Morgunblaðið - 06.10.1999, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Félag viðskipta- og hagfræðinga um fjárfestingar í erlendum félögum
Hagkvæmast að byggja
á dreifðum söfnum
ÍSLENSKIR fjárfestar geta náð hærrí
ávöxtun án þess að auka áhættu með því að
bæta bréfum í erlendum félögum í hluta-
bréfasafn sitt. I erindi sem Arni Jón Arna-
son, viðskiptafræðingur hjá Landsbréfum,
hélt á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga
í gær um fjárfestingar í erlendum félögum
sagði hann unnt að þæta áhættudreifmgu og
hagkvæmni fjárfesta til muna, með auknum
fjárfestingartækifærum. Hann benti á að þó
að íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefði
hækkað nánast sleitulaust frá árinu 1993
væri skynsamlegra, öruggara og arðbærara
að byggja fjárfestingar á dreifðum félögum á
alþjóðlegum mörkuðum.
Hann talaði einkum um Bandaríkin enda
um að ræða langstærsta hlutabréfamarkað í
heimi, með um 50% markaðshlutdeild á
heimsvísu, en Japan kemur næst með 9,7%.
Það liggi því beinast við fyrir Islendinga sem
hafa hug á að horfa til erlendra fjárfestingar-
kosta að beina augum sínum tO Bandaríkja-
markaðar sem uppfyllir ílest þau skilyrði sem
menn leggja til grundvallar við val á fjárfest-
ingarkostum. Þar nefndi Arni atriði eins og
pólitískan stöðugleika, skilvirkni markaða,
hagvöxt o.s.frv.
Morgunblaöið/Ámi Sæberg
Meðal þeirra kosta sem hlutabréfavið-
skipti á Netinu þykja hafa fram yfir hefð-
bundnar leiðir í gegnum miðlara má
nefna aukinn hraða auk þess sem þóknun-
in er nokkuð lægri. Þetta var meðal þess
sem fram kom á fundi Félags viðskipta-
og hagfræðinga í gær.
Hvað einstakar atvinnugreinar varðaði
sagði Arni mikOvægt að taka tillit tO þess
hvar þær væni á líftímakúrfunni, hvort þær
væru í vexti, hvaða þættir knýi þann vöxt
áfram og hvaða hagræðingarmöguleikar séu
til staðar o.fl. I fjárfestingarferlinu sjálfu
lagði hann áherslu á að fjárfestar setji sér
takmörk m.t.t. áhættu og ávöxtunar sem til-
tekin fjárfesting á að skila.
Margir kaupa
á Vefnum
Á fundinum fjölluðu þeir Árni S. Péturs-
son og Þorsteinn G. Ólafsson, viðskipta-
fræðingar hjá Landsbréfum, um hlutabréfa-
viðskiptþá Vefnum en frá því fyrr á þessu
ári hafa Islendingar átt kost á því að stunda
viðskipti á Wall Street í Bandaríkjunum í
gegnum Kauphöll Landsbréfa á Netinu. Af
samkeppnisástæðum vildu þeir ekki greina
frá því hversu margir nýti sér þá þjónustu
hér á landi í dag en sögðu að um verulegan
fjölda væri að ræða sem færi stöðugt vax-
andi.
Meðal þeirra kosta sem hlutabréfaviðskipti
á Netinu þykja hafa yfir hefðbundnar leiðir í
gegnum miðlara má nefna aukinn hraða auk
þess sem þóknunin er nokkuð lægri eða 29,95
bandaríkjadalir íyrir einstök viðskipti, sem
samsvarar um 2.000 íslenskum krónum.
Hlutafé íslandssfma 260 milljónir eftir lokað hlutafjárútboð
Hlutafé aukið um 100 milljónir
MP VERÐBRÉF höfðu umsjón með hlutafjárútboði Íslandssíma sem nú
er lokið. Seld voru hlutabréf að nafnverði 100 milljónir á genginu 3, að
sögn Margeirs Péturssonar hjá MP verðbréfum, og er hlutafé nú 260
milljónir að nafnverði. Hluthafar í Islandssíma eru á fjórða tug en þeirra
stærstir eru Burðarás og fjárfestingarfélagið Þor, sem er í eigu Hag-
kaupsfjölskyldunnar, hvort félag með um 20% hlut.
Gestum frá
Kanada kynnt
viðskiptatækifæri
LEGA íslands og aðgangur að
Evrópumarkaði er meðal þess
sem ætti að örva Kanadamenn
til fjárfestinga hér á landi, en
viðskipti milli landanna hafa
verið minni hingað til en æski-
legt er að mati íslenskra stjórn-
valda. Þetta kom fram þegar
fulltrúum úr kanadísku við-
skiptalífí, sem staddir eru hér á
landi í tilefni Kanadadaga sem
nú standa yfir, voru kynntir
möguleikarnir á auknum við-
skiptum við íslendinga og fjár-
festingum hér á landi.
I erindi Finns Ingólfssonar
iðnaðar- og viðskiptaráðherra
var í stuttu máli gerð grein íýrir
íslensku efnahagslífi og við-
skiptaumhverfi. Þai’ kom m.a.
fram að viðskipti milli Islands
og Kanada væru hlutfallslega
minni en viðskiptin við Banda-
ríkin. Þessu ætti að vera öfugt
farið og vonandi stuðluðu Kana-
dadagarnir að því að á þessu
yrði breyting.
HaOdór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbanka íslands
hf., sagðist telja að það sem
fyrst og fremst hefði beint sjón-
um manna hér á landi að við-
skiptamöguleikum í Kanada
væri sú framsýni Flugleiða að
koma á flugsambandi milli land-
anna, en þetta hefði gjörbreytt
sýninni á mögulegt samstarfs
milli landanna á viðskiptasvið-
inu. I erindi sínu fjallaði Halldór
um íslenskt viðskiptaumhverfi,
efnahagsmál og bankastarfsemi.
Hann sagði m.a. að hér hefði
undanfarið ríkt góðæri sem ein-
kennst hefði af fjárfestingum
sem enn væru miklar, eða um
20% af þjóðarframleiðslunni.
Verðbólga hefði að vísu farið
vaxandi upp á síðkastið en stöð-
ugleiki myndi væntanlega nást á
nýjan leik á næsta ári. Þetta
hefði leitt til hækkana skamm-
tímavaxta.
Halldór sagði að tækifæri
væru til fjárfestinga hér á landi
á ýmsum sviðum, og gat hann
þess sérstaklega að fyrir
Kanadamenn væri orkugeirinn
hér á landi áhugaverður. Þeir
hefðu langa reynslu af vatns-
orkuöflun og þegar einkavæð-
ing orkufyrirtækja hér á landi
hæfist, væntanlega á næstu 4-5
ánim, yrðu margvíslegir mögu-
leikar fyrir kanadísk fyrirtæki
til að fjárfesta í þeim. Einnig
væru möguleikar fyrir
kanadísk fyrirtæki að selja
hingað búnað í sambandi við
aukna uppbyggingu í orkugeir-
anum.
Halldór sagði Landsbankann
gera ráð fyrir að verðbólga hér
á landi verði 3% á næsta ári.
Hann sagði að háir skammtíma-
vextir líkt og verðbólgan um
þessar mundir yrðu ekki viðvar-
andi, en hækkun þeirra hefði
verið nauðsynleg til að slá á
verðbólguna og styrkja krón-
una. Raunvextir væru hins veg-
ar í takt við það sem almennt
gerðist í Evrópu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Islandssíma fer eignarhlutur
annarra hluthafa ekki yfir 10%
en þeirra á meðal er fyrirtækið
Skeifan í eigu Valfellsættar-
innar og starfsmenn íslands-
síma.
Margeir segir útboðið hafa
gengið vel. „Forkaupsréttar-
hafar, auk starfsmanna Is-
landssíma keyptu allt það sem
í boði var en fyrri hluthafar
áttu forkaupsrétt. Þetta seldist
upp án þess að til auglýsinga
þyrfti að koma,“ segir Mar-
geir.
„Starfsmenn og stjórnar-
menn hafa mikla trú á fyrir-
tækinu, það er ekkert launung-
armál,“ segir Margeir. „Fyrir-
tækið er ekki farið að hafa
neinar tekjur ennþá en þegar
góð reynsla er komin á starf-
semina eru fjarskiptafyrirtæki
mjög áhugaverður kostur íýrir
almenning."
Á vefsíðu Íslandssíma kem-
ur fram að stefnt sé að skrán-
ingu Íslandssíma á hluta-
bréfamarkaði fyrst allra fjar-
skiptafyrirtækja á íslandi.
Samkvæmt upplýsingum frá
fyrirtækinu er miðað við að
skrá félagið á markað á næsta
ári.
Tilgangur hlutafjárútboðs-
ins var að auka hlutafé Is-
landssíma til að fjármagna
ljósleiðaranet sem Lína.Net,
dótturfyrirtæki Orkuveitu
Reykjavíkur, er að leggja um
höfuðborgarsvæðið. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Is-
landssíma er búist við að
fyrsta áfanga ljúki fyrir ára-
mót.
VÞI hefur óskað
eftir gögmim um
viðskipti með ÍS
MIKIL viðskipti
með hlutabréf í
íslenskum sjávar-
afurðum áður en
tilkynnt var um
samruna félags-
ins við SÍF hafa
orðið tilefni at-
hugunar af hálfu Verðbréfa-
þings íslands í samráði við
Fj ármálaeftirlitið.
„Við höfum óskað eftir gögn-
um frá þingaðilum um öll við-
skipti með hlutabréf í íslensk-
um sjávarafurðum frá þriðja
ágúst. Við höfum fengið gögn
frá allmörgum verðbréfafyrir-
tækjum og vonumst til þess að
fá afganginn á morgun [í dag]
og munum þá eftirlitsins," seg-
ir Stefán Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþings
Islands.
Akvörðun um þessa gagna-
öflun var tekin á fundi Fjár-
málaeftirlitsins og
VÞÍ eftir að til-
kynnt hafði verið
um sameiningu IS
og SÍF. „Fjár-
málaeftirlitið er
þegar komið í
málið með okkur,
ákvörðun um gagnaöflunina
var tekin í samráði við það. Við
látum Fjármálaeftirlitinu
gögnin í té og þar með er mál-
ið komið í þeirra hendur,“ seg-
ir Stefán.
Páll G. Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, segir full-
trúa VÞÍ og Fjármálaeftirlits
hafa fundað um málið í síðustu
viku. „Það veltur allt á því
hvaða upplýsingar við fáum í
hendur, hver næstu skref í
málinu verða,“ segir Páll. „Við
höfum átt fundi með fulltrúum
VÞI, fyrst og fremst til að
fylgjast með málinu."
Björgólfur Thorsteinsson, framkvæmda-
stjóri FBA-Ráðgjafar, mun láta af því
starfi og snúa sér alfarið að verkefna-
stjórnun. Jóhann Magnússon mun taka
við starfi framkvæmdastjóra FBA-Ráð-
gjafar hinn 1. desember nk.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
FBA-Ráðgjafar
• JÓHANN Magnússon sem starfaó hefur
sem framkvæmdastjóri Kers hf., dótturfé-
lags Olíufélagsins hf., hefur veriö ráðinn
framkvæmdastjóri FBA-Ráðgjafar og Björg-
ólfur Thorsteinsson sem verið hefur fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins mun snúa sér
alfariö að verkefnastjórnun. Jafnframt hafa
tveir nýir starfsmenn verió ráðnir til félags-
ins.
í fréttatilkynningu kemur fram að FBA-
Ráðgjöf hf. hyggst veróa leiöandi á sviði
ráðgjafar við kaup, sölu, samruna og yfir-
töku fyrirtækja hér á landi, og er nú eina
fyrirtækið sem sérhæfir sig í slíkri þjón-
ustu. „Starfsmenn fyrirtækisins búa yfir
mikilli þekkingu á þessu sviði, og munu
sem fyrr leitast við að finna hagkvæmar og
skapandi lausnir á verkefnum fyrir við-
skiptavini sína.“
Jóhann Magnússon er viðskiptafræðing-
ur frá Háskóia íslands. Hann starfaði m.a.
sem markaösstjóri hjá Vffiifelli hf. frá
1981-1985 og rekstrarráögjafi hjá Hag-
vangi hf. frá 1985-6. Þá stofnaði hann
ásamt öðrum eigiö ráögjafarfyrirtæki, Stuð-
ul ehf., og starfaði þar til ársins 1998. Frá
maí 1998 hefur Jóhann verið framkvæmda-
stjóri Kers ehf., dótturfélags Olíufélagsins
hf., og haft umsjón með eignarhaldi Olíufé-
lagsins hf. í öðrum félögum. Jóhann hefur
setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, m.a.
sem stjómarformaður. Hann hefur unnið
að fjölda verkefna er varða samruna, yfir-
tökur, kaup og sölu fyrirtækja og mun taka
þátt í verkefnum FBA-Ráðgjafar á því sviði
jafnframt því að sjá um daglega stjórn og
skipulag fyrirtækisins. Jóhann mun taka
við starfi framkvæmdastjóra 1. desember
1999.
Björgólfur Thorsteinsson er rekstrarhag-
fræðingur frá The Wharton School. Hann
starfaði hjá fjármálastofnunum í London
frá 1984, fyrst hjá Scandinavian Bank,
síöan hjá Banque Paribas (1987-1990) og
hjá Bank of Tokyo-Mitsubishi (1991-1998)
áður en hann hóf stórf hjá FBA-Ráögjöf.
Hjá Banque Paribas og Bank of Tokyo-
Mitsubishi sérhæfði Björgólfur sig á sviöi
kaupa og samruna fyrirtækja og beinna
fjárfestinga í fyrirtækjum og mun vinna
áfram sem sérfræðingur á því sviói hjá
FBA-Ráógjöf.
Aukin umsvif á sviði ráðgjafar
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins stofn-
aði dótturfyrirtæki sitt FBA-Ráðgjöf hf. í lok
síðasta árs í því skyni að efla þjónustu
bankans á sviði kaupa og sölu fyrirtækja,
samruna og yfirtöku. Jafnframt var mark-
miðið aö aðgreina þjónustuna betur frá
annarri starfsemi bankans í trúnaðarskyni
við viöskiptavini og til að koma í veg fyrir
hagsmunaárekstra. Á þessum tíma hefur
fyrirtækið unnið að fjölda verkefna, nú síð-
ast að kaupum SH á 20% hlut í sænska
fyrirtækinu Scandsea AB og samruna
Slippstöðvarínnar og Stálsmiðjunnar. Fljót-
lega varð Ijóst að auka þyrfti umsvif fyrir-
tækisins, enda gera æ fleiri íslensk fyrir-
tæki sér grein fyrir verömæti þess að fá ut-
anaökomandi aðila til ráögjafar við flóknar
samningaviðræður, uppbyggingu verkefna,
fjármögnun og verðmat, þegar um kaup,
sölu og samruna fyrirtækja er að ræða, að
því er fram kemur í fréttatilkynningu.