Morgunblaðið - 06.10.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 2 7
Málverk Kristjáns í salnum Ingólfsstræti 8.
I víðtækustu
merkingu
MYNDLIST
i 8, Ingólfsstræti 8
BLÖNDUÐ ÆKNI
KRISTJÁN
GUÐMUNDSSON
Til 10. október. Opið fímmtudaga
til sunnudaga frá kl. 14-18.
EKKI er nema ein vika eftir af
frábærri sýningu Kristjáns Guð-
mundssonar í Ingólfsstræti 8. Þar
sýnir hann málverk, teikningar og
fjölfeldi, eða smækkuð multiples
af málverkunum, en málverkin og
fjölfeldin eru lágmyndir sem sett-
ar eru saman úr rúðugleri og
rúðugerðarefni. Málningunni er
oftast úðað aftan á glerið í mál-
verkunum. Teikningum Kristjáns
er raðað úr öríínum blýstöngum
undir gler og mynda grafítraðir-
nar blokkir sem endurvarpa ljós-
inu sem á þær fellur með síhvikul-
um hætti.
Kristján er stöðugt að skil-
greina efniviðinn upp á nýtt og út-
víkka með því merkingu hugtak-
anna. Hið umtalaða „málverk“ er í
hugum okkar oftast bundið við fer-
hyrndan strigaflöt á blindramma
sem borinn er olíulitum og hengd-
ur á vegg. En málverkið hefur
gengið gegnum svo ótalmargar
skilgreiningar að eiginlega er ekki
lengur hægt að einskorða heitið
við eina ákveðna aðferð. Reyndar
er það svo að málverk á striga
breiddist ekki út fyrr en seint á 16.
öld. Fram að þeim tíma var yfir-
leitt málað með öðrum aðferðum.
Enska hugtakið picture, sem nú
þýðir mynd í víðtækustu merkingu
orðsins - jafnvel má nota það yfir
kvikmynd og hugmynd - þýddi
upphaflega málverk, enda dregið
af latneska hugtakinu pictura. Ef
Rómverji frá dögum Krists sæi
hvílíkum breytingum málverkið
hans hefði tekið á tvö þúsund ár-
um mundi hann eflaust rífa hár
sitt og skegg og ekki botna neitt í
ónákvæmni og skeikulleik tung-
umálsins.
Með sama hætti þýðir hugtakið
„teikning“ ekkert annað en
„mark“ - designum - eins og felst
reyndar í heitinu teikn-ing. Það er
því ekkert sem dregið getur í efa,
eða bannað, Kristjáni að nota hug-
tökin málverk og teikningar yfir
verk sín. Margur maðurinn fyrtist
auðvitað við og finnst listamaður-
inn eflaust ganga alltof langt í
könnun sinni á þanþoli málrænnar
merkingar. En Kristján getur
hæglega sýnt slíkum manni fram á
það að hann sníði orðum sínum
alltof þröngan stakk og gleymi því
að tungumálið þróast mun hægar
er hlutirnir umhverfis okkur.
Eðlilegra væri að fagna slíku
frumkvæði að útvíkkun málverks
og teikningar. Því yfirgripsmeiri
sem merkingin er þeim mun minni
hætta er á því að hlutirnir tréni í
fangbrögðum hugtakanna. Ef ekki
mætti breyta merkingu hugtaka,
hvernig ætti þá grískan eða latín-
an að vera jafnendurnýtanleg í
nýyrðasmíð og raun ber vitni? Og
hvernig væri þá komið fyrir ís-
lenskunni?
Þegar öll kurl koma til grafar
má sjá að þessi frábæra sýning
Kristjáns í Gallerí i8 er sett saman
handa áhorfendum sem eru nægi-
lega hreyfanlegir í hugsun til að
fagna framtíðarmöguleikum mál-
verks og teikningar. Um leið sann-
ar þessi margslungni meistari lág-
myndarinnar að hugmyndin um
módernismann er enn í fullu gildi.
Málverk Kristjáns og teikningar
eru nefnilega í fullkomnu sam-
ræmi við húsagerð og verkfræði
nútímans. Það er ekki hægt að
hugsa sér hæfari list til að hengja
upp í umhverfi eins og því sem
flestir íslendingar hrærast í frá
morgni til kvölds. Þannig hljóðar
boðskapur hins móderníska lista-
manns. Hann hugar ekki bara að
því sem gerist innan rammans,
heldur tekur hann allt umhverfið
með í reikninginn. Að þessu leyti
er Kristján Guðmundsson sann-
asti eftirmaður Henri Matisse og
drauma hans um fullkomið sam-
ræmi milli stíls og innihalds.
Halldór Björn Runólfsson
BESTU KAUPIN tryggja þér alltaf lægsta verðið á málnlngu.
Við bjóðum þér því að fá mismuninn endurgreiddan ef þú
sérð fyllilega sambærilega vöru auglýsta ódýrari annars staðar.
BESTU KAUPIN gilda í 14 daga frá dagsetningu nótunnar og
Oskir
o g
hug-
dettur
MYNDLIST
Listasafn Kópavogs
BLÖNDUÐ TÆKNI
INGA RÓSA
LOFTSDÓTTIR
Til 10. október. Opið þriðjudagatil
sunnudaga frá kl. 12-18. Aðgangur
kr. 200.
EILÍTIÐ skondinn texti fylgir
einblöðungi Ingu Rósu Loftsdótt-
ur, sem sýnir um þessar mundir í
kjallara Listasafns Kópavogs.
Hann endar á eftirfarandi orðum:
„Nú verður hver og einn að túlka
verkin á sinn hátt. Eg hef gefið
ykkur góða vísbendingu bæði í
þessum skrifum svo og með því að
gefa verkunum nöfn.“
Listamaðurinn talar í gátum eins
og sen-búddískur lærimeistari sem
er viss um að gestir leggi sig alla
fram um að ráða í það sem fyrir
augu ber. Með aðstoð þeirra lykla
sem okkur eru réttir eiga verkin að
vera næsta auðskilin, og þó blífur
Frá sýningu Ingu Rósu Loftsdóttur í Listasafni Kópavogs.
það skilyrði að hver túlki þau eftir
sínu höfði.
Inga Rósa er ekki ein um að fara
eilítið flatt á hugmyndlistinni með
því að gera sér í hugarlund að verk
hennar búi yfir ákveðinni kollgátu
sem áhorfendur skuli leitast við að
eiga með því að rekja sig eftir leið-
arhnoðu að réttri niðurstöðu. Hún
gleymir að hugmyndirnar sem hún
hefur sjálf, eða gerir sér um ávexti
athafna sinna, eru ekki þess eðlis að
þær komist klárt og klakklaust í
koll annarra yfirfærðar úr hennar
eigin hugskoti. Til þess eru þær of
loðnar og Ijóðrænar. Reyndar efast
maður um að hugmyndirnar að
baki verkunum átta séu svo skýrar
að listakonan sjálf skilji þær til hlít-
ar.
Því er nær að tala um hugdettur
en hugmyndir, enda leitar Inga
Rósa í allar áttir í senn. Líkt og svo
margir landar hennar úr lista-
mannastétt er hún afar upptekin af
sínum eigin hugai'heimi. Fyrir
henni er hann auðvitað spennandi
vettvangur eins og sjálfið er ætíð
fyrir mann sjálfan. En það er jafn-
erfitt að sjá að vangaveltur Ingu
Rósu skipti máli fyrir aðra en hana
sjálfa. Að hugur hennar skuli vera
settur saman úr minningabrotum
og óskum - fortíð og framtíð -
fremur en núinu kemur henni einni
við, en hvorki mér né öðrum utan-
aðkomandi gestum.
Þannig eru skilaboð listakonunn-
ar afar veik og vakkandi. Það bitn-
ar óneitanlega á verkunum sem eru
hvert úr sinni áttinni, oftast gerð
samkvæmt orðanna hljóðan; eða
bókstaflegri merkingu titlanna.
Slík samsvörun heitis og efniviðar
er í besta falli barnaleg og bendir til
þess að Inga Rósa þurfi að endur-
skoða rækilega allan listskilning
sinn áður en hún tekur tii við næstu
einkasýningu sína.
Halldór Björn Runólfsson
Rannsóknarráð Islands
auglýsir styrki ár eftirfarandi sjóðum
Vísindasjóði er hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir.
Tæknisjóði er hefur það hiutverk að styðja nýsköpun í íslensku atvinnulífi með því að efla tækniþekkingu,
rannsóknir og þróunarstarf.
Umsækjendur geta verið:
Vísindamenn og sérfræðingar.
Háskólastofnanir og aðrar vísinda- og rannsóknastofnanir.
Fyrirtæki, einstaklingar og samtök er hyggjast vinna að rannsóknum og nýsköpun.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1999.
Bygginga- og tækjasjóði er hefur það hlutverk að styrkja tækjakaup og uppbyggingu á aðstöðu til rannsókna í
vísindum og tækni.
Umsækjendur geta verið:
Opinberar vísinda- og rannsóknastofnanir.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2000.
Undirbúningsstyrkir vegna alþjóðlegra samstarfsverkefna.
Umsækjendur geta verið:
Stofnanir
Fyrirtæki
Einstaklingar
Umsóknarfrestur er opinn.
Styrkirnir tæknimenn í fyrirtæki eru veittir úr Tæknisjóði ti! fyrirtækja í þeim tilgangi að ráða vísinda- og/eða
tæknimenntað fólk til starfa.
Umsóknarfrestur er 1. nóvember 1999.
Umsóknareyðublöð Vísindasjóðs og Tæknisjóðs er að finna á heimasíðu Rannís. Slóðin er http://www.rannis.is
Rannsóknarráð fslands.
RAiunifs ^/raininís