Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 14

Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Forvarnadagur haldinn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ Ekki töff að vera drukkinn eða dópaður FORVARNADAGUR var haldinn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG) í gær, en þetta er annað árið í röð sem slíkur dagur er haldinn í skói- anum, að sögn Elísabetar Siemensen, forvarnafulltrúa skólans. Skólinn átti einnig 15 ára afmæli og því var ákveðið að samtvinna þetta tvennt, þ.e. afmælið og forvarnirnar. „Við höfum reynt að leggja mikla áherslu á forvarnamái í skólanum,“ sagði Elísabet. „Markmiðið er að gera um- ræðuna opnari þannig að þetta sé ekki feimnismál lengur.“ Segja má að FG hafl að ákveðnu leyti rutt brautina í forvamamálum, þar sem hann var fyrsti skólinn til að ráða sérstakan forvarnafulltrúa til starfa hjá sér, en það gerði hann í fyrra. Að sögn Elísa- betar hafa flestir framhalds- skólanna nú farið að fordæmi FG og lagt aukinn þunga í forvarnamál með ráðningu forvarnafulltrúa. Aður sáu námsráðgjafarnir um mál er tengdust forvörnum, en Elisa- bet sagði að þeirra starf hefði þegar verið nógu viðamikið og því væri sú nýjung að ráða forvarnafulltrúa aukin þjón- usta við nemendur. Fyrst og fremst rætt um eiturlyf og áfengi Elísabet sagði að hugmynd- in að sérstökum forvarnadegi hefði smám saman þróast inni í skólanum. Hún sagðist starfa með forvarnateymi og í þeim hópi hefði komið upp umræða um að gaman gæti verið að taka einn dag frá til fræðslu um vímuefni og af- leiðingar þeirra. Að sögn Elísabetar var leit- að til Þórarins Eyfjörð leikara og hann beðinn að skipuleggja dagskrána, þar sem hann hafði reynslu í að vinna með ungu fólki. Þórarinn fékk hljómsveitina Geirfuglana til liðs við sig og á milli þess sem hann fjallaði um gildi þess að velja rétt í lífinu lék hljóm- sveitin lög og skemmti. Elísa- bet sagði að flestu ungu fólki leiddist að hlusta á fyrirlestra og því hefði verið ákveðið að koma skilaboðunum á fram- færi á þennan hátt. Hún sagði að fyrst og fremst væri verið að ræða um vímuefni, eiturlyf og áfengi, og að umræðan snerist um það að koma nem- endunum í skilning um mikil- vægi þess að velja rétt því líf- ið snerist um það að velja. Dagskráin hófst klukkan 10.30, þar sem öllum nemend- unum var smalað úr stofunum og fram í anddyri, þar sem skemmtunin fór fram. Dagskránni lauk síðan í hádeg- inu, en þá bauð skólinn öllum i mat, pottrétt með hrís- grjónum og brauði. Gunnhildur Ró- bertsdóttir, 19 ára nemandi á félags- fræði-, tölvu- og upplýsingabraut, var mjög ánægð með fram- takið. Hópþrýstingurinn getur haft ýmsar afleiðingar „Þetta er alveg frábært," sagði Gunnhildur. „Það er ákveðið stökk að fara í fram- haldsskóla, maður verður fullorðinn. Margir fara í fyrsta skipti að heiman og einnig byrja margir að um- gangast eldri krakka og við vitum að hópþrýstingurinn getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Það er því mjög gott að ungu fólki sé sýnt að það er ekkert töff að vera drukkinn eða dópaður. Ég held að að svona um- ræða hafi áhrif og skili sér til þeirra sem eru eitthvað að hugsa um þetta. Einnig held ég að þetta fái þá sem þegar eru í neyslu til að hugsa sinn gang.“ Guðmundur Rögnvalds- son, 16 ára nemandi á nátt- úrufræðibraut, leist í heild- ina litið mjög vel á framtak- ið, þótt honum hefði fundist að hægt hefði verið að bæta ýmislegt. „Það hefði kannski verið hægt að skipuleggja þetta eitthvað betur, því helmingur- inn af nemendunum fór út,“ sagði Guðmundur. „Kannski hefði verið sniðugra að taka einn bekk fyrir í einu og ræða við hann um þessi mál. Þá fannst mér að umræðan hefði mátt vera aðeins vísindalegri, það hefði til dæmis mátt vísa í rannsóknir sem gerðar hafa verið um áhrif vímuefna." Ekki farið í áfengislaust partý síðustu tvö ár Martin Leifsson, 16 ára nemandi á félagsfræðibraut, sagðist aðspurður aldrei hafa orðið var við eiturlyf en að Kópavogur SKÓLANEFND Mennta- skólans í Kópavogi (MK) hef- ur sent bæjaryfirvöldum beiðni, þar sem farið er fram á að skólinn verði stækkaður um 3.000 fermetra. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Margréti Frið- riksdóttur skólastjóra. „Það gefur augaleið að í ört stækkandi sveitarfélagi, þar sem grunnskólum er sí- fellt að fjölga verður einnig langflestir drykkju áfengi. Jón Kristinn Jónsson, 16 ára nemandi á náttúrfræðibraut, tók undir orð Martins og sagði að flestir vinir sínir drykkju áfengi. Gunnhildur sagði að áfengið væri allstað- ar og að meira væri af eitur- lyfjum í umferð en fólk gerði sér grein fyrir og var Guð- mundur sammála. „Ég hef ekki farið í áfengis- laust partí síðustu tvö ár,“ sagði Guðmundur. „Vinir mín- ir og félagar kunna sér hins- að vera hægt að bjóða upp á framhaldsskólamenntun,“ sagði Margrét. „Það er því til umræðu að stækka skól- ann til að mæta aukinni þörf.“ Menntaskólinn í Kópavogi er nú í 10.000 fermetra hús- næði á milli Digranesvegar og Hávegar. Margrét sagði að um 1.300 nemendur væru í skólanum, sem væri fullset- inn, en ef skólinn yrði stækk- aður um 3.000 fermetra myndi hann geta tekið við 300 vegar hóf og eru það ábyrgir að þeir eru ekki í eiturlyfum. Ég héld að það sé að mörgu leyti þessu að þakka að ég er ekki í neinu rugli.“ Gunnhildur sagði að Elísa- bet foivarnafulltrúi væri að gera frábæra hluti í sínu starfí. „Hún nær mjög góðu sam- bandi við nemendurna og það er hlustað á hana,“ sagði Gunnhildur. „Hún talar við nemendur eins og manneskj- ur í stað þess að vera með ein- hverjar prédikanir." til 400 nemendum í viðbót. Gunnar I. Birgisson, for- seti bæjarráðs í Kópavogi, sagði að um tvo möguleika væri að ræða í stöðunni, ann- ars vegar að byggja við Menntaskólann í Kópavogi og hins vegar að byggja nýj- an framhaldsskóla í Sala- hverfi, sem er fyrir suðaust- an Lindahverfið. Hann sagði að búið væri að senda menntamálaráðuneytinu bréf, en málið væri annars á frumstigi. Morgunblaðið/Kristinn Forvaraadagrtr var haldinn í Fjölbrautaskólanuni í Garðabæ í gær og á milli þess sem Þórarinn Eyfjörð leikari ræddi um mikilvægi þess að velja rétt í lífinu lék hljómsveitin Geirfuglarnir og skemmti. Elísabet Siemsen, forvarnafulltrúi í FG, sagði að markmiðið með for- varnadeginum væri að opna umræð- una um vímuefni. Menntaskólinn í Kópavogi fullsetinii Vilja stækka skólann Garðabær Alklætt íjölbýlishús við Hringbraut Hafnarfjörður HAFNAR eru framkvæmdir við nýtt fjölbýlishús við Hr- ingbraut 4, þar sem meðal annars verslunin Hringval stóð áður. Húsið verður tvær hæðir og ris og í því verða 10 íbúðir. Búið er að steypa sökklana að húsinu, sem verður að öðru leyti byggt úr forsteyptum einingum sem framleiddar eru hjá Forsteypunni ehf. Bygging- araðili er Listakjör ehf. og hönnuðir eru Björn Einars- son innanhússarkitekt og Trausti Leósson byggingar- fræðingur. Fjórar íbúðir í húsinu verða um 100 fm og eru á tveimur hæðum. í norðvest- urenda hússins verða tvær 75 fm íbúðir, einnig á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að innrétta eina íbúð í vesturenda hússins fyrir hreyfihamlaða. Fjórar íbúðir verða á annarri hæð og í risi um 80 fm að stærð. A baklóðinni verður bfla- geymsla fyrir 10 bfla og ofan á henni verður garður og leiksvæði fyrir böm. Að utan verður húsið ein- angrað með steinull og klætt með áli. A álinu er inn- brennd lituð húð. Björn Ein- arsson arkitekt segir að álið hafi orðið fyrir valinu vegna þess að það á vera viðhalds- frítt. Hann segir að upphaf- lega hafi staðið til að klæða húsið með bárujárni, en síð- an verið ákveðið að taka frekar álið. Það efni er eitt- hvað dýrara en það er sama vinnan við klæðninguna og þá á húsið að verða viðhalds- frítt. Búið er að setja álið utan á nokkur hús hér á landi, t.d. við Skúlagötu og hefur reynst mjög vel, að sögn Björns. Hann segir að menn sjái að álið ryðgi ekki og sé góður valkostur eftir allar þær steypuviðgerðir á fjöl- býlishúsum sem víða hefur þurft að standa í undanfarin ári. Nýjustu húsin í Smáran- um verða klædd með áli og Björn telur að álið sé klæðn- ing sem muni ryðja sér til rúms hérlendis á næstunni. Bjöm telur að stfllinn á húsinu falli vel inn í byggðina í þessu rótgróna hverfi. Til stendur að ljúka við bygging- una í maí næsta vor. Hann segir að fjölmargir hafi spurst fyrir um íbúðirnar í húsinu, en þær eru ekki komnar á sölu ennþá. Bjöm segist fyrst vilja sjá hvort Suður Austur Nýtt fjölbýlishús er nú að rísa við Hringbraut. Á efri tcikningunni sést hliðin sem snýr að Hringbrautinni, en neðri tcikningin sýnir gafi hússins eins og hann kemur til með að sjást frá Lækjargötu. áætlanir geti staðist varðandi afhendingartíma, áður en farið verður að selja íbúðirn- ar. Það ætti að koma í ljós þegar séð verður fyrir end- ann á framleiðslu forsteyptu eininganna, enda sé tiltölu- lega lítið eftir þegar þær eru komnar á staðinn. Gluggarn- ir í húsið koma tilbúnir með góðri hljóðeinangrun frá Noregi, en flestir gluggar í húsinu verða með hliðaropn- un, sem á að auðvelda þrif og fjölga flóttaleiðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.