Morgunblaðið - 06.10.1999, Page 10

Morgunblaðið - 06.10.1999, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í gær Stjórnvöld sjálf sögð eiga sök á þenslu í rikisfjármálum Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á AI- þingi í gær. Davíð Logi Sigurðsson fylgd- ist með umræðunni en þar gagnrýndi stjórnarandstaðan ýmis atriði þess. VIÐ fyrstu umræðu fjárlagafrum- varps ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2000 í gær lýstu flestir þeirra stjórnarandstæðinga, sem tóku til máls á Alþingi, ánægju sinni með það meginmarkmið frumvarpsins að skila tekjuafgangi af ríkissjóði. Fram komu þó miklar efasemdir um að forsendur frumvarpsins væru raunhæfar og jafnframt var gagnrýnt að helst væri skorið nið- ur í málum er snertu þá lægst launuðu í þjóðfélaginu. Geir H. Haarde fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi rík- isstjórnarinnar á Alþingi í gær og kom fram í máli hans að megin- markmið þess væri að draga úr þenslu í efnahagslífínu, sporna gegn viðskiptahalla og tryggja stöðugleika, ekki síst í verðlags- málum. Geir sagði fjárlagafrumvarpið lagt fram með hagstæðari niður- stöðu en áður hefði þekkst hér á landi og rekstrarafgangur ríkis- sjóðs væri samkvæmt frumvarpinu áætlaður 15 milljarðar króna, eða sem svaraði til 2,2% af landsfram- leiðslu. „Það er til marks um það aðhald sem felst í fjárlagafrum- varpinu að heildarútgjöld ríkis- sjóðs lækka milli áranna 1999 og 2000 bæði að raungildi, um 1,5% og í hlutfalli við landsframleiðslu um sama hlutfall og fara úr 29,2% í 27,7%,“ sagði fjármálaráðherra í ræðu sinni. Hann gerði að umtalsefni þær blikur sem væru nú á lofti í efna- hagsmálum og rifjaði upp að ýmis- legt hefði orðið þess valdandi að verðbólga á þessu ári hefði orðið meiri en reiknað var með. Sagði hann eðlilegt að spurt væri hvern- ig stjórnvöld hygðust bregðast við þessu. „Þessari spumingu hefur að nokkru leyti verið svarað með þeirri ákvörðun Seðlabankans fyr- ir skömmu að hækka vexti, í fjórða sinn á einu ári. Þessi ákvörðun er að mínu viti rökrétt og eðlileg og gefur um leið skýr skilaboð um að stjórnvöld muni einskis láta ófreistað til að hamla gegn verð- Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál verða á dagskrá: 1. Fjárlög 2000. Frh. 1. umræðu. (Atkv.gr.) 2. Vörugjald af ökutækjum, elds- neyti o.fl. Fyrsta umræða. 3. Skattfrelsi norrænna verðlauna. Fyrsta umræða. 4. Tekjuskattur og eignarskattur. Fyrsta umræða. 5. Utandagskrárumræða um að- gang að sjúkraskýrslum. Ráðgert er að hún hefjist um kl. 15.30. Málshefjandi: Ógmundur Jónas- son. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra verður til and- svara. bólgu,“ sagði Geir. Hann kvaðst hins vegar telja að veigamestu og skýrustu áherslur stjórnvalda um að það yrði ekki látið viðgangast að verðbólgan færi úr böndum kæmu fram í fjárlagafrumvarpi ríkistj órnarinnar. Þróun hagstæð undanfarin ár Fjármálaráðherra rakti í ræðu sinni þau úrræði sem ríkisstjórnin hygðist grípa til í því skyni að I m n ii \ i,' Mmm ALÞINGI bregðast við þenslunni. Hann sagði aðhald nauðsynlegt við að- stæður eins og þær sem nú væru uppi og boðaði frestun ýmissa framkvæmda á vegum ríkisins, auk þess sem áfram er stefnt að sölu ríkisfyrirtækja. Ennfremur kom fram í máli fjármálaráðherra að helsti vandi á útgjaldahlið ríkisins á þessu ári væri aukinn rekstrarkostnaður í heilbrigðiskerfinu umfram heim- ildir fjárlaga. Sagði hann að við undirbúning frumvarpsins hefði verið lögð áhersla á að greina þennan vanda og gerðar væru til- lögur um 1,4 milljarða króna við- bótarframlög til að styrkja rekstur sjúkrastofnana. í fjáraukalögum fyrir árið 1999 yrði einnig lögð til veruleg viðbót við framlög þessa árs. Sagði hann ljóst að áfram yrði að vinna að tillögum um hvernig brugðist verður við miklum og vaxandi útgjöldum í heilbrigðis- kerfinu. Geir Haarde sagði hins vegar að ekki væri hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að þróun efna- hagsmála hér á landi hefði verið hagstæð undanfarin misseri og að flestir mælikvarðar á afkomu þjóð- arbúskaparins væru mjög jákvæð- ir. Ekki einungis gilti þetta ef bor- ið væri saman við fyrri ár heldur einnig með tilliti til stöðunnar í helstu nágrannaríkjum. Þannig væri ísland eitt fárra aðildarríkja OECD þar sem ríkissjóður skilaði afgangi. Kostnaðarsamt að fresta framkvæmdum? Umræður um fjárlagafrumvarp- ið stóðu fram á kvöld í gær og þótt flestir stjórnarandstæðinga kvæð- ust fagna því að ríkissjóður ætti að skila tekjuafgangi samkvæmt frumvarpinu lýstu margir þeirra efasemdum um að þetta myndi rætast, og gagnrýndu aukinheldur Göng undir Reykjanesbraut harðlega að ekkert skyldi gert til að bæta stöðu bótaþega og barna- fólks. Slæm staða sveitarfélaganna var einnig til umræðu. Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingar, kvaðst efast um að það teldist sparnaður þegar til lengri tíma væri litið að fresta ýmsum framkvæmdum á vegum ríkisins, enda kostaði slík frestun ein og sér áreiðanlega einhverja fjármuni. Gísli sagði ekkert smá- ræði að ætla sér að skila fimmtán milljarða tekjuafgangi og benti á að ýmislegt mætti gera fyrir slíka peninga. T.d. þyrfti nauðsynlega að rétta hlut aldraðra og öryrkja og að ríkisstjórnin myndi ekki komast upp með að hækka fram- færslu þessara hópa um aðeins 4% á meðan aðrir hópar, t.d. þing- menn, fengju mun meiri hækkun; þ.e. 30% skv. nýlegum úrskurði kjaradóms. Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar og þingmaður Fram- sóknarflokksins, fagnaði því að stjórnarandstaðan skyldi vera sammála því að gott sé að skila af- gangi á ríkissjóði. Bar hann til baka ásakanir ýmissa stjórnarand- stæðinga að litlar efndir á loforð- um Framsóknarflokksins fyrir síð- ustu kosningar væri að finna í fjár- lagafrumvarpinu. ítrekaði Jón jafnframt hversu mikilvægt væri að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, benti á að um næstum þriðjungur rekstraraf- gangsins, sem áætlaður væri á næsta ári, byggist á sölu ríkis- eigna, eða um fjórir milljarðar af fimmtán. Minnti hann hins vegar á að menn gengju aðeins einu sinni á eigur sínar, og því gæti slíkt ekki verið grundvöllur betri afkomu ríkissjóðs. Lægri framlög til barnabóta gagnrýnd Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar, fullyrti að ofþensla og verðbólga væri til- komin vegna hagstjórnar ríkis- stjórnarinnar sjálfrar og í sama streng tók Sigríður Jóhannesdótt- ir, þingmaður Samfylkingar, en hún sagði það hafa verið mistök að lækka skatta á fyrirtæki og fjár- magnstekjur því það hefði stuðlað að þenslu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, rifjaði jafnframt upp að hann hefði fyrir kosningar í vor varað við undir- liggjandi viðskiptahalla en þá hefðu fjármálaráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra gert lít- ið úr viðvörunum sínum. Margir stjórnarandstæðinga gerðu lægri framlög til barnafólks í fjárlagafrumvarpinu að sérstöku umtalsefni og Ögmundur Jónas- son, þingmaður Vinstri grænna, sagði einnig að með því að láta skattleysismörk ekki þróast í sam- ræmi við launaþróun væri ríkið að þyngja skattbyrðar láglaunafólks og millitekjufólks. Rifjaði Ög- mundur upp orð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í stefnuræðu á mánudag að hægja yrði á hjólum atvinnulífs án þess að kloss- bremsa, og sagði Ögmundur að augljóst væri að þessi ríkisstjórn hefði fundið sinn „bremsuborða" í hinum lægst launuðu. UNNIÐ er að framkvæmdum við undirgöng fyrir gangandi vegfar- endur undir Reykjanesbraut á milli Öldugötu og Kaldárselsveg- ar í Hafnarfirði. Verkið er vanda- samt vegna þess að á gatnamót- unum er aðalvatnsæð Hafnfirð- HINN 11. júní síðastliðinn varði Tryggvi Egilsson doktorsritgerð sína: „Bound Excitons in Silicon Carbide" við Háskólann í Linköp- ing í Svíþjóð. Andmælandi var Gordon Davis, prófessor við Kings College í London. Ritgerðin greinir frá rann- sóknum á kísil- karbíði (SiC). Ahugi manna á efni þessu stafar einkum af hinu háa hita- og spennu- þoli þess samanborið við aðra hálf- leiðara svo sem kísO (Si). Miklar framfarir hafa orðið í ræktun á kís- d-karbíði á undanförnum árum, og má telja líklegt að efnið taki við af kísli sem megin byggingarefni í afl- rafeindarásum áður en langt um líð- ur. Háskólinn í Linköping hefur náð einna lengst í heiminum á þessu sviði og stendur fyrh- umfangsmikl- um rannsóknum í samstarfi við ým- SAMNINGANEFND stéttarfé- lagsins Samstöðu á Blönduósi fundaði sl. mánudag og samþykkti áherslur í komandi kjarasamning- um. í þeim er m.a. kveðið á um að lágmarkslaun verði kr. 120 þús- und á mánuði, skattleysismörk hækki í kr. 100 þúsund og að dregið verði stórlega úr tekju- tengingu verðandi ýmsar bóta- greiðslur, með það fyrir augum að tryggja kjör bótaþega. Samstaða er stéttarfélag Húna- vatnssýslna en í henni sameinast m.a. verkalýðsfélög austur og vestur Húnavatnssýslna, og Verslunarfélag austur Húna- vatnssýslu. I samþykkt nefndarinnar kom fram að hún telur ófært að semja lengur en til 6-8 mánaða í senn nema tryggt sé að launþegar á al- menna vinnumarkaðinum njóti kjarabóta sem aðrir hópar kunni á fá á samningstímabilinu. Sam- staða leggur áherslu á að gerð kjarasamninga verði flýtt sem frekast sé unnt og telur „eðlileg- ast að fólk legði niður vinnu þegar kjarasamningar renna út,“ eins inga og færa þarf háspennu- streng rafveitunnar. Undirgöngin eru þó talin nauðsynleg vegna tíðra slysa og fór verkið af stað eftir hörmulegt banaslys í vor. Áætlað er að ljúka við gerð gang- anna um miðjan næsta mánuð. is fyrirtæki. Rannsóknarverkefni Tryggva fólst í athugunum á svokölluðum bundnum örveindum í kísd-karbíði. hegðun þefrra gefur upplýsingar um vedur eða kristal- galla í efninu sem fram koma við ræktun þess og meðhöndlun. Lág- hita ljómunarmælingar af ýmsum toga voru notaðar við rannsóknirn- ar. Leiðbeinandi Tryggva vai- pró- fessor Erík Janzén. Tryggvi, f. 11.5. 1967, lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1987, prófi í rafmagns- verkfræði frá Háskóla íslands árið 1991, meistaragráðu í eðhsfræði frá sama skóla árið 1993 og DEA-prófi í ör-rásatækni frá Joseph Fourier- háskólanum í Grenoble, Frakklandi, árið 1995. Sambýliskona Tryggva er Elín Magnúsdóttir viðskiptafræðingur, og eiga þau tvær dætur, Valgerði og Þórdísi. Foreldrar Tryggva eru Egdl Björgúlfsson fyrrverandi kennari og Þórdís Tryggvadóttir myndlist- arkona. og stendur í fréttatilkynningu fé- lagsins. ---------------- Hafbjörg ÁR 15 Grunur beinist að rafmagni RANNSÓKN á brunanum í Haf- björgu ÁR 15 frá Þorlákshöfn er að mestu lokið hjá rannsóknardeild lög- reglunnar í Keflavík. Endanlegar niðurstöður hafa þó ekki fengist á rannsókn á orsökum brunans, en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni. Rafmangstafla bátsins er til sér- stakrar rannsóknar hjá rafmagnsör- yggisdeild Löggildingarstofu en nið- urstöður eru ekki komnar. Samkvæmt upplýsingum frá Sand- gerðishöfn var Hafbjörgin fjarlægð úr höfninni í gær eftir að hafa legið þar síðan 28. september. Rann- sóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur málið áfram til rannsóknar. Tryggvi Egilsson Doktor í tæknilegri eðlisfræði Samninganefnd Samstöðu ályktar á Blönduósi Lágmarkslaun verði 120 þtísund

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.