Morgunblaðið - 06.10.1999, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Elskuleg amma okkar,
RÁÐHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
elli- og hjúkrunarheimiiinu Grund,
áður til heimilis
á Ásvallagötu 10,
lést fimmtudaginn 30. september.
Jaröarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 8. október kl. 15.00.
Valdimar Jónsson,
Hrafnhildur Jónsdóttir,
Ásdís Inga Jónsdóttir,
Elín Margrét Jónsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HALLDÓR BEN ÞORSTEINSSON,
Brúarási 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju á morg-
un, fimmtudaginn 7. október, kl. 15.00.
Sólveig S. Sigurðardóttir,
Þorsteinn Halldórsson,
Ásthildur Halldórsdóttir, Þórarinn Hafberg,
Bára Rós Björnsdóttir
og barnabörn.
María Loknar,
Gústaf Fransson, Sigrún Jónsdóttir,
Ómar Fransson, Sveinbjörg Jónsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
FRANS FRIÐRIKSSON,
Melasíðu 4d,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Höfðakapellu, Akureyri,
föstudaginn 8. október kl. 11.00.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og
afi,
RAGNAR ÓLAFUR GUÐMUNDSSON,
Eyri,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju föstu-
daginn 8. október kl. 14.00.
Freygerður S. Jónsdóttir,
Kristín Ragnarsdóttir,
Ragnhildur Ragnarsdóttir,
Sæunn Kristinsdóttir,
Ágúst Björnsson.
+
Maðurinn minn,
ÓLAFUR GISSURARSON
frá Byggðarhorni,
Bólstaðarhlíð 15,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 29. september,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 8. október kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jóna Guðmundsdóttir.
+
Eiginmaður minn og faðir,
GUÐBJÖRN SNÆBJÖRNSSON,
verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju
fimmtudaginn 7. október kl. 13.30.
Þuríður Ragnarsdóttir,
Ragnar Guðbjörnsson.
SVEINN
JÓNASSON
+ Sveinn Jónas-
son fæddist að
Borg í Reykhóla-
sveit 18. nóvember
1923. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir sunnudaginn
26. september síð-
astliðinn eftir
langvarandi veik-
indi. Foreldrar
hans voru Jónas H.
Sveinsson, bóndi að
Borg, f. 3. apríl
1877, d. 14. júní
1943, og Kristín
Guðmundsdóttir
kona hans, f. 1. desember 1883,
d. 9. febrúar 1927. Sveinn var
næstyngstur níu systkina: Arn-
dís, Guðmundur, Ingunn, Sig-
ríður, Hákon, Sigurður, Kristín
og Oddur. Ingunn
og Kristín lifa bróð-
ur sinn. Sveinn
kvæntist Ellen S.
Emilsdóttur, f. 2.
maí 1929, hinn 30.
ágúst 1952. Börn
þeirra eru Jónas
Helgi, kvæntur Jós-
efínu S. Þorbjörns-
dóttur; Berglind
Ruth, gift Trausta
Gunnarssyni; Óttar
Bjarki, kvæntur
Sigrúnu Sigurðar-
dóttur og Brynjar
Gauti, kvæntur Sig-
ríði Birgisdóttur. Barnabörnin
eru ellefu og barnabarnabörnin
eru þrjú.
Utför Sveins fór fram í kyrr-
þey.
„Ég er ljós heimsins. Sá sem fylg-
ir mér mun ekki ganga í myrkri
heldur hafa ljós lífsins (Jóh. 8.12.).
Sunnudaginn 26. september sl. and-
aðist tengdafaðir minn, Sveinn Jón-
asson, 75 ára að aldri. Hann var
viljasterkur og ákveðinn og hafði
alltaf alla sína hluti á hreinu, og bar
hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir
brjósti.
Sveinn var bifreiðastjóri á BSR,
snyrtimenni mikið og báru bflar
hans merki um það. Hann gekk
bæði vel um eigur sínar og bar virð-
ingu fyrir hlutunum, það var sama
hvort um skrifstofuna eða geymsl-
una var að ræða.
Sveinn var glæsilegur maður,
skemmtilegur, barngóður og hafði
gaman af því að taka lagið. Hann
var ávallt tilbúinn að veita hjálpar-
hönd ef með þurfti. Sveinn og Ellen
bjuggu í Brúnalandi 38 í Reykjavík,
þegar ég kynnist 15 ára gömul
yngsta syni þeirra, Brynjari Gauta.
Sjálf átti ég heima í næstu götu.
Hafði hann oft á orði þvflík forrétt-
indi ég hafði að hafa aðgang að
tveimum matseðlum, því hann vissi
að stúlkan var gikkur á mat. Þegar
við svo eignuðumst okkai' fyrstu
íbúð fann ég hve stoltur og ánægður
hann var fyrir okkar hönd. Síðan
hafa tveir drengir litið dagsins ljós,
Amór Ingi og Sveinn Bjarki, sem
sjá nú á eftir afa sínum allt of
snemma.
Fyrir u.þ.b. níu árum veiktist
hann og urðu örlögin þau að hann
átti ekki heimangengt eftir það.
Hann dvaldi lengst af á Hjúkrunar-
heimilinu Eir, þar sem hann fékk
RANNVEIG
INGIBJÖRG
SIG UR VALDADÓTTIR
+ Rannveig Ingi-
björg Signr-
valdadóttir fæddist
á Eldjárnsstöðum í
Blöndudal 11. febr-
úar 1928. Hún lést í
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 24. september
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Grensáskirkju 1.
október.
Guð þig geymi góða systir,
gleði þinnar ávallt naut.
Þeir búa um sem fara fyrstir,
á feti troðin ókunn braut.
(Þorbjöm Haraldsson.)
Þín systir,
Guðrún Sigurvaldadóttir.
Það er með söknuði sem við
kveðjum hana Rannveigu Sigur-
valdadóttur frá Eldjámstöðum.
Það er einu sinni svo að þegar
kemur að kveðjustund þá minnumst
við allra þeirra yndislegu stunda
sem við höfum átt með
okkar elskulegu
frænku.
Rannveig var alla tíð
okkur sem önnur
mamma, hlýja hennar í
okkar garð, ákveðni og
yndislegi hlátur er sem
greypt í minningunni.
Ekki vantaði dugnað-
inn í hana og minnumst
við þess að oftast kom
hún gangandi til okkar
á Bragagötuna úr vest-
urbænum. Það var ein-
hvern veginn þannig
þetta sérstæða sam-
band sem hún átti við okkur að við
voram meira en tflbúnir til að gera
allt fyrir hana Rannveigu og ósjald-
an fylgdum við henni áleiðis heim í
vesturbæinn þegar rökkva tók og
máttum við þá hafa okkur alla við á
göngunni þar sem Rannveig gekk
ávallt mjög greitt, og kvöddumst við
síðan öðra hvoram megin við
Hljómskálagarðinn. A uppvaxtarár-
um okkar kom hún ósjaldan til
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf-
inu, ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali era
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfín Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-
4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þijú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
frábæra umönnun. Eftir erfið veik-
indi fékk hann loks hvfldina sem
hann var farinn að þrá.
Sveinn minn, með hlýjum hug
þakka ég þér fyrir samfylgdina og
bið góðan Guð að blessa þig.
Sigríður Birgisdóttir.
Þegar ég leystur verð þrautunum írá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá -
það verður dásamleg dýrð handa mér.
Dásöm það er dýrð handa mér,
dýrð handa mér, dýrð handa mér,
er ég skal fá Jesú auglit að sjá,
það verður dýrð, verður dýrð handa mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson.)
Þessi sálmur var ofarlega í huga
tengdaföður míns síðustu árin og að
hans ósk sunginn þegar ástvinir
hans fylgdu honum síðasta spölinn.
Það var vel við hæfi þar sem hann
hafði átt við mikla vanheilsu að
stríða síðastliðin níu ár. Nú þegar
litið er um öxl eru það ekki þessi
síðustu erfiðleikaár sem standa
uppúr í minningunni, heldur öll
góðu árin sem fjölskyldan átti með
honum. Það er sama hvort hugsað
er „heim“ í Brúnalandið, eða til
ferðalaganna sem við fórum í innan-
lands og utan, þá eru þetta allt góð-
ar minningar. Tengdapabbi var
heiðarlegur og hreinskilinn maður
sem gott var að treysta á og ef hann
tók að sér eitthvert verkefni fyrir
mann þá var það ekkert hálfkák,
verkið skyldi klárað. Hann var líka
mjög ákveðinn, og ekki vorum við
alltaf sammála en það var allt í lagi
því bæði höfðum við lúmskt gaman
af því að þrasa svolítið. Við vissum
alltaf hvar við höfðum hvort annað.
Mig langar til að kveðja góðan
tengdaföður með þakklæti og virð-
ingu, minningarnar um hann ylja,
megi hann eiga góða heimkomu.
Með kærri vinarkveðju,
Sigrún.
hennar mömmu og var boðin og bú-
in til að aðstoða hana við hin ýmsu
verk og mátti einu sæta hvort það
var Rannveig eða mamma sem gáfu
okkur uppeldislegar ráðleggingar,
þá var farið eftir þeim.
Það skiptast á skin og skúrir í lífi
okkar allra en þegar upp er staðið
er það bjartsýnin og óbilandi trú á
betri tíma sem heldur okkur öllum
gangandi. Ekki vantaði hvatningar-
orðin frá Rannveigu til okkar er
framtíðaráform okkar bræðra vora
rædd. Rannveig hafði gaman af
söng og kunni marga texta og þegar
hennar eftirlætislög voru leikin í út-
varpi söng hún ævinlega með af ein-
stakri innlifun. Það má segja að
þegar við voram í heimsókn hjá
þeim Rannveigu og Jóni fengum við
mátulegan skammt af bæði þjóð-
legri og klassískri tónlist að
ógleymdu harmonikkuspili hans
Jóns.
Það er nú einu sinni svo að þegar
við hugsum til baka þá voram við
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að lifa
með Rannveigu og læra af henni,
því öll höfum við heilmikið að gefa.
Rannveig var alla tíð mjög ákveðin,
sagði sína meiningu sama hvað öðr-
um fannst um það. Þessu ásamt
fjölmörgu öðru hefur hún miðlað til
okkar.
Elsku Rannveig, þú háðir þína
lokabaráttu og það af sama krafti
og mætti sem áður en við eigum
ekki svar við öllum þeim áföllum
sem á okkur geta dunið. Tíminn er
oft fljótur að líða en svo er eins og
hann standi í stað þegar slík barátta
er háð. Við sendum Jóni Karlsyni
og öðrum ættingjum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
góðan guð að gefa ykkur styrk í
ykkar sorg. Að lokum viljum við
vitna í orð okkar elskulegu móður;
„megi guð á himnum geyma þig,
elsku Rannveig okkar“.
Þegar á oss sótti efinn,
ávallt stóðst þitt vinarþel.
Dýrðardagur drottni gefin,
dvöl þín reyndist okkur vel.
(Þorbjörn Haraldsson.)
Þínir systursynir,
Sigurvaldi Rafn, Óskar,
Ásgeir, Siguijón, Þorbjörn,
Hallgrímur og Þórhalli.