Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Flugleiðir undirrita samstarfssamning við SAS Miðar að fjölgun farþega á við- skiptamannafarrými Flugleiða Morgunblaðið/Kristinn Einar Sigtirðsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar- og þróunarsviðs Flugleiða, sýnir hvernig tvíkennt flug Flugleiða og SAS verður merkt flugnúmeri beggja flugfélaganna í framtíðinni. Hlutabréf í Flug- leiðum hækkuðu um 10,3% í gær FLUGLEIÐIR og SAS tilkynntu samtímis í Reykjavík og Stokkhólmi í gær um samning sem fyrirtækin hafa gert sín á milli um aukið sam- starf í fiugi á milli Skandinavíu og Bandaríkjanna. I samningnum felst að allt flug Flugleiða milli höfuð- borga SAS-landanna þriggja og þriggja borga í Bandaríkjunum verður í nafni beggja félaganna. Að auki verður flug SAS frá Kaup- mannahöfn, Osló og Stokkhólmi til sjö borga í Evrópu í nafni SAS og Flugleiða. Þá verður samstarf vild- arkerfa félaganna aukið. Samningurinn tekur gildi 1. nóv- ember næstkomandi og verður að fullu kominn til framkvæmda 1. jan- úar 2000. Flugleiðir munu fljúga í nafni beggja félaganna milli Kaup- mannahafnar, Oslóar og Stokkhólms annars vegar og Boston, Minneapol- is/St. Paul og Baltimore/Washington hins vegar. SAS-flug frá Kaup- mannahöfn, Osló og Stokkhólmi til Hamborgar, Gautaborgar, Múnchen, Dusseldorf, Brussel, Ziirich og Vínar verður flogið í nafni beggja fyrirtækjanna. Er þetta við- bót við núgildandi samning félag- anna, sem felur í sér að allt flug Flugleiða milli íslands og höfuð- borga Norðurlandanna er í nafni beggja fyrirtækjanna. Ferðum íjölgað en verð helst óbreytt Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sagði við kynningu samnings- ins í gær að hann væri mikil viður- kenning á því leiðakerfí sem Flug- leiðir hefðu komið sér upp undanfar- in ár en fyrirtækið væri með mikla markaðshlutdeild á mörgum þessum leiðum milli höfuðborga Norðurland- anna og borga í Bandaríkjunum. Hann sagði að ferðum Flugleiða til Bandaríkjanna yrði fjölgað í kjöl- far samningsins en reiknað væri með að verð héldist óbreytt á þess- um flugleiðum. Hann tók sem dæmi að flogið yrði daglega til Boston og Minneapolis allan ársins hring, en fram að þessu hefði verið flogið þangað sex sinnum í viku. Sigurður sagði að samningurinn miðaði að því að fjölga farþegum sem ferðast á viðskiptamannafarrými í vélum Flugleiða. „Samningurinn er í samræmi við stefnu okkar, að auka hlut farþega sem ferðast á viðskiptamannafar- rými milli Evrópu og Bandaríkj- anna, með stoppi í Reykjavík," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, í gær. Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri stefnumótunar- og þróunar- sviðs Flugleiða, bætti við þessi orð Sigurðar að Flugleiðir hefðu þegar náð töluverðum árangri á því sviði og samningurinn við SAS styrkti fé- lagið í þeirri sókn, þar sem það hefði sterka stöðu á viðskiptamannamark- aði. 65% af farþegum SAS ferðast á viðskiptamannafarrými en 17% hjá Flugleiðum. „Samstarfíð styrkir bæði flugfé- lögin. Flugleiðir geta nú boðið meiri þjónustu í flugi innan Evrópu. Bæði félögin geta boðið félögum í vildar- klúbbum sínum, Saga Bonus og SAS Eurobonus, aukin fríðindi og fjöl- breyttari möguleika til að leysa út punkta sína. SAS getur boðið far- þegum sínum mun fullkomnara leiðakei’fí á milli Skandinavíu og Bandaríkjanna, en Flugleiðir eru með stystan ferðatíma í flugi yfír hafið,“ sagði Einar. Hlutabréf Flugleiða hækkuðu töluvert í gær, meðaltalshækkun var 10,3%. Jafnframt vora mest við- skipti með bréf félagsins á Verð- bréfaþingi íslands í gær, heildarvið- skipti dagsins námu rúmum 136 milljónum króna. Ögmundur Jónasson Sprengja í umræðuna um virkj- anamál „VIÐ teljum brýnt að fá umræðu um virkjanamálin inn á Alþingi á næstu dögum ekki síst eftir þá sprengju sem ríkisstjórnin kastaði inn í umræðuna um þessi mál í gær [fyrradag],“ segir Ógmundur Jón- asson, þingflokksformaður Vinstri- hreyfíngai-innar - Græns framboðs. Þar vísar hann til yfirlýsingar Finns Ingólfssonar iðnaðan-áð- herra í umræðu á Alþingi á mánu- dagskvöld um að hann hygðist leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun um leið og skýrsla Landsvirkjunar um umhverfísmat væri tilbúin. Kom þessi skoðun fram í máli Ögmundar á blaðamannafundi flokksins í gær þar sem þingflokk- urinn kynnti fyrstu sín þingmál í vetur. „Ólafur Örn Haraldsson, þing- maður Framsóknarflokks og for- maður umhverfisnefndai' Alþingis, boðaði það nánast í útvarpsþætti á laugardaginn var að gengið yrði fram hjá umhverfisnefnd Alþingis og hún sniðgengin í þessum efn- um,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður ennfremur á fundinum. Sagði hann að Ólafm’ hefði í útvarpsviðtalinu boðað að „flutt yrði sýndartillaga af iðnaðar- ráðherra eða ríkisstjórn og hún lát- in ganga til iðnaðarnefndar.“ Tók Steingrímur fram að þetta hefði í raun og veru verið staðfest af Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra og Da- víð Oddssyni forsætisráðherra í umræðum Alþingis á mánudags- kvöld. -------------- Handaskurð- læknar hætta áSHR BÁÐIR handaskurðlæknamir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa sagt upp störfum. Eru þeir einu handa- skurðlæknarnir sem starfa á land- inu, ásamt einum til viðbótar sem starfar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Jóhannes M. Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavík- ur, segir að uppsagnirnar skapi vissan vanda fyrir sjúkrahúsið að því leyti að þjónusta við þá sem hljóta slys á höndum skerðist. Hann segist reikna með að sjúkrahúsið leiti til læknanna beggja þegar um neyðartilfelli er að ræða en þeir muni verða við störf í einkarekstri á höfuðborgarsvæðinu. Með því móti verði vandinn leystur til bráða- birgða. Jóhannes reiknar með var- anlegri lausn á næsta ári þegar að öllum líkindum sé von á einum handaskurðlækni, sem starfar er- lendis, heim til starfa. Morgunblaðið/Svavar G. Jónsson Umsókn um léttvínsbar á Klapparstíg hafnað Eigandi segir kröfum fullnægt Góð upp- skera af vetrarhöfrum UM siðustu helgi voru bændur á Iiunkubökkum í Vestur-Skafta- fellssýslu að hirða vetrarhafra sem sáð var til í vor. „Það var svo vond tíð í september að við gátum ekki náð þeim,“ sagði Björgvin Harðar- son bóndi. Uppskeran í ár var góð og fékkst mun meira en fyrri ár. „Það er frekar óvenjulegt að við séum að slá hafra svona seint,“ sagði hann. „Venjulega hefur fryst um þetta leyti árs en þennan sama dag voru nokkrir bændur á næstu bæjum að hirða há.“ BORGARYFIRVOLD hafa ákveð- ið að leyfa ekki veitingarekstur í húsnæði við Klapparstíg sem áður hýsti krána Grand Rokk. Rekstrar- aðili staðarins, frönsk kona að nafni Stephanie Caradec, segir að hún hafi varið tveimur milljónum króna í að gera upp staðinn og hafí hann staðist allar kröfur heilbrigð- is- og eldvarnareftirlits. Hún telur neitun borgaryfirvalda ekki eiga við nein rök að styðjast. I fréttatilkynningu sem Caradec sendi frá sér segir hún að ákvörðun borgaryfírvalda sé löðrungur í and- lit þeirra sem staðið hafa að þess- um framkvæmdum á Klapparstíg. Frá upphafi málsins hafi þess verið gætt að ganga ekki í berhögg við lög eða vilja borgaryfirvalda, en þrátt fyrir það hafi verið tekin ákvörðun um að veita ekki veit- ingaleyfi. Til stóð að rífa húsið við Klapparstíg og reisa þar byggingu upp á 3^4 hæðir, en eigandi þess ákvað að leigja Caradec það til tveggja ára undir rekstur léttvíns- bars með frönskum vínum. Þegar bíði 900 vínflöskur þess á hafnar- bakkanum að vera sóttar. Allri samvinnu hafnað „Eigandinn ákvað þrátt fyrir fagurgala borgaryfírvalda að leigja húsnæðið fremur til veitinga- rekstrar," segir hún og að til greina hafi komið að hún fengi að kaupa húsnæðið að þeim tíma liðn- um. „Þrátt fyrir að svokallað lýð- ræði ríki, neitar borgarráð allri samvinnu um verkefni sem nýtur mikils stuðnings og áhuga allra þeirra sem komið hafa að málinu. Ekki er látið þar við sitja, heldur hafa borgaryfirvöld tekið sér vald til að gera þetta þrátt fyrir alla andstöðu og þá staðreynd að þau eiga ekki húsnæðið, auk þess sem öll lagaleg atriði eru á þurru,“ seg- ir ennfremur í tilkynningunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.