Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 1

Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 1
STOFNAÐ 1918 226. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar ná þriðjungi tsjetsj- neskra landsvæða á sitt vald Herlög sett í Tsjetsjníu Reuters Stórslys í London Hvatt til „heilags stríðs“ gegn Rússum Urus-Martan. Reuters, AFP. RÚSSAR sögðust S gær hafa náð þriðjungi Tsjetsjníu á sitt vald eftir tíu daga loftárásir og innrás rúss- neskra hersveita sem hófst í vikunni sem leið. Þeir sögðu þó að því færi fjarri að herinn hefði náð því mark- miði sínu að koma upp öryggissvæði í Tsjetsjníu til að hindra árásir tsjetsjneskra skæruliða. Aslan Maskhadov, leiðtogi Tsjetsjníu, setti herlög, sem tóku gildi á mið- nætti, og kvaddi alla vinnufæra Tsjetsjena í herinn til að verjast „yfírgangi Rússa“. Hann skoraði ennfremur á trúarleiðtoga tsjetsj- neskra múslíma að lýsa yfír „heilögu stríði" gegn Rússum. Rússneskar fréttastofur skýrðu frá því að Tsjetsjenar hefðu skotið niður tvær herþotur í fyrradag og að minnsta kosti einn flugmaður hefði beðið bana. Að sögn Tsjetsjena tóku þeir annan flug- mann til fanga. Vladímíi' Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði að fjórir hermenn Færeysku fjárlögin Fimm millj- arðar í afgang Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA landstjórnin lagði fram fjárlögin í síðustu viku og þar er gert ráð fyrir tekjuafgangi upp á fimm milljarða ísl. kr. I þeirri miklu umræðu, sem verið hefur um sjálf- stæði Færeyja, hefur mikil áhersla verið lögð á, að landsmenn sníði sér stakk eftir vexti og sýni ábyrgð í efnahagsmálunum. Má líta á fjár- lögin sem mikilvæga yfirlýsingu um, að landstjórnin hafí þetta mai'kmið að leiðarljósi. Uppgangurinn, sem verið hefur í Færeyjum síðustu árin, skilar sér í fjárlögunum. Búist er við, að tekj- urnar verði 33 milljarðar ísl. króna eða um 3,3 milljörðum meiri en í fyrra. Útgjöldin eru einnig meiri eða sem nemur 1,28 milljörðum ísl. króna. í útgjaldaaukningunni vegur þyngst launahækkunin, sem opin- berir starfsmenn fengu í kjölfar verkfalla í vor. Færeyingar hafa tekjur af fleiru en eigin umsvifum. Af tekjum upp á 33 milljarða ísl. króna nemur fram- lag Dana til Færeyinga 10 milljörð- um. Af þeim fara þó 3,2 milljarðar strax til að greiða vexti af lánum Færeyinga í Danmörku en beinar afborganir af þessum lánum eru 1,28 milljarðar ísL kr. hefðu fallið og 22 særst í átökunum til þessa, hinum hörðustu í Tsjetsjn- íu frá stríðinu á árunum 1994-96 sem lauk með auðmýkjandi ósigri Rússa. Stjórnin í Moskvu hefur kennt tsjetsjneskum skæruliðum um sprengjutilræði, sem hafa kostað hartnær 300 manns lífið í rússnesk- um borgum á undanförnum vikum, og markmið hennar er að koma upp öryggissvæði í Tsjetsjníu til að hindra frekari árásir. Pútín sagði að rússneski herinn hefði lagt undir sig allt láglendið norðan við Terek-fljót, eða um þriðjung Tsjetsjníu. „Því fer víðs fjarri að þessum aðgerðum til að koma upp öryggissvæði sé lokið,“ bætti hann þó við. „Lokamarkmið okkar er að tortíma hermdarverka- mönnunum og eyðileggja stöðvai’ þeirra í Tsjetsjníu.11 Þingið styður aðgerðirnar Vladímír Ryzhkov, leiðtogi mið- flokksins Heimili okkar er Rúss- land, sagði að Pútín hefði tryggt stuðning leiðtoga þingflokkanna við hemaðaraðgerðii’nar á fundi í fyrradag. Grígorí Javlinskí, leiðtogi frjálslyndra þingmanna, sagði þó að aðgerðirnar mættu ekki breytast í allsherjarstríð. Rúmlega 100.000 Tsjetsjenar hafa flúið til nágrannahéraðanna vegna árása Rússa og óttast er að sú tala hækki í allt að 300.000 á næstunni. Pútín kveðst stefna að því að flytja allt flóttafólkið á rúss- neska öryggissvæðið í Tsjetsjníu. Fréttaskýrendur segja að markmið- ið með þessu sé að reka fieyg milli leiðtoga Tsjetsjena og flóttafólks- ins, koma á fót nýrri tsjetsjneskri stjóm og skipta Tsjetsjníu í tvennt. AÐ minnsta kosti 26 menn létust og 139 slösuðust, þar af 26 alvarlega, er tvær farþegalestir rákust saman skammt frá Paddington-brautar- stöðinni í London í gærmorgun. Tók það langan tíma að ná sumum þeirra, sem komust lífs af, út úr brakinu og að sögn lögreglunnar var búist við, að allt að sólarhring- ur gæti liðið áður en fullljóst yrði hve margir fórust. Ekki er vitað hvað slysinu olli en víst er, að það mun kynda enn undir gagnrýni á breska lestakerfið en óhöpp hafa verið mjög tíð síðan það var einka- vætt fyrir tveimur árum. ■ Mannskætt/22 Ríkis- stjórn Austur- ríkis seg- ir af sér Vín. Reuters, AFP. VIKTOR Klima, kanzlari Austur- ríkis, gekk í gær á fund Thomas Klestils forseta og færði honum afsagnarbréf ríkisstjórnar sinnar. Stjórnin situr samt áfram til bráðabirgða unz ný stjórn hefur verið mynduð, en það kann að taka langan tíma þar sem báðir flokk- arnir sem starf- að hafa saman í stjórn undanfarin 13 ár töpuðu töluverðu fylgi í þingkosningunum um helgina. Otvíræður sigurvegari kosning- anna, hægrimaðurinn Jörg Haider og Frelsisflokkur hans, lýsti því yf- ir í gær á fundi með fréttamönnum, að velgengni hans þýddi ekki að austurrískir kjósendur hefðu tekið mikla sveiflu til hægri. Öllu heldur þýddu þessi úrslit áfanga í réttlæt- isátt, þar sem „stóru flokkarnir“ tveir hefðu nú í þrjá áratugi setið að öllum völdum í landinu og stæðu í vegi fyrir nauðsynlegum breyt- ingum. Haider sagði flokk sinn reiðu- búinn til stjórnarþátttöku ef end- anlegar tölur - eftir að um 200.000 utankjörstaðaatkvæði hafa verið talin - sýndu að hann væri sannarlega annar stærsti flokkurinn. Samkvæmt bráða- birgðatölum skilja aðeins um 14.000 atkvæði Frelsisflokkinn og Þjóðarflokkinn að. ■ Haider/23 Spenna á landamærum Austur- og Vestur-Tímors Carlos Belo biskup snýr heim í dag Dili. AFP. CARLOS Belo biskup, trúarlegur leiðtogi Aust- ur-Tímorbúa og einn forystumanna sjálfstæðis- hreyfíngarinnar á eynni, snýr til A-Tímors í dag að sögn Davids Wirmursts, talsmanns Samein- uðu þjóðanna. Er heimkoma biskupsins talin til marks um aukna trú á að friðargæsluliði SÞ und- ir forystu Astrala takist að tryggja frið í hinu stríðshrjáða landi. Alþjóðlegir friðargæsluliðar féllu í gær frá kröfu sinni um að skæruliðar, er barist hafa fyrir sjálfstæði A-Tímors, létu vopn sín af hendi. Var ákvörðunin tekin eftir að spenna magnaðist mjög á landamærum Austur- og Vestur-Tímors en vestanmegin landamæranna hafa andstæðingar sjálfstæðis safnast saman og hóta skæruhernaði yfir landamærin. Ástralskar hersveitir, sem eru nærri landa- mænmum, voru við öllu búnar á mánudagskvöld er þær urðu varar við ferðir manna er voru að grennslast fyrii- um aðstöðu hersveitanna. Hafa Astralar fengið þær upplýsingai' að árás sé yfir- vofandi og að liðsmenn vígahópanna séu afar vel búnir, m.a. klæðist þeir herbúningum og séu vel þjálfaðir. Ekki er ljóst hvort hersveitir Indónesa hafi staðið fyrir njósnaferðinni á mánudagskvöld en heimildamenn AFP segja að þar til þing Indónesíu samþykki sjálfstæði A-Tímors geti Indónesíuher farið inn yfir landamærin að eigin vild. Talið er að um eitt þúsund vígamenn séu í þorpinu Haekesak, vestanmegin landamæranna. Sagt er, að foringi sveitanna hafi fyrirskipað þeim að vera búnir undir árás á ástralskar her- sveitir innan tveggja daga. Reuters Tvær a-tímorskar konur gráta er þær biðjast fyrir við styttu af Maríu mey á fyrrum heim- ili Carlos Belos biskups í Dili. Af húsinu standa aðeins veggirnir uppi. Viktor Klima

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.