Morgunblaðið - 06.10.1999, Síða 38
08 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Menningarminj ar
hverfa í Menningarborg
„MENNING" og
„hönnun" eru einhver
margþvældustu orð
okkar samtíðar og
sýna svo ekki verður
um villst að uppskrúf-
aðar elítur dagsins í
dag elska orð með
tveimur n-um í miðj-
—-'unni. Það er svo auð-
velt að segja svoleiðis
orð á þriðja glasi í
kokkteilboði. (sbr.
einnig orðið „könn-
un“) Og það virðist
vera eina praktíska
notkun þessara orða
vegna þess að ekki sér
þeirra nein merki í
umhverfí okkar, þrátt fyrir að mik-
ið sé talað. Hins vegar hefur sjald-
an og aldrei verið eins mikið um að
þær minjar, sem sannarlega teljast
til menningar þjóðarinnar, séu ým-
ist brenndar, þeim fleygt, eða hlut-
aðar í sundur og slitnar úr sam-
hengi.
Fyrir nokkru var bæjarstjórinn
á Seyðisfirði að brenna gömul hús
sér til skemmtunar. Og trúlega eft-
ir að hafa haldið hátíðlega ræðu um
nauðsyn menningar í plássinu.
Aldrei hefði ég trúað því að bæjar-
búar á Seyðisfirði létu annað eins
viðgangast. Sá bær er annar af
tveimur hér á landi, ef til vill finnst
einn til viðbótar, þar sem gamla
þorpsmyndin er svo til óbreytt frá
því um aldamótin 1900. Og í menn-
ingarborginni Reykjavík er verið
, að rífa upprunalegar innréttingar
” úr Landsbókasafninu og fleygja á
haugana. Líklega er hönnunin á
þeim ekki nógu smart. Líklega eru
þær ekki nógu kokkteilvænar fyrir
hið nýja Þjóðmenningarhús. En því
miður kæru landar; það verður lítið
eftir af þjóðmenningu
í þessu blessaða Þjóð-
menningarhúsi. Og
nýjustu fréttir eru
þær að kokkteilridd-
arar Reykjavík-
urlistans hafa selt
Laufásveg 43 með 5,5
milljóna króna hagn-
aði og hafa nú látið
bera innbúið út úr
húsinu, en það hafði
staðið þar óhreyft frá
1915. Til stóð upphaf-
lega að hafa heimilis-
safn á Laufásvegi 43,
en slík finnast víða í al-
vöru menningarborg-
um. En ekki í Reykja-
vík. Því Reykjavík er ekki
mepningarborg. Og verður seint.
Á17. öld voru fomar skinnbækur
gjaman skornar upp eða étnar,
notaðar í skóleður eða brenndar. Á
þeim tíma þótti enginn menningar-
auki af árituðu kálfsskinni. Fyrir
vikið hefur mikið glatast og margt
farið í súginn, til dæmis upphaflega
eintakið af íslendingabók Ara
fróða. Hins vegar vom menn dug-
legir, misduglegir þó, við að skrifa
þessar fomu skinnbækur upp á
pappír. Þ.e.a.s. þeir „hönnuðu“ þær
upp á nýtt. Upphaflegu skinnbók-
unum var síðan umbreytt í skó eða
bætur eða notaðar til uppkveikju.
Allir harma það í dag, en við því er
ekkert að gera. Hins vegar höfum
við gömul hús sem fela í sér ekki
ómerkari sögur en Njálssögu eða
Egilssögu. Gömlu húsin sem enn
standa í dag, ég tala nú ekki um þau
hús sem hafa upprunalegt innbú,
em skinnbækumar sem við sem nú
lifum þurfum að varðveita og við-
halda í þeirri mynd sem þau höfðu
upphaflega. Nú á tímum höfum við
Minjar
Gömlu húsin sem enn
standa í dag, segir
Friðrik Erlingsson, eru
skinnbækurnar sem við
sem nú lifum þurfum að
varðveita og viðhalda.
her manns á launum við að gæta
fornminja og menningarsögulegra
verðmæta. Og með leyfi að spyrja:
Er þetta fólk ennþá í sumarfríi, eða
hvað? Hvers vegna er þetta fólk
ekki að vinna vinnuna sína?
Þegar kokkteilbyttur ríkis-
stjórnarinnar og Reykjavíkurlist-
ans ganga um sali hins nýja Þjóð-
menningarhúss verður mikið talað
um menningu og hönnun, án efa.
En einsog venjulega, þegar gamlir
hippar eiga í hlut, verður hugsjónin
rósrauð ofan í glasinu en fátt verð-
ur um raunverulegar framkvæmdir
byggðar á því tali öllu saman. Þeg-
ar upp er staðið hefur Reykjavíkur-
listinn það helst að hreykja sér af
að hafa tvöfaldað Gullinbrú, reist
nýja brú yfir Miklubraut og marg-
faldað Ártúnsbrekkuna. Húrra fyr-
ir því. Að því öllu saman er geysi-
legur menningarauki fyrir borgina,
það er öllum ljóst. Og hvað annars
konar menningu varðar er einnig
ljóst að það orð verður í gífurlegri
notkun á næsta ári, sérstaklega
innanum pinnamat og kokkteila.
Og þá er líka allt einsog það á að
vera, ekki satt?
Höfundur fæst við ritstörf.
Friðrik
Erlingsson
Sofandi
foreldrar
ÞAÐ UNDRAR mig
áhugaleysið og sof-
andaháttminn sem for-
eldrar leikskólabama
sýna í þessum milda
samfélagsvanda sem
kjaramál leikskóla-
kennara hafa orsakað.
Mikið hefur verið rætt
um ástæður vandans
og miðlægt í þeirri um-
ræðu eru ósamkeppn-
ishæf laun á vinnu-
markaði í mikilli
þenslu. Hér ætla ég
ekki að ræða þessar or-
sakir, þar sem þær eru
borðliggjandi, heldur
afleiðingar þessa. Af-
leiðingamar era þær að bömin okk-
ar búa við slæma þjónustu, þjónustu
sem fullorðið fólk myndi aldrei sætta
sig við á vinnustað eða skóla. Þjón-
ustan er ekki bara skert, þar sem
undirmannað er á flestum leikskól-
um, heldur er líka sár vöntun á fag-
lærðu fólki. Tíðar mannaskiptingar
gera starfinu á leikskólunum einnig
erfitt fyrir og allt þetta gerir böm-
um okkar erfitt fyrir. Það er alveg
áreiðanlegt að eitthvað myndi heyr-
ast í fullorðnu fólki ef kennarar
þeirra í t.d. Háskólanum væra
menntunar- og reynslulausir, og
hættu eftir nokkra mánuði vegna
þess að hærri laun buðust í 10-11.
En hvað með bömin okkar? Þau
eiga sér engan málsvara nema okk-
ur foreldrana, og okkur ber að sjá til
þess að þau njóti sem bestrar um-
önnunar. Eða er flestum foreldram
alveg sama? Stendurðu kannski í
þeirri trú að bamið þitt fái bestu
þjónustu sem völ er á á leikskólan-
um sínum? Hestamenn borga tugi
þúsunda til að fá færan tamninga-
mann til að temja hestinn sinn, og
vilja að sjálfsögðu fá þann besta.
Hvers vegna leggur
ekkert foreldri áherslu
á að fá það besta fyrir
bömin okkar? Hvers
vegna lætur enginn í
sér heyra nema leik-
skólastjórar? Því vandi
leikskólastjói’a er ekki
eini vandinn í þessu
slæma máli, heldur líð-
an og uppvöxtur bam-
anna á leikskólunum.
Annað er mér hulin
ráðgáta í þessu, og það
er hið fullkomna af-
skiptaleysi yfirvalda
varðandi lausn þessa
máls. Það hlýtur að
vera hagur samfélags-
ins að sem best sé búið að bömun-
um. Hvers vegna gerist ekkert? Þarf
ástandið virkilega að versna meira
til að eitthvað sé gert? Þessi vandi
leysist ekki af sjálfu sér, og það er
Leikskólavandi
Það hlýtur að vera hag-
ur samfélagsins, segir
Brynja Þorgeirsdóttir,
að sem best sé búið að
börnunum.
skylda yfirvalda að taka á málunum.
Eftir hverju er að bíða? Hvers vegna
er heildai-lausn vandans ekki einu
sinni til umræðu hjá yfirvöldum?
Eg vildi að foreldrar létu sig málið
meira varða, og renndu huganum
eins og einu sinni að því hvað er
raunverulega að gerast - stöndum
vörð um hag bamanna okkar.
Höfundur er nemi í HÍ og foreldri.
Brynja
Þorgeirsdóttir
Jörð, þitt líf er líf mitt.
Jörð, þínir fætur eru fætur mínir.
Jörð, þinn líkami er líkami minn.
Jörð, þín hugsun er hugsun mín.
Jörð, þín rödd e rödd mín.
Þannig sungu Navajo-indjánar, og
gera ef til vill enn, og samsömuðu
sig þannig jörðinni, lífskeðjunni.
Þeir litu svo á að maðurinn væri
hluti af jörðinni, ekki einungis að
maðurinn lifði á jörðinni, heldur að jörðin
væri sjálf lifandi og maðurinn hluti af lífi
hennar.
Okkur hins vegar, hvítingjum Evrópu,
hefur verið innprentað að við séum kóróna
sköpunarverksins. Þegar í sköpunarsögu
Gamla testamentisins, í fyrsta kafla fyrstu
bókar Móse, er haft eftir sjálfum Guði (hver
svo sem þar hefur staðið á hleri og skráð hjá
sér): „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyll-
ið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna
og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fugl-
um loftsins og yfir öllum dýram, sem hrær-
ast á jörðinni".
Gjörið ykkur hana undirgefna. Trúlega
höfum við aldrei fylgt nokkram fyrirmælum
af meiri kostgæfni. Við höfum gert jörðina
okkur undirgefna æ því meir sem
tæknikunnátta okkar hefur aukist. Fyrst
hægt og bítandi og án sýnilegra áhrifa, en
með síaukinni þekkingu og síauknum hraða
höfum við náð valdi á stórtækari aðferðum til
að undiroka jörðina og það líf sem á henni
hrærist, uns við eram farin að leika skapa-
rann sjálfan með því að endurgera líf með
erfðabreytingum og skapa líf með klónun.
Þetta höfum við gert af eigingjörnum
ástæðum til að finna skammtímalausnir er
henta kröfum okkar um lífsþægindi og svala
græðgi okkar og frekju. Síðan koma til sög-
unnar alþjóðleg risafyrirtæki nútímans, er
sífellt stækka og komast í færri manna eigu.
Þau hafa sjaldnast nokkra tilfinningu fyrir
staðbundnum aðstæðum eða áhrifum um-
svifa sinna á umhverfið. Þeirra er að ryðja
HVERA
• •
JORÐINA?
Meðal annarra orða
Hvert álpaðist síldin? Njörður P. Njarðvík spyr:
Hver er okkar staður í tilverunni hér á þessari
jörð okkar?
slíkum hindranum úr vegi og skila eigendum
sínum arði.
Við mannverar höfum því miður sjaldan
reynt að hugsa langt fram í tímann eða velt
því fyrir okkur af nokkurri alvöra hvaða
áhrif umsvif okkar kynslóðar muni hafa á
framtíðarhorfur mannkyns. Okkur virðist
fyrirmunað að sjá 50 ár fram í tímann, svo
bundin eram við stundlegum eiginhagsmun-
um. Við virðumst yfirleitt ekki gera okkur
grein fyrir því sem getur ógnað umhverfi
okkar og þar með grundvelli tilverannar fyiT
en það blasir við og er þá oftast orðið að því
sem næst óviðráðanlegu vandamáli. Þó ætt-
um við Islendingar að vera famir að skilja
þetta að nokkru leyti. Fyrir 40 árum datt
engum í hug að ekki yrði alltaf nægur fiskur í
sjónum. Þegar síldin hvarf, var ekki talað um
ofveiði, heldur hvert í ósköpunum hún hefði
nú álpast.
Okkar kynslóð er ekki nema eins og brot
úr andartaki í framvindu mannkynsins, en
hún hefur þekkingu og getu til að tortíma
allri framtíð. Við eigum eftir að sjá hvort hún
hefur þekkingu og getu til að tryggja fram-
tíð, þó ekki væri nema næstu kynslóða.
Indjánar skildu snemma skeytingarlausan
ágang hvíta mannsins. Við getum til dæmis
vitnað til höfðingja Soquamish-indjánanna á
vesturströnd Ameríku að nafni Seattle
(1786-1866): „Við vitum að hvíti maðurinn
skilur ekki lífsvenjur okkar. Fyrir honum er
einn skiki lands hinn sami og hver annar, því
að hann er framandi og kemur um nótt og
hrifsar frá landinu hvaðeina sem honum
hentar. Jörðin er ekki bróðir hans, heldur
óvinur hans - og þegar hann hefur undirok-
að eitt svæði, færir hann sig á hið næsta.“
Þessi lýsing sýnist mér í raun eiga við enn,
nema hvað ef till verða ekki eftir mörg svæði
til að færa okkur á, þegar við höfum lagt í
auðn þau svæði sem við eram að gera okkur
undirgefin nú. Eg var fyrir nokkra á Bomeo
og skoðaði þar ósnortinn regnskóg. Leið-
sögumaður útskýrði lífskeðjuna þar, sýndi
okkur hvemig brottfall eins hlekks myndi
hafa áhrif á alla keðjuna. Þama era enn fá-
einir ósnortnir regnskógar. Þeir eiga sér
óvini meðal manna. Það era ekki álver og
virkjanir, heldur framleiðendur pálmaolíu,
sem ryðja skógana og planta pálmum. Þar
þrífast ekki margar lífverur.
Ég hef líka staðið og virt fyrir mér Eyja-
bakka og dáðst að þessari náttúruperlu á
ósnortnu hálendinu, að gróðurfari og dýralífi
á einu af örfáum ósnortnum svæðum
Evrópu. Og þar vaknar sú spuming hvort á
nokkurn hátt sé hægt að sætta sig við að ör-
fáir stjómmála- og fjáraflamenn komist upp
með að búa þar til enn einn drekkingarhyl
lífsins. Ef Austfirðingar geta ekki lifað af án
álvers, má ef til vill allt eins spyrja hvort
maðurinn geti lifað af án náttúra. Og sú
spurning leiðir til annarrar miklu umfangs-
meiri: Hver er okkar staðm- í tflveranni hér á
þessari jörð okkar?
Að mínu viti er þörf á gerbreytingu í af-
stöðu okkar tfl umhverfis okkar, til náttúr-
unnar, til jarðarinnar. Við verðum að fara að
gera okkur grein fyiir því, að örlög mann-
kynsins era óumflýjanlega samofin örlögum
jarðarinnar sjálfrar. I ljóðinu Jarðemi segir
Jóhannes úr Kötlum: „Af þér er ég kominn
undursamlega jörð.“ Og í bókinni The Power
of Myth segir Joseph Campbell (1904-1987):
„Ef við skiijum okkur sem afkomendur jarð-
ar í stað þess að halda að okkur hafi verið
slöngvað hingað annars staðar frá, þá skflst
okkur að við eram jörðin, samviska jarðar-
innar.“
Slík hugsun held ég að sé nauðsynleg ef
við eigum að skapa siðferðilega afstöðu til
jarðar og lífs, - að við snúum aftur tfl þess að
samsama okkur jörðinni og geram okkm-
grein fyrir að við eram aðeins einn hlekkur
lífskeðjunnar. Hverfum aftur tfl orða indj-
ánahöfðingjans Seattle:
„Þetta vitum við: Jörðin tilheyrir ekki
manninum, maðurinn tilheyrir jörðinni. Allt
er samtengt eins og blóðið sem sameinar
okkur öll. Maðurinn óf ekki vef lífsins, hann
er einungis einn þráður hans. Það sem hann
gerir þeim vef, gerir hann sjálfum sér.
Höfundur er prófessor ííslenskum bókmennt-
uni við Háskóla fslands.
Súrefinisvörur
Karin Herzog
Oxygen face
(Þú ert vel
56
Þú ert velkomin(n) með viðskiptin í 44 löndum
-1-
)
íþróttir á Netinu ^mbl.is
/KLLTAF= e/TTH\SA£} fMÝTl