Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 31
Ingvar E. Sigurðsson og Margrét Vilhjálmsdóttir í hlutverkum Bjarts
og Rósu. Sýningar á Sjálfstæðu fólki hefjast 7. október.
Sjálfstætt fólk
á fjalirnar á ný
í ÞJÓÐLEIKHÚSINU eru að hefj-
ast á ný sýningar á Sjálfstæðu fólki
eftir Halldór Laxness í leikgerð
Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar
Margrétar Guðmundsdóttur. Leik-
ritið skiptist í tvo hluta, Bjart og
Astu Sóllilju, sýningar á fýrri hlutan-
um hefjast fimmtudag 7. október og
á síðari hluta föstudag 8. október.
Nokkrar mannabreytingar hafa
orðið í sýningunni síðan í vor, Elva
Ósk Ólafsdóttir hefur tekið við af
Eddu Arnljótsdóttur í hlutverki
Finnu og Edda Heiðrún Backman
hefur tekið við af Ólafíu Hrönn
Jónsdóttur í hlutverkum Rauðs-
mýrarmaddömunar og Brynju.
Einnig hefur orðið sú breyting í
hljómsveitinni, að í stað Tatu
Kantomaa er kominn Kristján Eld-
járn.
Aðrir leikendur í Sjálfstæðu fólki
eru Ingvar E. Sigurðsson, Arnar
Jónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir,
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
Valdimar Örn Flygenring, Herdís
Þorvaldsdóttir, Baldur Ti’austi
Hreinsson, Bergur Þór Ingólfsson,
Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg
Kjeld, Magnús Ragnarsson, Stefán
Jónsson, Þór H. Tulinius og Randver
Þorláksson. Atli Heimir Sveinsson
semur tónlist við sýninguna.
Leikstjóri er Kjartan Ragnars-
son, en hann er um þessar mundir að
leikstýra í Gautaborg leikgerð sinni
að Grandavegi 7, sem hann leikstýrði
í Þjóðleikhúsinu í hitteðfyrra.
Fljótamenn á 19. öld
BÆKUR
Æ vi þætl ir
SKAGFIRZKAR ÆVISKRÁR
Tímabilið 1850-1890, VII. bindi. Að-
alhöfundur: Guðmundur Sigurður Jó-
hannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti
Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirð-
inga, Sauðárkróki 1999, 339 bls.
ÞETTA bindi Skagfirzkra ævi-
skráa er hið fjórtánda í röð hins
mikla æviþáttasafns þeirra Skag-
firðinga. Fjögur bindi hafa komið
út fyrir tímabilið 1890 1910.
Þrjú bindi eru komin út fyrir tíma-
bilið 19101950 og er því tímabili
enn ólokið og sjö bindi eru fyrir
tímabilið 1850 1890 og er gert
ráð fyrir að þættir þess tímabils
verði í níu bindum alls. I því bindi,
sem nú birtist, eru alls 147 ævi-
þættir og hafa þá alls birst 1350
æviskrár fólks, sem uppi var og bú-
andi í Skagafirði á árunum
1850-1890. Eins og á þessu bindi
sést er ekki haldið alveg strangt við
tímamörkin. Einstaka menn eru
hættir búskap eða látnir 1850 og
aðrir hafa lifað fram yfír 1890. Guð-
mundur Sigurður Jóhannsson hef-
ur samið alla þættina utan einn og
er hann því hinn raunverulegi höf-
undur þessarar bókar. Að þessu
sinni fjalla langflestir þættirnir um
fólk „út að austan", þ.e. úr Hjalta-
dal, Höfðaströnd, Sléttuhlíð, Flóka-
dal, Fljótum og Stíflu. Er þvi hér
samankominn geysimikill fróðleik-
ur um fólk af þessu svæði og ættir
þess. Meginþungi hvers þáttar hvíl-
ir á ættfærslu, dvalarstöðum og
efnahag. Höfundur hefur augljós-
lega lagt feiknamikla vinnu í að
ættfæra fólk og tel ég víst að mikl-
ar sjálfstæðar rannsóknir liggi að
baki, því að fjölmargt nýtt hefur
hann dregið fram í dagsljósið. Ekki
er minnst um vert hversu margt
hann leiðréttir af því sem í prentuð-
um ritum stendur. Ættrakningarn-
ar eru það sem gefur bókinni mest
gildi, því að fremur lítið er um lýs-
ingar á því fólki, sem um er fjallað,
enda þótt því bregði fyrir. Að vísu
eru umsagnir prestanna einatt til-
greindar, en heldur lítið gef ég fyrir
þær. Þetta er að vonum. Fólk, sem
fætt var í kringum aldamótin 1800,
er yfirleitt gleymt nú, nema það
hafi á einhvern hátt skorið sig úr
eða skarað fram úr. Fátækt hefur
langflest þetta fólk verið, einatt
hokrað með eina kú og nokkrar
kindur. Margir bættu sér þó í búi af
sjávargagni, þó að mannfórnir
kostaði. Athyglivert þótti mér að
lesa hversu margir höfðu matjurta-
garða. Var það ekki heldur fátítt á
þessum tímum? Óneitanlega eru
þessir þættir nokkru svipminni en
þeir, sem áður hafa birst um fólk
framan úr firði. Þar hafa menn að
líkindum verið meiri gleðimenn, ort
meira, kannski drukkið meira og
leikið sér á gæðingum og jarðvist
margra þeirra stormasamari. Hér
virðast menn hafa lifað kyrrlátara
og viðburðasnauðara lífi. Þó voru
þeir býsna iðnir við lausaleik og
framhjátökur.
Einn er sá æviþáttur, sem sker
sig úr vegna lengdar og innihalds.
Það er þátturinn um Sölva Helga-
son. Hann er hvorki meira né
minna en tólf blaðsíður, einkar
vandaður og vel saminn. Hygg ég
að það sé besta og nákvæmasta frá-
sögn af lífi þessa sérstæða manns.
Æviferill Sölva er rakinn í saman-
þjöppuðu og hnitmiðuðu máli. í bók
sinni um Sölva lét Jón Óskar þess
getið, að þrátt fyrir mikla leit hefði
honum ekki tekist að grafa neitt
upp um ættir Sölva, hvorki móður-
né föðurætt. Þar hefur Guðmundur
Sigurður verið öllu fengsælli. Er
bæði föður- og móðurætt Sölva rak-
in marga ættliði aftur. Athuga ber
að sú ættrakning er þó ekki í þætt-
inum um Sölva, heldur í þættinum
um seinni mann móður hans, Jón
Illugason. Sömuleiðis er Júlíana,
ástkona og barnsmóðir Sölva, vand-
lega færð til ættar. Munu þessar
ættfærslur vera nýjung í sögu
Sölva Helgasonar. Þá eni og ártöl
sums staðar leiðrétt. I heild sinni er
þetta æviskrárbindi einkar vand-
lega unnið. Itarlegar heimildatilvís-
anir eru í lok hvers þáttar. Tilvísan-
u’ mOli þátta, bæði innan þessa
bindis og í önnur æviskrárbindi,
eru fjölmargar. Þá eru í lok bókar
skrár yfir prentuð heimildarit,
óprentuð rit og heimildamenn.
Nafnaskrá er mikil og löng. Próf-
arkir virðast hafa verið vel lesnar.
Útlit bókarinnar er að sjálfsögðu
hið sama og á fyrri bindum. Það
leiðir að sjálfsögðu af tímabilinu,
sem um er fjallað, að mannamyndir
eru ekki í þessu riti.
Sigurjón Björnsson
Lesið úr
nýrri bók í
Gerðarsafni
ÞÓRÐUR Helgason, rithöf-
undur og ljóðskáld, les úr
nýrri unglingabók sinni, Allir
fýrir einn, á morgun, fimmtu-
dag, kl. 17. Upplesturinn er á
vegum Ritlistarhóps Kópa-
vogs og fer fram í Kaffistofu
Gerðarsafns.
Vetrardagskrá Gerðubergs
Sjónþing, ritþing,
sýningar og tónleikar
í GERÐUBERGI er hafin vetrar-
dagskrá og kennir þar að vanda ým-
issa grasa. Nú þegar hefur bæði ver-
ið haldið sjónþing og ritþing, hið
fyrra helgað myndlist Þorvaldar
Þorsteinssonar og hið síðarnefnda
rithöfundarferli Guðrúnar Helga-
dóttur.
Næstkomandi laugardag verða
gítartónleikar í Gerðubergi til heið-
urs Gunnari H. Jónssyni, en hann er
einn af frumkvöðlum klassískrar gít-
artónlistar hér á landi. Á tónleikun-
um koma fram gítarleikararnir Pét-
ur Jónasson, Páll Eyjólfsson, Símon
H. Ivarsson, Einar Kristján Einars-
son og Kristinn H. Árnason.
Önnur sýningin í röðinni Þetta vil
ég sjá hefst 23. október nk. Þær sýn-
ingar eru frábrugðnar öðrum mynd-
listarsýningum hússins að því leyti
að þar eru leikmenn og áhugamenn
um myndlist fengnir til að velja verk
eftir núlifandi listamenn til sýningar
í Gerðubergi. Að þessu sinni verður
það Friðrik Þór Friðriksson kvik-
myndaleikstjóri sem velur verkin á
sýninguna. Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti Islands, velur
verk á þarnæstu sýningu Þetta vil ég
sjá, en sú sýning verður opnuð 15.
janúar á næsta ári.
Annað sjónþing vetrarins, 20. nóv-
ember nk., er helgað myndlistarferli
Eh'íks Smith og á hinu þriðja, 12.
febrúar, er röðin komin að verkum
Önnu Líndal.
Lestrarhestar, ljóðatónleikar
og ljósmyndasýning
Viltu lesa fyrir mig? er heiti dag-
skrár sem Gerðuberg boðar til
sunnudaginn 28. nóvember en þá
gefst bókaormum og lestrarhestum
á öllum aldri kostur á að hlýða á
barnabókahöfunda lesa úr nýút-
komnum verkum sínum.
Hinir fyrstu í röð þrennra ljóða-
tónleika undir yfirskriftinni íslenska
einsöngslagið verða 30. janúar nk. í
samvinnu við Tónskáldafélag Islands
og Reykjavík, menningarborg Evr-
ópu árið 2000. I samvinnu við menn-
ingarborgina verður einnig sýning
Hana Jakrlova-Kirkpatrick á ljós-
myndum frá öllum menningarborg-
um Evrópu árið 2000.
í Gerðubergi er ennfremur boðið
upp á félagsstarf fyrir fólk á öllum
aldri, svo sem bókband, postulíns-
málun, tréskurð, glerskurð, brids,
boccia og dans. Þar eru einnig mynd-
listarklúbbur, kór, sjálfboðaliðahóp-
ar, helgistundir, Tónhornið og mynd-
listarsýningar. Tölvunámskeið í sam-
vinnu við Viðskipta- og tölvuskóla Is-
lands er nýjung í félagsstarfinu í vet-
ur.
Hægan
Elektra í Þjóð-
leikhúsinu
ÆFINGAR hófust fyrir helgina á
hinu nýja leikriti Hrafnhildar Guð-
mundsdóttur Hagalín, Hægan
Elektra, sem frumsýnt verður á
Litla sviði Þjóðleikhússins í lok
janúar. Á myndinni eru frá vinstri;
Snorri Freyr Hilmarsson leik-
mynda- og búningahönnður, Edda
Heiðrún Backman, Viðar Eggerts-
son leikstjóri, Guðný María Jóns-
dóttir aðstoðarmaður, Hrafnhildur
Hagalín Guðmundsdóttir, Stcinunn
Óhna Þorsteinsdóttir og Atli Rafn
Sigurðarson. Tónlistarsljóm er í
höndum Valgeirs Sigurðssonar.
til útlaada
-auðvelt dð muod
SÍMINN
www.simi.is
Helgarrispa 14. og 28. okt. til
London
með Heimsferðum
frá kr.
29.
London-ferðir Heimsferða hafa fengið hreint ótrúlegar viðtökur og nú
þegar er uppselt í fjölda ferða. Heimsferðir kynna nú einstök helgartilboð
helgarnar 14. og 28. október í Ijórar nætur, þar sem þú getur notið hins
besta af heimsborginni á hreint frábærum kjörum og nýtur traustrar þjón-
ustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Verð kr.
29.990
Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 14.
og 28. okt.
Hug afla fin
ðaga og mam
október i
nóvemö
Ferð frá fimmtudegi til mánudags, Grand Plaza-hótelið í
Bayswater, tvær stjömur, m.v. 2 í herbergi með morgunmat.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is