Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 64
Drögum næst
24. sept.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
Heimavörn
Sími: 580 7000
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Mun minna
af rauðátu
Ósló. Morgunblaðið.
IJM 60% minna af rauðátu er í Norð-
:5»ur-Atlantshafi og Norðursjó en íyrir
35 árum. Vísindamenn vita ekki
ástæðuna og eru áhyggjufullir en
benda á að veðurfarsbreytingar og
aukin mengun geti verið áhrifavaldar.
Rauðátan er einn mikilvægasti
hlekkur fæðukeðjunnar í hafinu en
meðal annars er hún mikilvægasta
fæða loðnu og síldar. Síðan 1958 hafa
breskir vísindamenn gert mælingar
á rauðátunni í Atlantshafinú og m.a.
tekið um 160.000 sýni og greint þau.
Vísindamenn frá öðrum þjóðum Evr-
ópu, Kanada og Bandaríkjunum hafa
fylgst með gangi mála annars staðar
og Kurt Tande, sérfræðingur í svif-
dýrum og prófessor í sjávarlíffræði í
Tromso, segir að ástæða sé til að
->vara við stöðunni.
■ 60% minna/Bl
Ekiðá
nautgripi
við Hvolsvöll
^JEPPI með sex hesta kerru ók á tvo
nautgripi rétt utan við Hvolsvöll um
klukkan níu í gærkvöldi. Bíllinn kom
akandi austur Suðurlandsveg, sem
er óupplýstur vegur, í svartaþoku og
sérlega slæmu skyggni.
Þrír nautgripir voru á veginum en
þeir höfðu sloppið úr girðingu sinni
og komist upp á veginn. Þetta var
reyndar í annað sinn sem þeir sluppu
út þetta kvöld því fyrr um kvöldið
brutu þeir girðingastaur sem varð til
þess að þeir, ásamt sjö öðrum grip-
um, komust út úr girðingunni.
Bílstjórinn sá ekki gripina þrjá
sem voru á veginum og keyrði á tvo
þeirra með þeim afleiðingum að ann-
ar drapst og hinn slasaðist mikið.
> Þrátt fyrir nokkrar skemmdir var
naíllinn ökufær og slapp bílstjórinn
með skrekkinn.
-------♦-♦-♦-----
Framboð á
störfum tvö-
faldast á milli
mánaða
FRAMBOÐ af lausum störfum hjá
vinnumiðlunum í lok ágústmánaðar
tvöfaldaðist miðað við lok júlímánað-
ar sl. og voru u.þ.b. 729 störf laus í
'*iok mánaðarins. Þetta kemur fram í
yfirliti Vinnumálastofnunar yfir at-
vinnuástand í landinu fyrir ágúst
1999.
Ástæður fyrir þessari miklu aukn-
ingu á framboði starfa eru taldar
margvíslegar en stór þáttur eftir-
spurnarinnar er rakinn til sláturtíð-
ar, upphafs skólastarfs og nýs fisk-
veiðiárs auk vinnuaflsskorts í bygg-
ingariðnaði.
Fleiri atvinnuleyfí
I yfirlitinu kemur fram að 1.756
A^tvinnuleyfi hafa verið gefin út það
sem af er árinu á móti 2.222 leyfum
allt árið í fyrra. Þar af eru 963 ný
tímabundin atvinnuleyfi, 556 eru
framlengingar á tímabundnum leyf-
um, 161 er óbundið atvinnuleyfi, 51
námsmannaleyfi, 16 vistráðningar-
leyfi og 9 atvinnurekstrarleyfi. Sam-
^hils voru gefin út 308 leyfi af ýmsum
"■■erðum í ágústmánuði sl. en 156 í
ágúst 1998.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Skip strandar við Isafjörð
OLIUFLUTNINGASKIPIÐ
Stapafell strandaði á Skipeyri
við ísafjörð um hálfellefuleytið í
gærmorgun. Skipið var að fara
frá ísafirði í niðaþoku og
strandaði rétt við flugbrautina á
Isafírði. Engar skemmdir urðu
á skipinu og losnaði það seinni-
partinn í gær þegar flæddi að
og hélt áfram ferð sinni. Eins og
sjá má var skipið skammt undan
landi á fjöru í gær.
Persónuafslátt-
ur að fullu
millifæranlegur
GEIR H. Haarde fjármálaráð-
herra kynnti frumvarp til laga
um breytingar á lögum um tekju-
skatt á ríkisstjómai’fundi í gær.
Breytingin varðar þann þátt
stefnuyfirlýsingar rfldsstjómar-
innar að persónuafsláttur skuli
vera að fullu millifæranlegur
milli hjóna.
Persónuafsláttur hefur verið
millifæranlegur að 80% en sam-
kvæmt frumvarpinu er gert ráð
fyrir því að hann verði að fullu
millifæranlegur í áföngum. Á
næsta ári verði hann millifæran-
legur upp að 85%, 90% árið 2001,
95% árið 2002 og að fullu árið
2003.
Áætlað er að fyrsti áfangi
breytingarinnar kosti rfldssjóð
um 100 milljónir króna og aðrir
áfangar verði svipuð upphæð en
það veltur þó á þróun tekna. Mið-
að við þetta kostar það rfldssjóð
um 400 milljónir króna að hrinda
þessari breytingu í framkvæmd.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Bændur hafa notað veðrið til að ljúka heyskap, en langvinnar rigningar síðustu vikna hafa gert þeim lífið leitt. Myndin var tekin á Húsatóftum á Skeiðum.
Notalegur
sumarauki
ÓVENJULEG veðurblíða hefur
verið á landinu síðustu tvo daga.
Unnur Ólafsdóttir, veðurfræð-
ingur á Veðurstofu íslands, vildi
í gærkvöld þó ekki kannast við
að veðurblíðan væri að slá fyrri
met.
Að sögn Unnar fór hitinn í
Reykjavík í fyrradag í 17,3 stig
en náði 16 gráðum í gær. Há-
markið á árabilinu 1961 til 1990
var hins vegar 18,5 gráður. „Hit-
inn núna nær þessu ekki en þetta
er náttúrlega ofarlega. Hitinn
fór hins vegar í 19 og 20 stig á
vissum stöðum norðanlands. Það
er ekki neitt voðalega algengt að
hámarkið fari yfir 15 gráður í
september," sagði Unnur.
Veðurútlit er gott hér sunnan-
lands, að sögn Unnar. „Ég hugsa
að það kólni nú heldur á næstu
dögum því það kemur regnsvæði
upp að suðausturströndinni. En
ég er hrædd um að þokuloftið
verði viðloðandi á Austur- og
Norðurlandi áfram.“
Sljórnvöld tilkynna fyrirkomulag á sölu hlutar ríkisins í FBA
Hlutur ríkisins í FBA
seldur í einu lagi
RIKIÐ mun selja 51% hlut sinn í
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í
einu lagi til dreifðs hóps fjárfesta
þar sem hver aðili má ekki kaupa
meira en 6% hlutafjái’ í bankanum.
Tilgangurinn er að tryggja að há-
marksverð fáist fyrir eignina og
verður söluverðið tæpir tíu milljarð-
ar að lágmarki. Gengi hlutabréfa
FBA hækkaði um tæp 5% í gær,
eftir að fyrirkomulag útboðsins var
kynnt.
Fram kom á blaðamannafundi
Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, og Ama Mathiesen
sjávarútvegsráðherra að markmið
útboðsins sé að hámarka söluverð
eignarhluta ríkisins í FBA, að selja
dreifðum hópi hlutinn í heilu lagi og
að öllum gefist kostur á að bjóða í
hlutinn. Undirbúningur útboðsins
fer fram í október og tilboð verða
opnuð 5. nóvember.
Lágmarksverð 9,7 milljarðar
Til að tryggja að hámarksverð fá-
ist er talið nauðsynlegt að hópur
fjárfesta standi sameiginlega að til-
boði í alla eignina. „Hámarksverð
fyrir eignarhlut ríkisins í bankanum
verður aðeins tryggt með því að
selja allan hlutinn í einu lagi,“ sagði
Finnur Ingólfsson. Skýrði hann það
með því að vísa til þess að hópur
fjárfesta ætti nú þegar stóran hlut í
bankanum og þyrfti ekki að bæta
miklu við til að geta ráðið honum al-
veg. Þá kynni sá hluti eignar ríkis-
ins sem eftir er að verða lítils virði.
Lágmarksgengi er 2,8 og þýðir
það að hlutabréfin verða ekki seld
fyrir lægri upphæð en 9,7 milljarða
kr.
Reglur um skyldleika
Settar eru reglur um skyldleika
og hámark hvers aðila innan fjár-
festahópanna til að tiyggja dreifða
eignaraðild. Hámark hvers aðila eða
skyldra aðila má ekki fara yfir 6%
nafnverðs hlutabréfa í FBA. Að
loknu útboði framselur rfldð hluta-
bréfin til einstakra fjárfesta innan
þess hóps sem á hæsta tilboðið, en
ekki tfl félags þeirra.
■ Hlutur hvers/6