Morgunblaðið - 06.10.1999, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HREFNA
* RAGNHEIÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
+ Hrefna Ragnheiður Magn-
úsdóttir fæddist að Sæbóli í
Aðalvík 17. ágúst 1908. Hún lést
á Fjórðungssjúkrahúsinu á fsa-
firði 21. september síðastliðinn
og fór útför hennar fram frá
ísafjarðarkirkju 2. október.
Elsku Hrefna mín!
Örfáar línur til að þakka þér
fyrir allt sem þú og Gummi gerð-
uð fyrir mig. Það eru yndislegar
minningar sem ég á um þann tíma
þegar ég átti heima hjá ykkur á
Hlíðarveginum. Seinna, þegar ég
var flutt til Keflavíkur, var ég
friðlaus nema ég kæmist vestur
vor og haust. Við áttum góðar
stundir saman í eldhúsinu á
kvöldin og þó að þú værir kvöld-
svæf léstu það eftir mér að sitja
yfir kaffibolla og leggja kapal
langt fram eftir kvöldi. Ekkert
fannst þér sjálfsagðara en að færa
mér kaffi og kökur í rúmið upp á
svítu og setjast á rúmstokkinn og
drekka með mér morgunkaffið og
spjalla.
Elsku Hrefna mín. Mikið mun ég
sakna þín og þessara stunda okkar.
Magnús, Guðrún og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur.
Sólin blessuð sígur rauð til viðar,
glóa á lofti gullin ský,
grátklökk áin niðar.
Haustið nálgast,hríð og vetrarrosinn,
sennerekkisólarvon,
senn er áin frosin.
Himinn yfir. Huggast þú sem grætur
Stjömur tindra, geislar guðs,
gegnum vetrarnætur.
Vetramóttin varla mun oss saka,
fyrst að ljósin ofan að
yfir mönnum vaka.
(Stefán frá Hvítadal.)
Þakka þér fyrir allt og guð geymi
þig-
Þín
Judy Wesley.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐFINNA ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Engjaseli 33,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn
8. október kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hennar, er vinsamlega bent á heimahlynningu Krabba-
meinsfélagsins.
Ásbjörn Valur Sigurgeirsson, Steinunn Alda Guðmundsdóttir,
Loftveig Kristín Sigurgeirsdóttir, Sveinn Ragnar Björnsson,
Ágústa Sigurgeirsdóttir, Sigurjón Andrésson,
Þórður Sigurgeirsson, Björg Magnúsdóttir,
Gunnar Már Sigurgeirsson, Sólveig Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSA SIGURÐARDÓTTIR,
Bláhömrum 13,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 8. október kl. 13.30.
Þeim, sem víldu minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélag Islands.
Ingólfur Sveinsson, Halla Hjörleifsdóttir,
Pálína Sveinsdóttir, Valgeir K. Gíslason,
Ásmundur Sveinsson, Tammy Ryan,
Jón Guðlaugur Sveinsson, Jóhanna Siggeirsdóttir,
Baldvin Sveinsson, Sigurlína Helgadóttir,
Jóhanna Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkaerrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR SNJÓLAUGAR
REYNISDÓTTUR,
Engjaseli 70,
Reykjavík.
Ragnar Þorsteinsson,
Reynir Ragnarsson, Halldóra Gísladóttir,
Anna Nína Ragnarsdóttir, Þorsteinn Hreggviðsson,
Þorsteinn Ragnarsson, Svava Sigurðardóttir,
Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, Ingimundur Einarsson,
Snorri Ragnarsson,
Elínborg Ragnarsdóttir, Michael Clausen,
Ingibjörg Ragnarsdóttir, Valdimar Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
HELGA
BJARGMUNDSDÓTTIR
+ Helga Bjarg-
mundsdóttir
fæddist í Suðurkoti
á Vatnsleysuströnd
17. júní 1919. Hún
lést á Reykjalundi
25. september síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Fríkirkjunni í
Reykjavík 4. októ-
ber.
Gömlu félagamir í
upprunalegum bar-
áttusamtökum bprkla-
sjúkhnga, S.Í,B.S.,
kveðja nú sterka og trygga þján-
ingarsystur og samstarfsfélaga um
árabil, Helgu Bjargmundsdóttur
frá Suðurkoti á Vatnsleysuströnd.
Æði-ulaus gekk hún þrautabraut-
ina við hlið okkar, baráttuglöð og
bjartsýn, þótt oft syrti í álinn.
Helga Bjargmundsdóttir var
ósérhhfinn liðsmaður í samtökun-
um allt frá stofnun þeirra, þá á
unglingsaldri. Þegar foreldrar mín-
ir fluttust að Brunnastöðum á
Vatnsleysuströnd með bamahóp-
inn sinn, kynntist ég Helgu í Suð-
urkoti. Þá vomm við báðar á
barnsaldri. Helga var aðeins átta
ára, en hvíti dauðinn hafði þá þegar
lostið litlu fjölskylduna hennar
höggi sem æ síðan
sveið undan. Bjarg-
mundur, faðir hennar,
hafði látist vorið 1927,
langt um aldur fram,
eftir snögga og harða
baráttu við berklana.
Þá stóð móðirin ein
uppi með litlu dæturn-
ar tvær, Ingu sex ára
og Helgu, tveimur ár-
um eldri. Lífsbaráttan
var hörð og miskunn-
arlaus. Þótt ég bæri
þá, barn að aldri, lítið
skyn á annir og afrek
móður telpnanna, sá
ég þó að hún vann ein öll störf á búi
sínu, líka þau sem venjulega vom
kölluð karlmannsverk, en góðir ná-
grannar veittu henni lið þegar
þannig stóð á. Helga ólst upp við
iðjusemi og æðmleysi og þannig
var hún. Föðurmissirinn var henni
eðlilega sár sorg, hin mesta allt
fram að þeim degi sem hún þurfti
að segja móður sinni þá niðurstöðu
læknisrannsóknar sem hljóðaði
upp á hælisvist hennar sjálfrar um
ófyrirsjáanlegan tíma. Helga óttað-
ist að það myndi buga móður sína.
En hvorug bugaðist og baráttan
hélt áfram um árabil.
Helga vann félagi sínu dyggilega
á sjúkdómsáranum, seldi happ-
GUÐRÚN
AÐALSTEINSDÓTTIR
+ Guðrún Aðal-
steinsdóttir
fæddist á Vað-
brekku í Hrafnkels-
dal 25. maí 1923.
Hún lést 24. sept-
ember siðastiiðinn
og fór útför hennar
fram frá Egilsstaða-
kirkju 2. október.
Elsku amma mín!
Þegar pabbi færði mér
fréttir af andláti þínu
var mér mjög brugðið.
Þetta var ekki frétt
sem mér fannst vera á næsta leiti.
Þú varst nýbúin að vera fyrir sunn-
an í heimsókn og ekki vom þá nein
teikn um að það væri í síðasta
skipti sem ég sæi þig á lífi.
Þær eru margar minningarnar
sem upp koma tengdar þér. Þú
bjóst yfir sterkri réttlætiskennd,
varst ósérhlífin í hvívetna og barst
vinnuseminni merki er árin færð-
ust yfir. Þú varst fuh af fróðleik og
hafðir ákaflega gaman af því að
segja frá og einstaklega skemmti-
leg áheyrnar. Þú varst líka góður
hlustandi og barst mikla virðingu
fyrir skoðunum annarra, þótt þær
væru algjörlega á öndverðum
meiði við þínar eigin.
Frá því ég man
fyrst eftir mér var það
alltaf jafn spennandi
að koma til þín og afa í
Utgarðinn á Egils-
stöðum. Þú lumaðir
alltaf á einhverju góð-
gæti og varst alltaf
mjög virk í að lauma
því að okkur systkin-
unum.
Þú fylgdist aUtaf vel
með okkur barnabörn-
unum, hvort sem var í
leik eða starfi og hafð-
ir mikinn metnað fyrir
okkar hönd. A áram
mínum í menntaskólanum á Egils-
stöðum bjó ég um tíma hjá ykkur
afa og kynntist ég þá enn betur hve
metnaður þinn í minn garð var
mikill. Ekki það að ég væri að
vinna nein afgerandi afrek, en í
þínum augum var hver áfangasigur
í mínu lífí partur af þínu.
Þú varst matráðskona í ME
meðan ég var þar við nám og var
ég ákaflega stoltur af þér. Enda
varstu mjög vel liðin af nemendum
og samstarfsfólki og fyrir þér borin
mikil virðing. Meðal nemenda áttir
þú marga vini og kunningja og
hafðir ætíð mikla samkennd með
framgöngu þeirra í námi og dag-
legu lífi. Til þín var alltaf hægt að
GUÐRÍÐUR ERNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Guðríður Erna Guðmunds-
dóttir fæddist í Vestmanna-
eyjum 4. mars 1963. Hún lést í
Trönsberg í Noregi 24. septem-
ber siðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Selfosskirkju
2. október.
Drottinn gaf og drottinn tók,
yndisleg gjöf þegar fæðist fyrsta
barn ungra foreldra, fyrsta barna-
barn afa og ömmu, við öll glöð í
vaxandi fjölskyldu. Litla stúlkan
dafnar og er eins og maður getur
best óskað sér, eignast lífsföranaut
og tvær dætur, enn er okkur gefið
og ættartréið vex. Það er komið
haust, blómin fella krónur sínar og
tréin lauf og nú tekur drottinn
stúlkuna sem hann gaf fyrir rúm-
lega þijátíu og sex árum. Gleðin
breytist í sorg og spurn; af hverju
hún? En gaf hann ekki mikið að
gefa okkur þessa ungu konu og
tvær efnilegar dætur? Jú, vissu-
lega, en eigingirni okkar er mikil.
Við viljum ekki missa þá sem við
elskum og svo sannarlega var
Gurrý elskuð af fjölskyldu og vin-
um.
Fyrstu vindar vetrar leika um
sumarblómin okkar og fella þau til
jarðar. Sama gerðist með Gurrý
okkar, fáeinir dagar og allt búið, en
drottinn hafði gefið tvær ungar
dætur sem verða huggun sínum
nánustu í þeirra miklu sorg og sál-
drættismiða, blöð og merki
S.I.B.S., oft á götum úti, hvernig
sem viðraði. Þá lagði hún við hlið
félaga sína lífið að veði enda barist
fyrir lífíð sjálft. Það ævintýri lagði
margan ósérhlífinn kappann í rúm-
ið og suma kannski í gröfina. Helga
slapp og þegar Vinnuheimilið að
Reykjalundi reis naut hún þess sér
tH heilsubótar og þjálfunar, en
gerðist síðan starfsmaður þess uns
hún gekk í hjónaband og stofnaði
eigið heimih.
Maður hennar, Aðalsteinn Sig-
urðsson, var einn af iðnmeisturan-
um við húsbyggingarnar á Reykja-
lundi og þar kynntust þau. Hann
lést fyrir 20 árum. Eftir það stóð
hún ein og studdi börn sín til náms
og dáða. Helga var félagslynd með
ágætum, en þá list kunni hún besta
að hlúa að fjölskyldulífinu.
Helga naut ætíð frábærrar um-
önnunar og þjálfunar á Reykja-
lundi. A þeim kæra stað leið henni
vel, þar átti hún hlut að máli, þar
átti hún heima síðustu mánuðina
uns yfir lauk, umvafin hlýju starfs-
fólksins og kærleika barna sinna.
Hún kvaddi sæl og sátt, þakklát
fyrir langt og gott líf í stríði og
friði.
Börnum hennar, Sólveigu, Ólaf-
íu, Örvari og Ævari og fjölskyldum
þeirra, vottum við samúð á saknað-
arstund, en gleðjumst með þeim
yfir gæfuríku lífi góðrar móður.
Ég kveð bernskuvinkonu mína
með virðingu og þakklæti.
Rannveig I. E. Löve.
leita eftir þeirri hjálp sem þú gast
veitt eða bara til að spjalla. Það var
líka oft mikið líf hjá þér í eldhúsinu
þar sem þú fékkst margar heim-
sóknir og hin ýmsu dægurmál
fengu þar nýja fleti í kjarnmiklum
umræðum.
Seinni árin höfðu samskipti okk-
ar minnkað mikið, enda ég fluttur
til Reykjavíkur, fyrst til náms og
svo til vinnu. Við hittumst þó oftast
þegar ég kom austur með fjöl-
skyldu mína. Ég mun aldrei
gleyma hvað þú tókst henni Töru
Osp, fósturdóttur minni, vel og
leist strax á hana sem langömmu-
barnið þitt. Það var mér ómetan-
legt. Það er mér líka ómetanlegt að
þú skyldir hafa komist í skírn yngri
dóttur minnar, Emblu Óskar, nú í
sumar.
Við hittum þig í síðasta sinn í
matarboði hjá Rósu frænku fyrir
mánuði þar sem við vorum saman-
komin nokkur af barnabörnunum
og langömmubörnunum þínum. Þú
hafðir á orði við mig hvað það væri
nú stórkostlegur hópur afkomenda
sem þú bærir ábyrgð á. Þú varst
stolt af því sem þú hafðir áorkað á
lífsleiðinni!
Kristbjörg, konan mín, hafði á
orði að með þér væri farin einhver
stórkostlegasta mannseskja sem
hún hefði kynnst. Ég held að allir
sem nutu þeirra forréttinda að
hafa haft af þér kynni, geti tekið
undir það.
Elsku amma mín, þú verður mér
og minni fjölskyldu eilíflega kær!
Tjörvi.
arkulda. Megi guð og góðar vættir
vaka yfir manni, dætrum, foreldr-
um, afa og öllum öðram sem sárt
syrgja.
Þau Ijós sem skærast lýsa,
skína líka glaðast,
bera mesta birtu
og brenna líka hraðast.
Og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur,
er dauðans dómur fellur
og þann dóm enginn sldlur.
En skinið logaskæra,
sem skamma stund oss gladdi,
það leiddi ást og yndi,
öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum,
nú hverfi ljósið bjarta,
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik G. Þorleifsson)
Dóra Guðmundsdóttir.