Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 23 * Ovíst um stjórnarmyndun eftir kosningarnar í Austurríki Haider gerir tilkall til stj órnarþátttöku HUGSKOT Ba mamyndc\+öl<uf‘ 1 0% afsláttur í október Nethyl 2 S. 587 8044 Vín. Reuters. RÍKISSTJÓRN Austumkis sagði formlega af sér í gær, í kjölfar mikils fylgistaps flokkanna tveggja sem að henni stóðu í þing- kosningum um helgina. Hún mun samt vera áfram við stjórnvölinn til bráðabirgða, unz ný hefur verið mynduð. Jörg Haider, leiðtogi hins hægrisinnaða Frelsisflokks sem jók fylgi sitt til muna í kosningun- um, lýsti yfir tilkalli sínu til setu í næstu ríkisstjórn. Frelsisflokkurinn varð annar stærsti flokkurinn með yfir 27% atkvæða. Haider sagði velgengni flokksins ekki þýða hægrisveiflu hjá austurrískum kjósendum og hét „opnu, frjálslynu og umburðar- lyndu“ stjórnkerfi. „Við erum reiðubúnir að taka til hendinni, við erum tilbúnir að setj- ast í stjórn, við erum undir það búnir að axla ábyrgð,“ tjáði Haider fréttamönnum. Viktor Klima kanzlari færði Thomas Klestil forseta afsagnar- bréf ríkisstjórnarinnar. Forsetinn er byrjaður að kanna þá mögu- leika sem eru á stjórnarmyndun í stöðunni með því að kalla flokks- leiðtoga á sinn fund. Kosningaúr- slitin eru þess eðlis að alls óvíst er hvernig stjóm verður mynduð. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPÖ) og hinn íhaldssami Þjóðarflokkur (ÖVP), sem hafa verið saman í stjórn í 13 ár samfleytt, fengu í kosningunum báðir verstu útkomu sem sézt hefur frá endurreisn lýð- veldisins eftir stríð. Þar sem enn em ótalin um 200.000 utankjörstaðaatkvæði og forskot Frelsisflokksins á ÖVP er aðeins um 14.000 atkvæði er ekki enn orðið fullljóst hvort honum auðnaðist í raun að verða stærri en ÖVP. Þetta veldur því að ekki verður hægt að hefja neinar stjórnarmyndunai-viðræður af viti fyrr en í næstu viku, þegar endan- leg úrslit talningar liggja fyrir. Þjóðarflokkurinn, undir forystu utanríkisráðherrans Wolfgangs Schússels, er í lykilaðstöðu þar sem hann gæti myndað stjórn hvort sem er með jafnaðarmönn- um eða Frelsisflokknum. Meðal þess sem gera mun stjómarmynd- unarviðræður flóknar er þó sú yf- irlýsing Schússels frá því fyrir kosningar, að missi flokkurinn stöðu sína sem annar stærsti flokkurinn muni hann kjósa að verða í stjórnarandstöðu. I gær vom málsmetandi flokksmenn þó þegar farnir að hvetja til áfram- haldandi stjórnarþátttöku. Skoð- anir eru þar skiptar um hvort frekar skuli áfram starfað með jafnaðarmönnum eða hvort fýsi- legra þyki að stofna til stjórnar- samstarfs við Frelsisflokkinn. „Sögulegar breytingar“ Haider, sem náði til sín fjölda atkvæða frá hinum flokkunum með því að reka áróður gegn innflytj- endum en jafnframt boða skatta- lækkanir og hækkun velferðar- styrkja, sagðist í gær opinn fyrir stjórnarsamstarfi við hvaða flokk sem væri tilbúinn að hefja viðræð- ur við Frelsisflokkinn. Sagðist Haider búast við að Klestil færði sér stjórnarmyndunarumboðið ef Klima mistækist. Gera mætti ráð fyrir að stjórnarmyndun tæki tvo til fjóra mánuði. Sagði Haider úr- slit kosninganna á sunnudaginn marka „sögulegar breytingar í pólitísku landslagi Austurríkis". „Eftir þriggja áratuga yfir- burðastöðu jafnaðarmanna í ríkis- stjórn og þrettán ára „stóru sam- steypu“ hefur okkur tekizt að færa Austurríkismönnum aftur svolít- inn skammt af lýðræði," sagði Haider. „Móðursýkislegur" frétta- flutningur Hann vísaði á bug sem marklausu hjali fréttaflutningi í erlendum fjölmiðlum þess efnis, að austurrískir kjósendur hefðu tekið mikla sveiflu til hægii með því að kjósa Frelsisflokkinn. Sagði hann velgengni flokks síns þýða að stjórnmál í landinu væru eina leið- ina aftur til „eðlilegs ástands" eftir að „stóru flokkarnir" tveir hefðu í 30 ár staðið í vegi fyrir umbótum. Hvað varðar túlkunina á erlend- um viðbrögðum við úrslitunum hlaut Haider í gær stuðning úr óvæntri átt - Alexander van der Bellen, leiðtogi Græningja, sagði fréttaflutninginn í útlöndum móð- ursýkislegan. „Austurríki var ekki nazistaland fyrir kosningarnar og er það heldur ekki eftir þær,“ sagði hann. Stefnuræða Nyrups Ofbeldi, EMU og Færeyjar meginefnið Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ÁN TITILS til þess hvaða leið Færeyingar velja, munu Danir reyna að gera sitt besta,“ sagði Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, í stefnuræðu sinni við þingsetningu í gær. Hann varði drjúgum tíma í lokin til að ræða færeysk-dönsk málefni en einnig gerði hann Evrópska myntbanda- laginu, EMU, og ofbeldi og inn- flytjendum góð skil. Nyrup lagði ríka áherslu á að Færeyingar yrðu að velja eigin leið en dró enga dul á að stjórnin kysi að halda ríkjasambandinu, þótt Færeyingar tækju fleiri mál- efni í sínar hendur. Hann hvatti landa sína til að styðja danska EMU-aðild, því það væri í hag Dana að vera með og hafa áhrif.^ I kjölfar ungmennaátaka í Óð- insvéum í haust, þar sem innflytj- endur komu við sögu, sagði hann skýrt og skorinort að á þeim mál- um yrði tekið af festu. Einnig und- irstrikaði hann að það samræmdist ekki dönskum hefðum að ungar stúlkur væru þvingaðar til hjóna- bands eins og tíðkast meðal sumra innflytjenda. Almennt bar ræðan þess merki að stjórnin stendur vel og Danir búa við góðæri þessi árin. AUKA VELGENGNI ÞÍNA? DALE CARNEGIE ® NÁMSKEÍÐIÐ HJÁLPAR PÉR AÐ: ♦ VERÐA HÆFARI í STARFI ♦ FYLLAST ELDMÓÐI ♦ VERÐA BETRI í MANNLEGUM SAMSKIPTUM ♦ AUKA SJÁLFSTRAUSTIÐ ♦ VERÐA BETRI RÆÐUMAÐUR ♦ SETJA PÉR MARICMIÐ ♦ STJÓRNA ÁHYGGJUM OG KVÍÐA VERTU VELKOMINN A KYNNINGARFUND Á SOGAVEGI FIMMTUDAGINN 7. OKT. KL. 20: STJORNUNAR SKÓUNN SOGAVEGI 69 • 108 REYKJAVIK • SIMI 581 2411 ;

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.