagestir og meðal þeirra
korta var að finna strangar
konur með svipur í hendi og
ástalífsmyndir af ýmsum
toga. Mörg þessara póst-
korta þóttu svo djörf að
þau hafa aldrei fengið á sig
frímerki og fengið að fara
með póstinum Páli á milli
húsa, heldur voru þau opn-
uð með laumulegum tökt-
um þar sem helst enginn
sá til nema útvaldir.
Táknmál ástarinnar
Listamenn sem sér-
hæfðu sig í munaðarfull-
um teikningum eða Ijósmyndum
notuðu ýmis tákn til að gefa til
kynna ástríðuna sem í myndun-
um var fólgin. Villtar haföldur,
hellar, eldlogar, hneggjandi
hestar, sverð, fuglar, lyklar og
skrár voru öll tákngervingar
ástarhitans og óspart notuð.
Teiknarar um aldamótin notuðu
táknmálið óspart enda fæstir
búnir að lesa Ráðningu drauma
eftir sálkönnuðinn Sigmund
Freud sem gefín var út á alda-
mótaárinu og var því ráðning
táknanna þeim ekki eins ljós og
síðari tfma mönnum.
Flest póstkort þessa tímabils
hafa konur í aðalhlutverki og
stundum voru fleiri en ein á
kortinu sem gaf ímyndunarafli
neytendanna lausan tauminn,
enda hugmyndin um kvennabúr
lengi verið karlkyninu hugleik-
in. Stúlkur sem döðruðu hvor
við aðra þóttu góð söluvara en
upp úr 1920 var mikið af póst-
kortum gefin út sem einbeittu
sér að ástalífí samlyndra
kvenna. Hins vegar þóttu ástir
tveggja karla óviðurkvæmi-
legt yrkisefni enda Iög gegn
slíku athæfi sem náði ekki
yfír sambærilega verknaði
kvenna. En hvar voru kort-
in með myndum af strákum
fyrir stelpurnar?
Slík kort voru fátíð og þau
sem fundust voru iðulega ljós-
myndir af kraftalegum körlum,
eða myndir af skemmtikröftum
og þá oftast vel klæddum. Ein
skýring gæti verið sú að fram-
leiðendur kortanna voru flestir
karlmenn og þeir hafa eflaust
talið að lítil sala yrði á erótísk-
um kortum fyrir konur þessa
tíma.
f dag hefur framleiðsla á eró-
tískum póstkortum nánast horf-
ið enda margar aðrar leiðir til
að nálgast efni þar sem ástalífi
mannsins eru gerð skil. En
margir hafa þó gaman af þess-
um stríðnislega dónaskap fyrri
tíma og telja listfengi erótísku
póstkortanna mun meira en
meirihluti þess holdlega efnis
sem býðst nútímamanninum.
4 Það þarf engan Einstein að
ráða í táknmálið á þessu þýska
korti frá 1905.
Forvitnilegar bækur
PAUL
THEROUX
SIR VIDIA’S SHADOW
s
Iskugga
N aipaul
Sir Vidia’s Shadow.
Bókin er 382 blaðsióur að lengd,
fæst í Máli og menningu,
og kostar 1.315 krónur.
Endurminningabókin Sir Vi-
dia’s Shadow hefst í Uganda árið
1963 þangað sem Ameríkaninn
Paul Theroux er fluttur, 24 ára
gamall, til að skrifa. Honum geng-
ur illa að koma einhverju frá sér
þar til rithöfundurinn V.S.
Naipaul stígur út úr frumskógin-
um og byrjar að leggja honum
lífsreglurnar. Þessi sérvitringur
frá Trinidad verður umsvifalaust
lærifaðir Theroux og fjallar bókin
um vináttuna sem hefst með þeim,
nær yfir fimm heimsálfur og varir
í rúmlega þrjátíu ár.
A þeim tíma elur Naipaul upp
rithöfundinn í Theroux og hvetur
hann áfram. En þetta er ekki bók
þar sem einn höfundur er að
mæra annan og lítur angurvær yf-
ir farinn veg. Vinskap rithöf-
undana tveggja er nefnilega lokið
og Paul Theroux er að gera til-
raun til að skrifa sig úr skugga
uppalandans. A köflum breytist
frásögnin í hatursbréf og afhjúp-
ast þá heiftarleg minnimáttar-
kennd Theroux gagnvart lág-
vaxna bókmenntarisanum sem
reglulega er orðaður við Nó-
belinn.
Um leið og Paul Theroux
reynir að rífa V.S. Naipaul niður
af stallinum neyðist hann til að
hossa hinu áhugaverða í fari hans
svo eitthvað sé varið í umfjöllun-
arefnið. Theroux tekst ágætlega
að láta þetta tvennt verða sam-
ferða og því er merkilega
skemmtilegt að lesa um hvað
Naipaul virðist óþolandi maður.
Samkvæmt lærisveininum er
hann hrokafullur, kynþáttahatari,
fégráðugur, sjálfhverfur, öfund-
sjúkur og frekur. Hann kúgar
konuna sína, þolir ekki börn og
hatast við flest í kringum sig.
Þegar Theroux er að takast að fá
lesandann til að skyrpa á kápu-
myndina af Naipaul gerir hann
þau mistök að hætta að láta at-
burði í kringum gamla læriföður-
inn tala sínu máli og byrjar að
gagnrýna þ,ann sjálfur. Við það
fellur bókin saman líkt og ofþanið
lunga í hrópandi leiðinlegri Ca-
melkellingu.
A endanum virðist Sir Vidia’s
Shadow lítið annað en tilraun
svekkts lærisveins til að græða
aðeins meira á meistara sínum.
Og maður veltir fyrir sér hvort sá
sannleikur sem Theroux ber fram
sé ekki orðinn úldinn. Allavega
virðist hann hafa kosið að líta
framhjá óargadýrinu í Naipaul
meðan hann taldi sig enn geta
lært eitthvað. Skilaboð bókarinn-
ar eru því ekkert sérstaklega
áríðandi og frekar léttvæg, nema
kannski fyrir veski Paul Theroux.
Huldar Breiðfjörð