Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 36
'*36 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Persóna og persónur „Er víst að skilningurinn opnistfyrir til- verknað einfóldunarinnar? Hvers eiga börnin aðgjalda?“ H 1 in meinta fjöl- breytni leikhús- anna í verkefna- vali hefur vissulega ýmsa kosti í för með sér. Einn þeirra er t.d. að hægt er að fara á hverja leiksýninguna á fætur annarri og velta fyrir sér hvað felist í fyrirbærinu leikpersóna. Pað er nefnilega ekki sama persóna og persóna. Hvað á til dæmis Glanni glæpur, skúrkur- inn í grænmetisbarnaleikritinu í Pjóðleikhúsinu, sameiginlegt með Melkíor Gabor í Vorið vaknar? Þeir eru vissulega báðir leikpersónur, eru báðir leiknir og túlkaðir af leikurum og hafa afgerandi áhrif á framvindu leikritanna sem þeir hafa verið skapaðir inn í, en að öðru leyti eru þeir giska ólíkir. Glanni glæpur er útfærð týpa, upp- stækkuð ein- VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson földun á týp- ískum skúrki teiknimynd- anna. Hversu vel heppnaður hann er á leiksv- iðinu ræðst af kunnáttusamleg- um líkamsfettum leikarans, öfgakenndri raddbeitingu og andlitsgrettum. Hversu vel leik- urunum tekst að líkja eftir teiknimyndafígúrunum er mæl- ikvarðinn á árangurinn. Þetta er kannski allt í lagi svo langt sem það nær, en í þessu felst líka ákveðin uppgjöf fyrir fjölda- menningunni. Eftiröpun og stæling. Þetta á barnið í salnum, áhorfandinn, að tengja við sitt uppáhaldsefni úr sjónvarpinu, teiknimyndimar. Einfaldleiki persónunnar og reyndar pers- ónanna allra í umræddri sýn- ingu er umhugsunarefni þrátt fyrir ofurjákvæðan boðskap verksins. Glanni glæpur er ein hugsun, ein tilfinning, aðrar persónur eru jafnframt ein hugsun, ein tilfinning; hugsanir og tilfinningar í verkinu eru jafnmargar persónunum. Þann- ig eru teiknimyndir, þannig er reyndar flest það bamaefni sem borið er á borð fyrir börnin í dag. Yfirgengilegar einfaldanir á flóknum fyrirbærum, væntan- lega þannig framsettar í þeim tilgangi að opna börnunum skilning á þeim. En er víst að skilningurinn opnist fyrir til- verknað einföldunarinnar? Er ekki leikhúsið einmitt eitt síð- asta vígið sem halda ætti í dýpt og fjölbreytileika tilfinninganna á þessum tímum einföldunar og einhæfni? Hvers eiga börnin að gjalda? Tilfinningaflæði persónanna í Vorið vaknar er á annan hátt erfitt í meðförum. Þar er ekki einfóldun fyrir að fara heldur kemur nánast einsog hik á nú- tímatúlkandann gagnvart bremsulausri tjáningunni og leikarar og leikstjóri kjósa að bregða á leik, spauga með ein- lægnina og angistina sem er kvikan í verkinu og missa þann- ig kannski takið á því sem gerir Vorið vaknar að þeim harmleik sem það er. Hér er um ræða einfoldun á annan hátt en í grænmetisverkinu, þar sem í stað þess að teygja og toga það litla sem fyrir hendi er, er hikað við að teygja og toga í allan þann efnivið sem fyrir liggur. Þriðja persónusköpunin sem skoða má í leikhúsinu þessa dagana er t.d. í Abel Snorko býr einn. Þar birtast hefðbundnar leikpersónur, skapaðar úr bók- menntalegum arfi leikhússins og kryddaðar heimspekilegu ív- afi. Persónan er lesin og krufin í gegnum textann, hún er textinn og rís og hnígur með honum. Orðræður tvímenninganna í verkinu eru áhorfandanum um- hugsunarefni, snerta ýmsa fleti mannlegrar tilveni og blekking leikhússins nýtur sín til fulln- ustu, persónurnar eru trúverð- ugar innan þess ramma sem höfundurinn setur þeim, þær gætu átt heima utan við leikhús- ið, gera tilkall til raunveruleik- ans. Mótsögnin sem í slíkri persónusköpun er fólgin er hin rökrétta framvinda tilfinninga sem persónan gengur í gegnum. Hver einasta tilfinning sem persónan lætur í ljósi er hugsuð og undirbúin. Henni er á ákveð- inn hátt „plantað“ augnabliki áður en hún birtist fullsköpuð í túlkun leikarans. Gagnvart áhorfandanum gerist þetta óm- eðvitað nema leikarinn fari of- fari og bruni framúr sjálfum sér. En þetta er hinn hefð- bundni raunsæisleikur sem áhorfendur við lok 20. aldar hafa meðtekið sem viðmiðun í leiklist, hvort sem er í sjónvarpi, kvikmyndum eða leiklist. Lík- lega gefst þó besta tækifærið til að skoða leikrit af þessari teg- und í Iðnó frá og með næstu helgi eftir að leikritið Frankie og Johnny verður frumsýnt; þar nýtur hin raunsæislega, rök- rétta persónusköpun sín til fulls; gott dæmi um vandað bandarískt nútímaleiki’it sem ógnar lögmálunum hvergi. Þess verður og að geta að „vönduð nútímaleikrit" af þessari gerð eru oft hin ágætasta skemmtun og eru bæði ofangreind leikrit dæmi um það. Sé brugðið útaf þessari braut verður að leggja upp með greinilegar merkingar, svo áhorfandinn tapi ekki til- trúnni á því sem í hönd fer. Slík- ar merkingar eru oftast nær kallaðar „stíll“ nema þegar þyk- ir keyra um þverbak, þá eru notuð orð eins og „tilgerð“ eða „stælar“. Loks má nefna hina fjórðu gerð persónusköpunar í leikhúsi sem tækifæri gefst til að skoða nú um stundir og þar er Fedra hin franska frá 17. öld. Þar er merkingum greinilega fyrir komið svo áhorfandinn sé strax kominn í stellingar áður en sýn- ing hefst; nú á að horfa á klass- ík, nú á að hlýða á ljóðlist, nú á að horfa á harmleik, nú á að horfa á eitthvað stórmerkilegt. Persónur verksins lúta textan- um, þær spretta úr honum sumpart mótaðar í raunsæisstíl af því að við höfum enga aðra nothæfa aðferð í dag til að fara inn í slíkan texta; aðra en leita að tilfinningalegum forsendum og skapa persónuna útfrá þeim. Textinn leyfir þetta að nokkru leyti og þess vegna hefur höf- undurinn Racine verið sagður aðgengilegri en aðrir sam- tímahöfundar hans. Þó má kannski geta sér þess til að til- finningalegur kraftur verksins nái sér einmitt á strik vegna þess að ljóðform textans er and- stætt raunsæinu og leiðin að til- finningunum verður beinni en ella. Afturhald og álver í LEIÐARA Mbl. 30. sept. sl. er vakin at- hygli á merkilegri nýj- ung í atvinnumálum Islendinga, netban- kanum, sem hefur miðstöð sína á Seyðis- firði en þjónar fólki um land allt. Ritstjóri blaðsins segir að þetta sé vísir að nýrri byggðastefnu á Isl- andi og fagnar henni. Mikið rétt, á síðustu árum hefur af hálfu landsbyggðarmanna verið talað fyrir því að þjónustustarfsemi á landsvísu sé hægt að veita víðar en frá höfuðborgarsvæð- inu. Atvinnuþróunin er á þann veg að störfum fækkar í sjávarútvegi og Byggðaþróun Uppbygging álvera í Straumsvík og Hvalfírði er ekki eina leiðin til þess, segir Kristinn H. Gunnarsson, að auka fjölbreytni atvinnulífs við Faxaflóa. landbúnaði en fjölgar í þjónustu, verslun og stóriðju. Þá hafa tekjur farið lækkandi í sjávai*útveginum og í landbúnaði en hækkandi í hin- um greinunum. Fólk fer eðlOega þangað sem störfin er að hafa, sæk- ir í betri laun og ekki hvað síst í meira öryggi um atvinnu sína. Byggðaþróunin á sér því skýringar og vísast til skýrslu Stefáns Ólafs- sonar, prófessors við Háskóla íslands, um rannsókn á orsökum búferlaflutninga til frekari upplýsinga. Flytjum störfin Gott ráð til þess að ná betra jafnvægi í byggðaþróun er því að auka framboð af eftir- sóttum störfum á landsbyggðinni. Þetta hefur verið gert að nokkru leyti. Land- mælingar Islands voru fluttar frá Reykjavík til Akraness. Þróunar- svið Byggðastofnunar var flutt frá Reykjavík til Sauðár- króks. Þá hefur Islensk miðlun ehf. unnið stórvirki á þessu sviði að und- anfömu og stjórnvöld hafa stutt þá viðleitni eftir megni. Allt eru þetta eftirsótt störf og engum vandkvæð- um hefur verið bundið að fá fólk til starfa, t.d. sóttu liðlega 20 manns um störfin á Sauðárkróki, flestir háskólamenntaðir og settu ekki fyr- ir sig staðsetninguna. Afturhald Morgunblaðsins En þetta hefm- ekki allt gengið þrautalaust. Mikil andstaða birtist við flutning opinberu starfanna. Þar var Morgunblaðið framarlega í flokki. Ritstjórar blaðsins hömuð- ust gegn flutningnum af öllu sínu afli og töluðu af fyrirlitningu um þau rök að um byggðamál væri að ræða. I leiðaranum gægist fram óvart sama afturhald Morgunblaðs- ins gagnvart fólki á landsbyggðinni. Bent er á að KEA gæti starfrækt verslun á höfuðborgarsvæðinu gegnum Netið og „raunar má spyrja hvort það hefði ekki verið skynsamlegri ákvörðun hjá KEA Kristinn H. Gunnarsson heldur en að hefja samkeppni með hefðbundnum hætti“. Stórfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafa opnað verslanir í nokkrum kaupstöðum á landsbyggðinni og hafið samkeppni við verslanir á staðnum. Það hefur ekki borið á því að Morgunblaðið hafi gagnrýnt það, heldur hefur þvert á móti verið á það bent að samkeppnin hafi lækkað vöruverð- ið. Spyrja má af hverju Morgun- blaðið vill verja Bónus og Hagkaup fyrir samkeppni á höfuðborgar- svæðinu? Enn á móti Anægja ritstjóra Mbl. yfir hinni nýju byggðastefnu, sem felst í því að netbanki er á Seyðisfirði í stað þess að vera í Reykjavík, vekur vissulega vonir. Þó verð ég að segja að mér sýnist að þessi nýi tónn sé einungis sleginn til -þess að Mbl. geti af enn meiri hörku beitt sér gegn álveri á Austurlandi. Störf í stóriðju eru eftirsótt og vellaunuð. Það sýnir sig bæði í Straumsvík og Hvalfirði. Af einhverjum ástæðum telja ritstjórar Mbl. að fólki á lands- byggðinni eigi ekki að standa þau til boða þar. I leiðaranum er rök- semdafærslan á þann veg að dæmið um netbankann sanni að álver sé ekki eina leiðin til þess að auka fjöl- breytni atvinnulífs á Austurlandi og því er blaðið á móti álveri. Þetta er ekki frambærileg röksemd heldur miklu fremur gróf móðgun við landsbyggðarmenn. Uppbygging álvera í Straumsvík og Hvalfirði er ekki eina leiðin til þess að auka fjöl- breytni atvinnulífs við Faxaflóa, samt styður Morgunblaðið þá upp- byggingu. Af hverju? Ef net- bankinn verður fluttur til Reykja- víkur ætlar Morgunblaðið þá að snúast á móti stækkun álveranna í Straumsvík og Hvalfirði? Og af hverju leggur blaðið að jöfnu áhrif- in af álveri og netbanka á atvinnulíf á Austurlandi? Það er mál að linni þessum fíflagangi á Morgunblaðinu og að ritstjórarnir snúi sér að því að gera blaðið að blaði allra lands- manna og láti af þessum þröngsýnu hreppasjónaimiðum sem þar ríða röftum. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Ómagar og hænsnabú MÉR finnst frétt Mbl. 22. september sl. um að persónuafslátt- ur skuli verða að fullu millifæranlegur milli hjóna hafa vakið furðu litla athygli. Margir fj ármálaráðherr ar hafa misst af tækifær- inu til þess að hrinda þessu í framkvæmd þótt það stuðli bæði að jafnrétti og samheldni fjölskyldna. Makinn ekki lengur ómagi Hvort er ómaginn á heimilinu, karlinn eða konan? Þessa var spurt á fundi fyr- Skattkerfið Fjármálaráðherra er því á réttri leið, segir Guðmundur Magnús- son. Hann er að gera skattkerfið hlutlaust gagnvart verkaskipt- ingu hjóna. ir tuttugu og fimm árum þegar rætt var um sköttun hjóna? Nú verður ómaginn leystur úr vistarbandinu og hjón verða fullgild á við tvo einstaklinga. Rök þeirra sem bar- ist hafa fyrir því að skerða millifærslu persónuafsláttar hjóna hafa aðallega verið þrenns konar; að það sé ódýrara að ann- ar makinn sé heima í eldhúsinu en að borð- að sé úti; að tveir ein- staklingar með sam- anlagðar tekjur sem eru jafnar tekjum annars hvors makans séu láglaunamenn miðað við hjónin; að ríkissjóður hafi ekki efni á fullri millifærslu afláttarins. Jafnrétti Með skerðingu mOlfærslunnar er hins vegar jafnræðisregla milli tveggja einstaklinga og hjóna brot- in. Ríkið er með skattkerfinu að ’ skipta sér af verkaskiptingu hjóna, hvort þau eiga bæði að vinna utan heimilis eða annað sé heima og hitt útb Ég vil benda á að í Þýskalandi gildir fullt jafnræði að þessu leyti í skattkerfinu samkvæmt hæstarétt- ardómi þar í landi. Þetta hefur líka gilt lengi í Bandaríkjunum. Styrking fjölskyldunnar Ég heyrði í frétt í svæðisútvarpi fyrir nokkru að skattkerfið væri búið að breyta landsfjórðungnum í Guðmundur Magnússon hænsnabú. Það kemur í sumum til- vikum betur út að vera einstætt foreldri og fá barnabætur og vaxta- bætur en að vera í hjónabandi. Það borgar sig heldur ekki að annar makinn sé heima og sinni bömum og buru. Millifærsla að fullu hvetur til þess að börnum sé sinnt heima. Það er miklu einfaldara að fara þessa léið en að fara að borga for- eldri í beinhörðum peningum iyrir að vera heima. Geir H. Haarde á réttri leið Fjármálaráðherra er því á réttri leið. Hann er að gera skattkerfið hlutlaust gagnvai’t verkaskiptingu hjóna. Ég vona að hann haldi áfram á þessari braut og að mönnum verði ekki lengur mismunað eftir því hvort þeir vinna á sjó eða landi, kaupi bíl eða flugvél, smíði ál eða mál, eða þá veiði þorsk eða lax. Þá fæ ég líka tækifæri til þess að skrifa fleiri greinar í Mbl. Höfundur er prófessor. -/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.