Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mýrdalsjökulssvæðið í gjörgæslu Veðurstofu og Qrkustofnunar
Jarðskjálfta- og vatns-
mælar í stöðugu sambandi
SÉRFRÆÐINGAR og tæknimaður frá Veðu-
stofu Islands vinna nú að uppsetningu síritandi
jarðskjálftamælis við Láguhvola rétt sunnan
við Vatnsrásarhöfuð skammt frá Höfðabrekku-
jökli. Er mælinum komið fyrir eins nálægt
Kötlu og mögulegt er á láglendi, en tilgangur-
inn með uppsetningunni er að auka líkurnar á
að geta varað við gosi úr Kötlu á grundvelli
jarðskjálfta og óróa sem líklegt er að verði
nokkrum klukkustundum fyrir gos úr jöklinum.
Upplýsingar um ástandið á Kötlusvæðinu
berast úr mælinum með útvarpsbylgjum sem
sendar eru upp á Háfell í nágrenni Víkur og
tengjast þar við símamastur og gagnanet
Landssímans og berast þannig Veðurstofunni.
Að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálfta-
fræðings á Veðurstofu Islands, er búist við að
mælirinn verði kominn í gagnið í vikunni, en að
auki er hafin uppsetning á GPS-stöðvum til að
fylgjast stöðugt með landbreytingum á svæð-
inu. Er stefnt að því að setja þær upp á 3-4
stöðum í nágrenni Kötlu.
GPS-stöðvarnar verða settar eftir föngum í
samband við það jarðskjálftaefti iiitskerfi sem
fyrir er í nágrenni við Mýrdalsjökul og er
þannig stefnt að því að fá allar upplýsingar um
landbreytingar og jarðskjálfta á einn stað, þ.e.
á Veðurstofu íslands til að fá sem gleggsta
mynd af því sem er að gerast við Kötlu.
Vandlega fylgst með vatnsföllum
Auk jarðskjálfta- og landmælinga á Mýrdals-
jökulssvæðinu hafa nokkur vatnsföll í nágrenni
jökulsins verið sett undir eftirlit þar sem fylgst
er með ýmsum breytingum, sem gætu haft for-
spárgildi um gos. Voru settir upp mælar við
Hólmsá og Markarfljót í síðasta mánuði, en íyrir
voru mælar við Jökulsá á Sólheimasandi og
Múlakvísl. Innan hálfs mánaðar stendur að auki
til að setja upp mælitæki við Skálm eða Leirá.
Tilgangurinn með vatnamælingunum er þrí-
þættur, að sögn Arna Snorrasonar, forstöðu-
manns vatnamælinga Orkustofnunar.
Fylgst er með vatnsrennsli frá Mýrdalsjökli
og kannað hvort það vatn sem talið er að hafí
bráðnað vegna jarðhitavirkni í jöklinum í sum-
ar renni jafnóðum fram eða safnist saman.
Einnig er íylgst með vatnsföllunum til að geta
varað við atburðúm áþekkum þeim sem áttu
sér stað í Jökulsá á Sólheimasandi í sumar en
Ummæli heilbrigðisráðherra vöktu vangaveltur á Alþingi
Sameining er
ekki endilega
a dofinm
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Bergur Bergsson, rafniagnstæknifra-ðingiir Veðurstofu íslands, og Halldór Ólafsson, tæknimað-
ur hjá Norrænu eldfjallastöðinni, festa niður stand fyrir GPS-sendi í nágrenni Mýrdalsjökuls-
svæðisins. I bakgrunni er Kötlujökull.
þá kom stórt hlaup sem hefði hæglega getað
valdið skaða. Síðast en ekki síst er fylgst með
vatnsföllunum til að geta varað við Kötluhlaupi
ef til þess kemur.
Hringja sjálfkrafa í vaktmann
Orkustofnunar
Mælarnir, sem eru sex talsins, eru allir í
NMT-símasambandi við Orkustofnun og fer
eftirlitið þannig fram að hringt er sjálfvirkt í
mælana að morgni sérhvers dags þar sem upp-
lýsingar um vatnsleiðni, hitastig og vatnshæð
eru lesin af þeim, en að auki hefur ákveðið við-
vörunargildi verið forritað inn í mælana sem
virkar með þeim hætti að þeir hringja sjálf-
krafa í síma vaktmanns Orkustofnunar, ef
leiðnin, hitastigið eða vatnshæðin fara yfir
ákveðin mörk.
Að sögn Árna Snorrasonar hefur forvinna við
mælingarnar verið unnin í samstarfi Orku-
stofnunar og Vegagerðarinnar en auk þess
komu að verki Viðlagatrygging íslands,
RANNÍS, Raunvísindastofnun Háskóla ís-
lands, verkfræðistofan Vista og ríkisstjórn ís-
lands sem fjármagnaði verkefnið samkvæmt
beiðni Orkustofnunar.
VIÐ íyrstu umræðu um fjárlaga-
frumvarp ríkisstjórnarinnar á Al-
þingi í gær spurði Rannveig Guð-
mundsdóttir, þingmaður Samfylk-
ingar, hvort túlka bæri ummæli
sem Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra lét falla á mánu-
dagskvöld, við umræður um
stefnuræðu Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra, á þann veg að ríkis-
stjómin stefndi að sameiningu
stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík.
Mat Rannveig svör sem hún fékk á
þann veg að svo langt væru menn
ekki komnir í stefnumörkun sinni í
heilbrigðisgeiranum.
I ræðu sinni á mánudag hafði
heilbrigðisráðherra sagt að fjórar
leiðir væru færar til að ná niður
halla í heilbrigðisþjónustunni. „Við
getum fækkað læknisverkum, við
getum lækkað laun starfsfólks, við
getum látið sjúklingana greiða
meira og við getum sameinað dýr-
ustu einingamar og náð fram mjög
mikilli fjárhagslegri hagræðingu,“
sagði Ingibjörg.
Heilbrigðisráðherra bætti því
við að reyndin væri sú að flestir
svöraðu fyrstu þremur spurning-
unum neitandi. Þetta þýddi hins
vegar aðeins eitt. Annaðhvort yrði
heilbrigðisþjónustan látin þróast
óbreytt eða skipulögð upp á nýtt.
„Við lögðum grann að nýrri
framtíðarstefnu þegar ráðinn var
einn forstjóri yfir stóru sjúkrahús-
in í Reykjavík. Sú ráðstöfun tókst
vel og við höldum ótrauð áfram á
sömu braut,“ sagði Ingibjörg á
mánudag.
Ummæli heilbrigðisráðherrans
urðu Rannveigu Guðmundsdóttur
tilefni til að spyrja hvort það væri
stefna ríkisstjórnarinnar að halda
áfram á sömu braut og að samein-
ing stóra sjukrahúsanna stæði fyr-
ir dyram. í svari Jóns Kristjáns-
sonar, þingmanns Framsóknar-
flokks og formanns fjárlaganefnd-
ar, kom hins vegar fram að hann
teldi að hægt væri að ná fram mik-
illi hagræðingu með því að sam-
reka stóru sjúkrahúsin án þess að
það þýddi endilega að sameining
þeirra væri á döfinni.
Hætt við
skýrslu-
tökur fyr-
ir dómi
EKKERT varð úr fyrirhuguð-
um skýrslutökum fjögurra
gæsluvarðhaldsfanga í stóra
fíkniefnamálinu fyrir dómi í
gær. Hafði lögreglustjóra-
embættið fengið heimild til að
taka skýrslu af fjórum sak-
borningum, sem handteknir
voru saman hinn 10. septem-
ber og hafa setið lengst í
gæsluvarðhaldi af þeim níu
mönnum sem eru í varðhaldi.
A grandvelli heimildar um
skýrslutökuna voru fangamir
fluttir úr gæsluvarðhaldsfang-
elsi í Héraðsdóm Reykjavíkur
þar sem til stóð að láta þá
staðfesta fyrri skýrslur hjá
lögreglu, einn í senn að við-
stöddum verjanda. Verjendur
annarra gæsluvarðhaldsfanga
vora þá mættir í dómsal og
kröfðust þess að fá að vera við-
staddir skýrslutökurnar. Full-
trúi lögreglustjóraembættisins
mótmælti því og fékk dómara
til að kveða upp þann úrskurð
að vísa verjendunum úr dóm-
sal. Af hálfu verjenda var úr-
skurðurinn kærður til Hæsta-
réttar og verður því ekkert að-
hafst að nýju fyrr en Hæsti-
réttur tekur afstöðu til úr-
skurðar dómara.
Roger
Whittaker
tii Islands
HINN heimskunni söngvari
Roger Whittaker er væntan-
legur til landsins í febrúar á
næsta ári.
Mun hann
halda
þrenna tón-
leika á veit-
ingastaðn-
um Broad-
way, dag-
ana 1., 2. og
4. febrúar.
R o ger
Whittaker
fæddist í
Nairobi í Kenýa árið 1936.
Hann kom fyrst fram á tón-
leikum árið 1958 og hefur síð-
an komið fram á tónleikum og
í sjónvarpi um allan heim.
Hann hefur sjálfur samið um
500 lög sem komið hafa út á
plötum og diskum. Áætlað er
að plötur hans hafi selst sam-
tals í um 50 milljónum ein-
taka. Þar af seldist platan
„The Last Farewell" í 11
milljónum eintaka. Plötur
hans hafa selst í stórum upp-
lögum hér á íslandi.
Á tónleikunum á Broadway
mun Whittaker syngja og
blístra öll sín þekktustu lög í
gegnum tíðina.
Roger
Whittaker
Sérblöð í dag
i-—---—----------;------1---i---J
►í VERINU í dag er sagt frá samningaviðræð-
um SIF við verslunarkeðjuna Wal-Mart, í Banda-
rikjunum, spjallað við Albert Haraldsson, skip-
sljóra í Chile, og sagt frá rannsóknum á átu við
Island. Ennfremur eru í blaðinu hefðbundnar
upplýsingar um aflabrögð og markaði.
• •••••• •• ••••••• :.• • •••••#•••
Pressan oll a
heimsmeisturum Frakka/C4
Þorvaldur Örlygsson
ráðinn þjálfari KA/C1