Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
NefndarsMpan
ráðherra gagnrýnd
Sjárarútvegsráðherra
gagnrýndar fyrir sláp-
aa kvötanefnðarinnar
- frjálslyndir litilokað
StfcSNlUNlD
Við þurftum bara ekkert á ykkur að halda í nefndina, það á engu að breyta, herrar mínir.
ERU ÞEIR AÐ FA’ANN?
Klakveiðin gengur vel
VEIÐI er lokið í Stóru Laxá í
Hreppum og veiddust um 170 lax-
ar. Það er mun lakara en oft áður,
en svona tölur hafa þó oft sést í
ánni og raunar er með ólíkindum
hversu vel aflaðist miðað við hve
stór hluti veiðitímans var ónýtur
vegna hlaupvatns í Hvítá og Ölfusá
sem tafði göngur langt fram eftir
sumri. Það var drjúg veiði um
haustið sem bjargaði því sem
bjargað varð.
Þessa dagana er veitt í klakkistur
í Stóru Laxá og er það svo vinsæl
iðja, að það sem bændur gerðu með
netum á einum degi hér áður er nú
gert á drjúgmörgum dögum af
stangaveiðimönnum sem hafa gam-
an af því að veiða og
sleppa ... þ.e.a.s sleppa laxi ofan í
kistur bænda. Nokkur veiði hefur
verið, enda slatti af laxi á svæðinu
frá Kóngsbakka upp í Kálfhagahyl.
Fyrir skemmstu fengust tveir einn
daginn, þrír annan og fjórir þann
þriðja. Stærsti klaklaxinn um helg-
ina var 18 punda hrygna, en nokkrir
mjög góðir laxar eru reiðubúnir í
klakið og meðalþyngd góð.
Það er mál manna að mun meira
vit sé í svona klakveiði heldur en
þeirri aðferð að fai'a með net í hylji
þar sem mikið er af laxi og hreinsa
upp úr þeim. Seint á haustin er lax-
inn yfírleitt búinn að para sig og
velja hrygningarbletti. Ef þeir eru
ekki í hylnum sjálfum eru þeir á
svæðum nærri honum og laxinn leit-
ar þangað þegar húmar. Sýnist að
með þessu sé verið að svíkja ána um
mikið náttúrulegt klak, en skila til
baka eldisseiðum.
Amerískur
rSM
m
Dýnustærð 135x190 cm þykkt15cm
SUÐURLANDSBRAUT 22
SÍMI: 553 60 I I - 553 7 I 00
Málstofa um þjóðréttarstöðu Austur-Tímor
Hver er kjarni
deilunnar?
Margrét Heinreksdóttir
Mannréttinda-
skrifstofa ís-
lands stendur í
dag fyrir málstofu um
þjóðréttarstöðu Austur-
Tímor. Málstofan hefst
klukkan 17.15 í Litlu-
Brekku, sal Lækjar-
brekku, og er öllum opin
og ókeypis. Fyrirlesari
er Margrét Heinreks-
dóttir lögfræðingur. En
hvað skyldi hún aðallega
fjalla um í sínum fyrir-
lestri?
„Fyrirlesturinn bygg-
ist á meistaraprófsrit-
gerð minni sem ég varði
við lagadeild Háskólans í
Lundi og Raul Wallen-
berg-stofnunina í Mann-
réttinda- og mannúðar-
löggjöf. Ritgerðin fjallar
um þjóðréttarstöðu Austm’-
Tímor í ljósi þróunar sjálfsá-
kvörðunarréttarins á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna úr pólitísku
prinsippi í þjóðréttarreglu. Aust-
ur-Tímor var portúgölsk ný-
lenda í rúmai’ fjórar aldir. Þegar
bundinn var endi á hálfrar aldar
einræði í Portúgal 1974 fóru
stjómvöld þar að búa nýlendur
sínar undir nýja framtíð. Angóla
og Mósambík fengu fljótt sjálf-
stæði, enda höfðu þeir barist fyr-
ir þvi árum saman, en framtíðar-
staða Austur-Tímor var aldrei
ráðin vegna þess að Indónesar
gerðu innrás í landið í desember
1975 og gerðu landið að 27. hér-
aði Indónesíu. Eg mun í erindinu
rekja þessa sögu stuttlega í
tengslum við réttarstöðu lands-
ins sem fyrrverandi nýlendu.
Sjálfsákvörðunarréttur þess var
viðurkenndur en ágreiningur
stóð um hvort Austur-Tímorbú-
ar hefðu þegar neytt þessa rétt-
ar vegna þess að hluti íbúa
landsins hafði beinlínis óskað
eftir íhlutun Indónesa. Það hefur
verið þjóðréttarlegur kjarni deil-
unnar um Austur-Tímor.“
-Hvers vegna valdir þú þér
þetta efni?
„Ahugi minn á Austur-Tímor
vaknaði verulega við heimsókn
José Ramos Horta, sem kom til
íslands 1997 í boði Mannrétt-
indaskrifstofu íslands og
Kvennalistans. Hann hafði hlotið
friðarverðlaun Nóbels 1996
ásamt Carlos Felipe Ximenes
Belo, biskupi Austur-Tímorbúa.
Þess má geta að Horta var til-
nefndur af þingkonum Kvenna-
lista til friðarverðlauna og bisk-
upinn af írskum konum. Horte
hélt fyrirlestur í Norræna húsinu
sem var afskaplega eftirminni-
legur. Ég ræddi tals-
vert við hann meðan
hann var hérna og
það sem hann hafði að
segja hafði mikil áhrif
á mig og vakti ýmsar
spurningar. Það kom til að ég
skrifaði grein um málið fyrir
Mannréttindarskrifstofu Islands.
Til að kynna mér það nánar fór
ég til Lundar og fékk aðgang að
bókasafni Raul Wallenberg-
stofnunarinnar, því meira sem ég
las þar þeim mun fleiri spurning-
ar vöknuðu og ég fann það iljótt
að það sem ég hafði sjálf lesið um
mannréttindamál var of tak-
markað og gerði mér jafnframt
grein fyrir því hversu þröngar
umræður hér heima höfðu yfir-
leitt verið um mannréttindamál.
Þetta vakti hjá mér löngun til
þess að fara í framhaldsnám á
þessu sviði og það gerði ég í
fyrrahaust, fékk ársleyfi frá
störfum sem ég notaði til náms-
►Margrét Heinreksdóttir
fæddist 1936 í Reykjavík. Hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík, stærð-
fræðideild, árið 1955. Hún
starfaði sem blaða- og frétta-
maður í tutt ugu ár, lengst af
við Morgunblaðið en síðan við
Ríkisútvarpið, Hljóðvarp og
Sjónvarp. Tók kandidatspróf í
lögum frá Háskóla Islands
1986 og hefur starfað sem lög-
fræðingur frá 1987, nú við
embætti sýslumanns í Hafnar-
firði. Hún hefur auk þess tekið
talsverðan þátt í félagsmálum.
Var m.a. stjórnarformaður
Mannréttindaskrifstofu Is-
lands 1995-’98 og hefur átt
sæti í ýmsum opinberum
nefndum. Margrét á tvær dæt-
ur og þrjú barnabörn.
ins. Guðmundur Alfreðsson þjóð-
réttarfræðingur, sem nú er tek-
inn við sem aðalforstjóri stofnun-
arinnar, hvatti mig óspart til
þess að gera þetta og er ég hpn-
um mjög þakklát fyrir það. Ég
vil hins vegar geta þess að
Mannréttindaskrifstofa íslands
gaf í fyn-a út bækling sem að
meginefni til er grein eftir José
Ramos Horta, byggð á fyrirlestr-
inum sem hann hélt í Norræna
húsinu. í bæklingnum er einnig
stutt grein eftir Guðmund Al-
freðsson um Austur-Tímor í al-
þjóðarétti og formála skrifaði
Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrver;
andi þingkona Kvennalistans. 1
þessum bæklingi er líka mann-
réttindayfirlýsing sjálfstæðis-
hi-eyfingarinnar í Austur-Tímor,
sem var samþykkt á fundi full-
trúa fjölmargra samtaka Austur-
Tímorbúa, bæði heima fyrir og
erlendis, sem haldinn var í
Portúgal 25. aprfl
1998.“
- Ætlar þú að
ræða um mannrétt-
indabrot Indónesa á
Austur-Tímorbúum í
fyrirlestri þínum?
„Ég mun að sjálfsögðu koma
inn á þau en ritgerðin fjallar ekki
um það efni. Það er hins vegar
ljóst að Indónesar hafa brotið á
Austur-Tímorbúum nánast allar
reglur alþjóðlegra mannréttinda-
samninga síðasta aldarfjórðung
og þeir brugðust hrapallega því
hlutverki sem þeir höfðu tekist á
hendur samkvæmt samningi sem
þeir gerðu við stjórn Portúgal og
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna um framkvæmd þjóðar-
atkvæðagreiðslu sem fram fór á
Austur-Tímor 30. ágúst sl. en
samkvæmt honum tóku þeir að
sér að sjá um öryggismál á eyj-
unni meðan verið væri að ráða
framtíð þjóðarinnar til lykta.“
Indónesar
brugðust
hrapallega