Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Forvitnileg dag- skrá á haust- þingi kennara fræðslufundi í Höfðaskóla um hin margvíslegustu efni í sambandi við kennslu og uppeldi. Námsgagnastofnun var að venju með sýningu á þinginu á nýjum námsgögnum stofnunarinnar. Þar býðst kennurum tækifæri til að skoða það allra nýjasta og fylgjast með því sem Námsgagnastofnun er að gera. Að loknum fræðslu- fundunum voru síðan haldnir aðal- fundir KSNV og SNV sem eru stéttarfélög grunnskólakennara og skólastjórnenda á svæðinu. Formaður KSNV er Unnur Kri- stjánsdóttir myndmenntakennari en formaður SNV er Eyjólfur St- urlaugsson, skólastjóri á Siglufirði. Dagskrá haustþingsins lauk síðan með vel heppnaðri árshátíð í Kán- trýbæ um kvöldið. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Fjöldi hrossa er saman kominn og með lagni fær hver sitt stóð. Mikill mannfj öldi í hrossaréttum í Víðidal Skagaströnd - Haustþing kennara og skólastjómenda af Norðurlandi vestra var haldið á Skagaströnd 1. október. A þingið mættu kennarar og skólastjórnendur af svæðinu frá Siglufirði að Reykjum í Hrútafirði, alls um 160 manns. Haustþing kennara eru árviss atburður þar sem kennarar koma saman til endurmenntunar í einn til tvo daga. Að þessu sinni var þingið haldið í félagsheimilinu og Höfðaskóla á Skagaströnd. Boðið var upp á vandaða og forvitnilega dagskrá, sem hófst með fyrirlestrum í fé- lagsheimilinu, þar sem fjallað var um samvinnu grunn- og fram- haldsskólans út frá hugtakinu ár- angur. Þá skiptu kennarar sér eft- ir áhugasviðum í 13 hópa og sóttu Hvammstanga - Hrossarétt Víð- dælinga í Húnaþingi vestra var haldin laugardaginn 2. október. Að vanda var samankominn mikill mannfjöldi til að hittast við hefð- bundna athöfn í sveitinni. Veðrið lék nú ekki við mannfólkið, norðan kaldi og hitinn 4-5 stig. Það var mál manna að Víðidalsrétt sé mesta hrossaréttin á landinu, með 800-1.000 hross. Lífið gekk sinn gang þrátt fyrir kuldann, karlarnir skröfuðu um ágæti einstakra hrossa og supu á pelum og í kaffiskúrnum veittu kvenfélagskonurnar kaffi og með- læti, einnig öl, pylsur og ís! Sá vinnumáti er kominn á réttar- störfin í Víðidal, að reknir eru í al- menninginn smáhópar, tuttugu til þrjátíu hross í hverjum. Hrossin eru svo aðskilin og rekin í rétta Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn flytur varaeintök safnsins í Borgarfjörð Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Frá afiiendingu viðurkenninganna, f.v. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps, Erlingur Gíslason og Ragnheiður Jónasdóttir frá Gistiheimilinu Brennu, Jónas H. Jónasson og Sigríður Hermannsdóttir frá Geldingalæk, Þóranna Finnbogadóttir og Geir Tryggvason á Hellu ásamt Þorgils Torfa Jónssyni, formanni umhverfisnefndar hreppsins. Viðurkenningar fyrir góða umgengni Rangárvallahreppi - Umhverfisnefnd Rangárvalla- hrepps veitti nýverið viðurkenningar fyrir góða umgengni og snyrtimennsku á nokkrum stöðum í hreppnum. Fyrir fallegasta garðinn á Hellu hlutu viður- kenningu hjónin Þóranna Finnbogadóttir og Geir Tryggvason fyrir garð sinn á Þrúðvangi 29. Fyrir snyrtilegustu sumarhúsalóðina í hreppnum hlaut Sigrún S. Garðarsdóttir viðurkenningu fyrir sum- arhús sitt og lóð í Ketilhúshaga 2 á Rangárvöllum. í flokki býla hlaut Meðferðarheimilið á Geldinga- læk viðurkenningu og í fiokki fyrirtækja Gisti- heimilið Brenna á Hellu, en það hús hýsti áður fyrr verkamenn sláturhússins á Hellu, en var gert upp á árinu og innréttað sem gistihús af Ragnheiði Jónasdóttur og Erlingi Gíslasyni á Hellu. Héraðsskólinn í Reykholti færður í upprunalegt útlit dilka. Aflagður er sá vinnuháttur, að hrossin séu handsömuð og dreg- in í dilka. Óneitanlega var það oft tilkomumeira, en þessi háttur fell- ur betur að þeirri ímynd sem hrossabændur hafa skapað í kring um hestamennsku og ræktun hestsins. Hrossum smalað niður með sauðfénu Reykholti-Nú er unnið að þvi að fjarlægja vinnupalla af framhliðum gamla Héraðsskólans í Reykholti, en viðgerðir á húsinu hafa staðið yf- ir undanfarna mánuði. Leitast hefur verið við að færa útlit hússins sem næst upprunalegri mynd og hefur það verið málað í hvítum og ljósgráum litum. Glugga- karmar eru í ljósgráum lit eins og mun hafa verið í byrjun, en glugga- umbúnaður vai' þó ekki færður í upprunalegt horf. Núverandi glugg- ar hafa færri pósta en hinir upphaf- legu. Byggingarfyrirtækið Sólfell er verktaki að framkvæmdunum, en Framkvæmdasýsla ríkisins hefur yfinimsjón með verkinu í heild sinni. Landsbókasafnið hefur fengið austurálmu hússins undir varaein- tök safnsins og er verið að stand- setja þann hluta innandyra. Allt tré- verk og milliveggir hafa verið rifnir niður og er húsnæðið hannað með það fyrir augum að búa bókum sem best skilyrði. Þil, eða innveggir, verða reist innan við útveggi húss- ins til að stuðla að jafnvægi á raka og hita. Helgi Hafliðason er arki- tekt að þessum endurbótum og seg- ir hann í samtali við blaðið að fram- kvæmdir gangi vel og að skiladagur verksins sé 1. febrúar á næsta ári. Húsið hafi verið illa farið að innan og veggjaskipan breytt frá upphaf- legri mynd. I samtali við Morgunblaðið segir Einai' Sigurðsson landsbókavörður markmiðið vera að flytja inn á næsta ári og verði húsnæðið fyrst og fremst ætlað fyrir varaeintaka- safn stofnunarinnar, þ.e. gögn sem ekki er mikil hreyfing á. Gert er ráð fyrir viðbótarrými fyrir vöxt þessa safns I framtíðinni og verði annað Morgunblaðið/Sigríður Krstinsdóttir Gamla skólahúsið í Reykholti hefur fengið upprunalegt útlit. efni svo geymt á staðnum eftir því sem rýmið leyfir. Hann segir að heimamenn hafi viljað halda eftir norðurálmu hússins fyrir hugsan- lega notkun Snorrastofu eða aðra aðila í héraði, en ekki séu komin nein framtíðaráform um frekari starfsemi Landsbókasafns í Reyk- holti. Samráð haft við fornleifafræðinga Þegar litast er um innandyra er fátt sem stendur eftir í austurálm- unni nema ber steinninn. Frá upp- hafi lá hitaveitustokkur fyrir hverf- ið í gegnum skólahúsið, en hita- veitulagnir hafa nú verið leiddar út fyrir. Fallegt stigahandrið með handlista úr tré heíúr þó fengið að standa eftir. Helgi Hafliðason segir að samstarf hafi verið mjög ánægju- legt við alla þá aðila sem að málinu koma. Hann segir að verið sé að leita lausna við frágang á lóð baka- til, þar sem aðalinngangur hússins verður. Vegna þessa hefur samráð verið haft við ýmsa aðila í Reyk- holti, ekki síst fomleifafræðinga sem þar eru að rannsaka gömul bæjarstæði og Snorragöng. Víðdælingar reka enn hross á af- rétt og er þeim smalað niður með sauðfénu um miðjan september. Þau eru síðan sett í afgirt lönd, milli heiðar og byggðar, svonefnd Króks-, Stóruhlíðar- og Gaflslönd. Þaðan er stóðinu svo smalað, degi fyrir réttirnar. Sú hefð hefur skap- ast að fjöldi fólks kemur að smöl- uninni og rekstri til réttar og er allt gistirými í Víðidal undirlagt af aðkomufólki, sem fysir að taka þátt í réttarundirbúningi og störfum heimamanna. Að kvöldi réttardags er síðan réttardansleikur í Víðihlíð og er hans beðið með eftirvænt- ingu af mörgum. Morgunblaðið/Ólafur Kennarar og skólastjórar á Norðurlandi vestra hittust á haustþingi á Skagaströnd nýverið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.