Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 39

Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 39 V Mathiesen-fjölskyldan og Fjarðargata 19 NÝBYGGING að Fjarðargötu 19 í Hafnarfirði hefur ver- ið nokkuð til umfjöll- unar í fjölmiðlum að undanförnu, aðallega vegna þess að mörg- um fínnst sem sleppa hefði átt að byggja á lóðinni. Nú liggur fyr- ir að gert var ráð fyrir í skipulagi að byggt yrði á þessum stað, og sá reitur merktm- með brúnu í skipulagi, og í lýsingu gert ráð fyrir tveggja hæða húsi. Það hafa svo sem verið uppi hugmyndir um að bærinn keypti þennan reit og breytti skipu- lagi í þá veru að svæðið yrði nýtt sem garður með möguleikum á sýn- ingu útilistaverka í tengslum við Hafnarborg. Líklegast er þó að fiestir hafi verið farnir að reikna með að ekkert yrði byggt á lóðinni, þar sem hún hefði verið svo lengi óbyggð. Fj ölskylduhagsmunir Mathiesenanna Rétt er að skoða aðeins hverjum lóðin tilheyrir, og hvernig bygg- ingaáform hafa breyst. Þegar Ai- þýðuflokkurinn komst til valda í Hafnarfirði árið 1986 hóf hann að vinna að nýju skipulagi og upp- byggingu miðbæjarins, en honum hafði verið sýndur lítill sómi undir stjórn sjálfstæðismanna. Til að hægt væri að hefjast handa og skipuleggja lóðir, varð að ná sam- komulagi við marga aðila sem töldust eiga ýmsa lóðaskika, og í sumum tilfellum í sjó fram. Þetta var gert, og í þeim samningum kom lóðin Fjarðargata 19 í hlut fjölskyldu Þorgils Óttars Mat- hiesen núverandi bæj- arfulltrúa. Lóðin var með afmörkuðum byggingareit og ák- veðnu bygginga- magni, þar sem gert var ráð fyrir tveggja hæða húsi. Nú er þetta svo sem gott og bless- að, ef málin hefðu ekki þróast á hinn furðulegasta hátt. Þorgils Ótt- ar var nú kominn í meirihluta í bæj- arstjórn og því hæg heimatökin til að auka verðgildi lóðarinnar með því að auka byggingamagnið til muna. Til að auðvelda alla fram- vindu mála var nú flokksbróðirinn Sigurður Einarsson formaður skipulagsnefndar fenginn til að teikna mun stærra hús en gert var ráð fyrir og keyra síðan skipulags- breytinguna í gegn á mettíma. Aðkoma íslandsbanka Til að liðka nú fyrir því að bygg- ingarframkvæmdir gengju fljótt fyrir sig þurfti nú að tryggja góða sölu, og bregður þá svo einkenni- lega við að bærinn fer allt í einu að kaupa Strandgötu 1 af Islands- banka, sem þurfti þá auðvitað á nýju húsnæði að halda. En til allrar lukku fyi-ir íslandsbanka gat einn Skipulagsmál Allt þetta mál hefur vakið umræður, segír Árni Hjörleifsson, og orðið hlátursefni manna í milli. starfsmaður þeirra, Þorgils Óttar Mathiesen, bjargað málum og selt þeim húsnæði á besta stað í bæn- um. Sennilega hefur ýmsum í Mat- hiesen-fjölskyldunni fundist nokk- ur fnykur af málinu, og til þess að reyna að fela allan gjöminginn var sjálfstæðismaðurinn í byggingar- nefnd, Ingvar Geirsson, fenginn til að kaupa byggingaréttinn. Bæjar- fúlltrúinn Þorgils Óttar Mathiesen skyldi fá afhenta jarðhæð hússins, í staðinn fyrir peningagreiðslu, enda búinn að tryggja sölu hæðarinnar til Islandsbanka. Auðvitað hefur allt þetta mál vakið upp umræður og orðið hlátursefni manna í milli þar sem Þorgils Óttar spilaði stórt hlutverk og fór hamföram í bæjar- stjórn, þegar hann fjallaði um skipulagsbreytingar og verslunar- miðstöðina í miðbænum. Nú þegar málið snýr að honum sjálfum, virð- ist það vera í lagi að breyta skipu- laginu. Yfirklór formanns skipulagsnefndar Formaður skipulagsnefndar, Sigurður Einarsson, reyndi að Árni Hjörleifsson klóra yfir aðkomu sína að málinu í grein fyrir nokkru. I fyrrnefndri grein skrifar hann í vandlætingar- tón og bendir bæjarfulltrúanum Lúðvík Geirssyni á að bæjarfull- trúar eigi að vita að reitur sem merktur sé með brúnu á skipulagi sé byggingareitur, en grænn sé lit- ur er sýni útivistarsvæði, Það hvarflar nú samt að manni að for- maður skipulagsnefndar sé nú eitt- hvað litblindur. Ekld veit ég betur en sú bygging sem hann teiknaði að Fjarðargötu 19, sem er hér til um- fjöllunar, sé að mestu leyti teiknuð utan byggingareits á svæði merktu með grænu. Jafnframt er grunn- flötur hússins stækkaður um 180 fm og að auki er heilli hæð bætt of- an á húsið. Því næst er breytingin á skipulaginu keyrð í gegn í sam- ræmi við þessa teikningu. Þessi vinnubrögð eru ekki í samræmi við það sem Sigurður Einarsson hefur talað fyrir í skipulagsnefnd á und- anförnum árum. Einarsreiturinn Allt þetta mál er eðlilega mikið til umræðu fólks í milli í Hafnar- firði, og þá ekki síst sá þáttur að Mathiesen-fjölskyldan með vald- astöðu sinni í bæjarstjóm Hafnar- fjarðar, hefur aukið verðgildið til muna á þeim byggingareit sem hún fékk afmarkaðan í skipulagi. Við þessa umfjöllun rifjast svo sem upp, að fyrir nokkram árum var skipulögð íbúðarbyggð á svokölluð- um Einarsreit, en þar voru fyrir nokkrir herbraggar sem í hafði ver- ið fiskvinnsla fyrir á árum. Braggar þessir voru í eigu fjölskyldu Þorg- ilsar Óttars Mathiesen, og þurfti því að ná samkomulagi við fjöl- skylduna um uppkaup. Það er skemmst frá því að segja að ekki náðist samkomulag, því kröfur fjöl- skyldunnar fyrir braggana voru himinháar eða yfir 100 milljónir. Málinu var því vísað til matsnefnd- | ■ Náttúruvernd er mannvernd ■ MANNFOLKIÐ vill marka sín spor, setja svip á umhverfið og reisa mikil virki sem standa um ókomna tíð. I amstri hversdagsins reynir mannskepnan að gleyma því hversu stutt viðdvöl hennar er á þessum hnetti, bægja frá sér spurn- ingum sem hún finnur engin svör við, en ganga ábúðarfuU til þeirra fjölmörgu verka sem hún skilur KristínHelga og getur leyst af Gunnarsdóttir hendi. Jarðvist einnar manneskju er þó aðeins sekúndu- brot af stórbrotinni sögu alheims- ins sem enginn þekkir upphaf eða endi á. Eina ábyrgðin sem hvílir á manneskjunni það andartak sem hún staldrar við á jörðinni er að ganga vel um, hreyfa sig hægt í postulínsbúðinni þar sem allir mun- ir eru ófáanlegir og ómetanlegir. Þessi mikla ábyrgð er í þágu jarð- arbúa sjálfra, svo viðhalda megi lífi á plánetunni. Þannig eru meiri lík- ur á að komandi kynslóðir hafi landrými og landgæði til að lifa af ókomna og óþekkta framtíð. Það er auðvelt að gleyma þessu veiga- mikla hlutverki, finnast maðurinn mikill og máttugur, gleyma sér í litlu sekúndubroti mannlegrar til- veru - vaða áfram, reisa virki og brjóta postulín. Vera svo minntur á ábyrgðina, hreykja sér þá uppi á virki sínu og hrópa yfír lýðinn að ábyrgðin sé fyrirbæri sem kallist tilfinningasemi, hún sé af hinu vonda, komi í veg fyrir framfarir, hugsa verði fyrst og fremst um byggðastefnu og mannvernd, slíkt sé ofar náttúruvemd. Tilfinning er nú skammarorð, notað til þess að hæðast að ábyrgð manneskjunnar. Þó voru það tilfinning- ar sem ráku Sigríði, bóndadóttur í Bratt- holti, áfram þegar hún ferðaðist fótgangandi til Reykjavíkur til þess að minna ráða- menn á ábyrgðina. Hennar ábyrgðartil- finning og framtíðar- sýn bjargaði Gullfossi frá verkmönnunum miklu. Einn landskiki, svo sem Eyjabakkar, langt inni á öræfum, skiptir litlu máli fyrir framkvæmdafólkið. Sumum finnst hann ljótur og jafnvel hrein fegrunaraðgerð að sökkva slíku svæði í lón. Ráðamenn hafa lagt í opinbera leiðangra, staðið á Eyja- bökkum, lygnt augum aftur og ekki þótt mikið til um það sem við blasir. Þannig heldur mannskepnan áfram að vaða um þar til postulínið er allt brotið. Ljóst er að mikill meirihluti ís- lensku þjóðarinnar vill fara hægt í sakirnar hvað varðar Eyjabakka- svæðið. Það liggur fyrir vilji lands- manna um að fram fari umhverfis- mat á svæðinu og þar með að náttúran fái að njóta vafans. Ffla- hjörðin vill ekki að staðið sé í vegi fyrir framfórum. Verkmaðurinn mikli lýsir því yfir að atvinnutæki- færin séu í stóriðju, til stóriðju þurfi virkjanir, land verði að víkja, náttúran að hörfa svo manneskjan megi lifa og blómstra. Einhvers staðar á leiðinni gleymist að nátt- úruvernd er mannvemd. Hnöttur- inn er þéttsetinn og áfram fjölgar á þessum agnarsmáa nálapúða í al- heimi. Mannskepnan ber ábyrgð á því að draga fram lífið í sátt við náttúru, finna sér verkefni sem eru byggðinni þóknanleg og umhverf- inu líka. Að ná því markmiði er erf- Stóriðja Haldi svo fram sem horfír í stóriðju og virkj- anaframkvæmdum hér norður í hafi, segir Kristín Helga Gunn- arsdóttir, bitnar það á komandi kynslóðum. itt og mörg mikilmenni hafa villst af leið og upplifað sitt sekúndubrot sem eilífð í alheimi, gleymt ábyrgð og hlutverki manneskjunnar. Víða í Evrópuálfunni hafa ráðamenn þó áttað sig á því að stóriðju vilja þeir í það minnsta ekki hafa í sínum bak- garði og freista því smáþjóða með peningavon og gylliboðum um blómlega framtíð á afskekktum töngum þar sem annars blasi dauði og djöfull við. Framtíð lands í norð- urhöfum er því böðuð stóriðju- ljóma, allir fá verkefni. Önnur stór tækifæri virðast ekki bíða þessarar þjóðar. Heildarstefnumótun, þar sem horft er með ábyrgð fram í al- diraar, er ekki á borðum ráða- manna. Slíkt aflar aðeins atkvæða meðal komandi kynslóða, ekki þeirra sem upplifa nú sitt litla sek- úndubrot. Þeir sem eiga sér draum um alfriðað öræfaland og verndaða náttúru þar sem erlendir gestir frá mannmörgum borgríkjum geta sótt sér orku og hugarró verða lík- lega að láta af draumórum sínum. Því miður er það svo að græn og umhverfisvæn ferðaþjónusta sem býður hreina og ósnortna náttúru þrífst illa í skugga stóriðju og raf- línuvirkja. Þróun grænnar ferða- þjónustu inn í framtíðina tæki lík- lega of langan tíma, að mati mikilla verkmanna. Sennilega tæki það einhver sekúndubrot í tilverunni að fá slíka starfsemi til þess að skila miklum gróða. Því er farsælast að pissa í skóinn sinn, það er hlýtt og notalegt um stund, er á meðan er. Fulltrúar eru skipaðir til þess að standa vörð um mannlega velferð. Aðeins á síðustu árum hefur heims- byggðinni oi'ðið ljóst að umhverfið verður að eiga sinn fulltrúa í stjórn- skipulagi mannlegs samfélags. Embætti þess fulltrúa hér á landi virðist illa mótað og óskipulagt, lík- lega vegna þess að enn neitar mannfólkið að kannast við ábyrgð- ina sem fylgir því að staldra við á þessari jörð. Haldi svo fram sem horfir í stór- iðju- og virkjanaframkvæmdum hér norður í hafi bitnar það á nýjum leigjendum, komandi kynslóðum, og áfram bergmála gömul vísuorð í eyrum; hefnist þeim er svíkur sína huldumey. Höfundur fæst við ritstörfog leið- sögumennsku. LANDMÆLING Námskeið f landmælingu, tækniteikningu og tilboðsgerð Fjölþætt og hagnýtt n.íni, sem stendur yfir í rúma 3 mánuði. Að loknu námi eiga þátttakcndur að vera færir um að vinna sjáJfstætt við mæiingar og tilboðsgerð. Hentugt nám íyrir þá sem vinna við mælingar og tæknistörf hjá verktökum, sveitarfélögum og byggingameisturum eða vilja kynna sér þessa tækni. Vel menntaðir kennarar með mikla rcynslu af mælingum og kennslu. Örfá sæti laus. Skráning og nánari upplýsingar i simutn 551 5593 og 698 4621. Stærðfra'ði- og tölvuþjónustan, Brautarholti 4. ar, sem mat eignina á um 16 mil- ljónir, en í endurmati hækkaði talan í rúmar 30 milljónir. Það vakna svo sem upp þær spurningar í kjölfar < alls þessa máls hvort bæjaryfirvöld hefðu greitt þessar 100 milljónir ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið við völd á þeim tíma. Hagsmunagæsla tii framtíðar? I samræmi við framvindu þessa alla og valdastöðu Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði nú, bíða menn í ofvæni eftir því hvort bær- inn á sínu fasteignakaupafylleríi kaupi ekki nú, á uppsprengdu verði, skúradraslið sem Mathiesen-fjöl- skyldan á á baklóðunum við Strand- götu, nánar tiltekið við Lækinn. Nú væri auðvitað hægt að fjalla mun ít- arlegar um þetta allt og þá hvernig Mathiesen-fjölskyldan hefur bland- ast í hin ýmsu mál, bæði með kröf- um og kærum. Að lokum er þó rétt að nefna, að það gengur meðal gár- unganna í Hafnarfirði að eina fram- kvæmdin sem Mathiesen-fjölskyld- an hefur ekki kært sé Fjarðargata 19, það hús sem þeir sjálfir eru að byggja. Höfundur er fyrrv. bæjarfulltrúi og form. skipulagsnefndar Hafnarljarðar. herbalilais íþína þágu HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavlk Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.