Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 37
-f MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 37' UMRÆÐAN Persónuleiki eða sál? PERSONULEIKI þinn er það sem þú ert ekki. Mikill heilari sagði þetta eitt sinn við nemendur sína. Með þessum orðum átti hún við að persónu- leiki hvers og eins væri afurð uppeldis, menningar og þjóðfé- lags. Viljinn til að til- heyra, til að fá sam- þykki og viðurkenn- ingu annarra, er mjög sterkt hreyfiafl í okk- ur flestum. Ymiss kon- ar aðstæður, bæði í æsku og á ungl- ingsárum, jafnvel eftir að við verðum fullorðin, þröngva okkur til að velja milli okkar eigin sannleika og þeirrar áhættu að vera afneitað og jafnvel yfirgefin. Hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað, þá er óttinn við að þola afneitun og þá niðurlægingu sem felst í að vera yf- irgefin, svo sterkur að oft á tíðum veljum við fremur að laga okkui' að siðum annarra, en höfnum um leið sannleikanum. Ekkert er veri'a fyr- ir börn en að þurfa að líða höfnun og að vera yfirgefin, þar sem, til þess hreinlega að komast af, ríður á því að aðrir séu reiðubúnir að hugsa um okkur og sýna okkur um- hyggju, þangað til við náum þeim Gitte Lassen aldri sem við getum séð um okkur sjálf. Um leið og við vöxum úr grasi þróum við með okkur aðferðir sem hjálpa okkur að komast af, en þær fela einkum í sér þau mynstur hugsunar og hegðunar sem við urð- um að þróa með okkur til þess að vera ekki yfirgefin. Að lokum fá þessar aðferðir fastan sess í persónuleika okkar og verða hluti af honum. Margir eiga í erfið- leikum með að finna frið og ham- ingju á fullorðinsárum. Stór hluti þessa vandamáls á rætm- sínar að rekja til þeirrar staðreyndar að til að komast af og geta ráðið við ým- iss konar aðstæður úr fortíðinni, þá urðum við að fela sannleikann, bæla hann niður og afneita honum, sem og allri þeirri reynslu sem við upp- lifðum, raunveruleikanum sjálfum. I framhaldinu þróuðum við sýndar- sjálf sem gat látið sem allt væri í lagi. Þetta sýndar-sjálf varð til úr sundurleitu samsafni af aðferðum þeim sem við notuðum til að komast af. Að lokum fór svo, að við vorum ekki lengur fær um að greina á milli sýndar-sjálfsins og okkar eigin sanna sjálfs, eftir að hafa svo ákaft Heilun Astæðan fyrir hinum innri tómleika, sem er svo algengur hjá fólki í dag, segir Gitte Lassen, er að við höfum gleymt hinu sanna sjálfi. falið, afneitað og bælt niður hið eig- inlega sjálf að við gleymdum að það væri til. Sýndar-sjálfið varð síðan það sem við höldum að við séum, eða með öðrum orðum, við álítum að við séum persónuleiki okkar! Astæðan fyrir hinum innri tóm- leika, sem er svo algengur hjá fólld í dag, er að við höfum gleymt hinu sanna sjálfi, hver við erum í raun. Að mínum dómi er hvorki grund- völlur fyrir, né möguleild á, djúpri heilun eða umbreytingu, fyrr en fólk viðurkennir og gerir sér grein fyrir að persónuleikinn er ekki það sjálft. Flestir einblína á þætti sem tengjast persónuleikanum, en þar sem enginn er persónuleikinn sjálf- ur, verður innri tómleikakenndin enn til staðar og áfram heldur lífið, án ástar, friðar og hamingju. Ef þú vilt í raun og sannleika breyta lífi þínu og gera umskipti á því, þannig að það verði eins og þú vildir ávallt að það yrði og lifa því lífi sem þig dreymdi ætíð um, þá verður þú fyrst og fremst að gera gera þér grein fyrir að þú ert ekki sá eða sú sem þú heldur að þú sért. Leiðin til hamingju og gleði, friðar og gnægðar, ástar og samúðar, heilleika og visku er í gegnum þitt eiginlega sjálf, sálar-sjálf þitt, en ekki persónuleika þinn, eða sýndar- sjálf þitt. Það er aðeins sálar-sjálf- ið, sem getur gefið þér það líf sem þú þráir og sem ég held að allir menn á jörðu þrái hvað heitast. Sálar-sjálf þitt fyrirfmnst innra með þér. Þú ert nú þegar sálar-sjálf þitt. Vera kann að þú þurfir að leita að því, áður en þú finnur það. Þessi leit felst oft í því að læra um pers- ónuleika þinn og að skilgreina hann áður en þú hefur leitina að sálar- sjálfi þínu, sem fyrirfinnst einhvers staðar handan hans. Þú munt upp- götva að þrátt fyrir að leiðin, sem liggur til breytinga og umskipta yf- ir í lífið með sálar-sjálfi þínu, sé oft á tíðum erfið, verða á vegi þínum margs konar undur og gleði. Er það þess virði? Ef ég segi mína skoðun, byggða á eigin reynslu, þá get ég aðeins svarað játandi, með fullkominni sannfær- ingu. Mér líður ekki eingöngu bet- ur sjálfri, heldur fer allt líf mitt sí- fellt batnandi. Leiðin hefur þó ekki alltaf verið auðveld og greiðfarin, heldur þvert á móti, hún hefur oft valdið mér yfirþyrmandi sársauka. Engu að síður hef ég valið að ganga þennan veg og hef aldrei haft Að reisa sér girðingu „HEFNIST þeim er svíkur sína huldumey.“ Múrbrjótarnir sem undanfarin misseri hafa barist af einurð og alefli fyrir því að Berlínar- múrar þeir er skildu að flokka vinstrimanna á Islandi yrðu rifnir virð- ast hafa reist þar girð- ingu í staðinn. A þeirri girðingu situr nú borg- arfulltrúi R-listans, Ar- ni Þór Sigurðsson, að mati formanns Alþýðu- bandalagsins eins og fram kom í hádegis- fréttum útvarpsins 28. september sl. Framkomu Áma „verður sjálfsagt ávallt minnst sem einnar af mestu bakstungum ís- lenskra stjórnmála - heigulsháttur segja sumir og tækifærismennska í nýjum hæðum segja aðrir“, ef marka má vefritið Grósku. Glæpur Árna Þórs virðist vera fólginn í seinlæti. Þeir sem eitthvað hafa að athuga við stefnu formann- sins áttu að ganga úr flokknum í kjölfar aukalandsfundar Alþýðu- bandalagsins 4. júlí 1998. Reyndar var þá sagt af forystumönnum flokksins að félagarnir sem fóru þá hefðu gert það of snemma, áður en málefnavinnu væri lokið. Því er til- valið að rifja upp hvemig sú má- lefnavinna þróaðist. Viðaukinn Á áðurnefndum aukalandsfundi var samþykkt að efna til sameigin- legs framboðs með Alþýðuflokki og Kvennalista. Jafnframt var sam- þykktur viðauki um að áfram yrði unnið í þeim drögum að verkefna- skrá sem þá lágu fyrir. Var þetta gert vegna þess að megn og út- breidd óánægja hafði komið fram með drögin eins og þau litu út þá, einkum í utanríkismálum og um- hverfismálum. í viðaukatillögunni, sem samþykkt var og formaður og varaformaður flokksins kusu að gera að sinni, var tekið fram að einnig skyldi taka tillit til sérálita sem fram höfðu komið í vinnuhóp- um; álits Steingríms J. Sigfússonar í utanríkismálum og Hjörleifs Gut- tormssonar í umhverfismálum. Ég var einn þeirra sem stóðu að þessari tillögu og gekk því nokkuð eftir þvi að henni væri framfylgt, í viðræðum við formann og varafor- Stefán Pálsson mann Alþýðubanda- lagsins og fi-am- kvæmdastj órnar- menn sem formaður flokksins hafði vel- þóknun á. Lögðum við sem að því máli komum áherslu á að utanríkismálakafla yrði breytt í sam- ræmi við skýran vilja meirihluta Alþýðu- bandalagsins og fyrri samþykktir flokks- ins. Skemmst er frá því að segja að formaður flokksins hafði mun meiri áhyggjur af skoðunum hinna nýju fóst- bræðra okkar í Alþýðuflokknum en þeirra flokksmanna sem létu í Ijós efasemdir um þessi plögg. Loforð um að tekið yrði tillit til athuga- semda okkar við drögin voru svikin. Efndirnar Þrátt fyrir að viðaukanum væri í raun varpað fyrir róða var þó í má- lefnasáttmála Samfylkingarinnar almennt orðuð viljayfirlýsing um að endurskoða ætti vamarsamninginn og að herinn skyldi fara úr landi á kjörtímabilinu. En jafnvel það sem gefið var í skyn að áunnist hefði fyrir stefnu Alþýðubandalagsins hélt ekki í raun. Hinn 8. mars sl. var gengið til at- kvæða um þingsályktunartillögu þess efnis að undirbúa ætti endur- skoðun varnarsamningsins. Ein- Stjórnmál Alþýðubandalagið hefur í skjóli Samfylkingar- innar, segir Stefán Páls- son, kúvent stefnu sinni í utanríkismálum. ungis einn af þáverandi þingmönn- um Alþýðubandalagsins greiddi at- kvæði með henni. Formaður flokksins lýsti yfir andstöðu við til- löguna í fjölmiðlum. Þetta gerðist eftir að Árni Þór Sigurðsson hafði gefið bjartsýnar yfirlýsingar um framtíð Samfylkingarinnar sem stjórnmálaflokks. Forsendur þeirr- ar bjartsýni höfðu nú breyst. Skömmu síðar kom í ljós hvað felst í Natóaðildinni sem ekki mátti hrófla við. ísland fór í stríð við land sunnarlega í álfunni og var ábyrgt fyrir sprengjuhernaði og blóðsút- hellingum í Kosovo og Serbíu í tvo mánuði. Þess má geta að þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnað- ar 1945 neituðu Islendingar að ger- ast stofnaðilar vegna þess að það samræmdist ekki vopnleysi þjóðar- innar að segja Þýskalandi Hitlers stríð á hendur. Þetta var því sögu- leg stund í Islandssögunni. Þessum tímamótum mættu formaður og varaformaður Alþýðubandalagsins með æpandi þögn. Þá þögn mátti skilja sem sam- þykki við stórkarlalegar yfii-lýsing- ar frambjóðenda úr öðrum flokkum sem töluðu í nafni Samfylkingar- innar. Einungis ABR, undir foi’ystu Ái-na Þórs Sigurðssonar, hélt uppi merki Alþýðubandalagsins í utan- ríkismálum til margra ára og mót- mælti stríðinu. Sá hinn sami Árni á nú að vera kunnur fyrir að stinga félaga sína í bakið að sögn Grósku- vefjarins. Vera má þó að sú lýsing hæfi öðrum betur. Rangtúlkanir Af þessu má ráða að orð Mar- grétar Frímannsdóttur og Ara Skúlasonar, fulltrúa í fram- kvæmdastjórn flokksins, og ása- kanir í garð Arna Þórs Sigurðsson- ar um að hann sé að gera ágreining út af engu, að hann hafi skipt um skoðun án þess að efnislegar for- sendur séu fyrir hendi og að annar- legar hvatir hljóti að liggja að baki skrifum hans á síðum þessa blaðs, eru ekki á rökum reistar. Þvert á móti er rétt af honum að benda á að þvert á samþykktir flokksins og þá samninga sem við töldum okkur hafa gert við þá flokka sem buðu fram með okkur í maí sl. hefur Al- þýðubandalagið, í skjóli Samfylk- ingarinnar, kúvent stefnu sinni í ut- anrfldsmálum. Margar ályktanir má draga af þessu, en sú er ekki nærtækust að hagsmunir Alþýðu- bandalagsfólks felist í því að lögb- inda þennan gjörning í formlegri flokksstofnun. Hætt er við að girð- ing sú sem nú hefur verið reist milli fornra félaga í nafni sameiningar reynist jafn traust og múrarnir sem sundruðu vinstrimönnum forðum. Höfundur á sæti í framkvæmda- stjóm Alþýðubandalagsins. > dý \ 2 Afmælistilboð í tilefni af 90 ára afmæli verslunar % ara/ Franch Michelsen bjóðum við öll merki úra og klukkna á einstöku tilboðsverði. Allt að 30% afsláttur! 1909-1999 ÚRSMÍÐAMEISTARI ^ LAUGAVEGUR 15 • SÍMI 511 1900 • FAX 511 1901 ^ ástæðu til að iðrast þess. Umbun sú sem ég hef hlotið iýrir að horfast í augu við sársaukann er langtum meiri en hægt er að gera sér í hug-^ arlund. Ég reyndi eitt sinn að skrifa lista yfir hvað það þýðir fyrir mig að lifa með sálar-sjálfi mínu: Að vera ófullkomnari en um leið meira sönn. Að muna eftir hve lífið er undursamlegt. Að varðveita barnið í sér - sakleysi, hreinleika og fegðurð, án þess að vera barna- leg. Að hafa uppsprettu lífsorku, gleði, eldmóðs og kæti. Að finna styrk, afl og hugrekki innra með sjálfum sér. Að vera ég sjálf í heild minni, ekki aðeins þeir hlutar sem fjölskyldan, vinir og þjóðfélagið > • viðurkennir og sýnir velþóknun. Að vilja ekki lengur viðurkenningu annaiTa, heldur vilja að ég sýni sjálfri mér velþóknun. Að finna röddina innra með mér sem leiðir mig til hins æðsta guðs. Að vilja finna fyrir sársaukanum til að öðl- ast gleðina. Að gera mér grein fyrir hver er uppspretta visku minnar og heilleika, samúðar og ástar sem setur engin skilyrði. Að hlusta á drauma sálar minnar og láta þá rætast. Að trúa á sjálfa mig, en ekki bíða eftir að aðrir trúi á mig. Að vera ÉG. Einhvers staðar innra með þér finnur þú sálar-sjálf þitt, ef til vill djúpt, en kannski ekki mjög djúpt.. . Það kann að taka nokkum tíma að finna það, vegna þess að þú hefur verið aðskilin frá því í svo langan tíma. En haltu áfram að svipast um og leita og dag nokkurn muntu uppgötva að sálar-sjálfið hefur fundið þig og líf þitt verður aldrei samt á ný! Höfundur aðstoðar fólk við un1- breytinguna frá persónuleika-sjáifi yfir í sálar-sjálf. Ifö sturtuklefarnir eru fáanlegir úr plasti eða öryggisgleri í mörgum stærðum og gerðum. Ifö sturtuklefarnir eru trúlega þeir vönduðustu á markaðnum (dag. Ifö - Sænsk gæðavara "j'jjjl1 11 Smiðjuvegí 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 Fást i iiygemgmm mm um innti allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.