Morgunblaðið - 06.10.1999, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
> Ljótur leikur
R-listans
UNDANFARNAR
vikur höfum við for-
eldrar á leikskólanum
Njálsborg verið beðin
um að sækja börn okk-
ar eins snemma eftir
hádegi og unnt er og
nú var verið að til-
kynna foreldrum að
vikuna 27. september
til 1. október yrði leik-
skólanum lokað stund-
víslega kl. 16 og for-
eldrar beðnir um að
sækja bömin fyrir
þann tíma. Öll þessi
óþægindi em sögð
vegna manneklu en
samt teljumst við þó mjög heppin
miðað við ástandið í öðram leik-
skólum borgarinnar eins og sjá má
af orðum Guðmundu Valdísar
Helgadóttur í DV föstudaginn 24.
sept: „Þetta er óþolandi ástand og
Dagvistarmál
/
Eg krefst þess að þess-
um málum verði sinnt
tafarlaust, segir
Andrés Erlingsson, og
að borgin skammist til
að borga uppalendum
barna okkar mann-
sæmandi laun.
mjög slæmt að þurfa að vera frá
vinnu heilu og hálfu dagana út af
því að barnið manns er sent heim
úr leikskóla vegna starfsmanna-
skorts,“ segir hún, en barn hennar
er á leikskólanum Bakkaborg, sem
er stór leikskóli í Reykjavík með
yfir 100 börnum. Vegna starfs-
mannaskorts hefur það ráð verið
tekið að senda börnin af einstökum
deildum skólans heim hálfu og
heilu dagana. Þetta er tilkynnt for-
eldmm með nokkram fyrirvara svo
þeir geti gert ráðstafanir í tíma.
*• Þetta er bara nýjasta dæmið! Hin
hafa verið mýmörg undanfarnar
vikur. Háttvirtur borgarstjóri,
hvar era efndir fyrri loforða nú?
Ég bara spyr. í stefnulýsingu R-
listans 1998 segir orðrétt; „For-
eldram allra bama sem eru eldri
en eins árs verður veitt trygging
fyrir öruggri, niðurgreiddri dag-
vist.“ Ég get ekki séð það vera ger-
ast nú, eða hvað? Ef ástand leik-
skólanna í dag fellur undir tíma
breytinga og nýjunga eins og segir
í upphafi stefnulýsingarinnar, þá
vona ég til guðs að öllum slíkum
breytingum og nýjungum verði
frestað um ókomna tíð.
«*. 1 yfiriýstri steínu Dagvistar
' barna segir orðrétt; „Leikskólinn
er fyrsta skólastigið í skólakerfinu
og starfar eftir lögum um leikskóla
frá 1994. Leikskólinn annast, að
ósk foreldra, uppeldi og menntun
barna á leikskólaaldri undir hand-
ieiðslu sérmenntaðs starfsfólks í
leikskólauppeldi. Markmið leik-
skóla er meðal annars að skapa
bömum hollt og öraggt umhverfi
sem veitir þeim tækifæri til að
þroskast andlega sem iíkamlega og
tækifæri tii að njóta bemsku sinn-
ar.“ Tekið af heimasíðu Dagvistar
barna (á síðu um leikskóla) 24.
september 1999. Hvar er þetta sér-
menntaða starfsfólk í leikskólun-
um? Leikskólastjórar hafa birst
hver á eftir öðram í útvarps- og
sjónvarpsviðtölum undanfarið þar
sem þeir kvarta hástöfum yfir því
hversu erfitt sé að fá fólk til starfa
ívegna þess hve laun á leikskólum
eru lág og þeir sem hefji störf hjá
þeim séu undantekningarlaust
ófaglært fólk sem oft á
tíðum hættir eftir
mjög stuttan tíma
vegna þess að þeir fá
hærri laun annars
staðar. Þannig má t.d.
sjá í atvinnuauglýsing-
um að ungt fólk á aldr-
inum 16-22 ára bjóðast
laun frá 92-109 þúsund
krónur á mánuði við að
afgreiða hamborgara.
DV. Mánudagur 27.
september 1999. Á
meðan era grannlaun
sérmenntaðra leik-
skólakennara aðeins
84.979 þúsund á mán-
uði. Hvað fá þá hinir ófaglærðu?
Mér finnst nú að starfsmenn leik-
skólanna eigi betra skilið en að
störf þeirra með börnum okkar séu
lægra metin en afgreiðsla á steikt-
um kartöflum og hakkabuffi! Ég
dáist að því fólki, faglærðu jafnt
sem ófaglærðu, sem þó nú þegar
starfa á leikskólunum fyrir það
hugsjónastarf sem það vinnur, því
ekki era það launin sem dregur það
að starfinu.
Morgunblaðinu barst eftirfar-
andi yfirlýsing frá stjórn faghóps
leikskólastjóra nú fyrir síðustu
helgi: „Stjórn faghóps leikskóla-
stjóra harmar það ástand sem
skapast hefur á mörgum leikskól-
um. Skortur á starfsfólki og sífelld
óvissa um hvort leikskólastarfið
verður með eðlilegum hætti frá
degi til dags skapar óviðunandi
óöryggi fyrir börnin." Morgunblað-
ið. Föstudagur 17. september 1999.
Ég er alveg sammála ofan-
greindri yfirlýsingu stjórnar fag-
hópsins, enda veit ég um mörg
dæmi þess að þessar sífellu manna-
breytingar á starfsliði leikskólanna
hafa einmitt mjög slæm áhrif á
börnin. Þau vita orðið ekkert hvaða
manneskja tekur á móti þeim þeg-
ar þau mæta á morgnana. Enda
gefur að skilja að við svona tíðar
breytingar á starfsfólki riðlast
óhjákvæmilega það skipulag sem
er á deildum bamanna og það gerir
bömin óörugg. Þau þurfa sínar
föstu reglur, annars líður þeim
ekki vel. Það liggur í augum uppi.
Svo til að slá öll met þá segir
Guðmunda Valdís í fyrrnefndu við-
tali við DV að samkvæmt upplýs-
ingum sem þau foreldrar bamsins
hefðu fengið frá Bergi Felixsyni yf-
irmanni Dagvistar barna, þá væri
óvíst að leikskólareikningurinn
lækkaði neitt þrátt fyrir að leik-
skólinn gæti ekki sinnt skyldu sinni
að fullu. Það væri vegna þess að
svo erfitt væri að draga einhverja
klukkutíma frá heildar vistunar-
tímanum í hverjum mánuði. DV.
Föstudagur 24. september 1999.
Hvers eigum við að gjalda fyrir
þessa óreiðu á....fyrsta skólastig-
inu í skólakerfinu" þar sem
..skapa á bömum hollt og öraggt
umhverfi sem veitir þeim tækifæri
til að þroskast andlega sem líkam-
lega og tækifæri til að njóta
bemsku sinnar" eins og segir svo
fjálglega á heimasíðu Dagvistar
barna? Eiga foreldrar að borga
fullt gjald fyrir þjónustu sem ekki
er svo hægt að bjóða upp á?! Ég
yrði nú aldeilis hissa ef borgar-
stjóri myndi sætta sig við að fá að-
eins hluta af einhven-i þjónustu
sem hann borgaði fullt gjald fyrir
án þess að reka upp ramakvein.
Sem borgarbúi og foreldri krefst
ég þess að þessum málum verði
sinnt nú tafarlaust og að borgin
skammist til að borga uppalendum
barna okkar mannsæmandi laun
þannig að áhyggjum okkar, sem
vistum börn okkar á leikskólum
borgarinnar, verði eytt eigi seinna
en strax!
Höfundur er sagnfræðingur.
Andrés Erlingsson
Safnaðarstarf
Vetrarstarf í
Fíladelfíu
NÚ ERU hin vinsælu súpukvöld
byrjuð aftur í Fíladelfíu. Aðsókn er
alltaf að aukast og nú hefur verið
ákveðið að breyta aðeins til með
súpuna og auka meðlætið. Verðið
hefur því aðeins hækkað og kostar
núna kr. 200, en hægt er að kaupa
10 miða kort á kr. 1.600. Súpukvöld-
in eru á miðvikudögum kl. 18.30, en
strax á eftir, eða kl. 19.30 hefst
kennsla og þá skiptum við niður í
deildir. I fyrsta lagi er um að ræða
krakkaklúbb sem er fyrir börn 3-12
ára og skiptist sá hópur í þrennt, 3-
6 ára, 7-9 ára og 10-12 ára, ung-
lingafræðslu og kennslu fyrir
enskumælandi, biblíulestrar og
bænastundir. Einnig verður Alfa-
námskeið í boði á þessum tíma en
það fjallar um grandvallaratriði
kristinnar trúar. Hvert slíkt nám-
skeið stendur yfir í tíu vikur.
Samvera eldri borgara hefst
fyrsta þriðjudaginn í október kl. 15
og verður alltaf fyrsta þriðjudag
hvers mánaðar. Fólk getur hringt í
safnaðarskrifstofuna og beðið um
að verða sótt og síðan ökum við
þeim heim aftur sem vilja eftir sam-
veruna.
Starfsemi systrafélagsins byrjar
einnig í október og verður síðasta
þriðjudagskvöld hvers mánaðar kl.
20. Menn með markmið, en svo
nefnist karlastarf kirkjunnar, hitt-
ast annan hvem þriðjudag kl. 20.
Marita-samkomur era á mánudags-
kvöldum kl. 20 en Marita er for-
varnar- og hjálparstarf fyrir fíkni-
efnaneytendur. I kirkjunni er öflugt
unglingastarf og þau hittast á föstu-
dagskvöldum kl. 20.30 ásamt því að
fara oft eitthvað saman um helgar,
m.a. á unglingamót í Kirkjulækjar-
koti rétt austan við Hvolsvöll.
Bænastundir era virkur þáttur í
safnaðarstarfinu og þær era alla
morgna kl. 6 og á laugardagskvöld-
um kl. 20. Síðan era almennar sam-
komur á sunnudögum kl. 16.30 og
þar sér lofgjörðarhópur Fíladelfíu
um söng og nú hefur sú nýbreytni
verið tekin upp að bjóða uppá
barnakirkju samhliða samkomunum
fyrir börn 1-12 ára. Börnin era fyrst
með foreldranum í u.þ.b. 30 mínút-
ur en fara svo ásamt kennaranum í
annan sal þar sem þau fá efni við
sitt hæfi.
Það eru alltaf allir velkomnir í
Hvítasunnukirkjuna Fíladelfíu.
Veiðimanna-
messa í Strand-
arkirkju
NÆSTKOMANDI sunnudag verð-
ur messa í Strandarkirkju og er það
svo sem ekki í frásögur færandi
nema fyrir það að þetta er hin svo-
kallaða veiðimannamessa. Þá fjöl-
menna veiðimenn þeir sem hafa
Hlíðarvatn í Selvogi á leigu til
messu. Aðrir fjölmenna líka en yfir-
leitt er fjölmenni við messu í
Strandarkirkju. Að þessu sinni pré-
dikar ungur guðfræðingur, Magnús
Magnússon frá Staðarbakka í Mið-
firði. Ekki er annað vitað en að T-
bærinn verði opinn en vinsælt er að
fá sér kaffi þar hjá Sigfríði eftir
messu.
Baldur Kristjánsson.
Frá fyrstu
íslensku
biskupunum
ALMENN samkoma verður í
Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut
58, í dag miðvikudaginn 6. október,
kl. 20.30.
Sr. Guðmundur Karl Brynjars-
son, sóknarprestur á Skagaströnd,
prédikar og flytur jafnframt þátt úr
kristnisögu, segir frá fyrstu ís-
lensku biskupunum. Þetta er eitt
þeirra erinda sem haldin era einu
sinni í mánuði í Kristniboðssalnum í
tilefni af væntanlegu afmæli kristni-
tökunnar á næsta ári. AUir era vel-
komnir samkomuna.
Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr-
aðra hefst í dag. Farið verður að
Nesjavöllum, virkjun skoðuð og
kaffiveitinga notið í Nesbúð. Uppl. í
kirkjunni í síma 553 8500.
Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður
með ung böm kl. 10.30-12 í safnað-
arheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10
í safnaðarheimilinu. Orgelleikur á
undan. Léttur málsverður á efth'.
Grensáskirkja. Samverustund eldri
borgara kl. 14-16. Biblíulestur, sam-
verastund, kaffiveitingar.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for-
eldra ungra barna kl. 10-12.
Fræðsla: Hreinlætisuppeldi. Sign'ð-
ur Jóhannesdóttir, hjúkranarfr.
Náttsöngur kl. 21. Opið hús frá kl.
20-21 í safnaðarsal.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr-
irbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Starf eldri borg-
ara í dag kl. 13-17. Spil, lestur,
handavinna. Kaffí og meðlæti kl. 15.
Djákni flytur hugvekju. Söngstund
undir stjórn Jóns Stefánssonar org-
anista.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45. Kii-kjuprakkarar kl. 14.30. St-
arf fyrir 7-9 ára börn. TTT kl. 16.
Starf fyrir 10-12 ára börn. Ferming-
artími kl. 19.15. Unglingakvöld kl.
20 á vegum Laugarneskirkju, Þrótt-
heima og Blómavals. Nýtt og
spennandi tilboð fyrir unglinga í
Laugarneshverfi.
Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-
12. Kaffi og spjall. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 15-17. Bænamessa
kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára
börn kl. 17-18.15.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16.
Handavinna og spil. Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum
er hægt að koma til presta safnað-
arins.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu á eftir. Kirkjuprakkai--
ar, starf fyrir 7-9 ára böm kl. 16.
TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15.
Æskulýðsstarf á vegum KFUM og
K og kirkjunnar kl. 20.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fímmtudögum kl.
10.30.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður.
KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl.
17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir
unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar
kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.
Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára
börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf á
sama stað með 10-12 ára (TTT) kl.
17.45-18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 18. Beðið fyrh- sjúk-
um, allir velkomnir. Tekið á móti
fyrirbænaefnum í kirkjunni og í
síma 567 0110.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi-
stund, spil og kaffi.
Vídalínskirkja. F oreldramorgunn
kl. 10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr-
irbænir, léttur málsverður á eftir í
Ljósbroti, Strandbergi kl. 13.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á
miðvikudögum kl. 10. Sóknarprest-
ur.
Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl.
20-22 opið hús í KFUM & K húsinu.
Borðtennis, vídeó, fótboltaspil og
fleira og fleira. Ath. breyttan dag.
KFUM og KFUK v/Holtaveg. Mál-
þing í kvöld kl. 20. Hvað hafa starfs-
greinar félaganna að gefa hver
annarri? Geta starfsgreinar KFUM
og KFUK í Reykjavík eitthvað gef-
ið eða þegið af móðurfélögunum?
Frummælendur: Sigurbjörn Þor-
kelsson, framkvæmdastjóri KFUM
og KFUK í Reykjavík, Ólafur
Sverrisson, formaður Skógarmanna
KFUM, Sigurbjört Kristjánsdóttir,
foi-maður sumarstarfs KFUK í
Vindáshlíð, sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir, miðbæjarprestur KFUM og
K, María Sighvatsdóttir, leikskóla-
stjóri KFUM og K, og Helgi Gísla-
son, æskulýðsfulltrúi KFUM og
KFUK. Eftir kaffihlé verða pall-
borðsumræður, stjómandi Sigvaldi
Björgvinsson, verslunarmaður.
Stutta hugvekju í lokin flytur sr.
Ólafur Jóhannsson, formaður
KFUM í Reykjavík.
Hvitasunnukirkjan Fíldadelfía.
Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl.
19.30, krakkaklúbbur, unglinga-
fræðsla, kennsla fyrir enskumæl-
andi, biblíulestur og Alfa-námskeið.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hólaneskirkja, Skagaströnd.
Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10.