Morgunblaðið - 06.10.1999, Page 25

Morgunblaðið - 06.10.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 25 ERLENT Stríðsglæpamaður frá dögum seinni heimsstyrjaldar dæmdur hans voru,“ sagði Zuroff í tilefni af dómnum en bætti við að hann hefði gert sér vonir um að Sakic hlyti einnig dóm fyrir þjóðarmorð. Baer sagði að fórnarlömbin frá Ja- senovac hefðu loks fengið sinn skerf af réttlætinu. Hann lýsti því einnig yfir að dómurinn væri Króatíu til sóma og sýndi að „Króatar eru ekki hræddir við að horfast í augu við fortíðina og draga lærdóma af sársaukafullum kafla í sögu sinni.“ Málið viðkvæmt í Króatíu Ýmsir höfðu haft efasemdir um að réttarhöldin gætu leitt til sak- fellingar yfir Sakic vegna þess hve málið er viðkvæmt í Króatíu. I seinni heimsstyrjöld var landinu stjómað af fasistaforingjanum An- te Pavelic og fylgismönnum hans, sem voru hliðhollir þýskum nasist- um, en margir Króatar börðust gegn yfirráðum hinna illræmdu svartstakka, Ustasha. Franjo Tu- djman, núverandi forseti, hefur meðal annars verið sakaður um að ala á sams konar þjóðemisremb- ingi og einkenndi stjórnartíð Pa- velic. Nokkuð hefur borið á mótmæl- um í tengslum við réttarhöldin yfir Sakic og á mánudag voru nokkrir mótmælendur handteknir utan við dómshúsið í Zagreb eftir að til átaka kom milli fylgjenda og and- stæðinga hans. Stjórnaði „Auschwitz Króatíu“ Zagreb. AP, AFP. FYRRVERANDI yfirmaður fangabúða í Króatíu á árum seinni heimsstyrjaldar var á mánudag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir „glæpi gegn mannkyninu, fyrir að vanvirða alþjóðlega sáttmála og fyrir glæpi gegn óbreyttum borg- urum“. Almennt er talið að maður- inn sé síðasti stríðsglæpamaðurinn frá tímum heimsstyrjaldarnnar sem takast mun að leiða fyrir rétt. Hinn sakfelldi, Dinko Sakic að nafni, er 74 ára gamall Króati sem frá lokum styi-jaldar hefur verið búsettur í Argentínu en var nýlega handtekinn þar og framseldur til Króatíu. Akæruatriði gegn honum vörðuðu illa meðferð, pyntingar og morð á um 2.000 föngum í Ja- senovac-fangabúðunum en þær hafa verið kallaðar „Auschwitz Króatíu". Alls starfrækti lepp- stjórn Þjóðverja 20 fangabúðir í Króatíu á árum seinni heimsstyrj- aldar þar sem hundruð þúsunda Serba, gyðinga, sígauna og stjórn- arandstæðinga létu lífið. Klappaði við dómsupp- kvaðninguna „Samviska mín er hrein og ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Sakic við réttarhöldin. Hann hefur staðfast- lega neitað að hafa gert nokkuð rangt og segist aðeins hafa gert það sem var landinu fyrir bestu. Alls báru um 30 eftirlifandi fórn- arlömb vitni gegn Sakic við réttar- höldin en hann er sagður hafa forðast að horfa í augu þeirra og í Reuters Dinko Sakic hlustar á framburð vitna í dómsalnum í Zagreb. einu tilfelli skellt upp úr þegar fórnarlamb lýsti aðbúnaði í Ja- senovac-búðunum. Þegar dómar- inn kvað upp úrskurð sinn brást Sakic hins vegar við með lófataki. Lögfræðingur hans hefur sagt að dómnum verði áfrýjað til hæsta- réttar Króatíu vegna „ónákvæmni í dagsetningum hinna meintu glæpa“. Efraim Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, var viðstaddur rétt- arhöldin og einnig Tommy Baer, sem er forseti alþjóðlegra sam- taka gyðinga. Báðir hafa um ára- bil barist fyrir því að réttað yrði yfir Dinko Sakic. „Við erum mjög ánægðir með dóminn. Eg tel að það sé mjög mikilvægt að hann Forsætisráðherra Japans mynd- ar nýja þriggja flokka stjórn Lítilla breyt- inga vænzt Tókýó. Reuters. KEIZO Obuchi, forsæt- isráðherra Japans, kynnti í gær nýja ríkis- stjórn sína eftir róttæka uppstokkun í kjölfar þess að þriðji flokkurinn bættist í stjórnarsam- starfið. Nokkur gamal- kunn andlit halda sér í lykilembættum og lítilla breytinga er vænzt á efnahagsstefnunni. Með myndun nýju stjórnarinnar, sem Obuchi hafði ætlað sér að kynna sl. föstudag en frestaði vegna kjarn- orkuslyssins sem varð daginn áður, hefur loka- hnúturinn verið bundinn á samstarf þriggja flokka, sem til samans hafa þægilegan meirihluta í báðum þing- deildum. Stjóm Obuchis hafði allt frá því hann tók við embætti fyrir rúmu ári verið í minnihluta í efri deildinni. Obuchi hélt hægri hönd sinni í efnahagsmálunum, Kiichi Miyazawa, sem var forsætisráðherra 1991-1993, í embætti fjármálaráðherra, sem og •Taichi Sakaiya í embætti yfirrnanns Efnahagsáætlunarstofnunar stjórn- arinnar (EPA). Annað kunnuglegt nafn í nýju stjórninni er Yohei Kono, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem féllzt á beiðni Obuchis um að hann gegndi embættinu á ný, ekki sízt til að leggja sitt af mörkum til að vel takist til með leiðtogafund G8-hóps- ins í Japan á næsta ári. Tsutomu Kawara fékk annað tækifæri til að spreyta sig sem varn- armálaráðherra, en hann var knúinn til að segja því embætti af sér árið 1988, í kjölfar þess að kafbátur jap- anska flotans lenti í árekstri við fiskibát. Flokkarnir þrír sem standa að stjórninni eru Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn (LDP), flokkur Obuchis, sem fram til ársins 1993 sat óslitið í 38 ár að völdum í Japan, smáflokkur- inn Frjálslyndi flokkurinn sem gekk til liðs við stjórnina í janúar, og loks Nýi Komeito-flokkurinn, sem sam- tök búddista standa að baki. Obuchi ákvað að mynda nýja stjórn þessara þriggja flokka eftir að forystumenn þeirra náðu samkomu- lagi um helztu stefnu- mál á mánudaginn. Obuchi aldrei vin- sælli Stjórnmálaskýrend- ur sögðu í gær að óánægja almennings með það hvernig stjómvöld bragðust við slysinu í kjarnorkuelds- neytisverksmiðjunni Tokaimura, 140 km frá Tókýó, sem olli því að 55 manns urðu fyrir geislun, myndi að öllum líkind- um ekki valda ríkisstjórn Obuchis varanlegum skaða. Reyndar sýndu niðurstöður skoð- anakönnunar sem birtist í dagblað- inu Mainichi Shimbun í gær að vin- sældir Obuchis væru enn á uppleið. Nú lýstu 48% stuðningi við hann sem stjórnarleiðtoga, sem er mesti stuðn- ingur sem mælzt hefur frá því hann tók við sem forsætisráðherra í lok júlí í fyrra. Skoðanakönnunin sýndi hins vegar einnig, að 54% aðspurðra leizt miður vel á hina nýju þriggja flokka stjórn. Að sögn stjórnmálaskýrenda er ekki von á mikilli stefnubreytingu eftir breytingarnar á stjórninni. Að- ur hafði stjórn Obuchis boðað fjár- aukalög sem miðuðu að því að auka opinber útgjöld verulega á yfir- standandi fjárlagaári, en því lýkur í lok marz. Markmiðið með þessu er að stuðla að því að hjól efnahagslífs- ins fari aftur að snúast og það nái sér upp úr því samdráttarskeiði sem hrjáir það. Þar sem halda verður þingkosn- ingar í Japan í seinasta lagi í októ- ber að ári telja stjórnmálaskýrendm- einnig að Obuchi sé vandi á höndum að viðhalda samstöðu í stjórnarlið- inu. Þetta geti spillt fyrir stöðug- leika í starfi hinnar nýmynduðu stjórnar. Keizo Obuchi / / HEIMABI0 Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! Fallegt útlit vönduð hönnun Super-5 Digital Blackline myndlampi Digital Comb Filter 165 W eða 180 W magnari 6 framhátaiarar 2 bassatúbur 2 bakhátalarar Öflugur miðjuhátalari 2 Scarttengi að aftan, SuperVHS (DVD)og myndavéiatengi að framan Glæsilegur skápur á hjólum með innbyggðum miðjuhátalara T0SHIBA heimabíósprengjan kostar aðeins: 28” Kr 124.740stgr* 33” Kr 188.91 Östgr* með þessu öllu !! T0SHIBA Pro-Logic tækin eru margverðlaunuð af tækniblöðum í Evrópu og langmest seldu tækin í Bretlandi! T0SHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins - DVD mynddiskakerfisins og Pro-drum myndbandstækjanna. RFSÍBIIY DHHR WWÖSK Önnur T0SHIBA tæki fást í stærðunum frá 14” til 56” -Staðgreiðsluafslðttur er 10% FAÐU ÞER FRAMTIÐARTÆKI HLAÐIÐ 0LLU ÞVI BESTA ÞAÐ B0RGAR SIG! //// Einar Farestveit&Co.hf MMM Borcartúni 28 S: 562 2<M)I & 562 2900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.